Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 9
* MANUDAGUR 3. MAI 1999 31 Sport Fyrsta kynbótahrossið á heimsmeistaramótið? - fékk 8,50 og er nánast öruggur Jóhann Magnússon og Halla Eygló Sveinsdóttir fóru nýlega til Österby- halz í Þýskalands að dæma íslensk fædd kynbótahross. Slíkar sýningar eru settar upp þegar von er á heimsmeistaramóti (HM) og eru hrossin föl fyrir ísland sem keppnishross í kynbótasýningunum á HM." Sýnd vora um tuttugu hross: tíu hryssur 6 vetra og eldri, ein 5 vetra hryssa og níu stóðhestar.Fjógur hrossanna fengu 8,00 eða hærri aðalein- kunn og tvö þeirra mjög góða útkomu: Glaður frá Hólabaki og Viðja frá Síðu, en þau kepptu bæði fyrir ísland á HM í Noregi 1997. Glaður frá Hólabaki, sem hlaut efsta sætið á HM í Noregi árið 1997 með 8,21 í einkunn fékk nú 8,50 í aðalein- kunn og nánast öraggur um að hafa tryggt sér sæti á HM í Þýskalandi. Glaður er undan Garði frá Litla- Garði og Lýsu frá Hólabaki og hlaut 8,30 fyrir byggingu, 8,71 fyrir hæfi- leika og 8,50 í aðaleinkunn. Viðja frá Síðu, undan Hrannari frá Kýrholti og Sinnu frá Sauðárkróki, hlaut 8,23 fyrir bygg- ingu, 8,40 fyrir hæfi- leika og 8,31 í aðalein- kunn. Mjög líklegt er að hún fari einnig á HM i Þýskalandi sem full- trúi íslands í kynbótasýninguna. Til að svo verði ekki þarf að koma fram íslensk fædd hryssa með hærri dóm og jafnframt þarf hún að vera föl á sýninguna því Ágúst Sigurðsson landshrossaræktar- ráðunautur hefur látið þau boð út ganga að hæst dæmda hrossið fari svo framarlega sem það er falt. Dugur frá Minni-Borg, undan Kol- grími frá Kjarnholtum og Huggun frá Engihlíð, fékk 7,75 fyrir bygg- ingu, 8,43 fyrir hæfileika og 8,10 i aðalein- kunn. Stefja frá Félagar í Sörla héldu nýlega hiö ár- lega Hróa hattarmót sitt á Sörlastöð- um en á móti þessu keppa eingöngu ungknapar. Tœplega sextiu knapar mættu til leiks. Hinrik Þ. Sigurðsson úr Sörla sópaöi verðlaunum til sín í ung- mennaflokki á Val frá Litla-Bergi og sigraði i gangtegundakeppninni auk þess aö fá ásetuverðlaun og þeir voru valdir glæsilegasta parið. í unglingaflokki sigraði Gunnar Örn Einarsson úr Mána á Halifax frá Breiðabólstað. Berglind Rósa Guðmundsdóttir úr Gusti á Sjöstjörnu frá Svignaskarði fékk ásetuverðlaun og Rut Skúla- dóttir úr Mána var ásamt Tvisti frá Keflavík valin glæsilegasta parið. í barnaflokki sigraði Bjarnleifur Bjarnleifsson úr Gusti á Tinna frá Tungu en þeir voru einnig valdir glæsilegasta parið. Rósa Birna Þor- valdsdóttir úr Sórla fékk ásetuverð- laun en hún sat Árvakur frá Sand- hóli. Yngstu bórnin kepptu í pollaflokki. Bergrún Ingvarsdóttir úr Andvara sigraði á Kópi frá Árbæjarhelli og þau voru einnig valin glæsilegasta parið en Birkir Rafn Þorvaldsson úr Sörla fékk ásetuverðlaun á Frey frá Sandhól. Nœstkomandi fóstudagskvöld verð- ur haldið sterkasta tölt- og skeið- keppni innanhúss á tslandi til þessa i reiðhöllinni að Ingólfshvoli, að sögn Hafliða Halldórssonar. Haflidi hefur valió 14 töltmeistara og annað eins af skeiðmeisturum eft- ir punktum og árangri. Keppt verður í tölti og komast fimm hestar í úrslit. Keppt verður í 80 metra fljúgandi skeiði og fer hver hestur þrjár ferðir. Tekinn verður tími með rafklukkum frá því að hestur birtist í dyragætt öðrum megin og hætt er hann kemur að dýragætt hinum megin. 