Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 48
60 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Fagurlega sköpuð Dyrfjöllin gnæfa yfir þorpinu Bakkagerði, þar sem ferðamenn geta notið margvíslegrar þjónustu og afþreyingar. Borgarfjörður eystrí tekur vel á móti ferðafólki í suman Rósaleikhúsið endurvakið Þrátt fyrir að Rósaleikhúsið (Rose Theater) í London sé rústir einar hafa menn ráðist í gerð tutt- ugu mínútna dagskrár um sögu leikhússins. Rósaleikhúsið var byggt árið 1587 og er frægt í sög- unni því þar voru mörg af fyrstu Shakespe- are-leikrit- unum sýnd. Rústir leikhúss- ins fund- ust árið 1989 þegar tekinn var grunnur að skrifstofubyggingu. Þeirri byggingu var hins vegar fundinn nýr staður og í kjölfarið hófúst menn handa aö safna pen- ingum til að endurreisa gamla leikhúsið. Sýningin nú er liður í þeirri söfhun en henni er stjómað af Ian McKellen. Daglegar sýning- ar verða næstu tvö árin og er að- gangseyririnn í kringum 350 krónur á manninn. Gönguferð fyrir jarðfræðiáhugamenn Náttúrufegurð og kyrrð eru einkennandi fyrir Borgarfjorð og nágrenni. Hér sést Svínavíkin. Borgarfjörður eystri er vaxandi ferðamannastaður á Austurlandi. Landslag í Borgarfirði er með af- brigöum fagurt og margar góðar gönguleiðir í nágrenninu. Tæplega tvö hundruö manns búa í Borgar- firði en á sumrin er ekki óalgengt að ferðamenn séu mun fleiri á svæð- inu en heimamenn. Fjörðurinn er í 70 kílómetra fjarlægð frá Egilsstöð- um og ekki nema um klukkustund- -j ar akstur, taki menn krók á hring- ferðalagi um landið. Ferðamannahópur Borgarfjarðar eystri skipuleggm- fjölbreyttar ferð- ir um svæðið og hefur frá árinu 1996 unnið skipulega að því að merkja gönguleiðir og gefa út gönguleiðakort fyrir ferðamenn. Að sögn Helga Arnfmnssonar, framkvæmdastjóra Álfasteins og eins af forsvarsmönnum Ferða- mannahópsins, verður dagskrá sumarsins fjölbreytt og margar gönguferðir i boði. „Við reiknum með talsverðri aukningu ferðamanna í sumar, ekki síst göngufólki. Það er mjög gott að ganga um Borgarfjörðinn og ná- grenni, en sú ferð sem við leggjum > einna mesta áherslu á í sumar er fimm daga jarðfræðiferð um Víkna- slóðir í lok júlí. Þar verður dr. Lúð- vik E. Gústafsson annar fararstjóri, en hann skrifaði doktorsritgerð um Dyrfjallaeldstöðina og þekkir jarð- fræöi svæðisins út og inn. Þetta er fimm daga gönguferð og á leiöinni mun Lúðvík fjalla um jarðfræðina á hverjum stað, en þannig að leik- menn eiga að geta skilið og notið ferðarinnar í leiðinni.“ Meðal elstu fjalla Jarðfræði Borgarfjarðar er um margt einstök. Fjöllin í kringum fjöröinn eru meðal þeirra elstu á ís- landi, u.þ.b. 10 til 15 milljóna ára gömul. Líparit er algengt á svæðinu - og ekki aðeins hraun, heldur gjóska og flykruberg, eins og í Hvít- serki og Leirfjalli. Jarðfræðiferðin er áætluð dagana 24. til 28. júlí og hefst í Borgarfirði eystri. Dagskráin hefst með sameig- inlegum kvöldverði göngumanna og síðan heldur dr. Lúðvík fyrirlestur um jarðfræði Víknaslóða. Daginn eftir verður síðan ekið inn á Húsa- víkurheiði og gengið á Hvítserk og Leirfjall og áfram út á láglendiö í Breiðuvík. Þriðja daginn er gengið úr Breiðuvík, um Súluskarð og Brúnavík til Borgarfjarðar. Þaðan verður svo haldið í Innra Hvanngil í Njarðvík, en gist í Borgarfírði um nóttina. Fjórða daginn halda göngu- menn síðan að Vatnsskarði í Stór- urð og áfram sunnan Dyrfjalla til Hólalands. Fimmta og síðasta dag ferðarinnar verða Grjótdalsvarp og Urðardalur gengin áleiðis til Njarð- vikur. Ferðalok verða á Borgarfirði. „Þátttakendur þurfa vera nokkuð vanir göngumenn. Við sjáum lun fæði og gistingu og menn þurfa ekk- ert að taka með sér nema hlífðarfot- in og sæng eða svefnpoka. Við von- umst til þess að jarðfræðiferðin verði árlega í framtíðinni, en ekki er hægt að taka mikið fleiri en 20 til 25 í hveijum hópi.