Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Fréttir_______________________________________dv Alvarlegt vélsleðaslys 1 Möðrudal á Fjöllum: Hélt ég væri lamaður - segir Fannar Freyr Bjarnason sem liggur hryggbrotinn á sjúkrahúsi Fannar Freyr Bjamason, tvítugur Vopnfirðingur, brotnaði á 5. lendar- liö - sem er neðsti hryggjarliöurinn - á laugardag í vélsleðaslysi í Möðru- dal á Fjöllum. Hann liggur nú á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Vinur hans, Vilhjálmur Vemharðsson frá Möðra- dal á Fjöllum, hlaut heilahristing í slysinu auk þess sem hann finnur fyrir eymslum í baki og öxlum. Þeir voru á sama sleða. „Ég hitti Vilhjálm á Möðmdal og við ætluðum að rúnta á sleðanum." Veður var milt og gott. Fannar segir að síðast þegar hann hafi litið á hraðamælinn hafi hann sýnt 80 km hraða á klst. „Ég keyrði sleðann og allt í einu vomm við í frjálsu falli. Þetta rann allt saman í eitt en ég hafði ekki séð neina mishæð. Við keyrðum fram af gíg sem hefur myndast þegar sigið hefur undan vatni. Við lentum fyrst á brúninni hinum megin. Sleðinn fór þá aftur upp í loftið og kastaðist síðan tæpa 20 metra. Vilhjálmur datt af sleðanum en ég hékk í stýrinu og var síðan kominn hálfur af sleðanum. Þá sleppti ég stýrinu og lagðist niður og fann að ég var að dofna niður í fæt- urna. Þá kallaði ég: Er ég að lamast? Svo ætlaði ég að reyna að standa upp og fara aftur á sleðann en fann að ég gat það ekki. Þá hugsaði ég með mér að ég væri lamaöur." Fannar sá Vilhjálm og kallaði til hans fjórum til fimm sinnum en hann svaraði ekki. „Ég var byrjaður að reyna að klóra mig til hans þegar hann stóð upp og kom til mín. Hann var allur þrútinn í framan. Hann hafði bitið í tunguna og var blóðugur. Hann lyfti mér upp á sleðann og keyrði út á Möðrudal. Ég hélt mér i sætið og það var ekkert sérstaklega gott.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með félagana til Reykjavíkur. DV-mynd S Fannar Freyr Bjarnason liggur hryggbrotinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en hann lamaðist ekki. „Ég er svo þakklátur fyrir að vera ekki meira slasaður." DV-mynd S Fannar segir að heimilisfólk á Möðradal hafi bmgðist rétt við þegar þeir félagar komu á sleðanum. Hann var hafður i sömu stellingum og hringt var í lækni á Egilsstöðum. Þaðan var hringt í Landhelgisgæsl- una sem sendi þyrlu sína á staðinn. Þegar hún kom vora þar tveir sjúkra- bílar frá Egilsstöðum. Fannar segir að læknarnir séu nær búnir að útiloka að hann fari í uppskurð. „Það eru 99% líkur á að ég sleppi við það. Ég fer í belti sem nær frá miðjum lærum og hér um bil upp á bijóstkassa og ég þarf að vera í því í þrjá til fjóra mánuði. Svo á ég eftir að fara í endurhæfingu." Hann segir að hann hafi alltaf úti- lokað að eitthvað þessu líkt gæti komið fyrir hann sjálfan. „Þarna komst ég að því hvað það er ofsalega stutt á milli. Ég er svo þakklátur fyr- ir að vera ekki meira slasaður. Mað- ur trúir þessu varla.“ -SJ Velunnarar og fastagestir veitingahússins Rauða Ijónsins á Seltjarnarnesi gáfu fyrrverandi eigendum staðarins, Árna Björnssyni og Rósu Thorstens- son, þetta forláta ijón í kveöjugjöf en þau eru nýbúin að selja staðinn. Á barnum liggur skjal sem þau fá síðar afhent til minningar um staðinn en þar er hægt að skrifa nafn sitt. Frá vinstri: Ási, Anna, Bóbó, Árni, Rósa og Hinni. DV-mynd S Með stolna miða Dui'fa/j sem þýðir að ferðaskrifstofur hér á landi eru á þönum eftir aðgöngumiðum og verða að grípa til örþrifaráða til að sinna þörfum og kröfum að- gangsharðra fylgismanna þeirra félaga í Englandi sem keppa hverju sinni. Þetta er skýringin á því hvers vegna tuttugu Is- lendingar voru leiddir út af Old Trafford um helg- ina vegna þess að þeir voru sagðir vera með stolna miða. Ekki það að þeir hafi stolið miðun- um sjálfir og heldur ekki vegna þess að ferða- skrifstofan hafði endilega stolið miðunum sjálf en það hefur greinilega einhver séð ástæðu til að stela miðunum til að útvega íslendingum tuttugu aðgöngumiða að kappleik í Manchester. Sem er sjálfsögð kurteisi gagnvart fólki sem er komið langa leið til að sjá leik sem það hefur að vísu ekki fengið miða til að sjá en vill sjá og þarf að sjá og fær svo ekki að sjá vegna þess að það er sakað um að hafa stolið miðunum. Veslings fararstjórinn frá ferðaskrifstofunni sem útvegaði miðana var með í ferðinni. Það hefði hann aldrei átt að gera enda er það síðasta sem fréttist af honum að hann var leiddur á brott í lögreglufylgd. Hvers konar trakteringar eru þetta á þjónustuglöðum