Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Umferðargetraun 4: Hver á réttinn? Enn efnum við til umferðarget- raunar og eins og fyrri daginn spyrjum við hvaða tveir bílar sem sjást hér á teikningunni eigi rétt- inn. Þetta er spurning um hvemig ökumenn eiga að haga sér við viss- ar kringumstæður. Hér em tvenns konar gatnamót sýnd og nokkrir kostir gefnir um það hverjir eigi þarna forgangsrétt. Nú er það ykk- ar, lesendur góðir, að skera úr um það hvemig menn fara rétt að þess- um hlutum. Það eru Bifreiðar & landbúnaðar- vélar sem gefa verðlaunin að þessu sinni. Fyrstu verðlaun eru forláta kvars-armbandsúr, með merki Land Rover. Önnur verðlaun em lykla- kippa og budda úr mjúku leðri, merkt BMW, en þriðju verðlaun em slæða með merki Land Rover. Klippið þrautina úr blaðinu og merkið x í réttan kassa. Skrifið greinilega nafn og heimilisfang og síma. Lausnir þurfa að hafa borist fyrir 20. mai. Dregið verður úr réttum lausnum. Utanáskriftin er DV-bílar, Um- ferðargetraun 4, Pósthólf 5380, 125 Reykjavík. A og D áttu forgangsréttinn Góð þátttaka var í umferðarget- raun 3 sem birtist í DV-bílum 27. mars síðastliðinn. Þar var spurt um forgangsrétt í ákveðmnn tilvikum þar sem skiptust á aðalbraut og hliðargötur með umferðarmerkjum sem túlka mátti sem biðskyldu- merki og/eða merki um stöðvunar- skyldu. Um þessi efni eru umferðarlögin alveg skýr. I fýrra tilvikinu, þegar þurfti að gera upp á milli A og B, ber B að bíða vegna þess að hann er með umferðarmerki sem gefúr til kynna biðskyldu eða stöðvunar- skyldu á þessum gatnamótnm. Um það segir svo í 25. grein umferðar- laga: „Ökumaður sem ætlar að aka inn á eða yfir veg skal veita umferð öku- tækja á þeim vegi úr báðum áttum forgang, ef það er gefið til kynna með umferðarmerki.“ í hinu tilvikinu ber C að veita D forgang þar sem hinn síðamefndi ætlar beint yflr gatnamótin. Um þetta segir í sömu grein umferðar- laganna: „Þegar ökumaður ætlar að beygja á vegamótnm ber honum að veita forgang þeirri umferð sem á móti kemur.“ Rétt svar í umferðargetraun 3 er því A og D. Þeir eiga forgangsrétt. Það var Toyotaumboðið á íslandi sem gaf verðlaunin í umferðarget- raun 3. Fyrstu verðlaun voru Cit- izen-armbandsúr, önnur verðlaun Cross-sjálfblekungur en þriðju verð- laun hitabrúsi úr stáli og tveir boll- ar með. Þegar dregið var úr réttum lausnum komu upp eftirtalin nöfn: 1. Citizen-úr: Þorsteinn Ólason, Víðihlíð 5, 550 Sauðárkróki. 2. Cross-sjálfblekungur: Ása Sverrisdóttir, Huldugili 34, 603 Ak- ureyri. 3. Hitabrúsi úr stáli og tveir boll- ar: Sigurgeir Már Sigurðsson, Fannafold 115,112 Reykjavík. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. Jóhann Gunnar Stefánsson og Páll H. Guðmundsson, eigendur Orku, ásamt Snorra Snorrasyni, framkvæmdastjóra Snorra G. Guðmundssonar. Orka og Snorri sameinast „Snorri í glerinu" og Orka hafa ákveðið að sameinast i eitt fyrir- tæki og er stefht að því að form- legri sameiningu ljúki á árinu. Fyrirtækin hafa að verulegu leyti selt vörur til bílaviðgerða, réttinga og sprautunar og bæta að því leyti hvort annað upp. Orka ehf. er jafngömul lýðveld- inu og var á sjötta áratugnum eitt af stærri fyrirtækjum landsins og flutti inn fjölda vöruflokka, allt frá alls konar smávöru upp í Fiat og Jaguar-bíla. Fyrirtækið hefur nú í mörg ár selt DuPont bílalakk og flest verkefni til bílamálunar og réttinga. Ennfremur álprófila, smurolíur, Champion veghefla, snjótennur á bíla og ýmislegt fleira. Eigendur eru Jóhann Gunn- ar