Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 39
JUV LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Ragnar Sigurjónsson starfaöi lengi hjá sjávarafurðadeild Sambandsins. Eftir það stofnaði hann fyrirtækið Eyfeli sem annaðist skreiðarvið- skipti. Fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta fyrir nokkrum árum. Ragnar hafi keypt sér farmiða eitt- hvað annað. En eins og allir vita er auðvelt að komast héðan frá London niður til meginlands Evr- ópu. Ef þú ætlar að stinga af héðan þarft þú ekki annað en að fara upp í lest á Waterloo-stöðinni. Síðan ertu kominn til Frakklands áður en þú veist af. Þá erum við hér í London auðvitað búnir að missa slóðina. Ragnar var mjög reyndur maður í ferðalögum um ýmis lönd í heiminum í áratugi. Hann var vel að sér í tungumálum. Við verðum að taka þetta allt með í reikning- inn.“ Bendir til að Ragnar hafi haft eitthvao sár- stakt í huga Að öllu virtu, hvað finnst lög- reglumanninum um þá staðreynd að Ragnar sagði sinu fólki heima hvorki frá því að farseðillinn heim hefði runnið út 4, apríl - daginn áður en hann talaði við eiginkon- una síðast - né heldur að hann ætlaði að tékka sig út af hótelinu daginn eftir, á þriðjudeginum? „Mér finnst þetta benda til að maðurinn hafi haft eitthvað sér- stakt í huga. Vissulega hafa allir sitt frelsi og rétt á því að láta sig hverfa. Það lítur óneitanlega út fyrir að Ragnar hafi viljað láta sig hverfa með ásettu ráði - til að forðast skuldadaga. Ég verð samt að nálgast málið þannig að aðrir möguleikar komi til greina. Ég vil bara segja að lokum: Ef einhver veit hvar Ragnar get- ur verið, þá bið ég viðkomandi að hafa samband við fjölskyldu hans eða okkur.“ -Ótt Viðskipta- og samferðamenn Ragnars Sigurjónssonar ræða við DV: Geðugur maður í hringiðu erfiðra viðskipta Ragnar Sigurjónsson er geðugur maður og kemur vel fyrir. Enginn viðmælenda DV ber honum annað en góða sögu í samskiptum. Hann sé „vel meinandi". Þegar hins vegar er einblint á Ragnar og skreiðarvið- skipti kveður við annan tón. Þar fer „boltinn að rúlla“ - þar hefjast vandræðin. „í rauninni eru skreiðarviðskipti nokkuð þar sem venjulegir við- skiptahættir eru alls ekkert í heiðri hafðir,“ segir Ragnar Hall hæsta- réttarlögmaður, sem hefur skoðað mál nafna sins Sigurjónssonar fyrir fjölskyldu hans. Ragnar vann mjög lengi hjá sjáv- arútvegsdeild Sambandsins og sá þar m.a. um viðskipti við Nígeríu- menn. Hann hafði því mikla reynslu þegar hann hóf skreiðarviðskipti á eigin vegum. Hernn stofnaði fyrir- tækið Eyfell sem síðan fór í gjald- þrot fyrir nokkrum árum. Þrátt fyr- ir gjaldþrotið hélt Ragnar skreiðar- viðskiptunum áfrarn. Nær allar hans eignir voru veðsettar. Hann var því í raun eignalaus þó hann byggi í raðhúsi. Þú verður að taka á öllu þínu Fyrrum forstjóri hjá mjög stóru sjávarútvegsfyrirtæki sem þekkir alla klæki viðskipta í fiskvinnslu hér heima og erlendis sagði eftirfar- andi um mál Ragnars með hliðsjón af skreiðarviðskiptum við Nígeríu- menn: „Ef menn í þessum bransa eru ekki harðákveðnir, heiðarlegir og gefa hið minnsta eftir í að selja sál sína eru þeir komnir í vandræði. í þessum bransa þurfa menn virki- lega að taka á öllu sínu til að þetta takist. Gerist það ekki tapar þú fljót- lega þræðinum. Þá fer boltinn að rúlla. Eitt leiðir af öðru og þú ert kominn með hala, skuldir og vand- ræði á eftir þér áður en þú veist af. Slíkt átti greinilega við um við- skipti Ragnars - að greiða kannski fjórða síðasta viðskiptamanni þín- um með peningum sem þú ert að fá frá manni í augnablikinu." w Eg vil að sannleikurinn komi fram Sem dæmi um „fjórða manninn“ sem fyrrum forstjórinn neöiir er Aðalsteinn Sæmundsson hjá Þurrk- höllinni í Hafharfirði. Hann segist hafa tapað milljónum króna á Ragn- ari í upphafi áratugarins en tæpum 2 milljónum króna síðastliðið sum- ar. „Ég hef verið að velta þessu máli hans Ragnars fyrir mér,“ segir Að- alsteinn. „Mér finnst bara að sann- leikurinn eigi að koma fram. Ég tap- aði um 5 milljónum króna á við- skiptum mínum við hann í upphafi áratugarins. Síðan liðu árin og síð- asta sumar voru birgðir famar að safnast fyrir hjá mér. Þá mætti Ragnar hingað í hvítum frakka og með skjalatösku með Nígeríumann með sér. Úr varð að ég samþykkti að láta Ragnar fá 2 gáma af þorsk- hausum og gerði samkomulag við Eimskip um að gámamir færa ekki úr landi fyrr en Ragnar hefði greitt mér. Svo fór að Ragnar borgaði