Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Utlönd Bandarískur þingmaöur fullyröir: Vendipunktur í Kosovodeilunni Ákærður fyrir sprengjutilræðin í London 22 ára gamall verkfræðingur, sem grunaður er um að bera ábyrgð á þremur sprengjutilræð- um í London undanfama daga, var í gær ákærður fyrir morð. Hann kemur fyrir rétt í dag. Sam- kvæmt frásögn lögreglunnar er hinn ákærði ekki félagi í þeim fasistasamtökum sem lýst hafa ábyrgð á sprengjutilræðunum. Verkfræðingurinn, David Copeland, var handtekinn á laug- ardaginn á heimili sínu í Cove sem er í um 50 kílómetra fjarlægð frá London. Breskir ijölmiðlar greindu frá því í gær að heimili mannsins hefði verið eins og sprengjuverksmiðja. Tveir létust, barnshafandi kona og svaramaður í brúðkaupi henn- ar, í sprengjutilræðinu á krá sam- kynhneigðra í Sohohverfinu síð- astliðinn fóstudaginn. Hinn ákærði hafði komið nagla- sprengju fyrir á gólfi krárinnar. Nær sjötíu manns særðust alvar- lega og lést einn þeirra á laugar- dagskvöld. Noregur: Tugir Kosovo-AI- bana slasast DV; Ósló: Skemmtiferð þrjátíu og sex kosovo-albanskra flóttamanna í dýragarðinn endaði með hörm- ungum í Noregi í gærkvöld. Rút- an þeirra valt á veginum við Mandal, syðst í Noregi, og lést einn farþeganna samstundis. Flestir hinir slösuðust og margir þeirra alvarlega. Þrjár þyrlur voru þegar sendar á vettvang að flytja hina slösuðu á sjúkrahús og í gærkvöld voru nokkrir þeirra enn í lífshættu. Fólkið hefur siðustu vikur búið í flóttamannabúðum i Lista, nærri Mandal, og fór í gær í dýragarð- inn í Kristjánssandi. Á heimleið- inni valt rútan af ókunnum or- sökum. . Norðmenn hafa samþykkt að taka viö 6000 Kosovo-Álbönum meðan átökin geisa í heimalandi þeirra. Flóttamönnunum hefur verið komið fyrir á ýmsum stöð- um í Noregi. En þótt sveitavegir við Mandal eigi að teljast tryggari en vegirnir í Kosovo þá virðist þetta fólk hvergi óhult. Unglingar í Turku særðu 13 með hnífum Unglingar á aldrinum 14 til 18 ára gengu berserksgang í miðbæ Turku í vesturhluta Finnlands að- faranótt sunnudags. Skáru ung- lingarnir þrettán manns með hnífum og er ástand eins hinna særðu alvarlegt. Þrir árásaramannanna voru stúlkur. Nokkrir unglinganna voru enn í gær í haldi lögreglunn- ar. Bandarískir og rússneskir þing- menn náðu samkomulagi í Vín um ramma að nýjum friðarsamningi í Kosovodeilunni. í rammasamn- ingnum er ákvæði um eftirlit vopn- aðra alþjóðlegra sveita. Þetta full- yrti bandaríski þingmaðurinn Curt Weldon við erlendar fréttastofur í gær. Uppkast að samningnum var á laugardaginn sent til Belgrad. Ná- inn samstarfsmaður Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta sagði að menn hefðu ekkert við uppkastið að athuga. í sendinefnd rússnesku þingmann- anna voru meðal annarra Vladimir Ryzjkov og Vladimir Lukin. Kaup- sýslumaðurinn Dragomir Karic, sem er náinn Milosevic, tók þátt í viðræðunum í Vin og var allan tím- ann í sambandi við Júgóslavíufor- setann. „Karic ræddi með reglulegu millibili við Milosevic og hvatti DV, Edinborg: „Aliar aðrar þjóðir hafa hagnast á sjálfstæði. Af hverju ættu Skotar ekki að gera það líka?