Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Ætlar þú aí kaupa notaflan bíl? - nokkur ráð til þeirra sem eru að fara að leita Flestir lenda í því einhvem tima ævinnar aö kaupa notaðan bíl. Það þarf alls ekki að vera slæmur kost- ur. Sem betur fer er mikið um að menn selji bíla í góðu lagi og það þarf alls ekki að vera neitt skrýtið við það: Menn vilja breyta til eða þurfa að losa sér pening, svo nefndar séu tvær algengar ástæður til þess að menn vilji selja bílinn sinn. Svo eru þeir sem kvíða fram- tíðinni og telja tryggast að losa sig við „þann gamla meðan hann er enn í lagi“, eins og maður heyrir stundum hjá þeim sem treysta því einu aö allir bílar hljóti að hrynja einn góðan veðurdag. Til era margs konar ráðlegging- ar um hvernig eigi að skoða notað- an bíl áður en maður ákveður að kaupa hann. Það er ekki síður mikilvægt að hafa nokkrar einfald- ar grundvallarreglur í huga þegar maður fer af stað að leita sér að notuðum bíl. Hér eru nokkrar ábendingar sem ef til vill gæti verið gott að styðjast við: - Veldu vinsælan bíl af þekktu merki. Það þýðir oftast lægri við- haldskostnað og betra endursölu- verð. - Oft er betra að kaupa bílinn hjá bílaumboði, svokallaöan uppít- ökubíl. Það er kannski dýrara en er líka öruggara. Bílaumboðin hafa látið skoða bílinn sem þau taka upp í með það í huga að skað- ast ekki á honum. Sá sem kaupir af Jóni Jónssyni á oft erfitt með að fá leiðréttingu mála sinna ef eitt- hvað kemur upp á. Bílaumboðin bera meiri virðingu fyrir við- skiptavininum - og sjálfum sér. Sum veita meira að segja ábyrgð umfram hefðbundna verslunará- KmKmsMmmmmmimmBmMmMmmmm byrgð á notuðum bílum sem þau hafa að bjóða. - Reyndu að sniðganga bilasala sem ætlar aö valta yfir þig og þín- ar þarfir, einnig þann sem má ekki vera að því að hlusta á þig og er að afgreiða fjóra i einu. - Veldu bíl eftir fjárhagslegri getu þinni - ekki bara eftir útliti bílsins. Settu niður fyrir þér hvað bíllinn má kosta, hvað kostar að tryggja hann og hversu miklu hann eyðir. Gleymdu ekki að það þarf líka að kaupa dekk, smurn- ingu - og viðhald. Gömul þumal- fingursregla er að viðhald kosti annað eins og bensínið. - Gefðu þér góðan tíma og leit- aðu víða. Lestu auglýsingar í blöð- um, farðu á bílasölurnar. Skrifaðu hjá þér það helsta sem þú verður visari og hvar hvem bíl er að finna. Bráðum getur þú farið að bera bílana saman. Sjálfsagt selst einhver þeirra, jafnvel íleiri en einn, meðan þú ert að skoða. En það gerir ekkert til. Framboðið er mikið. - Prófaðu að auglýsa sjálfur. Það getur verið gott að auglýsa eftir bíl sem má kosta eitthvað ákveðið, gjaman það sem þú getur borgað út í hönd. Þú gætir komist að því að sumir era tilbúnir að láta bíl- inn sinn fyrir talsvert minna en gengur og gerist, ekki síst ef bein- harðir peningar eru í boði. - Láttu „ásett verð“ í bílasölu- auglýsingum ekki rugla þig, né heldur svokallað listaverð sem um- boðin búa til um notaða bíla af merkjum sem þau selja. Listaverð er viðmiðunarverð en alls enginn óhagganlegur bókstafur. Svokallað „ásett verð“ er oftast hærra en menn búast við að fá að lokum. - Prófaðu bílinn vel. Ekki er nóg að fara lítinn hring sem býður kannski ekki nema upp á þriðja gírs keyrslu eða svo. Best er að komast á þjóðveg líka og finna hvemig biilinn hagar sér þar. - Þegar þú ert orðinn ánægður með bíl getur margborgað sig að fá viðurkennda skoðunarstöð til að skoða hann. Það kostar peninga en þeir geta verið fljótir að skila sér. - Prúttaðu! - Gakktu úr skugga um að eng- in skuld hvíli á bílnum. - Hagnýttu þér þjónustu bílasal- ans en láttu hann ekki stjórna þér. Mundu að það er hans hagur að selja bílinn en það ert þú sem sit- ur uppi með gripinn. -SHH Meðal þeirra bíla sem eru ofarlega á blaði þegar valinn er bíll aldarinnar eru þessir tveir höfðingjar: gamli herjeppinn (Willy’s) og bjallan góða frá Volkswagen. Bíll aldarinnar: Valið þrengt niður í 26 bíla Áður en árið er úti mun dóm- nefnd valinna manna hafa afrekað að velja „bíl aldarinnar”. Þessi dóm- nefnd hefur setið lengi að störfum og nú er búið að þrengja hringinn úr upphaflega 100 bílum niður i 26. í þessu hópi eru bílar á borð við Ford Mustang, Chevrolet Corvette Stingray og Renault Espace, en frekar er þó búist við að bílar á Gabriel höggdeyfar fyrir fólksbíla, jeppa og vörubila QSvarahlutir HAMARSHÖFDA 1 S. 587 6744 Fax 5B7 3703 borð við upphaflegu bjölluna frá VW, Willys-jeppinn, Morris/Austin Mini og Porsche 911 verðir frekar meðal þeirra efstu í þessu vali. Úrslitin verða kunngerð 4. desem- ber næstkomandi og fram að þeim tíma