Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 15
FOSTUDAGUR 30. APRIL 1999 15 Breytum utan- ríkisstefnunni „Loftárásirnar hafa líka drepið og eyðilagt óbeint. Þær hafa leitt til blóðsúthellinga í Kcsovo og fjöldaflótta ..." Með stuðningi sínum við loftárásir NATO og innrás í Júgóslavíu hafa valdamenn gert ís- lendinga meðábyrga í einhverjum mesta stríðsglæp síðari tíma. Við þurfum að breyta utanrikisstefnu ís- lands. Ríkisstjóm ís- lands á að gera kröfu um að loftárásum verði tafarlaust hætt. Stríðsglæpir NATO í Júgóslavíu 7000 árásir, 500 árás- arflugvélar og 2000 eld- flaugar, 6 þúsund tonn af sprengiefni, 500 óbreyttir borgarar dán- ir í loftárásunum og 4 þúsund mikið særðir. Ég fékk í tölvupósti langa skýrslu um afleið- ingar loftárásanna. Hún er ná- kvæm, þurr og endalaus um þá ógn sem NATO færir þjóðum Júgóslavíu um þessar mundir. Það er verið að eyðileggja ræktarland til langs tíma og fyrirtæki þar sem íbúamir vinna og hafa lífsbjörg sína. Þessi skýrsla segir ekki nærri allt. Loftárásimar hafa líka drepið og eyðilagt óbemt. Þær hafa leitt til blóðsúthellinga i Kosovo og fjölda- flótta frá því svæði og spillt til lang- frama fyrir því að þar gætu manneskjur lif- að saman í sæmilegri sátt. Reyndin varð sú að loftárásirnar spilltu fyrir því að mögulegt yrði að fmna friðsamlega lausn og kæfðu þær raddir sem vildu frið, raddir sem áttu stuðning mikils meiri hluta í Júgóslavíu allri. Forystumenn NATO-ríkjanna sem hófu loftárásirnar vita núna að þetta voru mistök. En þeir þora ekki að hætta. Ef þeir hætta er það hið sama og að þeir töpuðu stríðinu, hugsa þeir, og tilvist NATO væri í hættu. Þeir sem tapa skrifa ekki söguna. Þjóðir heims mundu spyrja til hvers voru þá allar þessar mann- fómir. Menn mundu bæta við að NATO væri ekki bara gagnslaust til að stuðla að friði, heldur væri það stórhættulegt ofbeldisfyrirtæki, hættulegt fyrir allan heiminn. Ríkisstjómir margra NATO landa mundu falla. Því sverjast NATO-liðar allra landa í fóshræðralág og magna hver annan upp í að eina leiðin sé að herða loftárásimar. 'Um leið að herða áróðursstríðið gegn „Serbum" í þeirri von að almenn- ingsálitið styðji hemaðaraðgerðirn- ar. Þeir em ekki ólíkir hópi götu- stráka sem ráðast á mann tU að ræna hann. Ef hann skyldi nú taka á móti tryllast þeir af hræðslu og hætta ekki fyrr en búið er að berja hann í hel. Þá kjaftar hann ekki frá. Krafan er: hættið loftárás- unum Það verður að stöðva hildarleik- inn á Balkanskaga. Við eigum að þrýsta á íslensk stjórnvöld með kröfu um að loftárásum sé tafar- laust hætt. íslensk stjórnvöld taki þegar i stað afstöðu gegn styrxjald- arrekstri NATO í Júgóslavíu. Til þess em ýmsar leiðir, upplýsingar um eðli stríðsins, mótmælafundir, mótmælaundirskriftir. Við eigum að spyrja frambjóð- endur í kosningunum hvort þeir ætli að leggja sitt lóð á vogarskál friðarbaráttunnar með málflutningi og tillöguflutningi. Vinstrihreyfing- in - grænt framboð er sá eini af stóm flokkunum sem hefur tekið afstöðu gegn loftárásunum. Við vit- um þó að í Framsókn, Samfylking- unni og Sjálfstæðisflokknum em menn sem taka afstöðu gegn loft- árásunum. Við þurfurn að knýja frambjóðendur til að segja skoðun sína. Við svona aðstæður er það fá- sinna að segja að utanríkismál séu ekki til umræðu. Breytum utanríkisstefnu ís- lands til frambúðar Fólk sem ég þekki og hefur starfað við friðargæslu á átakasvæðum seg- ir mér að íslendingar ættu að geta leikið afar mikilvægt hlutverk í að vinna að friði og sáttum. Ástæðan sé ekki síst sú hvað ísland sé lítið. Hvorugur deiluaðila er hræddur við yfirgang frá svo lítilli þjóð. NATO- aðildin spilli hins vegar fyrir. fslendingar eiga að hafna hemað