“ Þannig svar- ar Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, jafnan með spum- ingu þegar hann er beðinn að færa rök fyrir sjálfstæði Skotlands. Hann vill að Skotar fái að ákveða sjáifir í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vilja sjálfstæöi eða halda áfram að vera eins og hjálenda frá Englandi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálf- stæði yrði helsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar í Skotlandi ef Skoski þjóðarflokkurinn næði meirihluta á þinginu sem kosið verður til á Fimmtudaginn. Sjálfstæðissinnar höfða í kosningabaráttunni til þjóð- arstolts. Andstæðingamir höfða til hann til að taka fyrsta skrefið og sleppa stríðsfongunum,“ sagði þingmaðurinn Bemie Sanders. Þrátt fyrir fullyrðingu Weldons um að Milosevic væri samþykkur rammasamningnum ítrekaði tcdsmaður utanríkisráðuneytisins í Belgrad að yfirvöld í Júgóslavíu myndu ekki leyfa eftirlit erlendra hersveita í Kosovo. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, NATO, lýstu yfir efasemdum sínum gagnvart fullyrðingu Weldons að vendipunktur væri nú í Kosovodeilunni. Kváðust NATO- menn bíða eftir að heyra frá Milosevic sjálfum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sendi í gær Viktor Tsjernómyrdín, sáttasemjara sinn í Kosovodeilunni, til Bandaríkjanna. Mun Tsjemómyrdín eiga viðræður við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í dag. NATO hefur beðið Rússland um að skosku sparseminnar. Og það lítur út fyrir að sparsemin reynist stolt- inu sterkari á lokasprettinum. Verkamannaflokkurinn er höfuð- andstæðingur Skoska þjóðarflokks- ins. Og Verkamannaflokkurinn vill enga breytingu á stöðu Skotlands vegna þess að breytingar leiði að- eins til útgjalda og aukinnar skatt- heimtu. Þetta viðhorf hefur verið ríkjandi hjá öllum fjölmiðlum í kosningabar- áttunni og daglega eru birtar nýjar tölur um útgjöldin sem sjálfstæði leiði af sér. Salmond segh' að þetta sé samsæri fjölmiðla og ríkisstjórn- arinnar í London og hefur hafið út- gáfu á eigin blaði, Rödd Skotlands, þar sem mikiö er skrifað um þjóð- arstolt og ekkert um peninga. Fylgi flokkanna hefur sveiflast reyna að miðla málum í Kosovodeilunni vegna góðs sambands síns við Júgóslavíu. Tsjernómyrdín var í Belgrad síðastliðinn fóstudag. Hann hefur ekki greint frá viðræðum sínum við Milosevic. Clinton Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir ánægju sinni yfir að Júgóslavar hefðu sleppt þremur bandarískum stríðsföngum. Forsetinn sagði hins vegar að loftárásunum á Júgóslavíu yrði haldið áfram. Ólíklegt er talið að Clinton muni funda með Milosevic. Júgóslavíuforseti stingur upp á fundi með Clinton í bréfi sem hann bað séra Jesse Jackson fyrir. Jackson var um helgina í Belgrad ásamt fleiri trúarleiðtogum. Voru bandarísku stríðsfangamir samferða Jackson úr landi. Þeir höfðu verið rúman mánuði í haldi Júgóslava. töluvert í kosningabaráttunni. Um tíma leit út fyrir að Skoski þjóðar- flokkurinn fengi yfir 40 prósent og seinna að Verkamannaflokkurinn næði hreinum meirililuta. Síðan, þegar fréttist að Verkamannaflokk- urinn væri búinn að mynda sam- steypustjórn með Frjálslyndum, náði Skoski þjóðarflokkurinn sér á strik að nýju. Líkumar á að Skoski