geta allir tekið þátt í þessu vali með því að fara inn á heimasíðu Car Of The Century, www.cotc.com Rat skiptir um merki Nú, þegar rétt liðlega öld er frá upp- haf bílaaldar, ef svo má að orði kom- ast, heldur margur bílaframleiðand- inn upp á aldarafmæli líka. í ár er röðin líka komin að Fiat að halda upp á 100 ár afmæli með pomp og prakt. í tilefni af þessum tímamótum og kynningu á nýjum Fiat Punto í sumar mun Fiat kynna nýtt einkennismerki. í stað skárandanna sem hafa ein- kennt Fiat-bOa á undanfórnum árum munu verksmiðjumar á ný taka upp kringlótt merki með lárviðarsveig og stöfunum FIAT. Fiat notaði svipað merki í ýmsum litum á árunum 1921 til 1965. Gott að komast að - verra að komast burt Séð yfir sölusal notaðra bíla, Bílaland, eins og sú deild heitir nú. Á innfelldu myndinni sitja sölumenn Bílalands við tölvurnar. Frá vinstri: Bjarni Bene- diktsson, Hörður Jóhannesson, Sveinbjörn Hannesson. Yst til vinstri stend- ur „gestur“ úr annarri deild fyrirtækisins, Örn Úlfar Úlfarsson, söludeild Renault. Þó Bifreiðar og landbúnaðarvélar séu nú aðeins nýfluttar í nýtt hús á Grjóthálsi 1 hefur fyrirtækið í raun átt þessa 15 þúsund fermetra lóð milli Grjótháls og Fossháls í 20 ár. Um það leyti sem henni var úthlut- að fengu fleiri bílaumboð lóðir á þessum slóðum eða áttu þær fyrir þannig að þetta þótti álitlegur stað- ur fyrir bílaumboð. En ekki byggðu allir sem getað hefðu og sum fyrir- tæki, sem um skeið voru þar, eru ekki lengur til en varla fer miUi mála að staðurinn er um margt heppilegur, ekki síst fyrir það rými sem hann býður upp á. Þarna verða til dæmis yfir 300 bílastæði utan- húss þegar lóðin verður fullfrágeng- in. Eins og fram hefur komið áður hefur bílasala notaðra bfla hjá B&L fengið nafnið Bílaland. Aðkoma að henni er að ofanverðu, frá Foss- hálsi, beint á móti húsi sem eitt sinn var byggt yfir Bílaborg sem seldi Mazdabíla. í Bílalandi er stór innisalur fyrir notaða bOa og tals- vert útisvæði, auk þess sem sölu- menn hafa mun betri aðstöðu en var í skúmum á Suðurlandsbrautinni. Það er sama úr hvaða átt menn koma, þetta horn milli Grjótháls og Fossháls liggur vel við. Hins vegar kárnar gamanið ef menn ætla burt aftur norður eftir Vesturlandsvegi - upp á Keldnaholt eða í Korpúlfs- staðamýrina, eða bara vestur eða norður um land. Þá verður að fara ótal krókaleiðir eða stytta sér leið gegnum bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg, sem varla getur talist góður kostur og hefur í raun óþarfa slysahættu í fór með sér. Væntanlega finna borgaryfirvöld einhverja leið til að laga þessa ófæru. -SHH Rover orðinn deild í BMW Frá því að BMW keypti bresku bílaverksmiðjurnar Rover fyrir 5 árum hafa þær verið reknar undir sér- stakri stjóm. Því verður nú hætt og Rover heyrir beint undir yfirstjórn BMW. Þetta er ákvörðun undir forsæti Joachims Milbergs, sem settur var stjómarfor- maður BMW eftir uppgjörið sem þar varð í upphafi þessa árs þegar Bemd Pischetsrieder stjórnarfor- maður og Wolfgang Reitzle, yfirmaður framleiðsludeild- ar, voru látnir fjúka. Héðan í frá verða Rover og BMW tvær deildir í einni heild, reknar sin í hvoru landi og hvor með sínum áherslum og sérkennum. Þó að þessi ákvörðun hafi nýlega verið tilkynnt var ljóst þegar í upphafi mars að þetta var stefnan. Undirrit- aður hitti í Genf, meðan bílasýningin stóð, mann sem hann hafði áður hitt sem hátt settan mann hjá Rover. Nú var maðurinn kominn með bláa og hvíta BMW- merkið í barminn svo eðlilegt var að spyrja hann: „Ert þú kominn til BMW?“ Og svarið kom svo sem heldur ekki á óvart: „Já, Rover- deildarinnar." Raunin var sú að maðurinn var enn í sínu gamla starfi og átti ekki von á breytingu þar á, hann hafði bara nýja yfir- stjórn yfir sér. Samkvæmt því sem haft er eftir Wolfgang Ziebart, arftaka Wolfgangs Reitzle sem yfirmanns framleiðslu- deildar BMW (þar með talið Rover), verða þróun- ardeildir fyrirtækjanna sameinaðar í eina en áfram lögð áhersla á að hvor teg- undin haldi sínum sér- kennum. Íhlutir I Rover og BMW verða því aðeins þeir sömu að það skaði ekki ímynd hvors merkisins fyr- ir sig. Hins vegar verður hagrætt í lagerhaldi og sameiginlegt tölvukerfi nýtt. Óhjákvæmlega verða einnig einhverjir þeirra sem áður voru í toppstöðum hjá Rover að vikja þegar móð- urfyrirtækið í Múnchen tekur yfirstjórn Rover endan- lega í sínar hendur. -SHH Joachim Milberg - stjórnarfor- maður BMW, tók við af Bernd Pischetsrieder. Wolfgang Ziebart - yfirmaður framleiðsludeildar BMW (og Rover), tók við af Wolfgang Reitzle.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.