Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 20
SIK * LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 DV Steinar Dagur Adolfsson, miðvörður hjá Kongsvinger í Noregi: NEC DB2000 lenti í öðru sæti í könnun norska folaðsins IT avisen i flokki vandaðra GSM síma með 420 stig. Könnunin var S«j stærsta sem gerð hefur verið i Noregi. Sjá nánar á www.telecom.no stgr. Með heyrartóli fyrir handfrjálsa notkun Einstök Síóumúla 37 - S. 588-2800 www.istel.is DV, Kongsvingen Steinar Dagur Adolfsson var eins og síðasti móhíkaninn. Hann var síð- asti áhugamaðurinn í íslenska knatt- spyrnulandsliðinu. Nú er líka hann orðinn atvinnumaður og hann er líka orðinn húseigandi í Kongsvinger í Noregi og óttast það mest að verða að fara úr bænum ef annað lið vill kaupa hann. Steinar lítur á Kongsvinger sem endastöð en ekki stökkpall. „Það verður bara að taka á því vandamáli þegar og ef það kemur upp,“ segir Steinar hlægjandi um möguleikann á að Kongsvinger fái til- boð í hann. Steinar hefur umboðs- mann og það er aldrei að vita upp á hverju hann flnnur. En í Kongsvinger vill Steinar ljúka ferlinum. Lögræðingur í ævintýraleit Og vonandi líka að reyna fyrir sér sem lögfræðingur áður en langt um líður. Hann fer til íslands í maí að taka síðasta prófið í lagadeildinni, lokaritgerð reiknar hann með að skila í haust og þá er ekkert annað en að láta reyna á hvort íslensk lögfræði passar í Noregi. Steinar byrjaði á þriggja ára samn- ingstímabili hjá Kongsvinger i janúar og verður 32 ára þegar því lýkur. Ein- hver ár á hann þá væntanlega eftir í knattspyrnunni en hann hefur hug á að vinna með fótboltanum; gera eitt- hvað annað en að sparka bolta alla tíð - og jafnvel að setjast að í Noregi. Þetta eru framtíðaráformin. Steinar kom til Kongsvinger í janú- ar ásamt konu sinni, Hafrúnu Jó- hannesdóttur, og dætrunum tveimur, Alexöndru Berg, 7 ára, og Stefaníu Berg, 2 ára. Þlau fluttu inn í raðhús og Steinar byrjaði að æfa. Nú hafa þau fest kaup á raðhúsi í bænum sem er á margan hátt dæmi- gerður smábær austanfjalls í Noregi. íbúamir eru 15 þúsund og það tekur hálfan annan tíma að komast til höf- uðstaðarins Óslóar. Skutu strax rótum Hafrún er leikskólakennari og reiknar með að byrja að vinna í haust. Hún hefur verið heima meðan íjölskyldan var að koma sér fyrir. AI- exandra byrjaði i skólanum í janúar. Og svo skreppa þau yfir til Svíþjóðar til að kaupa í matinn eins og aðrir Norðmenn. Allt er ódýrara í ESB- handan og bara landinu landamæranna hálftímáakstur Charlottenberg. Á hálfu ári hefur ijöl- skyldan skotið rótum í Kongsvinger og er farin að haga sér eins og Norð- menn. Skíðin er hægt að festa á sig undir hús- veggnum og ganga hvert á land sem er. Skautatjöm- in er steinsnar frá húsinu og þar renna bömin sér um vetur og busla á sumr- in. „Ég vil satt að segja ekki hugsa þá hugsun til enda að það komi tilboð og við verðum að fara. Þetta er í raun og veru furðuleg staða því ég vil standa mig vel með liðinu en helst ekki að önnur lið taki eftir því. Ég vil ekk- ert tilboð fá,“ segir Stein- ar. „Aðalatriðið er að fjöl- skyldunni líði vel,“ heldur hann áfram og hallar sér aftur i sófanum. Honum líður ekki alltof vel sjálf- um vegna þess að hann fór úr axlarlið í síöasta leik og er í fatla. Hann getur ekkert æft af viti og verð- ur að sitja á bekknum næsta leik, há- bölvað fyrir baráttumann. „Ég lagði allt í að skora og gleymdi að ég varð að lenda líka,“ segir Stein- ar. Hann skoraði glæsimark í leik gegn Molde, kastaði sér fram og skall- aði boltann í netið. En hann gleymdi bara lendingunni og kom illa niður og fór úr liði. „Þetta var alveg ótrúlega vont,“ segir Steinar. Nýr draumur Hann ákvað að reyna fyrir sér í at- vinnumennsku eftir að hann var orð- inn eini áhugamaðurinn í íslenska landsliðinu. „Ég sá,“ segir hann, „að ég yrði að gera eitthvað til að halda sæti mínu í liðinu.