Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 UV Að skrifa sig til Parísar Stóriðja og jarðgöng Jón Leifs hundrað ára Á hverju ári stendur Alliance Francaise í París fyrir frönskukeppni meðal mennta- skólanema víða um heim og taka um 10.000 manns þátt í henni að jafnaði. Enda til mikils að vinna, því sigurvegari í hverju landi fær að frílysta sig í París í 10 daga. Frönskukeppnin á íslandi fór fram í Reykjavík þann 22. mars sl. og sóttu hana 9 mennta- skólanemar víða af landinu. Skiluðu þeir rit- gerðum á frönsku og voru þrjár þeirra send- ar til yfirdómnefndar í París, ritsmíðar Ás- dísar Jóhannesdóttur frá MK, Tryggva Þor- geirssonar frá MR og Katrínar Þórarinsdótt- ur frá MR. Það var síðan Katrín (á mynd) sem bar sigur úr býtum og tók við sérstökum verðlaunum úr hendi Colette Fayard, fram- kvæmdastjóra Alliance Francaise á íslandi, þann 27. apríl sl. Katrín er 19 ára gömul og er nemandi Eydísar Ýrar Guðmundsdóttur. Þeir sýni framsækna djörfung ... í dag kl. 17 munu málsvarar listamanna skora á frambjóðendur stjórnmálaflokkanna að „sýna framsækna djörftmg í afstöðu sinni til menningar og lista“ eins og segir í kynn- ingu frá Banda- lagi islenskra listamanna. Frambjóðendum er boðið aö opin- bera afstöðu sína til menningar- mála á fundi sem bandalagið eftiir til á Hótel Borg og hafa meldað sig til samkom- unnar þau Björn Bjarnason menntamálaráð- herra fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins, Valgerður Sverrisdóttir frá Framsóknarflokkn- um, Mörður Ámason frá Samfylkingunni, Kolbrún Halldórsdóttir frá Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði, Birgitta Jónsdóttir frá Húmanistaflokknum og Margrét Sverris- dóttir frá Frjálslynda flokknum. Munu gest- imir flytja stutt framsöguerindi um menn- ingarstefnu flokka sinna, en að því loknu er boðiö upp á umræður og fyrirspumir úr sal. „Menning okkar getur aldrei dafnað ein og óstudd," segir í kynningu BÍL. „Hana þarf að styrkja og efla með öllum ráðum - en hvern- ig á að fjármagna - og hvernig á að tryggja komandi kynslóðum menningarlegt uppeldi og umhverfi?" Fundarstjórar, þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Bjöm Br. Björnsson, munu væntanlega krefja stjómmálamennina svara við þessum spurningum. í Gerðarsafni í Kópavogi standa nú yfir þrjár sýningar. Um sýningu þýsku kvennanna í austursalnum verður ekki fjallað hér, aðeins um „nordAU3“, sýn- ingu Ólafar Nordal i vestursalnum og sýningu Þórs Vigfússonar, „Brothættir staðir" í neðsta salnum. Sýning Ólafar gefur tilefni til vanga- veltna um ýmis mikilvæg mál sem einmitt eru ofarlega á baugi nú. Aðal- þemað er ál, það er i yfirskrift sýning- arinnar og gegnumgangandi efni í öll- um verkunum eins og það hefur leikið aðalhlutverkið í umræðunni um at- vinnu- og byggðamál sem einhvers kon- ar töfralausn á hvers kyns vanda. tilefnis en stærðar salarins. Geir- fuglinn hefur reyndar verið sýnd- ur áður en þolir endurtekninguna ágætlega. Valþjófsstaðarhurðin er veikasti hlekkurinn. Hún er al- gjörlega njörvuð við áðumefnda kenningu, samhengið við hin verkin er nokkuð langsótt, auk þess sem hún fer afar illa. Hún skagar upp úr hinu eiginlega sýn- ingarrými og dregur athyglina að því hve stórum hluta af lofthæðinni er sóað í fyr- irferðarmikil hólf uppi í loftinu. ipgiP9 Olöf Nordal - Geirfugl, 1999, DV-mynd Hilli Gegn álinu teflir hún hinum vand- fundna en máttuga fjögurralaufasmára, jafnvel fimmlaufa. Þurrkuð eilífðar smáblómin em innrömmuð í massífa álramma og hanga I syrpum, 13 í hverri, sömuleiðis mögnuð tala. Þama er lítið ál-ísland og ál-geirfugl í