Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 3. MAI 1999 25 Sport Handknattleikur: Shamkuts í Hauka 1. deildar lið Hauka í handknattleik hefur fengið góðan liðsstyrk því Hvít- Rússinn Aliaksandr Sham- kuts hefur ákveðið að leika með Hafnarfjarðarliðinu næstu tvö árin. Þessi stóri og stæðilegi línumaður lék með Stjörnunni i vetur. Hann er snjall línumaður auk þess að vera mjög öfl- ugur varnarmaður. „Við erum mjög ánægðir að fá Shamkuts í okkar raðir. Þetta er sterkur leikmaður og ég er viss um að hann á eftir að reynast okkur vel," sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, í samtali við DV. Magnús Agnar Magnús- son mun væntanlega fylla skarð Hvít-Rússans í liði Stjörnunnar á næsta tíma- bili. Hann lék með Gróttu/KR í vetur en spil- aði með Stjörnunni í fyrra. -GH Handknattleikur: Sverrir í raðir HK Sverrir Björnsson hefur tekið ákvörðun um að leika með HK úr Kópavogi í 1. deildinni í handknattleik á næstu leiktíð en Afturelding, Fram og FH voru einnig í viðræðum við þennan emilega handbolta- mann. Sverrir hefur leikið allan sinn feril með KA en hann ákvað fyrir nokkru að yfirgefa her- búðir félagsins þar sem hann mun leggja stund á nám í Reykjavík á næsta vetri. Sverrir verður Kópa- vogshðinu góður liðs- styrkur sem ætlar sér stóra hluti á næstu leik- tíð. Sverrir, sem er rétt- hent skytta og öfiugur varnarmaður, lék sína fyrstu A-landsleiki á heimsbikarmótinu í Sví- þjóð fyrr á árinu. -GH Ingibergur Sigurösson Glímukóngur íslands Ingibergur Sigðurðsson vann Grettisbeltið fjórða árið í röð á laugardag þegar ís- landsglíman var háð í 89. sinn. Ingibergur lagði alla andstæðinga sína nema þá Pétur Eyþórsson og Arngeir Friðriksson en þær viðureign- ir enduðu í jafhglími. Það kom nokkuð á óvart hversu létt Ingibergur fór í gegnum þetta mót og þá sér- staklega hvað glíman gegn Orra Björnssyni var honum auðveld. Þetta á ekki síst við í ljósi þess að Ingibergur hef- ur æft júdó samhliða glímunni og hugðist jafnvel ekki taka þátt í íslands- glímunni að þessu sinni. En Ingibergur er í mjög svo góðu likamlegu formi og það reynd- ist honum vel á laugardag. Hvaða glíma var erfiðust? „Á móti Pétri, félaga mín- um. Við erum miklir félagar og hjálpumst allir að. Við reynum að gera gllmuna vel og ég segi það að Pétur er einn af bestu glímumónnum landsins í dag og getur orðið enn betri. Hann er frábært efni og glímir af krafti og skynsemi." Hvað með glímurnar á móti Orra og Arngeiri? „Ég á alltaf erfitt með að mæta svona reyndum og sterkum mönnum i fyrstu umferð, ég er oft lengi í gang og mér fannst glíman á móti Arngeiri rafmögnuð og erfitt að fmna færi. Glíman á móti Orra lukkað- ist mikið betur og ég var til- tölulega fljótur að leggja hann." Þú ert að spá í að vera til hlés og mæta jafnvel ekki að ári, hvað er það sem freistar þín umfram glímuna? „Það er erfitt að segja, en ég er að stefna á að ná árangri í júdó erlendis og stefhi á A- mótaróð á næsta ári, sem er úrtökumót fyrir ólympíu- leika." Jhonny B. Good Þú skokkaðir um salinn á milli glímna með heyrnartól á höfðinu, hvað varstu að gera? „Ég nota þetta til að peppa mig upp, halda einbeitingu og halda mér heitum svo ég logn- ist ekki út af á milli glímna. í dag hlustaði ég á Johnny B. Good í rokkútgafu, það er frá- bær