Stefánsson og Páll H. Guð- mundsson. „Snorri í glerinu" - fullu nafni Snorri G. Guðmundsson ehf. heitir eftir stofnandanum, Snorra G, Guðmundssyni, sem stofnaði það árið 1946 og enn er aðaleigandi. í fyrstu flutti fyrirtækið inn ýmiss konar vaming en fór um 1953 að sérhæfa sig í bílrúðum sem hefur verið meginstarfssvið fyrirtækis- ins síðan, frá Pilkington/Arva og Velas, auk þess sem fyrirtækið rekur sitt eigið ísetningarverk- stæði fyrir bílrúður. Jafnframt flytur fyrirtækið inn bílrúðulista og smellur, margvislegar efnavör- ur, verkfæri, bremsuvörur, kúp- lingar og viftureimar. Eigendur fyrirtækjanna sjá beinan hag í því að sameina fyrir- tæki sem eru að stofni til með svo skyldan rekstur, ekki síst hvað snertir sölukerfið. Áformað er að ■ flytja meginstarfsemi sameinaðs | fyrirtækisins í sameiginlegt hús- næði fyrir lok ársins en nota nöfn beggja fyrirtækjanna áfram. -SHH 'hflar, Umferðargetraun 4 Bilastæði 3 I-------1 Hverjir eiga forgangsrétt ? Umferðargetraun 3 r í F 3 I I I I I I I I I ■ , ■ I i \ Hverjir elga forgangsrétt? Hér eiga A og D forgang. Um þetta segir í 25. gr. umferðarlaga: Okumaöur sem ætlar aö aka inn á eöayfír veg skal veita umferö ökutækja á þeim vegi úrbáöum áttum forgang, ef þaö ergefíö til kynna meö umferöarmerki. Og síðar: Þegar ökumaöur ætlar aö beygja á vegamótum ber honum aö veita forgang þeirri umferö sem á móti kemur. 1. verðlaun: Armbandsúr. Eftir rúma viku: Glæsileg sportbfla- sýning - fyrirhugaðri sýningu í Mosfellsbæ frestað Eins og flestir lesendur DV Bíla hafa ef- laust tekið eftir þá hefur verið hljótt um sportbílasýninguna sem fyrirhugað var að halda í nýju og glæsilegu iþróttahúsi Mosfellinga um þessa helgi og sagt var frá fyrir nokkru. Ekkert verður af þessari sýningu, að sinni að minnsta kosti, því henni hefur verið frestað um ár að sögn Ólafs Tryggvasonar, eins þeirra sem hugðist standa fyrir þessari sýningu, þar sem gestir áttu kost á því að hljóta Porsche Boxter sportbU í verðlaun. „Við tókum ákvörðun um að fresta sýn- ingunni vegna þess að það gekk ekki upp að halda tvær svona sýningar með svo stuttu millibili", sagði Ólafur, „en eftir tæpar tvær vikur hefst í Laugardalshöll- inn stór og mikU sportbUasýning þar sem gefur að líta marga glæsivagna bæði inn- lenda og erlenda og var það samkomulag okkar og þeii'ra sem standa fyrir þessari sýningu að við myndum fresta okkar sýn- ingu“. Undirbúningur sýningarinnar í Laug- ardalshöUinni er kominn vel á veg og þar munu verða sérinnfluttir sportbUar sem aldrei hafa sést áður hér á landi, auk þess sem bUaumboðin munu sýna þá sportbUa sem þau hafa upp á að bjóða. MeðaLannarra bUa sem fluttir verða tU landsins er Ferrari keppnisbUl Michael Schumachers frá því á síðasta ári. og mun hann tróna efst á stalli í hópi aflmestu og failegustu sportbfla sem snertagötur þessa lands, eins og segir á vefsíðu sýningarinn- ar, www.bUasyning.com. Einnig munu verða þarna tU sýnis margir af bestu sportbUum landsins í einkaeigu. Þessi mikla sportbílasýning hefst flmmtudaginnl3. maí, á uppstigningardag og stendur fram tU sunnudags, 16. maí. DV mun gera þessari sýningu góð skil í sérstöku aukablaði um sýninguna sem kemur út miðvikudaginn 12. maí. -JR 2. verðlaun: Lyklaveski úr mjúku leðri. 3. verðlaun: Slæða. Verið velkomin í verslun okkar par sem við bjóðum upp á mikið úrval aukahluta fyrir jeppa. Alltaf heitt á könnunni! MALARHÖFÐI 2-110 REYKJAVIK ■ SIMI 577 4x4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.