Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 22
22 MANUDAGUR 3. MAI 1999 Hvað segja Framsóknar- flokkurinn Halda áfram að styrkja samskipti íslands við ESB og vera vakandi fyrir breyttum aðstæðum sem geta haft áhrif á framtíðarhagsmuni íslands. ¦o £ *«o "3 w E w "•E 9 E U) «5 JEP 'C XI "S < E (8 «o 0) rO) •>» (0 i-O) c "5) O) £• S «o w a> o> «j O) 5 Áfram verði byggt á núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi en þvi breytt til að sátt náist um það sem er í samræmi við réttlætiskennd þjóðarinnar sem á auðlind- ina. Kvótasöluhagnaður verði skattlagður sérstaklega. Til álita kemur að halda eftir auknum aflaheimildum og nota til að bregðast við áföllum í sjávarútvegi og til leigja út á almennum markaði. Ganga fram af nærgætni og virðingu fyrir náttúru og auðlindum. Skapa sátt milli skynsamlegrar nýtingar auð- linda og náttúruverndarsjónarmiða. Fullgilda Kyoto- bókunina ef tryggðir verða efnahagslegir hagsmunir íslensku þjóðarinnar af að nýta hreinar endurnýjanlegar náttúruauðlindir landsins. Endurheimta landgæði með uppgræðslu og skógrækt. Aðgangur að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins verði notendum að kostnaðarlausu. Óheft einkavæðing grunnþjónustunnar kemur ekki til greina og aldrei í grunnþáttum hennar. Heilbrigðisþjónusta standi öllum til boða án tillits til efnahags eða búsetu. Sjálfstæði þjóðarinnar með aðild að Atlantshafsbanda- laginu, Evrópska efnahagssvæðinu og Norðurlandaráði eru hornsteinar utanríkisstefnunnar. Þjóðarsátt veröi náð um byggð í landinu öllu. Auka skal fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni. Byggða- stofnun, Nýsköpunarsjóður og Iðtæknistofnun o.fl. taki höndum saman um það. Jafna skal námskostnað og hitunarkostnað landsbyggðar og dreifbýlis. Þjóðarsátt um velferðarsáttmála sem bæti enn frekar hag þeirra sem búa við lakastar aðstæður í hópi aldraðra, öryrkja, atvinnulausra og barnafólks. Við sölu ríkisfyrirtækja verði söluverðmæti þeirra hámarkað og tryggt að sala leiði ekki til hringa- myndunar. Arður af sölu ríkiseigna notaður i samgöngubætur og betri búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Gert verði átak í vegagerð og vegatengingum og verkefnum samkvæmt vegaáætlun flýtt. Gengið verði frá sérstakri áætlun um jarðgangagerð á landsbyggðinni til að rjúfa einangrun byggðakjarna og stækka atvinnusvæði. E «j i Skattalöggjöfin verði endurskoðuð svo hún styrki fjölskylduna í stað þess að sundra henni en einnig með það að markmiði að einfalda skattkerfið og draga úr áhrifum jaðarskatta. Sjálfstæðis- flokkurinn Aðild að ESB hafnað ef í henni felst að íslendingar þurfi að gefa eftir yfirráðaréttinn yfir fiskimiðunum eða öðrum auðlindum þjóðarinnar. Löggjöf um stjórn fiskveiða verður í þróun með það að leiðarljósi aö ná um hana frekari sátt. í því sambandi þarf að gæta þess að markmiðum um fiskvernd og hag- kvæmni sé ekki fórnað né heldur raskað grundvelli | rekstrarlegra ákvarðana. Meginmarkmið sjávarútvegs- stefnunnar er að tryggja að arðsemi fiskistofnanna verði sem mest í þágu þjóðarinnar allrar. Á hálendinu þarf að fara saman vernd á náttúruperlum og hófleg nýting til orkuframleiðslu, beitar og ferða- mennsku. ísland verði aðili að Kyoto-bókuninni, að sér- stöðu íslands viðurkenndri. Brýnt að alþjóðleg viður- kenning fáist á því að nýting hreinna og endurnýjan- legrar orku á íslandi dragi úr losun gróðurhúsaloft- I tegunda. Nýta betur framtak einstaklinga, fyrirtækja og félaga- samtaka þannig að unnt verði að bjóða enn betri heil- brigðisþjónustu fyrir lægri kostnað. Aðskilja betur hlut- verk ríkisins sem kaupanda og rekstraraðila í þeim til- gangi að efla kostnaðarvitund og aðhald. Nýta þarf þá möguleika sjálfstæðrar vísindastarfsemi til nýrrar at- vinnustarfsemi í landinu, ekki síst fyrir menntað fólk. Island verði áfram í Atlantshafsbandalaginu og þeirri stefnumörkun í öryggis- og varnarmálum sem fylgt hefur verið í