Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 32
 Fjérfjaldur i. vinningur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR 'fjjrir W.20;2 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 30. APRIL 1999 Jóhanna Sigurðardóttir: Finnum meöbyr Samfylkingin tekur 2,6% stökk upp á við í nýrri skoðanakönnun DV á fylgi stjómmálaflokk- anna og fengi 17 þing- menn í stað 16 miðað við síðustu könnun. „Þetta er gleðilegt og í samræmi við það sem við fínnum alls staðar úti í þjóðfélag- inu. Við erum í mikilli sókn. Við stefnum að því að fá 35% í þessum kosningum og ég held að okkur muni takast það,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. -SÁ Gunnar I. Gunnarsson: Menn á þing „Við erum enn að mælast með minna fylgi samkvæmt þessum tölum heldur en það sem við þykjumst verða vör við meðal þeirra kjós- enda sem við höfum samband við dag- lega,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins, um könnun DV. „Hvað okkur varðar er ekki spum- ing um hvort heldur hve mörgum mönnum við náum á þing.“ -Ótt Helgarblað DV: 'Dularfullt hvarf I Helgarblaði DV er fjallað ítarlega um Ragnar Sigurjónsson, sem hvarf á dularfullan hátt í London fyrir skömmu. Magnús Gylfi Thorstenn, nýr for- stjóri Atlanta, er í nærmynd. Farið er til Nígeríu, þar sem íslendingur starfar við að bjarga saklausu fólki úr víti nígeriskra fangelsa. Rætt verður við Þórunni Lárusdóttur, sem tók þátt í slagnum um að verða Bond-stúika. Birt verða úrslit skoðanakönnunar um besta íslenska karlleikarann og gerð úttekt á nokkrum nýforrikum ís- lendingum. Farið verður yfir For- múlu 1 kappaksturinn. Helstu stóð- j*Jiestar landsins veröa kynntir. PAR LET HANN GÓMA SIG! Peysufatadagur 4. bekkjar Verslunarskólans var haldinn f gær. Glæsileg ungmenni gengu niöur Laugaveginn, stúlk- urnar í upphlut eöa peysufötum og piltarnir kjólklæddir. Hópurinn dansaöi skottís og fleira þjóölegt á Ingólfstorgi og hélt síöan áfram dansinum á útsýnispalli Perlunnar eftir boröhald. DV-mynd Teitur Mótmæla fullyrðingum um tannlækningar þroskaheftra: Rukkaði fyrir 107 fyllingar í einn munn - eftirlit með vinnu fyrir almannafé hert, segir forstjóri TR „Eftirlit Trygg- ingastofnunar með tanniækningum hefur verið stór- hert og var ekki vanþörf á. Það gerðist í framhaldi af því að upp komst að einn tannlæknir hafði fengið greitt fyrir Karl Steinar 107 tannfyllingar í Guðnason. einn einstakling, konu sem reyndist vera tannlaus þeg- ar tryggingayfirtannlæknir skoðaði þetta fyrirbæri í tannlækningum. Konan reyndist vera með falskar tennur," sagði Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnunar rík- isins, í gær. Þessi atburður geröist fyrir tveimur árum, en tannlæknirinn er hættur störfum og ekki þótti fært að lögsækja hann fyrir sviksemina. Síðan hefur efirlit stofnunarinnar ver- ið hert til muna. „Það hefur aldrei verið þak á tann- lækningum fyrir þroskahefta," sagði Karl Steinar í gær. Karl Steinar bendir á að nauð- syn beri til fyrir stofnunina að fylgjast með hvem- ig þeim 800 miilj- ónum sem varið er til tannlækninga er ráðstafað, én Reynir Jónsson. helmingur þess fjár fer tii tann- lækninga bama. Annað þætti almenningi óeðlilegt, enda þótt örfáir tannlæknar láti sig hafa það að halda uppi hatursherferð gegn stofnuninni fyrir að vilja hafa stjóm á fjárútlátum