Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 star 29 ★ ir „Þetta er ósigr- andi hestur," segja hesta- menn „Verður heimahestur húsfreyjunnar í Dallandi," segir Atli Guðmundsson Þrátt fyrir allan stóðhestafansinn í Gunnarsholti vakti geldingurinn Ormur frá Dallandi mesta athygli. Orm þekktu menn frá landsmót- inu á Melgerðismelum í fyrrasumar þar sem hann hlaut mikla aðdáun fyrir fas sitt og geysilega fagran höf- uðburð auk gangtegundanna auðvit- að. Nú er hann enn í hárum og því svo- lítið bangsalegur að sjá en þegar hann fór að hreyfa sig gripu menn andann á loft og lýsingarorðin streymdu út í loftið. Einkunnir voru ekki sparaðar og Ormur hlaut 9,19 í einkunn fyrir hæfi- leika en 7,90 fyrir byggingu og 8,54 í aðaleinkunn. Einungis Rauðhetta frá Kirkjubæ hefur fengið hærri einkunn fyrir hæfileika á íslandi í kynbóta- dómi. Hún hlaut 9,23 fyrir hæfileika og 8,40 fyrir byggingu og 8,81 í aðal- einkunn á landsmótinu á Hellu 1994. Ormur er undan Orra ffá Þúfu og Lýsu frá Efri-Rótum og er í eigu Þír- dísar Sigurðardóttur, húsfreyju að Dallandi í Mosfellsbæ. Atli Guðmundsson hefur tamið og þjálfað Orm og keppir á honum. „Ormur var ekki talinn nógu myndar- legur þegar hann var veturgamall og því var hann geltur," segir Atli. „Þetta er algjör draumahestur. Það hefur ekkert þurft að hafa fyrir hon- um.Ég hef ekki þurft að þjálfa hann á sérstakan máta og það er engin tamn- ingasnilld að baki. Það hefur þá helst þurft að halda í við framfarimar hjá honum. Hann á það til að fara fram úr sjálfum sér. Hesturinn er bara svona. Ég mun að öllum líkindum keppa á honum á Hvítasunnukappreiðum Fáks og hugsanlega á íþróttamótum í sumar en ekki fara með hann í úrtöku fyrir heimsmeistaramótið. Við bíöum eftir landsmótinu í Reykjavík. Ormur frá Dallandi vakti mikla athygli í Gunnarsholti en myndin er tekin á landsmótinu á Melgerðismelum síðastlið- ið sumar. Knapí þá sem nú er Atli Guðmundsson. DV-mynd E.J. Það verður svo hlutskipti hans að taka við af Sókroni frá Sunnuhvoli sem reiðhestur Þórdísar Sigurðardótt- ir í Dallandi," segir Atli. „Þetta er ósigrandi hestur,“ sagði Guðjón Sigurðsson i Kirkjubæ og fleiri voru þeirrar skoðunar. Þeir sem ekki þekktu til hestsins voru að hugsa um að panta hjá honum pláss fyrir merar sínar og upp kom sú umræða hvort mögulegt væri að setja eistu í Orm á ný. Þekktur hrossaræktarmaður á Suð- urlandi sagðist eiga stóðhest undan Orra i hesthúsi sínu með falleg eistu og hann biði þau til ísetningar í Orm. -EJ Skrá hross á Internetinu Hægt er að nálgast dómana ffá sýningunni í Gunnarsholti á heima- síðu Búnaðarsamtaka Suðurlands. Einnig verður mögulegt að skrá kyn- bótahross á sýninguna á Hellu sem hefst 26. maí. Skráningin mun standa yfir frá 10. til 18. maí. -EJ qengis og til hamingju neilui Við óskum öllum vinnandi stéttum góðs með daqinn um leið og við þökkum af heilum hug fyrir gott samstarf að lcegra vöruverði í gegnum órin og góðar móttökur og velvilja allan afmcelismónuðinn okk< Allar verslanir Bónus eru lokaðar í dag, 1. maí. A morgun, sunnudag, er opið í Bónus í ©rafarvogi, Holtagörðum, Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.