Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Side 38
50 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Afmæli Ófeigur P. Hjaltested Ófeigur P. Hjaltested rekstrar- hagfræðingur, Haukanesi 20, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ófeigur fæddist i Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1970, lauk námi í viðskiptafræði við HÍ 1974, stundaði nám í rekstr- arhagfræði við University of Minnesota og lauk þaðan prófum 1976. Ófeigur var skrifstofustjóri hjá íðnaðardeild SÍS 1976-77, fulltrúi framkvæmdastjóra þar 1977-78, markaðsstjóri þar 1978-81, fram- kvæmdastjóri Jarðefnaiðnaðar hf. 1981-82, framkvæmdastjóri ís- lensks markaðar hf. 1982-86, hag- fræðingur hjá Ríkisendurskoðun 1986-95 og hefur verið deildar- stjóri hjá RÚV frá 1995. Ófeigur var formaður Mál- fundafélags VÍ 1967-68 og formað- ur Félags viðskipta- fræðinema 1972-73. Fjölskylda Ófeigur kvæntist 26.7. 1969 Katrínu Magnús- dóttur, f. 23.9. 1948, rit- ara. Hún er dóttir Magn- úsar Gunnars Magnús- sonar, f. 3.10. 1923, d. 2.12. 1991, húsasmíða- meistara, og k.h., Ernu Þorgeirsdóttur, f. 3.2. 1929, skrifstofumanns. Ófeigur og Katrín skildu 1986. Börn Ófeigs og Katrínar eru Erna, f. 10.10. 1972, lögfræðingur í Reykjavík; Stefán, f. 20.6. 1977, há- skólanemi i Reykjavík; Guðrún Hlín, f. 26.4. 1984, grunnskóla- nemi. Ófeigur kvæntist 3.3. 1995, seinni konu sinni, Eddu Ingi- björgu Tryggvadóttur, f. 13.9. 1951, skrifstofumanni. Hún er dóttir Tryggva Eðvarðs- sonar, f. 12.2. 1917, d. 7.12. 1979, sjómanns á Hellissandi, og k.h., Gunnleifar Þórunnar Bárðardóttur, f. 27.6. 1919, húsmóður á Hell- issandi, síðar í Reykja- vík. Stjúpbörn Ófeigs, börn Eddu Ingibjargar frá fyrra hjónabandi, eru Órn Steinar Marinós- son, f. 5.10.1971, fiskvinnslumaður í Garði, en unnusta hans er Nína Rut Eiríksdóttir og er dóttir þeirra Margrét Edda, f. 7.7. 1997; Sigríður Björk Marinósdóttir, f. 2.2.1978, háskólanemi. Systkini Ófeigs: Valgerður, f. 8.5. 1943, meinatæknir í Reykja- vik; Lárus Hjaltested, f. 24.1. 1945, d. 1.9. 1991, verslunarmaður í Reykjavík; Pétur Hjaltested, f. 11.4. 1956, tónlistarmaður og starf- rækir hljóðver, búsettur í Hafnar- firði. Foreldrar Ófeigs: Georg Pétur Lárusson Hjaltested, f. 11.4. 1918, d. 26.9. 1996, málarameistari og kaupmaður í Reykjavík, og Guð- rún Ófeigsdóttir Hjaltested, f. 4.12. 1920, húsmóðir. Ætt Pétur var sonur Lárusar Péturs- sonar Hjaltested, b. á Öxnalæk og síðar á Vatnsenda í Seltjarnarnes- hreppi, og k.h., Sigríðar Guðnýjar Jónsdóttur Hjaltested húsfreyju. Guðrún er dóttir Ófeigs Jóns- sonar, b. í Kolsholti í Flóa, síðar innheimtumanns í Reykjavík, og k.h., Valgerðar Guðmundsdóttur húsfreyju. Ófeigur og Edda Ingibjörg eru í útlöndum um þessar mundir. Ófeigur P. Hjaltested. Fréttir_____________________________________ Bjartsýni meöal hestamanna - eftir góða útkomu í Gunnarsholti Mikill fjöldi manna mætti á sýn- ingu stóðhesta í Gunnarsholti 1. maí. í fyrra var hitasótt útbreidd um landið og deyfð hjá hestamönnum en nú ríkir bjartsýni, ekki síst eftir góða dóma ungra stóðhesta. Margir hestamenn voru á staðnum alla dómsdagana og sýningardaginn til viðhótar. Yngsti gesturinn var einungis fiögurra mánaða og kom úr Þorláks- höfn en fólkið kom alls staðar af landinu. Flestir hestanna voru frá Suður- og Vesturlandi en einnig komu knapar með hesta að norðan og austan. -EJ Stóðhestasýningin í Gunnai gerði mikla lukku, ekki síst hj< yngstu eins og sjá má á mynd DV-myn Til hamingju með afmælið 3. maí 85 ára Árni Magnússon, Fossvegi 22, Siglufirði. 80 ára Jóhann Þorgilsson, Hrísalundi 4 E, Akureyri. Rósa Einarsdóttir, Höfðagrund 19, Akranesi. 75 ára Ólafur Pálsson, Mýrarbraut 7, Blönduósi. 70 ára Jóhanna S. Þorsteinsdóttir, Fannafold 11, Reykjavík. Lilja Þorkelsdóttir, Bogahlíð 20, Reykjavík. 60 ára Hrafnhildur Pétursdóttir, Hellusundi 7, Reykjavík. Reinhold Kristjánsson, Skólavörðustíg 16 A, Reykjavik. Vemharður Vilhjálmsson, Möðrudal, Norður-Héraði. 50 ára Ruth WW- Ragnarsdóttir framreiðslu- maður £ verður fimmtug ® á morgun. Hún tekur á móti gestum á Hótel Cabin, Borgartúni, á afmælisdaginn milli kl. 17.00 og 19.00. Kristján Albertsson, Blöndubakka 13, Reykjavík. Bjarni Vernharðsson, Dvergabakka 2, Reykjavík. Gunnar Guðmundsson, Yrsufelli 38, Reykjavík. Sigrún Sigtryggsdóttir, Stórateigi 28, Mosfellsbæ. 40 ára Amelía Sigurjónsdóttir, Traðarlandi 3, Bolungarvík. Anna Ragna Bragadóttir, Stigahlíð 18, Reykjavík. Anna Þormar, Túnhvammi 3, Hafnarfirði. Arnoddur Jónsson, Freyjuvöllum 15, Keflavík. Ása Björk Þorsteinsdóttir, Moldhaugum, Glæsibæjarhreppi. Hannes Snorrason, Frostafold 23, Reykjavík. > Helga Magnúsdóttir, Fellsmúla 15, Reykjavík. Jóhann Friðbjörnsson, Egilsgötu 22, Reykjavík. Magnús Gústafsson, Hafnarbraut 17, Hólmavík. Sigrún I. Benediktsdóttir, Bergþórugötu 31, Reykjavík. Sigurjón Kjartansson, Bjarnarvöllum 3, Keflavík. Stefán Einarsson, Áshamri 63, Vestmannaeyjum. Þorgrímur Hallgrímsson, Viðarási 85, Reykjavík. 7 -s’aina. c ^•UMFERÐAR \ VfRÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.