Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 11 Frá Með réttu má segja að ríkið fylgi okkur íslendingum frá vöggu til grafar. Flestir fæðast á sjúkrahúsum eða fæðingarheim- ilum sem rekin eru af ríkinu og hljóta menntun sem greidd er úr sameiginlegum sjóði. Stór hluti þjóðarinnar býr í húsnæði í eigu hins opinbera eða hefur eignast húsnæði í skjóli niðurgreiddra vaxta eða jafnvel beinna styrkja. Næstum allir íslendingar njóta aðstoðar hins opinbera; þegar veikindi steðja að, atvinnuleysi, slys, fátækt eða þegar farið er á eftirlaun. Öll greiðum við skatta - ef ekki af tekjum þá óbeint þeg- ar við kaupum í matinn eða setj- um bensín á bílinn. Sifellt fleiri eru í vinnu hjá hinu opinbera og enn fleiri eiga mikið undir ríkinu komið. Verkalýðsfélög, sem yfir- leitt semja um kaup og kjör, starfa í skjóli og undir vernd rík- isvaldsins, sem skilgreinir hlut- verk þeirra og skyldur. Verð- myndun vöru og þjónustu er ann- aðhvort ákveðin beint af ríkinu eða þá það hefur áhrif á hana með ýmsum hætti - með tollum, innflutningshöftum o.s.frv. Við keyrum öllum um götur og vegi sem lagðir hafa verið fyrir al- mannafé, losum skólp í gegnum sameiginleg holræsi, fáum vatn og rafmagn frá opinberum aðil- um. Smiðja hagfræðinnar Allt daglegt líf okkar markast þannig af því hvernig málum op- inberra aðila er háttað. Það er því ekki úr vegi fyrir almenning, nú þegar skammt er til kosninga, að hugleiða hlutverk og skyldur ríkisins og hvernig stjórnmála- mönnum hefur tekist til við rekstur þess á undanförnum árum. Kjósendur hljóta um leið að vega og meta kosti þess að eiga jafnmikið undir jafnfáum - 63 þingmönnum. Umsvif ríkisvaldsins jukust jafnt og þétt frá lokum síðari heimsstyrjaldar og allt fram undir níunda áratuginn, í skjóli hag- fræðikenninga sem stjórnmála- menn tóku upp á arma sína. í kreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar töldu margir hagfræð- ingar, með John Meynard Keynes fremstan i flokki, að frjáls mark- aður gæti ekki tryggt grunnþarfir einstaklinganna. Hagkerfið væri óstöðugt og því nauðsynlegt að ríkisvaldið léti til sín taka á flest- um eða öllum sviðum efnahags- lífsins. Hugmyndum klassískra hagfræðinga nítjándu aldarinnar um afskiptaleysi, laisser-faire, stjórnvalda af efnahagsmálum var hafnað. Með rökstuðning Keynes og lærisveina hans að vopni juku stjórnmálamennirnir afskipti rík- isins af efnahagsmálum jafnt og þétt. Þessi hugmyndafræði opin- berra afskipta, sem er grundvöll- uð á göllum frjáls hagkerfis, leiddi flest Vesturlönd inn á hættulegar brautir - þau fóru úr öskunni í eldinn. Síðustu tveir áratugir ald- arinnar hafa síðan farið í að vinda ofan af þeirri vitleysu sem trúarbrögð keynesverja leiddu vestrænar þjóðir i - frjálslyndir stjórnmálamenn og hugmynda- fræðingar hafa reynt að finna leiðir út úr ógöngum, enda al- menningur orðinn þreyttur á því að fá ekki að njóta nema lítils hluta launa sinna. Breytt hugarfar Hér á islandi hefur orðið grund- vallarbreyting á viðhorfl flestra til þess hlutverks sem ríkinu er vöggu til grafar Laugardagspistill Óli Björn Kárason ritstjórí ætlað að gegna. Talsmönnum rík- isrekstrar á almennum fram- leiðslu- og þjónustufyrirtækjum hefur fækkað enda fjölgar „kapít- alistunum" sem taka þátt í at- vinnurekstri með kaupum á hlutabréfum á opnum hlutabréfa- markaði. Fáum dettur í huga að eðlilegt geti talist að opinberir að- ilar krefjist sérstakra skýringa á því í hvað menn ætla að „eyða“ erlendum gjaldeyri sem þeir kaupa í banka. Neytendur hafa engan skilning á því af hverju nauðsynlegt er, þegar lítið lifir af 20. öldinni, að vernda landbúnað á þeirra kostnað með tollum, inn- flutningshöftum og kvótum. Eng- inn vill lengur kannast við nauð- syn þess að ríkið fái eitt að stunda rekstur á útvarps- og sjónvarps- stöðvum. Skilningur á nauðsyn þess að ríkið hafi sérstök gælu- verkefni á sinni könnu, hvort heldur það er loðdýrarækt eða laxeldi, fer þverrandi. Ef litið er nokkur ár aftur í tím- ann, má glöggt sjá hve miklar breytingar hafa orðið á því um- hverfl sem einstaklingum og fyrirtækjum er búið. Þessar