Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Page 36
4& MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Hringiðan Alþingiskonurnar Jó- hanna Sigurðardóttir og Guðný Guðbjörns- dóttir settu upp regn- hlífarnar á fyrsta maí útifundinum sem hald- inn var á Ingólfstorgi. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, stóðu fyrir árlegum nópakstri bifhjóla um höfuðborgarsvæðið á laugardaginn. Lagt var upp frá kaffivagninum úti á Granda og eftir stóran rúnt í lögreglufylgd endað f Borgartúninu. „Easy rider“ íslands á fullri ferð. Sæbjörn Jónsson er „aðal“hljóm- sveitarstjóri Stór- sveitar Reykjavíkur. Á föstudaginn lét hann stjórnvölinn hins vegar í hendur Stefáni S. Stefáns- syni. Sæbjörn seldi diska sveitarinnar í hléi tónleikanna í Tónlistarhúsi Kópavogs. A föstudaginn var opnaður nýr viðskiptavefur á Vfsi.is. Vefurinn er samstarfsverkefni Tölvu- Mynda, Viðskiptablaðsins og Vísis.is um íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf. Á myndinni eru Kári Þór Guðjónsson, markaðsstjóri TölvuMynda, Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Viðskiptabiaðs- ins, og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdarstjóri Vísis.is. Það er hollt fyrir líkama og sál að skella sér í kröfugöngu fyrsta maí. Lúðrasveitin Svanur mar- serar hér nlður Skólavörðustíg- inn á laugardaginn. Á Ingólfs- torgi var svo slegið upp útifundi með ræðum og skemmtiatriðum. Nýr staður var opnaður f Þingholtsstrætinu á föstu- daginn. Staðurinn hefur fengið nafnið Sportkaffi og er ætlaður áhuga- mönnum um hvers kyns íþróttir. Rekstraraðilarnir Þorlákur Traustason, Viggó Sigursteinsson og Guðmundur Ingi Jónsson voru að vonum ánægðir með daginn. ||Kveðjuhóf Olafs G. ^^^fcEinarssonar var ^haldið í Kirkjuhvoli, lGarðabæ, á laugar- daginn. Ólafur hefur Isetið á þingi frá /1971 og sagði sjálf- / ur í ræðu í hófinu að /hann hefði setið með j um þriðjungi þing- / manna sem setið hefðu /á Alþingi frá endurreisn '-y þess. Ólafur er hér ásamt / konu sinni, Rögnu Bjarna- dóttur, og dóttur, Ástu Ragn- di. DV-myndir Hari Lokahóf Handknattleikssambands Islands var haldið f Súlnasal Hótel Sögu á föstudaginn. Hápunktur kvölds- ins var þegar tilkynnt var um valið á bestu leikmönn- um fyrstu deildar karla og kvenna. í ár var það rúss- neska handboltakonan úr Fram, Marina Zoeva, sem var valin best og Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður- inn úr Aftureldingu, skaraði fram úr í karlaflokki því auk þess að vera besti alhiiða leikmaðurinn var hann prúðastur, markahæstur og besti sóknarmaðurinn. Stórsveit Reykjavfkur boðaði til tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á föstu- daginn. Söngkonan Kristjana Stefáns- dóttir var með strákunum f nokkrum lag- anna og stjórnandinn, Stefán S. Stefáns- son, höfundur flestra laganna á efnis- skránni, greip í saxófóninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.