Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 7 PV__________________________________________________________Fréttir ^ Kosningabaráttan 1999: Utgáfustyrkurinn ríður baggamuninn - stjórnmálaflokkarnir fá samanlagt 144,9 milljónir króna úr ríkissjóði Stjórnmálaflokkarnir hafa saman- lagt úr aö spila um 145 milljónum króna á þessu ári, kosningaárinu, til kynningarstarfs. Upphæðin hefur verið í kringum 136 milljónir undan- gengin ár, þannig að á kjörtimabil- inu hafa flokkarnir þegið úr ríkis- sjóði til þessara þarfa sinna um hálf- an milljarð króna. Þessu fé er úthlut- að árlega í samræmi við kjörfylgi flokkanna i undangengnum alþingis- kosningum. í ár koma í hlut Sjálf- stæðisflokksins 55,4 milljónir króna, Framsóknarflokkurinn fær 32,3 milljónir króna, þingflokkur jafnað- armanna 25,7 milljónir, Kvennalist- inn 6,7 milljónir og Alþýðubandalag- ið 19,8 milljónir. Styrkurinn er samkvæmt fjárlög- um 136 milljónir sem fyrr segir. Ýmsar hræringar hafa hins vegar orðið hjá þingflokkunum á kjörtíma- bilinu og nýir þingflokkar verið stofhaðir. Þá var samþykkt í fjárlög- um ársins sérregla fyrir Vinstri- Skipting baráttukostnaðar Ráðgjöf, hönnun gerö auglýsinga og Ijósmyndun 24% Vmis útgáfa og dreifing 20% Auglýsingarbirtingar í sjónvarpi og útvarpi 20% Auglýsingarbirtingar í blööum 10% Umhverfisauglýsingar Heimasíöur, kannanir, skrifstofurekstur o.fl... 26% nra hreyfinguna - grænt framboð um styrk upp á fimm milljónir króna, þannig að heildarupphæðin er 144,9 milljónir króna. Nú hjóða Jafnaðar- menn, Alþýðubandalag og Kvenna- listi fram saman undir merkjum Samfylkingar og hefur hún því úr að spila rúmum 50 milljónum króna. Jón Magnússon, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði i samtali við DV í gær að útgáfustyrkurinn til stjómmálaflokkanna væri ákveðinn í fjárlögum hvers árs og færður und- ir útgjaldaliðum fjármálaráðuneytis- ins. Hann væri veittur samkvæmt umsóknum í samræmi við atkvæða- magn flokkanna, en skilyrði fyrir því að fá styrk er að viðkomandi flokkur hafi fengið minnst 2,5% at- kvæða í síðastliðnum alþingiskosn- ingum. Jón sagði að þetta væri út- fært þannig að þingflokksformenn og forystumenn flokkanna drægju upp heiidaratkvæðin í siðustu kosning- um, drægju siðan frá ógild og auð at- kvæði og reiknuðu síðan prósentu- hlutfall hvers flokks í atkvæðapott- inum sem þá stæði eftir og fengi hver flokkanna síðan af 136 milljón- unum í samræmi við sitt prósentu- hlutfall. Samkvæmt áætlun DV um hve miklu fé flokkarnir eru að eyða í yf- irstandandi kosningabaráttu er ljóst að útgáfustyrkurinn dugar þeim æði langt. Þannig litur út fyrir á þessari stundu að Sjálfstæðisflokkurinn eyði upp undir 40 milljónum króna. Gangi það eftir mun hann eiga af- gang af útgáfustyrknum þegar upp verður staðið, upp á 15 milljónir eða meira. Miðað við umfangið hjá Sam- fylkingunni verður hún í járnum, en halli hjá Framsóknarflokknum upp á um átta milljónir, gangi það eftir sem spáð var í frétt DV í gær að flokkurinn muni verja 40-45 milljón- um til baráttunnar. -SÁ Ríkisstyrkt kosningabarátta - útgáfustyrkur til flokkanna 144,9 milljónir króna 5S'4 mMli' 52,2 milU. 32,3 millj. 5 millj. ] v © uu Sumartískan 1999 Tískusýning og tónleikar í Sissu tísKuhúsi, Hverfisgötu 52, á morgun, 1. maí. Geir „Sinatra" Ólafsson og Furstarnir verða ó staðnum og taka lagið fyrir sýningargesti. Slðða tíðkuljúð Hverfisgötu 52 s. 562 5110 7Má dayAútá,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.