yfir- stærð, þessi ófleygi fugl sem einmitt varð miskunnarlausri rányrkju að bráð og er einn svartasti bletturinn á sam- visku þjóðarinnar. Hann ætti að vera okkur ævarandi víti til vamaðar, förg- um ekki náttúmnni fyrir stundarhags- muni. Að auki sýnir Ólöf áleftirmynd Valþjófsstaðarhurðarinnar með viðbót- um í samræmi við kenningar um að hún hafi einhvemtíma verið þriðjungi hærri. Ofstuðlun Þetta er fyrst og fremst vitsmunaleg sýning. Hún fjallar um sjálfsmynd þjóðarinn- ar, landið, menningararfinn og náttúrana og styðst við söguna, kenningar fræðimanna og þjóðtrú en tekur þó hvorki öfgakennda afstöðu né óþarfa áhættu. Boðskapurinn er þörf við- vörun þó það að íslenska álfélagið skuli vera stuðningsaðili sé að vísu dálítið stuðandi. Hins vegar er sýningin svo tryggilega stöguð niður með þjóðlegum tilvísunum að mér er næst að tala um ofstuðlun. Myndlist Áslaug Thorlacius E.t.v. hefði minna rými hentað betur. Smár- arnir í römmunum em fallegir en hugmyndin er þanin langt umfram þol án annars sýnilegs Fjórða víddin Um sýningu Þórs Vigfússonar þarf ekki að hafa mörg orð önnur en þau að hún er ákaflega falleg. Hann heldur áfram að vinna með svipaða hluti og hann hefur gert að undanfómu og höfðar til skynjunar fremur en vitsmuna. Hér eru á ferðinni fjórir risastórir, glampandi glerflekar i mismunandi litum sem opna okkur sýn eins og inn í göng í veggjun- um. Litimir eru fremur kaldir og spegla misvel. Eins og vera ber er myndin skýr- ust á dökkum granni á meðan litur með miklu hvítu leggst eins og þoka yfir myndefnið. Vegna þess að plötumar hall- ast aðeins upp að veggnum lyftist spegilmyndin eilítið upp á við og fjórða víddin myndast í rýminu. Þannig liggja þessi mislitu göng, ör- lítið skásett, til fjögurra átta út úr sýningarsalnum og hefja spegilmynd áhorfandans upp á æðra plan upp á hinn brothætta stað. Það er kannski ekki þörf á miklum upp- lýsingum um þessa sýningu en þó væri gaman að vita hvað ræður litavalinu. Allavega er algjör óþarfi að fela nafn sýn- ingarinnar, „Brothættir staðir", svo vand- lega. Það er hvergi sjáanlegt á sýningar- stað en sem eina viðbótin við sjónrænu upplifunina hlýtur það að skipta tölu- verðu máli. Stappað í takt Síðasta verkið á tónleikun- um var Grógaldr op. 62 fyrir alt, tenór og hljómsveit. Þar hefur Jón Leifs reynt að skapa kynngimagnaða stemningu og var þetta óneitanlega skásta verk efhisskrárinnar. Loksins heyrði maður einhverjar and- stæður, þama bólaði meira að segja á örlitl- um styrkleikabrigðum. Finnur Bjarnason var í hlutverki Svipdags og stóð sig frábærlega vel en sömu sögu er ekki hægt 'að segja um Jó- hönnu Þórhallsdóttur sem var í hlutverki Gróu. Hún hreyfði sig eins og dægurlagasöngkona og stappaði meira að segja í takt með öðrum fæt- inum. Heyrst hefur að hún hafi á ell- eftu stundu hlaupið í skarðið fyrir aðra söngkonu og var auðheyrt að hún var óörugg með sig og hefði þurft meiri tima til að ná valdi á hlutverki sinu. Þó um frumflutning hafi verið að ræða á : síðarnefndu tveimur tónsmíðunum voru þetta ekki áhugaverðir tónleikar. Hljóm- : sveitarsfjórinn, Johann Arnell, virkaði eins | og hann þyldi ekki Jón Leifs, a.m.k. gerði hann ekkert til að bjarga því sem hægt var. f Eins og fyrr segir var Jón þó að mörgu leyti f merkilegt tónskáld og sumt eftir hann á skil- ið að heyrast um víðan völl. En í þeim flokki I er ekki ofantalin efnisskrá. Ballettdansarar framtíðar Allir dansunnendur ættu að bregða sér í Borgarleikhúsið í kvöld (3. maí) eða annaö kvöld, því þar ætla 24 útskriftamemar frá þekktasta ballettskóla í Evrópu, Sænska ball- ettskólanum