Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 21 DV Fréttir Fundarhöld hjá verkamannasambandi íslands: Undirbúningur kjarasamninga hafinn DV, Akureyri: Verkamannasamband íslands hefur staðið fyrir fundarherferð að undanförnu. Björn Grétar Sveins- son, formaður VMSÍ, og formenn deilda sambandsins sem eru fjórar talsins hafa haldið fundi með stjórn- um og trúnaðarráðum víðs vegar um land, á Hellu, Breiðdalsvík, Eg- ilsstöðum, Húsavík, Varmahlíð, Borgarnesi, Reykjavík, Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum, en eftir er að halda fund á ísafirði fyrir Vestfirði. Aðalsteinn Baldursson, sem er formaður .flskvinnsludeildar VMSÍ, segir að á fundunum hafi m.a. verið rætt um að nauðsynlegt væri að að- ildarfélög VMSÍ færu saman í næstu kjarasamningaviðræður. „Ég vona að svo verði því það hefur aldrei verið eins nauðsynlegt og nú að sýna samstöðu og það hefur ver- ið ríkjandi viðhorf á þessum fund- um að svo verði,“ segir Aðalsteinn. Hann .segir að vissulega megi líta svo á að með þessari fundaherferð sé undirbúningur næstu kjarasamn- inga hafinn. í lok maí verður boðað til fundar formanna og sambands- stjórnar þar sem kjaramálin munu verða til umræðu en Aðalsteinn seg- ir vinnu við kröfu- gerðina sjálfa muni hefjast í haust þegar fyrir liggur um sam- stöðu félaga VMSÍ. „Það er mikil undiralda ríkj- andi, m.a. vegna aukinna launa- hækkana ýmissa Aðalsteinn Baldursson: „Mikil þörf á samstöðu." Glæsilegt nótaskip í flotann Nótaveiðiskipið Sveinn Benediktsson landar kolmunafarmi hjá SR-mjöli á Seyðisfirði 27. apríl eftir fyrstu veiðiferð skipsins fyrir SR-mjöl. DV-mynd Jóhann DV, Seyðisfirði: Nýkeypt nótaveiðiskip, Sveinn Benediktsson, lagðist um hádegisbil- ið 27. apríl að löndunarbryggju SR- mjöls á Seyðisfirði með kolmunna- afla úr sinni fyrstu veiðiferð hjá fyr- irtækinu. Skipið er keypt i Noregi og hefur verið gert út frá Bergen til veiða á uppsjávarfiski. Það er byggt 1990 og er með 3300 ha. aðalvél. Ganghraði er 12-13 sjómílur. Heimahöfn verður á Reyðarfirði enda skipstjórinn þaðan - Halldór Jónasson sem fyrr á tíð var yfir- maður á Snæfugli SU en síðustu árin hjá Samherja-útgerðinni. Skipið landaði á Seyðisfirði 1000 tonna afla sem veiddur var á Roc- kall-svæðinu. Ekki tókst að fylla lestar vegna þess að veður spilltist mjög og gerði raunar hið versta veð- ur. Allt reyndist samt vel. Bæði skip og búnaður. Enn þá hefur ekki verið sett veiði- heimildaskylda á kolmunnaveiðar og eru því margir að huga að því að afla sér veiðireynslu og nægilega öfl- ugra skipa með vélbúnaði sem dugar til þessara veiða. Þær verða vafa- laust stundaðar í auknum mæli af ís- lenskum skipum á næstunni. Halldór skipstjóri segir að verðið sé að vísu mjög lágt á öllum fiski til mjölvinnslu. Næstum því helmingi lægra en þegar það var hæst fyrir um tveimur árum. Vitanlega búast menn við að botninum sé nú náð og verðið muni brátt stíga. í nýja skipinu er verulegur hluti lestarrýmis frystiklefar og frystiget- an 50-80 tonn á sólarhring, sem gæti komið í góðar þarfir þegar stundir líða fram. -JJ Kvótabaninn stefnir ráðherra á ný - krefst þess aö fá afhentan kvóta frá Fiskistofu Valdimar Jóhannesson, sem vann kvótadóminn fræga fyrir Hæstarétti rétt fyrir síðustu jól, stefndi sjávar- útvegsráðherra að nýju fyrir helgi. Hann gekk á fund ríkislögmanns og afhenti honum stefnuna. „Ég krefst þess að synjun Fiski- stofu í mars síðastliðnum á að veita mér veiðiheimildir eða kvóta verði dæmd ólögmæt. Ég krefst þess að fá veiðiheimildir rétt eins og aðrir sem þær hafa fengið," sagði Valdimar. Hann sagöi að hann hefði fengið flýti- meðferð á málinu fyrii’ héraðsdómi. „Þjóðinni ber að dæma í þessu máli. Verði það ekki gert mun fram- kvæmdavaldið sjá til þess að niður- staða Hæstaréttar verði að engu höfð,“ sagði Valdimar Jóhannesson. -JBP Valdimar Jóhannesson, kvótabaninn sem vann sigur í Hæstarétti í desem- ber síðastliðinum, stefndi sjávarútvegsráðherra öðru sinni. Hér er hann hjá Ríkislögmanni, þar sem hann afhenti Einari Hallvarðssyni stefnuna. DV-mynd Hilmar Þór hópa eftir að við gerðum okkar samninga. í næstu kjarasamningum á ég von á að skattamál verði allfyr- irferðarmikil og það verður lögð þung áhersla á tryggingar innihalds þeirra samninga sem verða undir- ritaðir. Þetta er því allt að fara í gang, enda verða fyrstu samningar lausir 15. febrúar á næsta ári,“ seg- ir Aðalsteinn. -gk INNKA Uf?A S TOFNUN REYKJA VIKURBORGAR F ríkirkjuveqi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð malbikaðra gangstíga ásamt ræktun í Grafarvogshverfum. Verkið nefnist: „Gangstígar 1999 - útboð -- Grafarvogshverfi". Helstu magntölur eru: Lengd stíga: u.þ.b. 3.400 m Flatarmál gangstíga: u.þ.b. 9.200 m2 Ræktun: u.þ.b. 11.200 m2 Lokaskiladagur verksins er 1. október 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 4. maí nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 12. maí 1999 kl. 11.00 á sama stað. gat 57/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 36 kV rafbúnað í aðveitustöð við Korpu. Um er að ræða gaseinangraðan (SF6) hólfaðan búnað með 7 aflrofaeiningum. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar. Onun tilboða: 26. júní 1999 kl. 14.00 á sama stað. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. ovr 58/9__________________________________________________________ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í verkið: „Sundhöll Reykjavíkur, endurbygging á anddyri." Helstu magntölur eru: Steypubrot: 16 m3 Mótauppsláttur: 90 m2 Járnbending: 1450 kg Steypa: 16 m3 Múrhúðun: 150 m2 Málun: 300 m2 Verkinu skal að fullu lokið fyrir 27. ágúst 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 4. maí nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 19. maí 1999 kl. 14.00 á sama stað. bgd 59/9 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald loftræstikerfa í nokkrum grunnskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: 12. maí 1999 kl. 15.00 á sama stað. bgd 60/9 Askrifendur fó aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáougtýungor SSQSOOö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.