ekki og ég komst að því að gámamir vora famir úr landi. Ég rukkaði Ragnar, sem alltaf þóttist vera að fara að borga. Síðan gafst ég upp á að rukka hann. Eftir það komst ég að því að Ragnar seldi öðrum út- flytjendum gámana og fékk andvirð- ið staðgreitt frá kaupandanum í gegnum Sparisjóðabankann. Aðalsteinn hafði samband við rannsóknadeild lögreglunnar í Hcifliarfirði og Eimskip áður en gámamir vora sendir út. Þá hafði nafni eiganda vörunnar verið breytt - úr Aðalsteini í Ragnar. Hvorki lögregla né Eimskip aðhöfðust í málinu og gámamir vora fluttir út. „Ég vil Ragnari ekkert illt. Ég vona bara að ekkert hafi komið fyr- ir hann - hann hafi það gott núna,“ segir Aðalsteinn. Ég man vel þegar Ragn- ar kom hingað Nígeríumaðurinn Noel Chuckvu- kere kærði Ragnar Sigurjónsson til ríkislögreglustjóra fyrir tæplega 4ra milljóna króna fjársvik vegna við- skipta sem áttu sér stað í lok árs 1996. Lögreglan yfirheyrði Ragnar á síðasta ári og birti honum ákæra í desember. Ragnar er ákærður fyrir að hafa blekkt Nígeríimianninn til að greiða sér peningana inn á einka- reikning Ragnars í Hamborg - 1.000 sekkir af þurrkuðum þorskhausum væra á leiðinni. Síðan bárust engar vörur. í málinu liggja fyrir ljósmyndir þar sem Ragnar og Noel era m.a. að skoða þorskhausa í þurrfiskvinnsl- unni Þórveri ehf. í Hafnarfirði. Ni- geríumaðurinn heldur því fram að Ragnar hafi sagt við sig þá að þar væra væntanlegar vörur. „Ég man vel eftir því þegar Ragn- Áðalsteinn Sæmundsson hjá Þurrkhöllinni í Hafnarfirði samþykkti að afhenda Ragnari tvo gáma með þurrkuðum fiski síðastliðið sumar - gegn því að fá staðgreitt áður en gámarnir færu úr landi. Hann leitaði til lögreglu þegar gám- arnir voru sendir út án hans samþykkis. Ragnar fékk síðan greitt frá kaupanda ytra án þess að gera upp við Aðal- stein þannig að hann kveðst hafa tapað hátt í 2 milljónum á viðskiptunum. DV-mynd Sveinn Sakamál og hvarf Ragnars Nígeríumaöurinn Noei kærir Ragnar Sigurjónsson fyrir tæplega 4ra milljóna króna fjársvik. Sumarið 1998 - Ragnar mætir í yfirheyrslur hjá ríkislögreglustjóra vegna kærunnar. Sumarið 1998 - Aðalsteinn Sæmundsson afhendir Ragnari 2 gáma meö þurrkuðum fiski. Ragnar selur vörurnar og fær greitt en stendur ekki í skilum við Aðalstein sem tapaði hátt í tveimur milljónum króna. Aðalsteinn snýr sér til lögreglu. 9. desember 1999 - Fjársvikaákæra (tæpar 4 milljónir) gefin út á hendur Ragnari vegna kæru Noels. 15. desember - Ragnari birt ákæran. 18. janúar - Ragnar mætir í þingfestingu ákærunnar fyrir dómi í Hafnarfirði ásamt verjanda. 26. mars - Ragnar hlýðir á framburö Noels kæranda í dómsal í Hafnarfirði fyrir framan dómara og sækjanda frá ríkislögreglustjóra. Nýtt réttarhald ákveðið þann 23. apríl til að yfirheyra Ragnar. Fjölskyldan veit enn ekki af sakamálinu. 2. apríl (föstudagurinn langi) - Ragnar fer til London á „hoppmiða" með skömmum fyrirvara. 4. apríl - Heimferð Ragnars frá London samkvæmt farseðlinum. Lætur engan vita að miöinn sé að renna út. 5. apríl - Ragnar enn T London. Eiginkonan heyrir síöast í honum í síma. 6. apríl - Ákveður stefnumót við Nigel Francis klukkan 11 f.h. á hóteli sínu. Er búinn að „tékka sig“ út þegar Nigel mætir. Rannsókn lögreglunnar í Bretlandi. 23. april - Réttarhaldinu í Hafnarfirði frestað um óákveðinn tíma þar sem ákærða er saknað. 1. maí - Málið enn þá óupplýst. riTO ar kom með þennan mann,“ segir Lúðvík Bárðarson hjá Þórveri. „Ní- geríumaðurinn skalf því honum fannst svo kalt héma. En Ragnar nefndi aldrei nein viðskipti viö mig. Hann spurði bara hvort þeir mættu ekki kíkja á lagerinn hjá mér. Síðan vora myndir teknar þarna og ég veit ekkert hvað mönnunum fór á milli að öðra leyti," sagði Lúðvík. Ragnar fór einnig með Nígeríu- manninn til Guðbrands Sævars Karlssonar hjá SS Þurrkun við Eyjaslóð úti á Grandagarði í Reykja- vik. „Það voru engin viðskipti rædd við mig þegar þeir komu hingað. Ég leyfði þeim bara að skoða hjá mér eins og gengur og gerist þegar menn koma í svona heimsóknir. Ég er í föstum viðskiptum við aðra. Ragnar vissi því að hann fengi hvort sem er ekki ugga hjá mér,“ sagði Guð- brandur. -Ótt Lúðvík Bárðarson hjá Þórveri í Hafnarfirði. Ragnar kom með Nígeríumann- inn Noel í fiskvinnslu Lúðvíks. Þar voru myndir teknar af mönnunum tveim- ur sem liggja nú fyrir í sakamálinu þar sem Nígeríumaðurinn kærir Ragnar. DV-mynd Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.