arstefnu NATO og gerast friðflytj- endur á alþjóðavettvangi. Utanrík- isstefna íslands á að verða stefna friðar og afvopnunar. Einn liðurinn í þessu er að koma á fót starfi að friðarrannsóknum til að skilja bet- ur hvað er að gerast í heiminum, til að verða ekki aftur handbendi hemaðaráróðurs NATO eða ann- arra stríðsbandalaga. Ragnar Stefánsson Kjallarinn Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur „Við þurfum að knýja frambjóð- endur til að segja skoðun sína. Við svona aðstæður er það fá- sinna að segja að utanríkismál séu ekki til umræðu. Breytum ut- anríkisstefnu íslands til fram- búðar.“ Stórveldisásælni gegnum alþýðusamtök Ari Skúlason, Halldór Grönvold o.fl. voru í Brussel, rétt eina ferð- ina. Þeir hafa lengi vonað og trúað að til sé fær leið fyrir ísland inn í Evrópusambandið. Viðmælendur þeirra frá lagadeild ESB töldu enga lagalega fyrirstöðu í löggjöf sambandsins fyrir því að ísland gæti fengið undanþágu frá sameig- inlegri sjávarútvegsstefnu þess ef samningar næðust. Að fengnum þessum fréttum lýsti Össur Skarp- héðinsson því yfir að þetta „galopnaði Evrópu-umræðuna“ og hann vill að látið verði reyna á að- ildarumsókn á næsta kjörtímabili. Ferðir ASÍ- toppa til Brussel eru orðnar tíðar og fylgja ákveðnu munstri. Þegar þeir koma heim bera þeir lof á regluverkið þar og þá félagslegu ávinninga sem það gæfi íslensku launafólki að ganga í ESB. Svo er komið að rödd þeirra klingir einna hæst í talkór Evrópusinna. Aftur um hálfa öld Hugurinn leitar aftur um hálfa öld. Þegar unnið var að stofnun NATO og leitað hófa um herstöðv- ar lögðu bandarísk stjórnvöld al- veg sérstaka áherslu á að ná áhrif- um í evrópskri verkalýðshreyf- ingu. Valur Ingimundarson getur þessa í bókinni í eldlínu kalda stríðsins. Tvær stofnanir önnuð- ust þetta: ECA, sem einnig sá um frpmkvæmd Marshalláætlunar- innar, og svo leyniþjónustan, CIA. Aðferðir þeirra á íslandi voru dæmigerðar. Á upphafsári Mars- hallaðstoðar, 1948, mynduðu lýð- ræðisflokkamir þrír samfylkingu gegn forystu Sósíalistaflokksins innan ASÍ og höfðu sigur eftir harðvítuga baráttu. Skjöl staðfesta að ECA og CLA lögðu fram bæði fé og sérfræðiaðstoð til „verkalýðs- baráttu" á íslandi kringum 1950, öðru nafni baráttu gegn kommún- ismanum. Sams konar aðferðir Leyniþjónustan sendi „verka- lýðsfulltrúa" í sendiráðið í Reykja- vík og Bandaríkjastjórn kostaði útgáfu blaða og bæklinga á vegum ASÍ, m.a. Vinmmn- ar, helgaða barátt- unni gegn sósíalist- um. Hernámsárið 1951 var sendinefnd frá ASÍ boðið til Bandaríkjanna, for- seta og varaforseta ASÍ auk minni manna, sem dvöldu þar sex vikur, kynntu sér banda- rísk fyrirtæki og vel- megun og sóttu nám- skeið í Roosevelt College um verka- lýðsmál. Á eftir kost- uðu bandarísk stjómvöld útgáfu á fallegum bæklingi frá ASÍ um vestur- fórina sem Benedikt Gröndal skrifaði. Það var skynsamlegt af stórveld- inu að beita fyrir sig málpípum í alþýðusamtökum hjáríkisins. - Sams konar aðferðir viðgangast greinilega enn í dag. Sjávarútvegs- þjóðir hafa áður reynt að fá und- anþágur frá reglum ESB. Eftir langar og strangar viðræð- ur kom Gro Harlem Brundtland heim haustið 1994 veifandi samn- ingsdrögum. Samkvæmt þeim hefðu norsk fiskimið utan 12 mílna fallið undir reglur Evrópu- sambandsins og Noregur afsalað sér eigin lögsögu þar um. Allar helstu undanþágur giltu aðeins til fárra ára og í viðbót komu nokkrar póli- tískar viljayfirlýsingar án lagalegs gildis. Norska þjóðin sagði nei, takk. Evrópska samrunaferlið Ari Skúlason talar um ESB nánast sem fé- lagsmálastofnun til tryggingar á réttind- um launafólks. Það er villandi. Evrópska samrunaferlið hefur alla tið stjórnast af þörfum evrópskra kapítalista og