Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 1. MAI1999 gsönn Síöasta sýning á Hótel Heklu er í kvöld. Hótel Hekla Allra síðasta sýning á gaman- leiknum Hótel Hekla eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálms- dóttur er í KafFdeikhúsinu í kvöld. Leikendur eru Þórey Sigþórsdóttir og Hinrik Ólafsson Leikstjóri erHtín Agnarsdóttir. Leikurinn segir frá flugfreyju sem þarf að kljást við „óþægilegan“ farþega á leið til út- landa. Sprellað er með hefðbundnar rútínur sem áhorfendur þekkja af ferðum sinum utan og má með sanni segja að flugið taki „óvænta stefnu". Leikhús Hótel Hekla var frumsýnt í Kaffileikhúsinu 7.feb. sl. og fékk fina gagnrýni: „gleðin og grínið er allsráðandi. Sýningin Hótel Hekla er skref í nýrri þróun Úr verður stuttur og skemmtilegur gaman- leikur og leikaramir Þórey og Hin- rik hafa greinilega haft ánægju af þessari vinnu sem skilar sér í leik- gleðinni. „(Rúv. Rás 1). „Frammistaða Þóreyjar Sigþórs- dóttur er einstök í gjöfulu hlut- verki flugfreyjunnar útsmognu enda leika höfundamir sér að þeim ótal möguleikum sem persónan gefur. Hinrik Ólafsson skóp einarð- lega hinn snakilla Tómas. Sýning- in ber handbragði Hlínar Agnars- dóttur fagml: vitni hvað leiklausn- ir, hraða og snerpu varðar. (Mbl.) Mynd af útskornum kistli, sýning- argrip sem Guömundur Ketill Guö- finnsson hefur nýlega skoríö út. Tréskurður Hin árlega vorsýning Félags áhugamanna um tréskurð verður haldin í safnaðarheimili Háteigs- kirkju v/Háteigsveg i dag og á morgun kl. 14-18. Áhugi fyrir tré- skurði lifir góðu lifi meðal þjóðar- innar og munu margir fallegir og hugvitssamlega útskomir munir félagsmanna skreyta sýningima. Heiðursgestur sýningarinnar, Hannes Flosason myndskurðar- meistari mun sýna verk sín. Félagið var stofnað árið 1996 og em félagsmenn vel á annað hund- rað manns. Félagið hefur í vetur efnt til fræðslu- og myndakvölda um útskurð og brýningar og áður efiit til skoðunarferða í Reykjavík og víðar til að kynna útskurð. Þá hefur félagið staðið fyrir komu þekktra erlendra tréskurðarlista- manna til landsins og má þar nefna Ian Norbmy sem hefur hald- ið námskeið fyrir félagsmenn. Sýningar Handunnir munir í Gjábakka í dag kl. 14 verður hin árlega vorsýning á handunnum munum í Gjábakka, gerðum af eldri borgur- um í Kópavogi. Sýningin er opin í dag og á morgun kl. 14-18. Á sama tima í dag verður eldra fólk með sölusýningu á ýmsum skraut- og nytjahlutum á vægu verði. Skúrir sunnanlands Um 200 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 1009 mb lægð sem hreyfist austur. 1030mb hæð er yfir Norður-Grænlandi. Skammt austur af Nýfúndnalandi er 1006 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Veðríð í dag í dag verður hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köfium og úrkomulítið á Norðurlandi en skúr- ir sunnan og vestan til. Hiti 4 til 9 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg sunna átt, skúrir og hiti 4 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.51 Sólarupprás á morgun: 04.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.13 stórstreymi (3,8 m) Árdegisflóð á morgun: 07.24 Veðríð kl.12 á hádegi í gær: Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona alskýjað slydda alskýjaö skýjaö úrkoma í grennd slydduél úrkoma í grennd úrkoma i grennd hálfskýjaö rigning skýjaö 13 skýjaö 14 skýjaö 5 skýjaö 6 skýjaö 15 léttskýjaö 17 skýjaö 22 Berlín léttskýjaö 17 Chicago léttskýjaö 6 Dublin alskýjaö 10 Halifax skýjaö 4 Frankfurt léttskýjaö 20 Glasgow léttskýjaó 15 Hamborg léttskýjað 15 Jan Mayen snjókoma -3 London léttskýjað 18 Lúxemborg léttskýjaó 20 Mallorca léttskýjaö 24 Montreal heióskírt 10 Narssarssuaq slydda 0 New York léttskýjaö 10 Orlando alskýjaó 18 Paris hálfskýjað 21 Vin léttskýjaö 18 Washington hálfskýjaö 9 Winnipeg heiðskírt 7 Tónleikar í Háskólabíói: Til styrktar Kosovo Háskólabió verður vettvangur tónleika til styrktar Kosovo á morgim, kl. 15. Margir af þekktustu tónlistar- mönnum úr léttari geiranum munu koma fram. Þar ber fyrst að telja Öldu, sem sló í gegn á Englandi fyrir stuttu og er nú að koma fram hér heima í fyrsta sinn eftir að frægðin barði á dyr. Auk hennar koma fram Bubbi Morthens, Sverrir