Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Page 12
12 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Spurningin Hvaða húsverk finnast þér leiðinlegust? Sigurður Vilhelmsson nemi: Að vaska upp. Smári Sigurðsson leiðbeinandi: Að skúra en maður getur gert eitt- hvað skemmtilegra þann tíma sem það tekur. Jakob Sigurðsson nemi: Að þurrka af en ég geri það þó sjaldan. Inga Dröfn Sváfnisdótir nemi: Að vaska upp en ég geri það af og til. Vilborg Sigurþórsdóttir nemi: Mér finnst leiðinlegast að taka upp úr þvottavélinni. Anna Lára Friðriksdóttir nemi: Mér finnst leiðinlegast að ryksuga en ég geri það oft. Lesendur ESB-hillingar Guð- mundar Andra Páll Vilhjálmsson skrifar: Guðmundur Andri Thorsson skrifar í DV laugardaginn 24. apríl um ísland og ESB. Guðmundur Andri virðist þeirrar skoðunar að okkur sé ekk- ert að vanbúnaði að æskja inn- göngu. Hann tí- undar nokkrar röksemdir and- Páll Vilhjálmsson. stæðinga aðildar og finnst þær létt- vægar. Helst er að hann telji ótta um fullveldisafsal svaraverðan. - „En það er skammur vegurinn frá fagurri ættjarðarást til nokkurs konar vegsömunar fátækarinnar," bætir Guðmundur Andri við og vek- ur til lífs grínið um dalakofasósíal- ismann. Umræðan um ísland og ESB þarf að byggjast á tveim meginstoðum. Annars vegar mati á stöðu islands gagnvart umheiminum. Þar koma til álita atriði eins og innviðir sam- félagsins og menning og saga þjóð- arinnar. Hins vegar greining á ESB, hvað það er og hvert það stefnir. íslendingar stóðu löngum utan við rás atburða í Evrópu. Jafnvel skilgreint og afmarkað fyrirbæri eins og verðbólga hefur gagnólika merkingu á íslandi og á meginlandi Evrópu. í áratugi létum við okkur vel líka að hér geisaði verðbólga. Á meðan peningar féllu í verðgildi svo nam tugum prósenta á ári byggðum við upp nútímaþjóðfélag. íslending- ar komust upp með fádæma laus- ung í ríkisfjármálum án þess að þjóöfélagið riðaði til falls. Þjóðverj- um tókst það ekki. Hugtakið verð- bólga minnir þýska á hrun Weimar- „Guðmundur Andri virðist þeirrar skoðunar að okkur sé ekkert að vanbún- aði að æskja inngöngu", segir Páll m.a. í bréfinu, og vitnar í pistil Guðmund- ar Andra í DV 24. apríl sl. lýðveldisins, uppgang fasisma og fyrstu spor Helfararinnar. Stríðið á Balkanskaga staðfestir að í gömlu Evrópu eru þjóðernis- hræringar 19. aldar hvergi nærri sjatnaðar. ESB var stofnað til að koma böndum á ofmetnað einstakra ríkja og skapa lífvænlegt jafnvægi milli þjóða. Vestur-Evrópa hefur verið til friðs í fimmtíu ár en bál loga í austri. Til að takast á við vandann þarf margslungið reglu- verk, fjölþjóðlegar stofanir og yfrið langan tíma. Sá tími mun koma að ESB nái tilgangi sínum, kannski þegar um miðja næstu öld. Þá, en ekki fyrr, eigum við að íhuga um- sókn. í pistli sínum vitnar Guðmundur Andri til Rósu konu Guðbjarts Jóns- sonar í Sumarhúsum sem sagði ósköp frjálst í eymdinni á heiðinni og spyr hvort það verði hlutskipti íslendinga. Heldur er það langsótt. Eða hvar er volæðið, Guðmundur Andri? Líkingin sem á við er steinkumbaldann sem Bjartur byggði sér þegar hann sá