“ Noregur varð fyr- ir valinu og nú er hann miðvörður hjá Kongsvinger. „Hér era allar aðstæður góðar. Ég æfi mikið og get bætt mig sem knatt- spymumaður. Ég ætla mér að ná því Fjölskyldan heima í Kongsvinger. Dæturnar eru Stefanía Berg, 2 ára, og Alexandra Berg, 7 ára. Að baki eru svo Hafrún Jóhannesdóttir og Steinar Dagur Adolfsson úr leik með fatlann. DV-mynd Gísli Kristjánsson Fylgdi Guðjóni Steinar og Hafran eru bæði Ólsarar, borin og barnfædd i Ólafsvík. Frá Ólafsvík lá leiðin til Reykjavíkur og þar var Steinar í Val í átta ár. Síð- an flutti hann sig yíir í KR þar sem Guðjón Þórð- arson var þjálfari. Með Guðjóni fylgdi Steinar svo upp á Skaga. Af því halda margir að Steinar sé Skagamaður. Það er hann ekki og heldur ekki Ólaf- ur bróðir hans sem lék með Skagamönnum. „Þeir á Skaganum vilja eigna sér allt Vesturland- ið og telja okkur Ólsarana með sér,“ segir Steinar og hlær. í landsliðinu leikur Steinar undir stjórn Guð- jóns og segir óhikað að „landsliðið sé nú betra en nokkur sinni fyrr.“ Ástæðurna segir hann tvær: Fleiri atvinnumenn eru í liðinu en áður og að Guðjón hefur fundið þann leikstíl sem hentar þess- um hópi. besta út úr ferli mínum hér og svo heldur lífið áfram," segir Steinar. Hann viðurkennir að draumurinn um að komast í atvinnumennsku hafi aldrei haldið fyrir honum vöku. Eng- inn gamall draumur er að rætast núna. „Ég lagði áherslu á að afla mér menntunar. Það lifir enginn af því afla æfi að vera knattspyrnumaður og oftast er ferlinum lokið um 35 ára ald- ur. Hvað tekur þá við? Þá er oft of seint að byrja að læra en ég skil vel þessa stráka sem fara ungir út í at- vinnumennsku og fórna öllu fyrir að komast áfram,“ segir Steinar. Rólegra líf Steinar segir að kjör hans séu betri en heima. Launin að lokinni vinnu ef til vill ekki meiri en vinnutíminn miklu styttri. Það era líka lífskjör. „Ég fæ það sama hér og ég hefði heima í vinnu og með þær greiðslur sem fótboltamenn fá þar. Munurinn er að heima á íslandi kostar þetta minnst 12 tíma vinnu á dag. Fjöl- skyldulífið verður þá ekkert annað en að bjóða góða nótt á kvöldin," segir Steinar. „Lífið hér er mun afslappaðra en heima, meira frí, og fólk gefur sér tíma til að vera saman með fjölskyld- unni,“ segri Steinar um smábæjarlífið í Kongsvinger. Mikið æft landi. Það sem ræður úrslitum er að íslandi er engin æfingahöll - ekki hægt að æfa innahúss um vetur. Suð- umesjamenn fá eina slika í ár en til þessa hafa allir orðið að hlaupa úti i sköflunum og rokinu. „Ungir knattspymumenn á íslandi verða að fara út til að komast í fremstu röð. Þeir eru hins vegar ekki alltaf nógu þroskaðir til að takast á við atvinnumennskuna, bæði á leik- vellinum og utan. Þeir heíðu betra af að vera lengur heima en þá verða að- stæðumar líka að vera betri,“ segir Steinar. Aumingjaskapur Staðreyndin er lika að nær 60 ís- lendingar eru í atvinnumennsku ut- anlands og nú er orðið vandi að kom- ast í landsliðið U-21 án þess að vera atvinnumaður. Það er bara aumingjaskapur að