Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 23
E MANUDAGUR 3. MAI 1999 flokkarnir? ( r1 r^ már Húmanista- flokkurinn Island á mikla samleið með Evrópubúum en síður því skrifiinnskubákni sem ESB er. v Innheimt verði auðlindagjald af sjávarútvegi. Öræfin og ósnortin náttúra landsins eru hluti af arfleifð mannkynsins og þess vegna hafa íslendingar skyldu um verndun þeirra. Hætt verði við allar áætlanir um nýja stóriðju og virkjanir með stórum uppi- stöðulónum sem skaða náttúru landsins. Nýting auðlinda skal taka mið af hagsmunum mannverunnar, almennings og sjónarmiðum náttúruverndar. m E ¦o> | <D I Heilbrigðisþjónustan á að vera öllum að kostn- aðarlausu og aðgengileg fyrir alla, hvar sem er á landinu. Tannlækningar eiga einnig að vera ókeypis. Komugjöld í heilbrigðiskerfinu á að afnema og sömuleiðis biðlista eftir aðgerðum. O < Vera íslands í hernaðarbandalögum samrýmist ekki stefnu Húmanistaflokksins og tillaga hans og annarra húmanistaflokka í Evrópu er sú að Atlantshafsbandalagið verði lagt niður og Bandarikjamenn flytji herafla sinn og stríðstól til síns heima. n o o> O) >. m Einhæf og ónóg atvinna, lág laun, skortur á menntun- armöguleikum og heilbrigðisþjónustu veldur fólksflótta af landsbyggðinni. Auka þarf stjórn fólksins á þeim fjármunum sem það skapar, sem og rekstrarleg áhrif starfsfólks í fyrirtækjum. Breyta þarf skattheimtu og auka hlutdeild sveitarfélaga í skattheimtunni til aö snúa þróuninni við. o> c ;0> O) 3 Lágmarksfjárhæð ellilífeyris og örorkubóta verði 90 þúsund á mánuði og atvinnuleysisbætur nemi sömu upphæð. Lög verði sett um lágmarkslaun, 100 þúsund krónur á mánuði. Einn lífeyrissjóður verði fyrir alla landsmenn sem yrði gegnumstreymissjóður. O) .c. k> I c Ríki og kirkja verði aðskilin. ¦2 0) O) co O) > (0 ra JS Skattleysismörk verði hækkuð í 100 þúsund krónur. Kostnaður ríkisins af hækkuninni og hækkun lágmarkslauna verði fjármögnuð með auðlindagjaldi á sjávarútveginn og sköttum á fjárfestingar utan rekstrar. Samfylkingín Ekki áform um að Island sæki um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili. Umræða fari fram um kosti og galla þess að taka þátt í samstarfi Evrópuríkja. Þjóðarsátt náist um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem þegnarnir njóti jafnræðis til nýtingar á auðlindinni. Nýja kerfið á að koma í veg fyrir samþjöppun veiðiheimilda á fáar hendur og að eignarréttur geti myndast á fiskistofnunum. Hóflegt auðlindagjald innheimt. Eignarréttur þjóðarinnar á auðlindinni tryggður í stjórnarskrá. Ósnortið víðerni landsins verði verndað, almanna- réttur til þess tryggður og áhersla lögð á alþjóðlegar skuldbindingar á sviði náttúruverndar. Náttúruvernd verði höfð að leiðarljósi við skipulag og stjórn hálend- isins. Stefnt skal að því að Island verði fullgildur aðili að Kyoto-bókuninni. Umhverfis- og mengunargjöld verði stjómtæki í efnahags- og umhverfismálum. Forvarnir í heilbrigðismálum verði auknar markvisst samkvæmt tillögum heilbrigðisráðuneytis og framlag til þeirra ákvarðað á fjárlögum. Vímuefnavarnir verði stór þáttur forvarna. Komugjöld í heilbrigðiskerfinu verði afnumin og hlutur sjúklinga í greiðslum fyrir þjónustu og lyf minnkaður. Biðlistar verði styttir og reglur um hámarksbiðtima settar. Engar breytingar á kjörtímabilinu á aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. íslendingar beiti sér fyrir því að efla og styrkja Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu E (8 «o O) O) >. £D Byggð í landinu treyst með átaki í samgöngumálum. Opinber þjónusta á landsbyggðinni aukin. Breytt stjórnkerfi fiskveiða og efling og endurreisn landbúnaðar skal treysta undirstöður byggðar. Starfsemi opinberra stofnana verði í ríkara mæli utan hófuðborgarsvæðisins. Húshitunar-, menntunar- og