svolítinn pening. Kumbaldinn var reisulegur en hélt ekki veðri. Grunnurinn molnaði vegna þess að smiðirnir kunnu ekki að fara með sement. Jarðskjálftum í Kóreu var kennt um skemmdirnar og Bjartur tafsaði enda enginn Guðmundur Andri til að segja honum sannleikann: Mein- ið, Bjartur minn, er að teikningarn- ar voru ekki stimplaðar í Brussel. Þrír milljarðar af áfengisgróða Gunnar Gunnarsson skrifar: Ég undrast þá hræsni sem í gangi er og ætlar að halda velli, að því er virðist til eilifðarnóns, hvað varðar þá ósvinnu að íslenska rík- ið skuli halda úti sérstökum áfeng- isverslunum sem þó eru undan- þegnar alhliða þjónustu við hina fjölmörgu viðskiptavini. Þrír millj- arðar króna eru sagðir vera gróði ÁTVR á síðasta ári og sem ríkið hirðir gegnum þessa viðskiptahít sem engri annarri er lík í við- skiptaháttum. Er ekki tími til kominn að ríkið afsali sér tilkalli til þessarar teg- undar viðskipta og láti þau hinum frjálsa markaði eftir. Ég er ekki á móti áfengi en drekk ekki sjálfur áfenga drykki. Ég vil hins vegar ekki sjá að ríkið tengist þessum viðskiptum beint eins og nú er. Ég sé heldur ekki þann tilgang í áfeng- islögum að banna auglýsingu áfengis hér á landi nema þær séu í erlendum fjölmiðlum.!! Öll tengsl ríkisins við áifengis- sölu með beinum hætti eru niður- lægjandi og á að leggja af sem fyrst. Stöðvum ófremdarástandið - nú er lag til að mótmæla Hans B. Högnason, félagi í Sam- tökum aðskilnaðar ríkis og kirkju (SARK), skrifar: Oftar en ekki er maður sest niður og horfir á sjónvarpið er þar verið að fjalia um niðurskurð á útgjöldum ríkisins, ekki síst í heilbrigðisgeir- anum. Sagt er að fólk komist ekki í lífsnauðsynlegar aðgerðir fyrr en seint og síðar meir. Biðlistamir séu ævintýralega langir og sjúkrahúsin eru fjársvelt. Maður veltir fyrir sér hvort um sé að ræða niðurskurð á fólki eða ámóta aðgerðir því sjúk- lingar eru margir hverjir settir á guö og gaddinn ef þess þykir þörf. Og um aldamótin ætla ríkið og kirkjan að halda upp á kristnitöku- afmæliö með stæl.Tveggja milljarða króna partí, takk fyrir! Allt á kostn- QJIÍíÍÖMDM þjónusta allan sent mynd af sínum sem verða á lesendasíðu Bréfritari segir m.a. að kirkjan sé fullkomin tímaskekkju og henti ekki nú- tímaþjóðfélagi. - Frá prófastaþingi í Dómkirkjunni í sl. mánuði. að þjóðarinnar. Og ástandið ekki burðugra en svo sem lýst er hér að ofan. Nú skora ég á alla landsmenn að setja hnefann í borðið og stuðla að því að þetta ófremdarástand verði stöðvað í eitt skipti fyrir öll. Rikisrekin kirkja er t.d. fullkom- in tímaskekkja og hentar alls ekki í nútímaþjóðfélagi, fyrir nú utan það að hún brýtur þar í bága við stjórnarskrána hvað varðar al- mennt trúfrelsi. Gætið því vel að afstöðu stjórnmálaflokkanna í komandi kosningum. Nú er nefni- lega lag til að mótmæla þessu harkalega með því að skrá sig úr þjóðkirkjunni. - Gerum árið 2000 að vendipunkti og krefjumst að- skilnaðar ríkis og kirkju. Eitt þús- und ára blóðbað er nóg. Milljón hér og milljón þar - hjá Reykjavíkurborg Steinn skrifar: Sífellt er sótt að Reykjavíkur- borg með beiðni um