hálfa öld haldið til streitu. Ríki og sveitarfélög taki höndum saman um að snúa byggðaþróun undangenginna ára í átt til eflingar byggðar um allt land. Ný störf verði til á landsbyggðinni í stað þeirra sem hverfa með hagræðingu og breyttum atvinnuháttum. Auknar aðgerðir til jöfnunar náms- og húshitunarkostnaðar. Tekjuskipting ríkis og sveitarfé- laga verði endurskoðuð. Endurskoðun á lífeyristryggingakerfi almannatrygg- inga og á öðrum stuðningi í samhengi við skattkerfið þar sem lífeyrissjóðirnir munu í fyrirsjáanlegri framtíð geta að mestu staðið undir tekjum lífeyrisþega. Stuðningur við þá sem þurfa verður einfaldaður. Velferðarkerfið og skattkerfið verði skiljanlegt og virki sem ein heild. Kjör lífeyrisþega batni í samræmi við almenna velmegun. Opinber fyrirtæki verða einkavædd og samkeppni innleidd á orkumarkaði. Fjármagnsmarkaður verður gerður virkari og opinber eftirlitsstarfsemi gerð hag- kvæmari. Hlúð að frekari vexti og nýsköpun í atvinnu- lífinu með umbótum á starfsskilyrðum þess. Aukið fé til samgöngumála til að stuðla að uppbygg- ingu og framfórum á landsbyggðinni. Forsendur skapaöar til að stöðugleiki og efnahagsbati haldi áfram og skattar geti lækkað frekar. Frjálslyndi fSokkurinn s Í2 Ganga sem fyrst úr skugga um hvaða staða íslandi býðst í samstarfi Evrópulanda með tilliti til auðlinda landsins sérstaklega. Ganga til samstarfs svo fljótt sem kostur er ef full eignarráð íslendinga sjálfra yfir fiskveiði- lögsögunni eru tryggð og hagsmunir landsins nægjanlega tryggðir að öðru leyti. >o «5 "5 > w r E w "E Núverandi kvótaúthlutun verði þegar í stað afnumin og framsal aflaheimilda bannað. Stefnt verður að nýju fyrirkomulagi sem verður markaðskerfi með samkeppni, atvinnufrelsi og jafnræði þegnanna að leiðarljósi. Veiðiheimildum ráðstafað á opnum tilboðsmarkaði. Lág- marksaðgangur einstakra sjávarbyggða að auðlindinni tryggður. Bátaflotinn hafi forgang að veiðum á grunnslóð. Óbyggðirnar, þ.m.t. miðhálendið, sameign þjóðarinnar. Framkvæmdir þar verði í lágmarki. Fleiri og stærri svæði verði friðlýst. Áætlanir um virkjanir fallvatna end- urskoðaðar. Virkjanaleyfi háð umhverfismati. Sjónarmið umhverfisverndar höfð að leiðarljósi við uppbyggingu ferðaþjónustu. ísland undirriti Kyoto-bókunina um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum. Alhliða heilbrigðisáætlun gerð til minnst fimm ára. Hefja skal skipulegan útflutning heilbrigðisþjónustu. ísland verði áfram í Atlantshafsbandalaginu svo lengi sem þess er talin þörf fyrir okkur og þau ríki sem við eigum samleið með. Engar líkur eru á að sú ósk rætist i náinni framtíð að íslendingar geti búið einir í landi sínu án hernaðarumsvifa. 1 fn Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur leitt yfir þjóðina ógnarlega byggðaröskun. Eitt af meginmark- miðum þess nýja fiskveiðistjórmmarkerfis sem Frjáls- lyndi flokkurinn leggur til er sá að koiha í veg fyrir þessa byggðaröskun. Þá verði landið gert að einu kjördæmi og þar með linni hatrammri deilu um vægi atkvæða. Bætur almannatrygginga fylgi þróun launa. Allur lífeyrir verði án tengingar við tekjur maka. Afnema skal tengingu lífeyris við eigin atvinnutekjur. Lífeyrir sem reiknast vera ávöxtun fjármagns fái viðeigandi skattameðferð. Meðlög verði frádráttarbær til skatts. ui Ríkisforsjá er hafnað þar sem því verður við komið. Öllum ríkisrekstri í samkeppni verði hætt og einokun afnumin. Ríkisfyrirtæki verði einkavædd og fleiri þættir í ríkisrekstri boðnir út. Ríkisútvarp og -sjónvarp verði ekki seld bröskurum heldur rekin af hinu opinbera. Aðskilnaður ríkis og kirkju kemur til greina. I Dregið verði úr skattheimtu svo sem kostur er og skattkerfið gert eins einfalt og mögulegt er svo ekki gefist tækifæri til hagræðingar og undanskots. Skattheimta skal grundvallast á neyslu í stað tekna og eigna. Afnema skal tekjuskatta og eignaskatta á einstaklinga. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.