hafa ekki byggt æfmgahöll. Og vöntun á framsýni. Fótboltinn hefur staðnað fyrir vikið og batnar ekki fyrr en hægt verður að lengja æfingatímabil- ið,“ segir Steinar. „Á meðan svo er fara allir efnilegir strákar út um leið og þeir komast og liðin heima hjakka í sama farinu," heldur hann áfram. „Við höfum æft við aðstæður sem ekkert vit er í. Stundum sá maður ekki næsta mann í rokinu og snjókomunni!" Hitt er annað mál að þeir sem hafa æft við þessar aðstæður eru eftirsótt- ir í útlöndum. Þetta eru baráttujaxlar. Ekkert sumarfrí I Noregi eru æfingar það strangar að erfitt er að komast frá og skoða landið. Það er æft alla daga og aðeins vika í frí á miðju sumri. Fyrir jól er æfmgaleikur á dagskrá 22. desember og fyrsta æfing aftur 4. janúar. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir áhugamenn í fótbolta á íslandi að taka aldrei frí. Steinar segir líka að fyrstu tíu árin eftir að hann hættir fari bara í að leika við fjölskylduna. Fyrst um sinn er þó dvölin í Kongs- vinger eins og fri fyrir fjölskylduna af Skaganum. Veðurlag er allt annað, long og blíða upp á hvern einasta dag og Kongsýinger er með hlýjustu stöð- um í Norégi að sumrinu. Þetta era viðbrigði. Óþekktir ættingjar Hafrún er að einum fjórða Norð- maður. Afi hennar bjó í Drammen og heitir Thorbjöm Berg. Hann er nú í Ástralíu en Hafrún hefur hug á að finna út hvort hún á ekki ætt- ingja í Noregi. Og svo eru líka uppi áform um að ferðast um Noreg - ef tími gefst til frá æfmgunum. Aðalatriðið er þó að mati Steinars að hann er meira heima púna með fiölskyld- unni en áður var, þótt æfingamar séu bindandi. Gísli Kristjánsson „Eg gæti vel hugsað mér hálfat- vinnumennsku hérna. Hafa hálfa vinnu og vera í hálfu starfi hjá liðinu. Það er of mikið að hugsa bara um fót- bolta alla tið, sérstaklega eins og æf- ingamar era miklar héma,“ segir Steinar en i liði Kongsvinger eru ekki allir leikmenn í fullu starfi hjá liðinu. Steinar er sem sagt ekki í sömu sporum og flestir íslensku boltamann- anna sem farið hafa út í atvinnu- mennsku. Hann er eldri og reyndari og hann verður ekki að standa sig í hverjum leik til að komast áfram. Hann er ekki á leiðinni lengra. Hörmulegar aðstæður „Ég skil vel þessa stráka sem grípa fyrsta tækifærið sem gefst til að kom- ast í atvinnumennsku. Aðstæðumar á íslandi eru svo lélegar að eini mögu- leikinn til að komast áfram er að fara út,“ segir Steinar. Hann þekkir þessar aðstæður eftir að hafa verið 14 ár i boltanum á ís- Þjálfari Kongsvinger um Steinar D. Adolfsson: Reifarakaup DV, Kongsvingen „Það vora reifarakaup að ná í Steinar. Hann hefur uppfyllt allar okkar óskir. Hann er maðurinn sem okkur vantaði," segir Per Borgeland, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Kongsvinger, við DV um Steinar D. Adolfsson. „Við vissum að Stabæk haföi mikinn áhuga á honum og vissum að hann hafði staðið sig vel á æfingum þar. Af þessu höfðum við öruggar fréttir. Við hikuðum því ekki við að bjóða honum samning," segir Per en Steinari var upphaflega boðið til reynslu hjá Stabæk, liði Helga Sigurðssonar og Péturs Marteinssonar. „Steinar er þroskaður leikmaður og hann er líka sú manngerð sem fólk setur traust sitt á. Hann varð strax varafyrirliði í liðinu vegna þess að yngri leikmenn treysta honum. Nú, og svo er hann mjög sterkur alhliða leikmað- ur; bestur í vöminni en skæður uppi við markið," segir Per. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.