tónlist og ég hlustaði á það lag aftur og aftur," sagði Glímukóngur íslands, Ingi- bergur Sigurðsson. Úrslitin: Ingibergur Sigurðsson, UV, 6 vinningar Orri Björnsson, KR, 5 vinningar Arngeir Friðriksson, HSÞ, 4,5 vinningar Pétur Eyþðrsson, UV, 3 vinningar Sigurður Kjartansson, KR, 3 vinningar Jðn Birgir Valsson, KR, 3 vinningar Ólafur H. Kristjánsson, 3 vinningar Stefán Geirsson, HSK, 1,5 vinningar. -ih Ingibergur Sigurðsson leggur Ólaf Kristjánsson og innsiglar sigur sinn i Islandsglímunni 4. árið í röð. Á minni myndinni afhendir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri verðlaunin. DV-myndir Hilmar Þór 1A og IBV deila 5. sætinu 1 deildabikar kvenna í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli á Ás- völlum 1 gær. Þór/KA sigraði Hauka, 5-1, í leik um ll. sætiö á sama stað 1 gær. Leikið verður um 7.-10. sæti á fúnmtudag og undan- úrslitin verða leikin á íöstudaginn. Lokaleikir riðlakeppn- innar á fóstudag og laug- ardag fóru þannig að Valur vann FH, 9-0, Stjarnan vann Hauka, 9-0, KRvann ÍBV, 2-0, og Fjölnir vann Þór/KA, 4-1. Hibernian, nýkrýndir meistarar skosku B- deildarinnar í knatt- spyrnu, hafa sýnt Auð- uni Helgasyni, landsliðs- manni hjá Viking Stav- anger, áhuga. Aðalsteinn Jónsson er hættur að þjálfa kvenna- lið Stjörnunnar í hand- knattleik. Á þeim tveim- ur árum sem hann stjórnaði liðinu vann fimm titla af sex mögulegum, tvo Islands- meistaratitla, tvo deild- armeistaratitia og einn bikarmeistaratitil. Frá þessu var greint á visi.is á föstudaginn. ,„ „ -VS/GH Deildabikarinn í knattspyrnu, 16-liða úrslit: Fram og Keflavík var skellt Indriði Sigurðsson skorar eitt af mörkum KR-inga gegn Grindvíkingum í deildabikarkeppninní á KR- vellinum á laugardaginn. DV-mynd Hilmar Þór Fylkir og Þróttur R., sem leika í 1. deild, slógu út úr- valsdeildarlið Fram og Keflavíkur í 16-liða úrslit- um deildabikarsins um helgina. Andri Sigþórsson skor- aði þrennu í 4-0 sigri KR á Grindavík. Indriði Sigurðs- son gerði fjórða markið. Leiftur fór létt með Skalla- grim í Borgarnesi, 0-5. Uni Arge 2, Örlygur Helgason 2 og Steinn V. Gunnarsson gerðu mörkin. Hreinn Hringsson tryggði Þrótti R. óvæntan sigur í Keflavík, 0-1, með marki úr vítaspyrnu. IA vann FH, 3-1, á Akra- nesi. Baldur Aðalsteinsson, Ragnar Hauksson og Pálmi Haraldsson skoruðu fyrir ÍA en Jónas Grani Garðars- son fyrir FH. IBV lagði Breiðablik í Vallargerði, 1-2. Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV, varði vitaspyrnu Kjart- ans Einarssonar í stöðunni 0-0. Steingrímur Jóhannes- són og Baldur Bragason komu ÍBV í 0-2 en Kjartan minnkaði muninn. Víkingar sigruðu Vals- menn, 1-0, í Víkinni með marki Sumarliði Árnason- ar. ÍR vann Srjörn- una, 3-2, í slag 1. deildar liða á ÍR- velli. Kristján Halldórsson, Jón A. Sigurbergsson og Arnar Þór Vals- son skoruðu fyrir ÍR en Veigar Gunnarsson gerði bæði mörk Garð- bæinga. Fylkir lagði Fram i Ar- bænum, 2-1. Gunnar Þór Pétursson og Hrafnkell Helgason komu Fylki í 2-0 eftir 16 mínútur en Hösk- uldur Þórhallsson minnk- aði muninn fyrir Fram. í 8-liða úrslitum á þriðju- dag og miðvikudag mætast Fylkir-Víkingur, iBV-ÍR, ÍA-Þróttur, R. og KR-Leift- ur. -VS ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG V INTER Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.