Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 22
22 fdrmula LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 L>V Ummæli ökumanna Williams Supertec var á Jerez kappakstursbraut- inni í vikunni og átti góða daga. ítalinn Alex Zanardi, sem á enn eftir að klára á þessu ári, ók mikið og er mjög vongóður um að martröð sinni sé að ljúka og hann geti farið að sýna hvað í honum býr eftir góða frammistöðu á æfing- unum á Spáni. „Ég hlakka sérstaklega til þess að keppa á Imola, þar sem þetta verður minn heimavöllur. Brautin hefur breyst síðan ég ók þar síðast, svo ég verð að læra hana upp á nýtt. En ég er sannfærður um það að óheppnin sem hefur elt mig á röndum er brátt á enda. Mig hungrar í góðan kappakstur". Ralf Schumacher hefur staðið sig vel hjá Willi- ams og endaði æfingamar á Jerez á besta tíma, kemur með sjálfstraustið i lagi og er líklegur til að verða sterk- ari en félagi sinn i sumar. „Imola er braut þar sem þarf blöndu af góðum aksturseigin- leikum og afli. Hvað varðar aksturseiginleikana er ég ánægður með Williams FW21, þar sem hann virkaði vel í Ástr- alíu og Brasilíu. En við verðum að bæta okkur í tímatökum." Ferrari hefur ekki náð að standa við loforð sitt um að koma með samkeppnishæfan bíl strax i upphafi árs og stendur nú í svipuðum sporam og á síðasta ári. Michael Schumacher varð fyrir verulegum vonbrigðum í tímatökum í síðustu keppni þegar að hann varð rúmlega 1 sek. á eftir McLaren og leyfði sér i fyrsta skipti að gagnrýna lið sitt. En eftir keppni þar sem hann varð aðeins 4 sek. á eftir Hákkinen sigur- vegara birti aðeins yfir Þjóðverjanum. „Það er enn langur vegur til loka tímabilsins og öll lið eru á útopnu við að minnka bilið milli þeirra og McLaren. Við höfum verið að æfa á Fiorano og Jerez og höfum ná miklum árangri með bílinn. En ég vona að bilanatíðni Ferrari F399 eigi eftir að verða okkur í hag.“ írinn Eddie Irvine er enn í forystu í stigakeppn- inni og hefur sagst stefna að sjálfum heimsmeist- aratitlinum. Schumacher hefur þó dregið úr félaga sínum og sagt að það sé óraunhæft að tala um titil strax eftir fyrsta sigur sinn. „Ef maður mætir með sveigj- anlega áætlun um viðgerðarhlé er hægt að ná árangri með tilliti til umferðar á brautinni. Það er auðvelt að tapa á rangri áætlun, sigra á þeirri réttu.“ Stewart Ford hefur náð geysilegum framförum frá því á síðasta ári með léttari Fordvél og bættri hönnun á bílskelinni. Imola kappaksturinn verður Barri- chello mjög sérstakur þvi að nú eru liðin fimm ár síðan hann lenti í alvarlegu óhappi og bæði Ayrtion Senna og Ronald Ratzenberger létust á einni svörtustu GP-helgi í mörg ár. „Imola verður mikil prófraun fyrir Stewart Ford. Við höfum verið mjög sam- keppnishæfir hingað til og nú þurfum við bara að sanna að við getum það áfram. Þó svo að ég eigi slæmar minningar frá Imola þá líkar mér brautin og ég hlakka til góðrar helgar." Gary Andersson, sem kom frá Jordan til Stewart, er raunsær fyrir keppninna á Imola. „Kappakstur á Ítalíu er al- vörukappakstur. Áhorfendur eru gjörsamlega helteknir, það er ótrúlegt. Ef Ferrari gengur vel verður skarinn óður, en ef Ferrari gengur illa, fer hópur- inn bara heim. Við megum bú- ast við því að Ferrari verði sterkt á heimavelli og verður þvi erfitt að ná í góða stöð í tímatöku. Þetta verð- ur ekki auðvelt." en erfiðara að Imola PITTUR tengd 34 Heildartími'98 25.4 sek feroj km/h 1 GÍR 1 ■ SSsiiÍiísiS-jS ■ ■ Okuþórinn San Marino kappaksturinn 3. keppni 2.maí 1999 Lengd brautar: Fjöldi hringja: Keppnislengd: 4.930km 62 laps 305.660 km Einkenni brautar: Imola brautin sem er í smáríkinu San Marino er mikil áskorun fyrir keppnisliöin.