Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 20
MÁNUDAGUR 3. MAI1999 Til sjóðfélaga og viðskiptavina Afgreiðslutími Frá 3. maí -15. september 1999 er skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga. Yfirlit send til sjóðfelaga Hinn 1. mars 1999 voru send yfirlit til allra greiðandi sjóðfélaga yfir skráð iðgjöld frá 1. janúar 1998 til 28. febrúar 1999. Sjóðfélagar eru hvattir til að bera þau saman við launaseðla. Beri þeim ekki saman er áriðandi að hafa strax samband við sjóðinn því dýrmæt réttindi geta glatast vegna vanskila á greiðslum. tmeinaði lífeyrissióðurinn Suðurtandsbraut 30 108 Reykjavík Simi: 510 5000 Fax: 510 5010 Grænt númer: 800 6865 Heirnasiöa: lifeyrir.is Netfang: mottaka@lifeyrir.is iaíww. ¥isi r. 1 s Fréttir Háskólinn á Akureyri: Matvælagarður tekur til starfa á árinu DV, Akuieyri: Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu þess efnis að stofnað verði Mat- vælasetur Háskólans á Akureyri. Jafnframt hafa Kaupfélag Eyfirð- inga og Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins undirritað samstarfssamn- ing um samvinnu í öflugum Mat- vælagarði. Markmið þess samstarfs er að skapa umhverfi fyrir hagnýtar rannsóknir, þjónustu, ráðgjöf og fræðslu sem skal standast ströng- ustu kröfur sem gerðar eru til slíks umhverfis hvað varðar allan aðbún- að. Um allnokkurt skeið hefur verið í gangi umræða um að stofna þyrfti til sameiginlegra matvælarann- sókna, ráðgjafar, vöruþróunar og kennslu, með það að markmiði að byggja upp fagleg vinnubrögð og ná fram hagkvæmni í þessum verkefn- um. í matvælaframleiðslugreinun- um er til staðar mikil þekking og myndi slíkt setur auðvelda þekking- aryfirfærslu á milli einstakra greina. Miðað er við að Matvælagarður- inn taki til starfa á þessu ári og er þess vænst að fleiri framleiðendur sjái sér hag í því að koma að þessu samstarfi. Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins mun tryggja að trúnað- arupplýsingum sem aflað er í sam- starfi við þriðja aðila sé haldið leyndum. Þeir þættir sem munu verða þungamiðjan í starfsemi Mat- vælagarðs KEA og RF verða rann- sóknir, ráðgjöf, þjónusta og fræðsla. Sem dæmi má nefna rannsóknir varðandi vöruþróun og nýsköpun, ráðgjöf á sviði innra eftirlits og varðandi vottun, mælingar efna gerla og aðrar mælingar og prófan- ir, tengdar matvælaframleiðslu, auk kennslu og námskeiða fyrir starfs- fólk fyrirtækja. -gk Grásleppuvertíöin: Sæmileg byrjun á Skipaskaga DV, Akranesi: Grásleppukarlar á Akranesi byrj- uðu að leggja net sín síðasta vetrardag og stendur vertíðin yfir til 20. júli. 10-15 bátar stunda grásleppuveiðar að þessu sinni og eru þeir mun færri en hafa verið. Er það meðal annars vegna offramboðs á grásleppuhrogn- um og lélegs verðs. DV hitti að máh' Jóhannes Eyleifs- son á Leifa AK 2 sem er að hefja sína 42. grásleppuvertíð. Hann var með 250 kg í sínum fyrsta róðri en á síðustu vertíð, sem var sú lélegasta af þeim 42, var hann með 1.800 kíló samtals. „Fyrsta lögnin segir ekkert um áframhaldið en þetta er sæmileg byrjun. Ég er með 100 net og reikna með því að verðið verði á bilinu 39-41 þúsund á tunnuna. Það er bara vonandi að þetta verði betra en í fyrra," sagði Jóhannes grásleppu- karl. -DVÓ Jóhannes Eyleifsson á Leifa AK 2 heldur á tveimur grásleppum. DV-mynd Daníel Mývetningar vilja pólitískan fund DV, Akureyri: fflSTttii ntea piívmiíí-ii) Sveitarstjórn Skútustaðahrepps í Mývatnssveit hefur óskað eftir að þeir flokkar sem bjóða fram við komandi alþingiskosningar mæti til opins stjórnmálafundar í Mývatns- sveit og verði fundurinn haldinn nk. þriðjudagskvöld, kl. 20.30, í Skjólbrekku. í upphafi fundarins vilja heima- menn fá framsöguræður frá tals- mönnum flokkanna þar sem þess er óskað að þeir ræði m.a. málefni Kís- iliðjunnar og lýsi afstöðu sinni til áframhaldandi starfsemi Kísiliðj- unnar, m.a. til töku kísilgúrs í Syðri-Flóa. Þá lýsi flokkarnir fram- tíðarsýn sinni á byggð í Mývatns- sveit og verði atvinnumálunum þar m.a. gerð skil. Þá óska fundarboðendur eftir sýn flokkanna á möguleika í ferðaþjón- ustu í Mývatnssveit, til stækkunar rafstöðvar í Bjarnarflagi, og flokk- arnir skuli viðra skoðanir sínar á þvi hvernig skuli bregðast við til að verja hinar dreifðu byggðir. Að loknum framsöguræðum verð- ur opnað fyrir almennar fyrirspurn- ir sem skulu vera stuttar og hnit- miðaðar. Fundartími verði um .2,5 klukkustundir og fundarsrjóri verði Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.