heilsugæslukostnaður verði jafnaður. O) c o> O) >» _: Bætur almannatrygginga fylgi almennum launa- hækkunum. Tekjutenging þeirra við tekjur maka verði afnumdar. Stefna skal að samkomulagi ríkisvalds, sveitarfélaga og lífeyrissjóða fyrir árið 2002 um afkomutryggingu þannig að enginn þurfi lengur að una fátækt og óvissu um kjör sín. O) Átak í samgöngumálum landsbyggðarinnar í því skyni að treysta byggð þar, treysta byggðakjarna og stækka S»í atvinnusvæði. Pjölþrepa tekjuskattskerfi verði tekið upp þar sem skattar lækka eftir því sem tekjur lækka. Heildarlöggjöf verði sett um umhverfis- og mengunarskatta. Ótekju- tengdar barnabætur hækki og barnafólk megi nota ónýttan persónuafslátt barna að 18 ára aldri. Draga skal úr jaðaráhrifum í skattkerfinu, ekki síst í tengslum við trygginga- og bótagreiðslur. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Aðild að Evrópusambandinu er hafnað. Hún myndi fullveldi íslands og forræði þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. í stað innlimunar í Evr- ópusambandið ber að þróa samskiptin í átt til einfaldari tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu. I skerða —— Auðlindir sjávar verði raimveruleg sameign þjóðar- innar. Einstökum byggðum verði tryggður réttlátur skerfur veiðiheimilda og viðunandi öryggi. Sjávarútvegs- stefnan á aö treysta byggðir og efla atvinnu í landinu öllu. Efla þarf smábáta- og bátaútgerð á ný og hún njóti forgangs á grunnslóð. Gera á kvótasöluhagnað upptækan gegnum skattkerfið og banna leigu á ónotuðum kvóta. Verndun íslenskrar náttúru til lands og sjávar. Náttúruauðlindir skulu vera sameign landsmanna. Náttúruauðlindir á að nýta á sjálfbæran hátt og Vinstrihreyfmgin leggst gegn mengandi stóriðju og stórvirkjunum sem valda mikilli röskun á náttúru landsins. Hálendið skal vernda og stofna þar þjóðgarða og friðland. Tryggja á ný jafnan rétt allra og aðgengi að heilbrigðis- | þjónustu. Höggvið hefur verið i heilbrigðiskerfið síðustu ár með niðurskurði, kerfisbreytingum og sjúklinga- sköttum. Einkavæðingarhugmyndum í heilbrigðiskerfinu er hafnað, sem og gjaldtöku af sjúklingum. Kostnaður við heilbrigðiskerfið á alfarið að vera á herðum sjúkratrygg- inga. Efla á heilsugæslu og forvarnir 1 heilbrigðiskerfinu. I Endir verði bundinn á veru íslands í hernaðarbanda- lögum og veru erlends hers í landinu og mótuð verði sjálfstæð islensk utanríkis- og friðarstefna. HO E «s <o o> g 03 Styrkja þarf stöðu landsbyggðarinnar með róttækum kerfisbreytingum valddreifingar til að treysta byggð. Bregðast þarf við fólksflótta af landsbyggðinni með því að jafna fjárhagslega mismunun landsbyggöarfólks varðandi námskostnað, húshitun og vöruverð. Bæta þarf lífskjör í sveitum landsins og huga sérstaklega aö aöstæðum fólks í strjálbýli. O) c w o> l_ Fólk eigi óskoraðan einstaklingsbundinn rétt til launa úr almannatryggingakerfinu. Hugtök eins og bætur og bótaþegar verði lögð á hilluna og hugtakið laun tekið upp. Þessi laun verði tengd almennri launaþróun í landinu. Skattleysismörk þessara launa verði hækkuð og skattgreiðslur af lífeyri aldraðra og öryrkja taki mið af fjármagnstekjuskatti, enda uppsafnaður sparnaður. ] ö> ro O) Átak í vegamálum, einkum skal hraða tengingu þeirra landshluta sem hvað afskekktastir eru og búa við lakasta tengingu við meginþjóðvegakerfi landsins. ta .E ro Þrepaskiptur tekjuskattur sem hlífi fólki með lægri tekjur fyrir óhóflegri skattbyrði en feli í sér raunverulegan hátekjuskatt. Arðgreiðslur og söluhagnaður af hlutabréfum umfram vexti af hóflegu sparifé almennings verði skattlagt svipað og aðrar tekjur. Frádráttarheimildir fyrirtækja verði þrengdar. Tekin verði upp umhverfisgjöld og grænir skattar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.