Áfallshorn aftur og fram- vængja þurfa at> vera nákvæmlega stillt svo bíllinn hafi litla loftmótstööu á löngu beinu köflunum, en mikiö grip í hægu beigjunum. Verðlaunapallur '98 98 Shell Heimildir: FIA David Coulthard (McLaren-Mercedes) E; Michael Schumacher (Ferrari) Eddie Irvine (Ferrari) Útsending RUV: Sunnudag kl 11:30 Brautarmet Hraöasti hringur: H.-H. Frentzen 1997 fyrir Williams-Renault, á Imin 25,531secs, Heinz H. Frentzen i Jordan-ökumaðurinn Heinz H. Frentzen hefur verið að gera mjög góða hluti undan- farið og er nú kominn með 10 stig eftir að hafa klárað báðar keppnir ársins á verð- launapalli og sýnt þeim sem efast um getu hans að hann er verðugur ökuþór og á eft- ir að setja mikla pressu á félaga sinn Damon HUl. Heinz Harald Frentzen fæddist í Mönchengladbach í Þýskalandi þann átj- ánda maí árið 1967 og er því að skríða á 32. aldursárið. Fretzen hefur stundað kappakstur síðan hann var þrettán ára og byrjaði eins og flestir sem aka í Formula 1 í dag í Kart-kappakstri, og hefur leið hans legið upp á við síðan. Árið 1990 ók hann fyr- ir Mercedes Benz Junior Team með Mich- ael Schumacher og þótti þá hafa yfir- höndina gegn honum og virtist eiga bjartari framtíð. En hann var ekki eins heppinn og landi hans sem fékk fljótlega tæki- færi með Jordan og síðan samning við Benetton, því Frentzen átti í erfiðleikum með að ná sér i gott öku- mannsæti þangað til að Sauber-liðið gaf honum fyrsta tækifærið f For- múlu 1. Það var árið 1994 sem Formúlu 1. ferill hans hófst og ók hann fyrir Sauber næstu þrjú árin þar á eftir. Þang- að til seint á árinu 1996, þegar Heinz H. Frentzen fékk tæki- færi lífs síns og gerði samning við Frank Williams sem réð hann til sín, en lét Damon Hill, núver- andi félaga Frentzen, flúka þó svo að Hill hafi þá verið í forystu fyrir Williamsliðið allt árið 1996 og varð að lokum heimsmeistari. Frentzen átti að verða svar Williams við Michael Schumacher sem hafði rænt Williams titli árin ‘94 og ‘95. Frentzen, sem er frekar við- kvæmur persónuleiki, virtist ekki passa inn í umhverfi Williamsliðsins sem er talinn harður heimur og náði hann alls ekki að standa undir vænting- um og átti í verulegu basli með að ná við- unandi árangri á besta bíl árisins (1997) stuði á Jord- an-bíl sín- um á Imola kappakstursbrautinni í San Marino á sunnudag. Hann stefnir örugglega að þriðja verðlaunasæti sínu í röð og því að gera betur en Hill í tímatöku og í keppni. Barátta þeirra félaga á eftir að verða fjörug í sumar. Fylgist með á RÚV á sunnudag. -ÓSG en krækti í sinn fyrsta og eina sigur á Imola. Hann kláraði oftast í stigum seinni part árs- ins en var þá kominn í hlutverki að- stoðaröku- manns Villeneuves gegn Schumacher. Hann varð þó annar í stigakeppninni það ár eftir að búið var að dæma Schumacher úr leik eftir eftir ákeyrslu hans á Villeneu- ve. Eftir magurt ár með Williams á síðasta ári, sem ók með innkeyptri afLLltiHi vél frá Mecachrome, og á Goodyear-hjólbörðum, átti liðið aldrei neina möguleika og var sem það væri farið að dofna yfir ferli Frentzens. En þá fékk hann samning við Jordan Mugen, Honda-liðinu, sem hefur gengið mjög vel síðan á síðasta ári. Þeir byrjuðu ömurlega en náðu að bæta bílinn mjög mik- ið og unnu svo sinn fyrsta sigur á SPA og tókst að komast á hinn eftirsótta topp JFjög- ur lista í Formula 1. Nú hefur Frentzen náð að gera betur en félagi hans Damon Hill, en margir voru spenntir að bera þá saman eft- ir að Williams rak Hill fyrir Frentzen. En Hill hefur ekki náð að klára í báð- um mótum árisins og er nú heilum 10 stigum á eftir Heinz sem verður örugg- lega í bana-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.