Stormsker, Stefán Hilmars- -------—— ;— son, Eyjólfur Kristjánsson, Skemmtanir Rúnar Júlíusson, Rut Regin- ----------------alds, Geir Ólafsson og Kór Öldutúnsskóla. Davíð Oddsson mun setja samkomuna og kynnir verður Rósa Ingólfsdóttir. Allur ágóði af tón- leikunum mun renna til Rauða kross íslands til kaupa á matvælum fyrir flóttafólkið frá Kosovo. Alda kemur fram á styrktartónleikum f Háskólabíói. Bræöurnir Jón og Carl Möller stilla saman strengi sína á sunnudag. Bræðralag í Múlanum Annað kvöld leika bræðumir og píanistamir Jón og Carl Möller í djassklúbbnum Múlanum, Sóloni ís- landusi. Vart þarf að kynna þá bræður. Þeir hafa leik- ið um árabil með þekktustu hljómsveitum og tónlist- armönnum landsins. Það verður athyglisvert að heyra þá leika saman því báðir hafa þeir skemmtileg- an en ólíkan stíl og mjög sjaldgæft að mönnum gefist kostur á að heyra þá saman. Með þeim bræðmm leika Birgir Bragason, bassi, og Guðmundur Steingríms- son, trommur. Jón Leifs heföi oröiö 100 ára í dag. Aldarafmæli Jóns Leifs í dag verður þess minnst að hundrað ár em hðin frá fæðingu Jóns Leifs tónskálds. Jón var einn af stofnendum Tónskáldafélags íslands, Samtaka tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar (STEF) og Bandalags ís lenskra listamanna. Jafnframt því að vera eitt af litskrúðugustu tón- skáldum þessarar aldar er hann tví mælalaust þekktasta tónskáld okkar íslendinga. í samvinnu við Kammersveit Reykjavíkur verða haldnir glæsileg- ir afmælistónleikar í Þjóðleikhúsinu í Reykjavik kl. 14.00 í dag. Á tónleik unum verða —r——---------------- flutt og fmm Tonleikar flutt nokkur------------------- verka Jóns undir stjóm Johanns Amell. Á efnisskránni em eftirtalin verk: Guðrúnarkviða op. 22 fyrir mezzo, tenór, bassa og kammer- hljómsveit. Nótt op. 59 fyrir tenór og baritón og hljómsveit. Helga kviða Hundingsbana op. 61 fyrir alt, bassa og litla hljómsveit. Grógaldr op. 62 fyrir alt, tenór og hljómsveit. Ein- söngvarar á tónleikunum em: Þór- unn Guömundsdóttir, Guðbjöm Guðbjömsson, Guðjón Óskarsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jó- hann Smári Sævarsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Einar Clausen og Bergþór Pálsson. Álafosskórínn Álafosskórinn heldur árlega vor- tónleika í Laugameskirkju á morg- un kl. 20. Tónleikaranir verða endur- teknir I Varmárskóla á miðvikudag. Efnið samanstendur af íslenskum og erlendum lögum ásamt negrasálm- um. Stjórnandi kórsins er Helga R. Einarsson. Kvennaraddir í Seljakirkju Kvennakórinn Seljur halda tón- leika í Seljakirkju á laugardag kl. 17. Kórinn flytur innlend og erlend lög af ýmsum toga. Svava K. Ingólfsdótt- ir sópran syngur nokkur einsöngs- lög. Stjómandi kórsins er Kristin Sæunn Pétursdóttir. Unglingakór Selfosskirkju er á ferð um Norðurland. í dag kl. 20.30 syngur kórinn i Skjólbrekku í Mý- vatnssveit kl. 20.30 og á morgun kl. 15 í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn. Á efnisskrá kórsins em fjölbreytt kirkjuleg verk, íslensk þjóðlög og vorlög. Einnig syngja nokkrir kórfélagar einsöng og tví- söng. Stjómandi kórsins er Margrét Bóasdóttir. Vortónleikar Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Selja- kirkju á morgun kl. 17. Að venju býð- ur kórinn upp á fjölbreytta dagskrá, bæði innlend og erlend lög. Einsöngv- ari er Stefán Amgrímsson. Stjómandi er Þóra V. Guðmundsdóttir Gengið Almennt gengi LÍ 30. 04.1999 kl. 9.15 -EyþoR—^ ByþoR- Glaseygður sjúklingur Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 73,270 73,650 72,800 Pund 118,090 118,700 117.920 Kan. dollar 50,000 50,310 48,090 Dönsk kr. 10,4610 10,5190 10,5400 Norsk kr 9,4130 9,4650 9,3480 Sænsk kr. 8,7310 8,7790 8,7470 R. mark 13,0683 13,1468 13,1678 Fra. franki 11,8454 11,9166 11,9355 Belg. franki 1,9261 1,9377 1,9408 Sviss. franki 48,2000 48,4700 49,0400 Holl. gyllini 35,2590 35,4709 35,5274 Þýskt mark 39,7277 39,9664 40,0302 ÍL lira 0,040130 0,04037 0,040440 AusL sch. 5,6467 5,6807 5,6897 PorL escudo 0,3876 0,3899 0,3905 Spá. peseti 0,4670 0,4698 0,4706 Jap. yen 0,612500 0,61610 0,607200 írskt pund 98,659 99,252 99,410 SDR 99,030000 99,62000 98,840000 ECU 77,7000 78,1700 78,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.