“ Stikaðar gönguleiðir Borgarfjörður eystri er kjörlendi göngumanna og þar hefur Ferða- málahópurinn lyft grettistaki í merkingu gönguleiða á svæðinu. „Við höfum stikað alls sextán gönguleiðir á svæðinu og okkur reiknast til að við höfum sett niður hátt á þriðja þúsimd stikur á þess- um leiðum. Að baki þessu liggur 4 Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri hefur undanfarið unnið að merkingu 16 gönguleiða og notað til þess um þrjú þúsund stikur. Borgarfjörður eystrí mikil vinna, en við erum þó hvergi hættir og í sumar munum við halda verkinu áfram,“ segir Helgi Am- finnsson. Þá ætlar hópurinn að beita sér enn frekar fyrir merkingu at- hyglisverðra staða með ýmsum upp- lýsingum; svo sem sagnfræðUegum. Ferðamálahópurinn hefur einnig staðið fyrir útgáfu göngukorta, sem ættu að nýtast ferðalöngum sem fara um svæðið í sumar. -aþ Grískar fomminjar aftur á sinn stað Metropolitan-safnið í New York opnaði í liðinni viku salarkynni sem hafa að geyma gríska fom- muni. Síðastliðin þijú ár hafa munimir rykfallið í geymslum safnsins en endurbætur, fyrir 80 milljónir doUara, hafa tekið þijú ár. Metropolitan hefur undanfar- inn áratug haft á stefhuskránni að endurbæta salarkynni safiisins og nú er aðeins einn liður þeirrar áætlunar eftir. Það em salimir sem eiga að hýsa rómverska og etrúska list en þeir verða opnaðir safiigestum eftir þijú tU fjögur ár. Svitakrem gegn blöðmrn Flestir ferðamenn þekkja tilfinn- inguna að ganga sig upp að hnjám og fá blöðrur á fætuma, ekki síst þegar framandi borgir em heim- sóttar. Þaö er hins vegar hægt að fyrirbyggja fótablöðrur en í nýlegu vikuriti bandarískra húðlækna greinir frá því að svitakrem á fæt- ur sé allra meina bót. Að mati læknanna er það einkum sviti sem veldur blöðrumyndun og ef fólk hyggst ganga mikið er mælt með því að bera vel á fætur að morgni. TU þess að reyna kenninguna fengu læknarnir 667 herskólanema tU þess að ganga dagleið; helmingur- inn haíði krem á fótum en hinn ekki. Það var ekki að sökum að spyrja að kremaði hópurinn var nánast blöðrulaus og hefði getað haldið göngunni áfram án erfið- leika. VUji menn síður nota hand- arkrikakremið er hægt að kaupa sérstök fótasvitakrem í lyfjabúöum. Vélin erekki að hrapa! Breska flugfélagið British Airways leitar nú logandi ljósi að hrekkjalómi sem með brögðum tókst að valda skelfingu í farþega- vél félagsins. Atburöurinn átti sér þremur klukkustundum | eftir að flugvélin hóf sig | á loft í London Iáleiðis tU San Francisco á dög- unum. Þá glumdi í hátalarakerfi vélarinn- ar rödd manns sem sagð- ist vera flugstjórinn og því miður væri vélin i þann mund að | hrapa. Bað hann fólk að klæðast björgunarvestum þegar í stað og Ibúa sig undir það versta. Upptak- an varði í 15 sekúndur áður en áhöfn vélarinnar tókst að slökkva . á henni en þá hafði gripið um sig gríðarleg skelfing meðal farþeg- anna sem voru 391 talsins. Fimmt- án mínútum síðar kom hinn rétti flugstjóri í kallkerfið og bað far- þega afsökunar á atvikinu. For- ráðamenn British Airways segjast sannfærðir um að hrekkjalómur- inn hafi verið einn farþeganna og reynt verður tU þrautar að hafa uppi á honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.