fararstjóra sem gerði það eitt að útvega miða á völlinn? Það er lágmark, þegar búið er að stela miðum á kappleik, að fólkið fái að minnsta kosti að sjá leikinn áður en stuldurinn kemst upp! Sem sýnir að þetta var ekki nægilega vandaður þjófnaður. Dagfari íslendingar láta ekk- ert stöðva sig þegar fót- bolti er annars vegar. Ekki kannski fótbolti hér heima enda nennir enginn lengur að fylgj- ast kappleikjum hjá ís- lenskum liðum. Þeir vinnast allir. Guðjón Þórðarson sér um það. Hann sér meira að segja líka um það að framleiða stráka í landsliðið til að skora fyrir sig mörkin. Nei, íslendingar eru búnir að fá sig fullsadda af sínum eig- in liðum. Nú eru það liðin á Englandi sem trekkja og hér heima eru stofnaðir stuðn- ingsmannaklúbbar með öðru hverju liði í Englandi og svo eru opnaöir pöbbar með fullkomnustu móttökugræj- um þar sem hundruð áhugasamra knattspyrnu- unnenda geta safnast saman og horft á uppá- haldslið sín etja kappi hvert við annað á risastór- um skjám og bjórinn vellur og freyðir á meðan. Sum knattspyrnufélögin hér á landi eru jafnvel að færa út kvíarnar með því að leggja niður eig- in fótboltastarfsemi en stofna þess i stað hlutafé- lög til að kaupa ölstofur til afþreyingar fyrir með- limi sína. Og svo þyrpast þessir sömu áhugamenn til út- landa og þó einkum að sjálfsögðu til Englands til að sækja liðin „sín“ heim og komast færri að en vilja. Það komast líka færri inn á vellina en vilja sandkorn Ráðherraefni Á Austurlandi hefur Arnbjörg Sveinsdóttir ekki hikað við að gagn- rýna hálfvelgju Halldórs Ásgríms- sonar sem rembst hefur við að halda því fram að Norsk Hydro hyggist reisa álver á Reyðarfirði, löngu eftir að ljóst er orðið að fyrirtækið virðist athuga því. Ambjörg gerði Hall- dór t.d. kjaftstopp á þingi þegar hún spurði hvort ekki yrði leitað nýrra kosta í stað Norsk Hydro. Hún reif til sin stóriðjufylgið, meðan Halldór afrekaði að tapa bæði stuðningi þeirra sem voru með stór- iðju og líka hinna sem voru á móti. Að gefnu tilefni rifjar Sandkom upp um- mæli sín frá því fyrir skömmu, að Ambjörg sé best varðveitta leyndar- mál Sjálfstæðistlokksins og verði næsta kona í ríkisstjórn Sjallans... Liðtækur prestur Séra Karl V. Matthíasson, sem er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, var fyrir skömmu á ferð á Bíldudal. Við höfnina var verið að draga upp rækjutroll og stórt gat var á belgnum. Einn háseti sagði við prest að hann skyldi kjósa Samfylkinguna ef sr. Karl gæti bætt gatið með réttum hætti. Prestur gerði sér lít- ið fyrir, dró upp sjálfskeiðung og skar til gatið eftir kúnst- arinnar reglum. Síðan bætti hann trollið svo það var sem nýtt. Hásetinn á rækjubátnum vissi nefnilega ekki að fyrir utan að hafa verið trillusjómaður á Snæfellsnesi var sr. Karl á togurum í gamla daga og lærði að gera til neta um borð í Svalbaki gamla... Foringjaslagur Meðal stuðningsmanna Jóhönnu Sigurðardóttur er litil ánægja með hvernig Margrét Frímannsdóttir hefur tryggt sér leiðtogasæti Fylking- arinnar. Fyrir viku tilnefndi hún sjálfa sig forsætisráð- herraefni. í takt við það snérist framboðs- þáttur Fylkingarinn- ar á RÚV nær ein- göngu um Margréti, sem var mynduð i „forsætisráðherra- setti“ meðan Jó- hanna sást varla. Blaða- auglýsingar framboðsins síðustu daga hafa líka mest megnis snúist um Mar- gréti. Engum blandast þvi hugur um að Margrét stefnir að því að verða fyrsti leiðtogi flokksins sem verður stofnaður upp úr Samfylkingunni. Stuðningsmenn Margrétar, sem koma ekki síst úr röðum yngra fólks í Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi, segja að Jóhanna geti sjálfri sér um kennt - kosningabarátta hennar sé best heppnaði feluleikur seinni ára.... Þessi Guðný „Ert þú ekki þessi Guðný sem Dav- íð Oddsson átti nokkra góða daga án?“ spurði hinn beinskeytti forstjóri Steypustöðvarinnar, Halldór Jóns- son, þegar hann hitti Guðnýju Guð- björnsdóttur, fram- bjóðanda Samfylking- arinnar, á laugar- bakkanum í Laugar- dalslaug á fimmtu- dagsmorguninn ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðný blossaði upp við þessa beinskeyttu spurningu sjálf- stæðisleiðtogans úr Kópavogi, sagði að rétt væri að stefna Davíð. Pottverj- ar í Laugardalslauginni, sem mæta snemma hvern morgun, eru talsvert einlit, blá hjörð. En þær stöllur reyndu hvað þær gátu að kynna þeim sjónarmið sín. Skorað var á þær að fara í sundboli og koma ofan í pottinn til viðræðna, en þeim hefur ekki litist á blikuna og létu það eiga sig.... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.