í Stokkhólmi, að leika listir sín- ar fyrir íslendinga. Út úr þessum skóla hafa útskrifast margir dansarar sem sett hafa mark á þróun klassíska balletts- ins á norðurslóð- um, m.a. nokkrir íslendingar. Það er einmitt fyrir milligöngu ungs íslendings, Kára Fiæys Björns- sonar, að hópur- inn er hingað kominn, en hann útskrifast sjálfur af klassíska sviði skól- ans í vor. Þessi útskriftarhópur hefur tekið þátt í fjölda sýninga, m.a. í Stokkhólmsóperanni, og fengið ágætar viðtökur. Hingað kemur hann eftir dansfór um Svíþjóð. Æfingastjóri hópsins er Conny Borg, fyrrverandi aðal- dansari við Konunglegu óperuna i Stokk- hólmi. Sýningar á klassískum ballett era orðnar sjaldgæfar hér á landi, því miður, og því er brýnt að minna á hann öðm hvom með sýningum eins og þessum. Jón Leifs átti hundrað ára af- mæli á laugardaginn var og í til- efni þess voru haldnir hátíðartón- leikar í Þjóðleikhúsinu. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson héldu ræður og Kammersveit Reykjavík- ur flutti fjögur verk Jóns, þar af tvö sem ekki hafa heyrst áður. inu, Nótt, og því þriðja, sem var Helga kviöa Hundingsbana op. 61 fyrir alt, bassa og litla hljómsveit. Sama hugmynda- leysið sveif yfir vötnunum út í gegn, tónbil upp og niður á víxl og hljómsveitarparturinn bara eitthvað. Einsöngvararnir, þau Jóhann Smári Sævarsson og Guðrún Edda Gunnarsdóttir, komust þó klakklaust í gegn- um síbyljuna og skiluðu sínu þokkalega. Báðar ræðumar voru mikið lof um afmælisbamið og í annarri þeirra var fullyrt að Jón Leifs væri mesta tónskáld íslendinga á þessari öld. Ég er ekki sammála því; nokkur önnur tónskáld búa að mínu mati yfir mun meiri frum- leika og hugmyndaauðgi, nægir þar að nefna þá Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigur- björnsson. En Jón var samt gædd- ur miklum hæfileikum og það verður því ætíð ráðgáta hversu mistækur hann var. Mörg verka hans eru stórkostleg en önnur em einskis virði, bara ómerkilegar stílæfingar sem drepa mann úr leiðindum í ræðu sinni talaði Hjálmar H. Ragnarsson um hinar miklu andstæður í tónlist Jóns Leifs. Andstæður voru þó ekki áberandi á tónleikunum í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta tón- smíð efnisskrárinnar, Guörúnarkvióa op. 22 fyrir messósópran, tenór, bassa og hljóm- sveit, var ósköp daufleg og hefðu bæði ein- söngvarar og hljóðfæraleikarar að ósekju mátt gera meira úr styrkleikabrigðum. Ekki merkileg tónlist Einsöngvaramir, þau Þórann Guðmunds- dóttir, Guðbjörn Guðbjömsson og Guðjón G. Óskarsson, stóðu sig þó prýðilega, enda öll með ágætar raddir. En Guörúnarkviöa er bara ekki merkileg tónlist, að vísu kemur þar fyrir ein og ein góð hugmynd en í það heila eru laglínurnar bara óþægileg tónbil upp og niður og hljómsveitarparturinn myndi sóma sér ágætlega i kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Kannski hefði tónlist- Tónlist Jónas Sen in hljómað betur í skárri tónleikasal, endur- ómun Þjóðleikhússins er lítil sem engin og átti sjálfsagt sinn þátt í því hve tónlistar- flutningurinn skilaði sér illa. Hafi Guðrúnarkviða verið leiðinleg var Nótt op. 59 fyrir tenór og baritón og litla hljómsveit allt að því óbærileg. Verkið er samið við texta eftir Þorstein Erlingsson og það „líður áfram í veikri dýnamík", svo vitn- að sé í efnisskrána, mínútu eftir mínútu, áfram og endalaust eins og verið sé að spila sömu opnuna að eilífu. Þeir Einar Clausen tenór og Bergþór Pálsson stóðu sig ágætlega en raddir þeirra pössuðu ekkert sérlega vel saman. Lítill sem enginn munur var á öðru verk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.