breytingar eru meginskýr- ingar á því hve íslensku þjóðarbúi vegnar vel og hve staða efnahagsmála er sterk. Af þessum sök- um kemur ekki á óvart að staða ríkisstjórnar- innar skuli vera sterk, ef taka má mark á skoðanakönnunum að undanfórnu. Davíð Oddsson for- sætisráðherra segist stoltur af því hvemig til hefur tekist við stjómun efnahagsmála og þá ekki sist hvernig tekist hefur að draga úr þátttöku og áhrif- um ríkisins af atvinnulíf- inu. Á fimm ára afmælis- ráðstefnu sem Viðskiptablað- ið hélt síðastliðinn fimmtudag vék forsætisráðherra í erindi sínu að öðru „sem ég tel að við eigum að vera enn stoltari af. Þá breytingu er erfitt að mæla, þótt við finnum glöggt fyrir henni. Það er hugarfarsbreytingin. Nú dettur engum í hug að sitja á biðstofum stjórnmálamannanna til að verða sér úti um fé í gjaldþrota fyrir- tæki. Ríkisvaldið sér um að plægja akurinn, en fólki er látið eftir að sá og uppskera. Nú kæm- ist enginn stjórnmálamaður upp með að segja að almenn efnahags- lögmál eigi ekki við á íslandi. Ekki frekar en að nokkur vísinda- maður með viti mundi halda þvi fram að þyngdarlögmálið gilti ekki hér á landi. Nú bíða menn ekki lengur eftir efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar, eða bráða- h i n s opinbera. M e ð samningum hafa þeir neyðst að gefa eftir í stefnumálum sínum í samstarfl við aðra flokka í ríkisstjórnum og það sem þeir hafa komið í gegn hefur oft verið léttvægara en það sem gefið var eftir. Auk þess eru talsmenn takmarkaðra ríkisaf- skipta oftar en ekki veikir fyrir þegar kemur að úthlutun fjár- muna til kjördæma þeirra eða til einhverra hugðarefna. Um grunnhlutverk ríkisins virðist lítill ágreiningur. Rík- ið á að vernda borgarana gegn ut- anaðkomandi ofbeldi, jafnt og of- beldi innanlands. Það á að setja þann lagaramma sem við lifum í. Ágreiningurinn snýst hins vegar um hvort og þá hversu mikið rík- ið eigi að taka að sér umfram þetta. Sumir virðast raunar lifa í þeirri trú að allt sé bannað sem ekki er sérstaklega leyft, en frjálslyndir menn vilja lifa lifinu frjálsir en allt leyft sem er ekki sér- staklega bannað. Því miður er það svo að póli- tísk umræða fyrir kosningar snýst að litlu leyti um raunveru legar hugmyndir, enda stjórn málamenn flestra flokka upp- teknir af því að gefa út lof- orð um hitt og þetta, allt til að heilla kjósendur. Að vísu má segja að loforðagjarnir stjórnmálamenn séu þar með farn- ir að skilgreina hlutverk rik- isins - því fleiri loforð því meira og stærra á rík- ið að vera. Þetta ættu kjósendur að hafa í huga næst- komandi laugar- dag þegar þeir ganga að kjör- borði. birgðalögum ríkisstjórnarinnar, eða gengisfellingu ríkisstjórnar- innar. Fólk vill hvorki smá- skammtalækningar né meint aukaverkanalaus töframeðul." „í staðinn hefur orðið vakning meðal fólks, sem steypir sér í stríðum straumum út í athafnalif- ið af miklum dugnaði og með frumkvöðlabrag. Þegar ég og kon- an mín horfum á fréttir úr hug- búnaðargeiranum teljum við oft í fyrstu að verið sé að tala við ferm- ingarbörn, en ekki stjórnendur með mannaforráð og milljóna veltu. Þessi framvinda er sérstak- lega jákvæð og einmitt þróun sem ísland hefur góð not af. Ríkisvald- ið hefur gert umhverfi atvinnu- lífsins skynsamlegra og mannlífs- ins skaplegra, og er rólega en markvisst að draga sig út úr þeirri starfsemi sem öðrum fellur betur að sinna. Hlutabréfamark- aðurinn hefur um leið blásið auknum þrótti í brjóst athafna- mennskunnar, sem allir njóta góðs af.“ Skilgreining Á stundum mætti halda að stjórnmálamenn eigi erfitt með að átta sig á því hvert þeir telji vera hlutverk ríkisins - þó hafa þeir axlað þá ábyrgð að skil- greina hlutverk þess og marka því verkefm. Að líkindum er of djúpt tekið í árinni að halda því fram að þeir hafi ekki staðið und- ir ábyrgðinni, þar sem velflestir stjórnmálaflokkar hafa með ein- um eða öðrum hætti ákveðna stefnu. Engu að síður er ijóst að þeir hafa í mörgu litið fram hjá stefnunni, sem haldið er að kjós- endum, ekki síst þeir sem barist hafa gegn auknum umsvifum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.