styrki, aðstoð og hvers konar fyrirgreiðslu sem ekki hafa nokkra einustu forsendu til umræðu, hvað þá að hljóta já- kvæða afgreiðslu. Nýlega las ég um beiðni frá hinni fjársvöngu At- vinnu- og ferðamálastofu Reykja- víkur um styrk að upphæð 1.000.000 kr. til handa Iceland Revi- ew tU útgáfu bæklings um Reykja- vík. Og enn fremur um aðra millj- ón króna frá sömu stofnun vegna útgáfu „Reykjavíkurkorts"! Enn fleiri beiðnir eru sagðar liggja hjá borginni um styrkveitingar frá þessari áhugasömu stofnun um styrki og fjárstuöning af ýmsu tagi. Borgin á að loka á þennan ósóma. Ný og ný lög- regluævintýri Þórður Sigurðsson hringdi: Það ætlar ekki af lögregluemb- ættinu í Reykjavík að ganga. Á borðinu eru hin og þessi mál sem við lesum um okkur til afþreying- ar. Nú eru það ekki fíkniefni sem hverfa, heldur hundrað milljónir króna. Bókhald og endurskoðun vita ekki sitt rjúkandi ráð, og lög- reglustjóri i fríi. Hann er nú reynd- ar alltaf í fríi þegar eitthvað bjátar á hjá embættinu. Þessi nýju og nýju lögregluævintýri eru farin að skaða embættið verulega að mínu mati. En hvemig er það; fellur þetta embætti ekki undir einhvern röggsaman ráðherra sem getur tek- ið á málinu? Afbökun upp á íslensku G.K.Ó. skrifar: Mér þykir einkar hvimleitt að heyra fréttaritara Ríkisútvarps á Spáni lesa pistla þar sem aíbökun á staðarnöfnum á Spáni er framin í grið og erg. Hann talar t.d. um „Barselónu", um „Íberíu“ (þ.e. Iberia flugfélagið) og fleira í þess- um dúr. En ekki bara er fréttarit- ari RÚV einn sekur í þessum efh- um. Dagblöð eða fréttaritarar þeirra hafa talað um „Björgvin" (Bergen í Noregi) og „Grímsbæ" (Grimsby í Englandi). Svona mætti lengi telja. Þessi afbökun erlendra staðar- og jafnvel mannanafna upp á íslensku er fáránleg. Því að breyta nöfnunum? Þætti okkur við hæfi að erlendir enskumælandi ijölmiðlar héldu sig við orð eins „Smoky-Bay“ um Reykjavík eins og einhver grínistinn fann upp endur fyrir löngu? Auðvitað ekki. Hér er um lélegan gálgahúmor að ræða. í besta falli nesjamennsku og minnimáttarkennd. Enginn úr Mosfellsbænum P.K. skrifar: Effir sigur Aftm-eldingar í Mos- fellsbæ á móti FH sagðist Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureld- ingar, hafa misst 7 leikmenn frá í fyrra og því ekki verið of bjartsýnn fyrir nýlokið tímabil. En hann virðist gleyma því að þeir keyptu 6 nýja leikmenn, suma mjög sterka, þannig að missirinn varð minni fyrir- vikið. Og liðið er með 4 er- lenda leikmenn, 2 Rússa og aðra 2 frá Litháen eða Lettlandi. Ekkert annað lið tjaldar fleiri erlendum leikmönnum og kostar það áreið- anlega sitt. Það er óþarfi að gleyma staðreyndum þótt sigurvíman sé mikil. Spaugilegust er þó sú staðreynd að af öllum liðsmönnum Aftureld- ingar er ekki einn einasti úr Mos- fellsbænum, allir aðkeyptir úr ýmsum áttum. Og þegar heima- menn segja með stolti: Við erum ís- landsmeistarar - sem rétt er- þá ber að taka það með nokkrum fyr- irvara samkvæmt framansögðu. En hjartanlega til hamingju, Aftur- eldingarmenn, með fyrsta íslands- meistaratitilinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.