Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 >^f ! nn Ummæli Þar sem engar útgöngudyr finnast „Ákvörðun hvers einstak- lings um meðferð heilsufarsupplýs- inga varðar ekki aðeins hann sjálfan heldur og afkomendurna. Þó ekki væri nema þeirra vegna er rétt að staldra við áður en menn láta læsa sig inni í þessum dular- fulla banka þar sem engar finnast útgöngudyrnar." Hjörleifur Guttormsson al- þingismaöur, í DV. Gekk á með hvössum hrynjum „Upphafið bar keim af fjar- lægu gasskýi i heims-alltinu að mynda sólkerfi, en áður en j varði gekk á með hvössum hryðjum, ýmist þessa heims ¦ eða annars, sem hefðu orðið yf- irþyrmandi, hefðu ekki komið .. til andstæðir hvíldarfletir inn f á milli." Ríkarður Ö. Pálsson í tónlist- argagnrýni um sinfóníu Atla Heimis, í Morgunblaðinu. Þýðir ekki að reka mig á gat „Það þýðir ekkert að reyna að reka mig á gat i með þessu blaðri um að hlutirnir | séu tæknilega flóknir. Ég er búinn að sitja allt of lengi > yfir verkefn- i um af því tagi ' til þess að ég láti hrekja mig á flótta með slíku tali." Steingrímur J. Sigfússon al- j þingismaður, í Morgunblað- inu. Hvimleiðar skepnur „Trúbadorar eru hvimleiðar I skepnur upp til hópa, gjarnir á I að spila „klassísk" popplög \ þangað til þaggað er niður í, þeim með valdi." Ari Eldon hljómplötugagn- rýnandi, í Fókusi. Gert við tannlaust fólk , „Það gerðist í framhaldi af I i því að upp komst að einn tann- j læknir hafði i fengið greitt fyrir 107 tann- I fyllingar i einn i einstakling, konu sem ' reyndist vera tannlaus." Karl Steinar Guðnason, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, um aukið eftirlit, í DV. Kosningafundur ~^f++++ ¦ ¦•.-.. Sundlaugavegur Laugardals- ^ng £ UiiMmm " 1 Sundlaug - göngu- og hlaupaleið..-. f.'l Egill Helgason grillar stjórnmálamennina á Skjá 1: Pólitík blómstrar á. lítilli stöð „Núna eru ráðherrar farnir að mæta hjá mér, en það gekk nánast ekkert að fá fólk í umræðurnar til að byrja með, ég fékk mest fólk neðarlega á listum sem var reynd- ar ágætt. Menn voru fullir af efa og tortryggni í fyrstu, einhver maður á óþekktri sjónvarpsstöð sem ætl- aði að fara að vera með stjórn- málaumræðu, og það allt í einu og gjörsamlega óund irbúið. Mér sýnist að keppinautar á hinum stöðvunum hafi undirbúið sending- arnar fyrir nokkrum árum," sagði Egill Helga- son blaðamaður sem hefur und- anfarnar tvær vikur stýrt stjórnmálaum- ræðum þrjú kvöld í viku á Skjá 1, sjón- varpsstöð sem er til húsa suður í Kópavogi og náð miklum dampi í umræðurnar. - Þú ert ekkert með hárnákvæmt lýðræði, tímatökur, valdahlutföll eða jafnvægiskúnstir þegar þú velur menn í umræðurnar? „Nei, mér finnst fyrst og fremst að þessir þættir eigi að vera fyrir áhorfendur og kjósend- ur en ekki flokkana og framboðin. Ég fólk sem hugsanlega skilar lifandi umræðu," sagði Egill. - Ertu búinn að fá forsætisráð- herrann? „Nei, ég hef nú ekki lagt snörur mínar fyrir hann enn þá, en hver veit hvað ég geri, hann er mikill skemmtimaður og góður í samræðu- þætti." - Andrúmsloftið virðist létt og leikandi hjá stjórnmálamönnum á ------------------------ Skjál. Maður dagsins reyni að fá fram svör við því sem fólk er að spyrja í dag. Ég reyni svo sem að vera ekki mjög ósann- gjarn, en vel saman heyrt það viða að þetta líkar vel. En svo ég tali illa um keppi- nautana, þá er eins og fréttamenn- irnir, sérstaklega á Sjónvarpinu, séu búnir að ákveða það fyrir fram að þetta sé leiðinlegt efni. Þeir gera þetta með því hugarfari og þar með getur það aldrei orðið skemmtilegt. Ég held því nú fram að pólitík þurfi að vera alvarleg, en þarf þó að hafa skemmtanagildi líka að einhverju leyti." - Menn hafa tekist á hjá þér þarna í Kópavoginum? „Já, þeir verða kannski kæru- lausari þarna, þeim finnst þeir ekki vera í sjónvarpinu ..." - Fundið viðbrögð? „Ég hélt nú að þetta væri eins og að skrifa i Alþýöublaðið í gamla daga, engin viðbrögð. En mér brá þegar ég fann viðbrögðin, þau voru feikilega mikil og vinsamleg. Ég vissi ekki hvað þessi stöð var vin- sæl og náði til margra. Núna virðast flestir vita af þessu og séð eitthvað af þessum þáttum. Það kemur mér notalega á óvart." -JBP fundi Margrét. "v Samfylkingin á Reykja- nesi stendur fyrir opnum í Stapa í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maður kvölds- ins er Margrét Frimannsdótt- ir. Ávörp flytja frambjóðendur og munu þeir einnig sitja fyrir svörum. Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson, Anna Pálína Árnadóttir og Guð- mundur Hermannsson sjá *r • um tónlistina. Vinna og tími t hádeginu á morgun flytur Þorleifur Friðriksson sagn- fræðingur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags íslands sem hann nefnir: Félagssaga >vinnu og tima. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbók- hlöðu á 2. hæð kl. 12.05 og er hluti af fyrirlestraröð Sagn- fræðingafélagins, sem nefnd hefur verið: Hvað er félags- saga? Þorleifur hefur fengist við rannsóknir á verkalýðs- sögu um árabil, en viðfangs- efni hans i þessum fyrirlestri er einmilt klassískt umræðu- efni á þeim vettvangi. Samkomur Háskólafyrirlestur Róbert J. Magnus, stærð- fræðingur á Raunvísinda- stofnun, heldur fjórða fyrir- lestur sinn af nokkrum sem nefnast: Virkjaiðöl, Banach- algebrur og margfeldni, í dag í stofu 258 í VR-II og hefst kl. 15.25. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2391: -E>boR- Ganga óbundnir til kosninga Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Harry Bilson við eitt mál- verka sinna. Aðeins eitt er víst: Ekkert Um helgina opnaði Haraldur (Harry) Bilson málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar, Rauðarár- stig 14. Sýninguna nefnir listamað- urinn Aðeins eitt er víst: Ekkert. Á sama tíma verða sýndar í gallerí- inu gamlar vatnslitamyndir eftir Tryggva Magnússon. Haraldur (Harry) Bilson fæddist í Reykjavík 21. janúar 1948, en fluttist til Bretlands á unga aldri. Móðir hans er íslensk, en faðir hans breskur. Haraldur hefur dvalist í Asiu, Ástralíu og í Evrópu við listsköpun sína og frá árinu 1969 hefur hann sýnt verk sín í fjölmörgum löndum í öllum heims- álfum að Afríku undanskilinni. Þetta er þriðja einkasýning Har- aldar hér á landi og hafa fyrri sýn- ingar hans vakið mikla afhygli. Sýningar Tryggvi Magnússon fæddist á Bæ á Selströnd við Steingrímsfjörð árið 1900, Hann nam myndlist í Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi. í námi sínu lagði hann höfuðáherslu á teikningu. Hann telst vafalítið meðal okkar fremstu teiknara. Tryggvi Magnússon lést árið 1960. Myndirnar sem nú eru sýndar í Gallerí Fold eru lands- lagsmyndir, unnar með vatnslit- um, og eru af söguslóðum íslend- ingasagna.. Sýningin stendur til 16. maí. Bridge Hin sterka Vanderbilt-útsláttar- keppni sveita er haldin hvert ár í Bandaríkjunum í marsmánuði. Að venju voru margir frægir erlendir spilarar þar meðal þátttakenda. Sveitir George Jacobs og Steve Robinson spiluðu til úrslita í 64 spila leik en sá leikur varð aldrei spennandi. Sveit Jacobs vann næsta öruggan sigur, 184-106. í sveit Jac- obs voru, auk hans, Ralph Katz, Pet- er Weichsel, Alan Sontag og ítalirn- ir Lorenzo Lauria og Alfredo Ver- sace. Með Robinson í sveit voru Boyd, Woolsey, Stewart, Becker og Kamil. Sveit Jacobs græddi 16 impa á þessu spili í leiknum. Þar voru Becker og Kamil nokkuð bráðir á sér í sögnum á hendur AV. Vestur gjafari og allir á hættu: 2 ? 6 * K108765 ? 3 * 107543 * AD2 * Á542 * ÁK9£ N V A S «»DG2 .? KG1076 # D ? KG85 »943 ? D98 ? G6 4 Vestur Becker Norð Weid ur Austur is. Kamil Suður Sontag 1* 3 » 7 ? pass pass p/h 1 -< 5 •» pass pass Nokkuð hryssingslegar sagnir og alslemman ekki falleg. Útspil Sontags var hjartanían og Kamil spilaði laufi á drottninguna í öðrum slag. Hann trompaði síðan hjarta, spilaði tígli á kóng, trompaði síðasta hjarta og lagði niður ÁK í laufi með spaðaafkasti í blindum Suður fékk því slag á n2 mi mwtá&*> X tromp og spilið fór einn niður. A hinu borðinu enduðu Versace og Lauria í 6 tíglum eftir hindrunar- sögn Stewarts á tveimur hjörtum. Sagnhafi var ekki i vandræðum með að innbyrða 12 slagi. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.