sínum. Utúrsnúningar, rógburður og svívirðingar „Þetta er ekki annað en útúrsnún- ingar, rógburður og svívirðingar hjá Gunnari Þormar tannlækni sem birt- ist í DV í dag, ótrúlegt hatur og mann- vonska í garð tryggingayfirtannlækn- is, Reynis Jónssonar. Það verður ekki undan því komist að svara því sem hann segir í DV í dag, því foreldrar þroskaheftra eiga það ekki skilið að vera hræddir með svona ósannind- um,“ sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, í gær. Hann segir að Ingibjörg K. Þor- steinsdóttir, lögfræðingur sjúkra- trygginga, hafi aldrei lýst einu eða neinu yfir í þessari deilu, öndvert við það sem Gunnar Þormar heldur fram. Karl Steinar segir að Trygginga- stofnun hafi verið sökuð um að gera rangt í viðskiptunum við tannlækna. „Við létum fletta hverjum einasta reikningi og þá kom í ljós að reikning- ar upp á rúmar 9 þúsund krónur, af öllum þessum tugum milljóna, höfðu ekki verið greiddir en hefðu átt að greiðast. Tryggingastofnun er mjög í mun að þroskaheftir einstaklingar fái fyllstu þjónustu og þykir stofnuninni mjög miður að viðkomandi tannlækn- ir sé að hræða aðstandendur þroska- heftra bama með þessum aðgerðum sínum," sagði Karl Steinar Guðnason í gær. -JBP Veðrið á morgun: fyrir sunnan og vestan A morgunlverður hæg suðlæg eða breytilég átt, skýjað með köflum og úrkomulítið á Norður- landi en skúrir sunnan og vest- an til. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. V v'6^V Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 9,4% og sex þingmenn ef marka má nýja könnun DV á fýlgi flokkanna. „Þetta er mikið ánægjuefni og það er augljóst að þeim fer fiölgandi sem sjá að það skiptir máli lýð- ræðisins vegna að stjórnmálafl á borð við Vinstrihreyf- inguna - grænt framboð með skýra stefnu í velferðarmálum, utanrikis- málum og umhverfismálum geti starf- að á Alþingi og hafi þar góðan styrk,“ sagði Ögmundur Jónasson. -SÁ Finnur IngóLfsson: Geir H. Haarde: Sterk staða „Mér koma þessar tölur ekkert á óvart. Þetta er afar svipað og verið hefur. Við í Sjálfstæð- isflokknum erum með ánægjulega sterka stöðu og greinilegt að málflutningur okkar á góðan hljómgrunn," sagði Geir H. Haarde fiármálaráðherra og annar maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í höfuðborginni í morgun. Geir var þá á Egilsstöðum að bíða eftir flugi til Reykjavíkur eftir fund á Seyð- isfirði í gær. -JBP DV kemur út laugardaginn 1. mai. Smáauglýsingadeild DV er opin í kvöld til kl. 22. Ath. að smáauglýs- ing í helgarblað DV verður að ber- ast okkur f.kl. 17 í dag. Lokað á morgun 1. maí. Opið verður sunnudaginn 2. maí frá kl. 16-22. Síminn er 550 5000. Ný, öflugri °g öruggari SUBARU IMPREZA Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfba 2 Simi 525 8000 www.ih.is Sígandi lukka „Eg segi bara það að sígandi lukka er best í þessu eins og öðru,“ sagði Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, í morgun. Hann segir að niður- staða skoðanakönn- rmar DV nú sé í sam- ræmi við tilfinningu sína, að straumurinn liggi um þessar mundir til Framsókn- arflokksins. „Nú vonar maður bara að þessi þró- un haldi áfram fram á kjördag. Sjö af hverjum tíu íslendingum vilja að Framsókarflokkurinn verði áfram í ríkisstjóm, til þess þarf flokkurinn góða kosningu," sagði Finnur. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.