Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 44
37 Vinningar FJ6ldl vinnlnga Vinnings-upphæA 1.5af 5 1 9.112.030 2. 4 af 5+<9@& 3 195.050 3. 4 af 5 99 10.190 4. 3 af 5 3.751 620 Jókertölur f» C ' Q : O ' tX vikumicir: V 3 9 «• J7 FRETTASKOTIO SÍNIINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Veiðiþjófar á ferð í Landeyjum: Bóndi í átökum við skotmenn Björgvin Guðmundsson, bóndi í Vorsabæ í A-Landeyjum, stöðvaði í gær tvo unga menn af höfuðborgar- svæðinu sem staðnir voru að verki við að skjóta fugla, m.a. út um bíl- glugga. Björgvin og tveir nágrannar hans, sem sáu til skotmannanna, veittu þeim eftirför upp í malar- gryfjur skammt frá þjóðvegi 1 í . Jandi Vorsabæjar. Þegar Björgvin ' T^yndi að opna ökumannsdyrnar á bíl skotmannanna gaf ökumaðurinn í til að reyna að hrista hann af bíln- um. Björgvin dróst með honum nokkurn spöl en tókst síðan með harðfylgi að opna dyrnar og þröngva sér inn í bílinn og drepa á vélinni. Lögreglan kom skömmu síðar að og handtók mennina og færði á lögreglustöðina á Hvolsvelli. Að sögn lögregluvarðstjóra á Hvolsvelli fundust í bílnum þrjár gæsir, fimm endur, tveir lómar og tveir tjaldar og þrjár byssur. Lagt !-*%ar hald á bæði veiðina og vopnin. Annar mannanna var undir byssu- leyfisaldri en hinn hafði byssuleyfi. Björgvin var nokkuð þrekaður í gær og hruflaður á fótleggjum eftir að hafa dregist með bílnum. Eigin- « Lamaðir hraðbankar Hver og einn einasti hraðbanki á landinu var lokaður milli hálf- tólf og hálffjögur í gær vegna bil- unar í tölvukerfi Reiknistofu bankanna. Hjá Reiknistofu bank- anna fengust þær upplýsingar að um „smávægilegt vandamál" hefði verið að ræða og „búið væri að laga bilunina og allt væri í lagi". Þá bilaði um leið posakerfi í verslunum. Gríðarlegar biðraðir mynd- uðust upp úr hádeginu í gær við kassana í verslun Hagkaups i Smáranum sem náðu um tíma eftir nánast endilangri verslun- inni. DV ræddi við mann sem stóð í röðinni í tæplega einn og háJfan klukkutíma áður en hann komst í gegn með vörurn- ar. Ástæðan var tilkynnt í há- talarakerfi verslunarinnar, bil- un hjá Reiknistofu bankanna. t -SÁAhb SKOTMENN I BÓNDAI3EYGJU! Hrafn Jóhannsson hefur kært skot- mennina. DV-mynd Teitur kona hans og tveir synir. þeirra horfðu á atganginn og Björgvin seg- ir að yngri drengnum, sem aðeins er níu ára, hafi orðið mjög brugðið að verða vitni að þessu. „Ég þorði ekki að sleppa takinu því þá hefði ég getað hreint og beint lent undir bílnum. Mér datt ekki í hug þegar ég opnaði bíldyrnar að maðurinn myndi keyra af stað. Það gerði hann hins vegar en mér tókst að grípa í dyrastafinn og stýrið og hanga þar. Ég bað hann að stoppa. Hann gerði það ekki heldur þvert á móti gaf allt í botn en þegar hann ætlaði að skipta bílnum upp náði ég taki á stýrinu með báðum höndum og gat ýtt honum frá. Ég hafði þetta bara á afiinu, ég var einfaldlega sterkari en hann," segir Bjórgvin. Það var Hrafn Jóhannsson tækni- fræðingur sem fyrst sá til mann- anna. Hann segir í samtali við DV að hann hafi séð er þeir skutu út um bílgluggann. Hrafn var í sumar- húsi sínu þarna skammt frá og var billaus þá stundina. Hann hringdi strax í lögregluna og síðan í Björg- vin sem aftur hringdi í bróður sinn sem býr i nágrenninu og veittu bræðurnir skotmönnunum eftirför hvor á sínum bíl" upp í malar- námuna. Lönd þeirra þriggja liggja saman og hafa þremenningarnir bannað alla skotveiði og sett upp skilti við þjóðveg 1 þess efnis. í of- análag eru gæsa- og fuglaveiðar bannaðar á þessum árstíma. Hrafn lagði fram í gær formlega kæru á hendur skotmönnunum. -SÁ Flestir vilja ESB-viðræður: Kemur mér ekki á óvart „Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Össur Skarp- héðinsson um niðurstöður könnunar DV í dag sem sýna að meirihluti þjóðar- innar vill að aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið hefjist. „Þó að Samfylkingin hafi ekki í sinni að taka þetta Ossur Skarp- héðinsson. mál á dagskrá næstu fjögur árin þá er það alveg ljóst að forsendur eru breyttar eftir nýjar upplýsingar frá Brus- sel. Það er Ijóst hvar ég stend í þessu máli, ég er með þessum 66 prósentum sem vilja aðildarviðræður," sagði Össur enn fremur. -SÁ Athyglisverðar niðurstöður „Eg tel þessar niðurstöður athyglisverðar en þó hafi þær ekki mikla þýðingu fyrir þessar kosningar. Enginn flokkur hefur það á stefnu- skrá sinni að hefja aðildar- viðræður," sagði Tómas Ingi Olrich, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks og formaður ut- anríkismálanefhdar þingsins, um skoðanakönnun DV í dag. Tómas rich, Hann sagði að sér væri kunnugt um að margir inn- an Sjálfstæðisflokksins hefðu áhuga á aðildarvið- ræðum en það mál þyrfti mikla skoðun og umfjöllun. Sjálfur kveðst Tómas Ingi vera þeirrar skoðunar að ESB sé um þessar mundir ekki álitlegur kostur fyrir íslendinga,. -SÁ MANUDAGUR 3. MAI 1999 Vorið er komið og ungir sem aldnir bregða sér í sund eða njóta útivistar. Þessar stúlkur, sem DV rakst á í Laugardalslauginní, skemmtu sér hið besta við sund og boltaleik. DV-mynd Teitur Veðrið á morgun: Hiti 5 til lOstig Á morgun verður suðaustan- átt, stinningskaldi suðvestan- lands en gola eða kaldi norðaust- anlands, rigning eða súld sunn- an- og vestanlands en úrkomu- laust á Norðurlandi. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 53 SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AD PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.