þjóðarflokk- urinn nái meirihluta eru þó hverf- andi. Hins vegar gæti svo farið að Verkamannaflokkurinn og Frjáls- lyndir næöu ekki meirihluta saman og þá gæti farið svo að Skotar hæfu heimastjórnartímabil sitt á stjóm- arkreppu og nýjum kosningum í haust. GK Atlantshafsbandalagið viðurkenndi í gær að hafa óviljandi skotið flugskeyti að langferðabifreið nólægt Luzane norðan við Pristina í Kosovo á laugardaginn. Samkvæmt heimildum Serba létusts tugir farþega í árásinni. Ætlun Atlantshafsbandalagsins var að eyðileggja brúna sem bifreiðin ók yfir. Símamynd Reuter Spennandi lokasprettur í kosningabaráttunni í Skotlandi: Skoska sparsemin sterkari en stoitið Stuttar fréttir dv 70 létust í hitabylgju Rúmlega 70 manns hafa látist af völdum hitabylgju á Indlandi undanfama daga. Hitastigið hefur verið allt að 47 gráður. Tilbúinn með verri veiru Taívanski verkfræðingurinn Chen Ing-hou, sem bjó til Tsjernóbyltölvuveiruna, sagði við yfirheyrslu að hann hefði verið næstum tilbúinn með tvær enn verri tölvuveirur. Barak í vandræðum Ehud Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísraels, lenti í vandræðum í gær vegna um- mæla leikkonu sem styður hann. Barak hefur keppt að því að ná at- kvæðum þeirra sem minna mega sín. Leikkonan, Tiki Dayan, kallaði þá sem Barak biðlar til skríl. Hann fordæmdi í gær um- mælu Dayan. Harmleikur í Svíþjóð Lögreglan í Ánaset norðan við Umeá í Svíþjóð fann í gærmorgun tvo fullorðna og tvö börn skotin til bana. Allt þótti í gær benda til fjölskylduharmleiks. Óttast dómsdag Yfir 35 þúsund verkamenn í borginni Alang á Indlandi hafa flúið til heimkynna sinna í Himalaya í kjölfar blaðaskrifa um að dómsdagur renni upp 8. maí. Grunur um ebólufaraldur Yfirvöld í Kongó óttast að hin banvæna ebólaveira herji á ný. Um 50 manns í norðurhluta lands- ins hafa látist úr dularfullum veirusjúkdómi. Oliver Reed látinn Breski leikarinn Oliver Reed lést skyndilega á eyjunni Möltu í gær. Reed, sem leikið hafði í 53 kvik- myndum, var við tökur á myndinni The Gladiator á eyj- unni. Hann veiktist á bar í Val- letta þar sem hann var staddur ásamt eiginkonu sinni og vinum. Reed lést á leiðinni á sjúkrahús. Uppnám vegna slæðu Uppnám varð við þingsetningu í Tyrklandi í gær er nýkjörin múslímsk þingkona mætti með slæðu um höfuðið. Ecevit forsæt- isráðherra sakaði þingkonuna, Merve Kavakci, um að ögra rík- inu. Andófsmenn handteknir Að minnsta kosti 20 andófs- menn voru handteknir í Kína um helgina. Nokkrir voru gripnir er þeir ræddu hvernig minnast skyldi þess að 10 ár eru liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking. Kosningar í Panama Panamabúar gengu í gær að kjörborðinu til að kjósa sér for- seta. Annar frambjóðand- inn, Martin Torrijos, er son- ur Omars Torri- jos Herrera sem stýrði Panama með harðri hendi. Hinn frambjóðandinn er Mireya Moscoso, ekkja Amulfos Arias, fyrrverandi forseta. Lést í snjóflóði Að minnsta kosti einn lést í snjóflóði við Mont Blanc í Frakklandi i gær. Hundruð björgunarmanna leituðu fimm eða sex manna sem talið var að gætu hafa orðið undir snjóflóöinu. ífebrúar létust 12 í snjóflóði á svipuðum slóðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.