fjár- málafursta, ekki launafólks. Atvinnu- leysi í ESB-löndum er t.d. víðast 10-15% og jókst um 50% á árunum 1990-97. Ákafi Ara varðandi ESB-aðild hljómar eins og gjaldþrotsyfirlýs- ing frá ASl, eins og verkalýðsfor- ystan sé sér meðvitandi um mátt- leysi sitt og eygi þarna auövelda leið i stéttabaráttunni með því að segja sig á evrópska hreppinn. Heldur hann í raun og veru að möguleikar verkalýðshreyfingar til áhrifa vaxi við það að safna úr- slitavaldi þjóðmála i lokaðar skrif- finnskustofnanir nógu langt í burtu? - Að þá verði auðveldara að koma samtakamættinum við? Þórarinn Hjartarson „Ákafi Ara varðandi ESB-aðild hljómar eins og gjaldþrotsyfírlýs- ing frá ASÍ, eins og verkalýðsfor- ystan sé sér meðvitandi um mátt- leysi sitt og eygi þarna auðvelda leið í stéttabaráttunni með því að segja sig á evrópska hreppinn.“ Kjallarmn Þórarinn Hjartarson járnsmiður og sagnfræðingur Með og á móti A að setja þak á auglýs- ingakostnaö í kosningum? Ogmundur Jónas- son alþingismaöur. Hver og einn smíði sitt þak „Æskilegt væri að stjómmála- flokkar settu sér skynsamleg mörk í þessu efni og smíðuðu sér þakið sjálfir. Ég er á þessu stigi ekki til- búinn að ráðast í slíkar smíðar fyrir aðra en þá stjórnmála- hreyfingu sem ég tilheyri - Vinstri-græna. Við ákváðum að stilla auglýs- ingakostnaði mjög í hóf og hefðum gert það jafnvel þótt við hefðum digra sjóði. Verst finnst mér þegar stjómmálaflokk ar eru að reyna að kaupa sig frá eigin verkum eða slá ryki í augu kjósenda. Talsvert ber á þessu nú. Þetta er beinlínis ógeðfellt. Hins vegar geta auglýsingar lika verið gagnlegar til að upplýsa menn um málefni eða til að hvefja til um- ræöu. En það er ósiðlegt þegar stjórnmálaflokkar nota styrki fá almenningi, sem ætlaðir em til al menm-ar stjórnmálastarfsemi, til að auglýsa eigiö ágæti, án þess að fyrir því sé nokkur innistæða. Þá er ekki nóg með að stjómmál hafi verið gerð að vöru - heldur svik- inni vöru í þokkabót. Ég vona að á kjördag muni kjósendur láta gæð- in og innihaldið ráða en gefi öðr- um frí. Við skulum minnast þeirra úr auglýsingunum. Það er of mik- ið á þjóðina lagt að lifa með slíku stjórnmálafólki næstu fjögur árin.“ Ekki hægt að koma slíku í framkvæmd „Ég tel að það sé ákaflega erfitt að setja þak á auglýsingakostnað fyrir kosningar. Eina leiðin í því væri að ganga þá bara hreint til verks og einfaldlega banna allar augslýsingar. Ég sé ekki með hvaða hætti framkvæmdin í takmörkunum ætti að vera. Hver ætlar þá að telja dálksentí- metrana og mínúturnar og hvar eiga mörk- in að liggja? Mér finnst þá bara eðlilegt að ganga alla leið og banna bara allar auglýsingar fyrir kosningar. Varðandi þak þá finnst mér að menn verði að ganga hreint til verks. Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa þar sem auglýsingar em annars vegar - annaðhvort banna menn þær eða hafa þetta frjálst eins og nú er. Maður getur spurt sig þeirrar spurningar hvort menn sjái fram- tíðina fyrir sér í boðum og bönn- um, eða gera þeir það þannig að mönnum sé frjálst að gera það sem þeir vilja. Ég sé engan milli- veg í þessu. Hann kallar einfald- lega á mismunun eða ranglæti. Ef þak yrði sett og sagt yrði að aug- lýsa mætti fyrri 10 milljónir væri hægt að fara í kringum þá hluti með einum eða öðrum hætti. Nið- urstaðan er því einfóld, annað- hvort af eða á. Varðandi gagnrýni um hvernig fjármunum flokkanna sé best varið, þá sé ég ekkert at- hugavert við það. Flokkarnir verða að eiga það við sjálfa sig með hvaða hætti þeir verja þeim peningum sem þeir hafa undir höndum - án nokkurra tilskip- ana.“ -Ótt Egill Heiöar Gísla- son, framkvæmda- stjóri Framsoknar- flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.