100.000 krónur verða veittar fyrir sigur í hvorri grein en fimm efstur hestar í hvorri grein fá bikara í verðlaun. Vm 1.000 manns komast í sæti í reið- höllinni og verða sætaferðir frá bif- reiðastóð íslands. Er keppni lýkur verður dansleikur með hljómsveit- inni Stjórninni. Vm nœstu helgi verður Reykjavík- urmeistaramótið í hestaíþróttum og íþróttamót hjá Andvara, Sleipni, Geysi og LéttL -EJ Kirkjubæ, undan Garpi og Gefjuni frá Kirkju- bæ, fékk 7,88 fyrir byggingu, 8,13 fyrir hæfi- leika og 8,00 í aðaleinkunn. -EJ Glaður frá Hólabaki. Vonbrigði hjá Dönum Danir héldu kynbótasýningu á Hedeland fyrir viku. Sýndir voru 14 stóðhestar og 22 hryssur. Danir hljóta að vera vonsviknir með út- komuna því einungis eitt þessara hrossa komst yfir 8,00 múrinn í að- aleinkunn. Hæst dæmdu stóðhest- arnir eru fæddir í Danmörku en hæst dæmdu hryssurnar á íslandi. Fimm vetra stóðhesturinn Krist- all frá Sagastóðum sló í gegn. Hann er undan Glað frá Ytra-Skörðugili og Fifu frá Sagastöðum og fékk 8,13 fyrir byggingu, 8,17 fyrir hæfileika og 8,15 í aðaleinkunn. Jóhann R. Skúlason sýndi Kristal og efsta stóð- hestinn í 6 vetra flokknum, Sigga frá Katknös. Jóhann og sambýlis- kona hans, Anne Sofle Nielsen, sýndu ellefu hrossanna, Höskuldur Þráinsson sýndi 5 hross, Guðmund- ur Björgvinsson 4, danska stúlkan Dorte Rassmusen 4 og aðrir færri, þeirra á meðal Ómar Pétursson og Þórður Jónsson. Þrír þriggja vetra stóðhestar vora byggingardæmdir og fengu lágar einkunnir. Óðinn og Þór fengu byggingareinkunnir í fjögurra vetra flokknum og verður Þór geltur. Kristall var efstur í 5 vetra flokkn- um en næstur honum kom Spói frá Tyvekroen með 7,84 í aðaleinkunn og Seth frá Nöddegárden 7,80. í sex vetra flokknum stóð efstur Siggi frá Katknös með 7,97 í aðalein- kunn. Gæfur frá Ebeltoft fékk 7,93, Jarl frá Granbakken 7,84 og Efi frá Varmahlíð 7,82. Hæst dæmda fimm vetra hryssan fékk 7,68, hæst dæmda sex vetra hryssan Toppa frá Kjartansstöðum fékk 7,88 og hæst dæmda hryssan í elsta flokknum, Hind\frá Varma- hlíð, fékk 7,83. -EJ Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Dungal, Eva Mandal og Atli Guðmundsson við opnum sæðingarstöðvarinnar í Dal. Opna sæðingarstöð Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðar- dóttir í Dal i Mosfellsbæ voru að von- um ánægð með árangur Orms frá Dallandi í kynbótasýningunni í Gunn- arsholti en hann fékk 9,19 í aðalein- kunn. Þau eru að fagna 20 ára afmæli tamningastöðvarinnar í Dal um þess- ar mundir. Atli Guðmundsson og Eva Mandal hafa haft umsjón með stöð- inni síðustu sex árin. í hófi sem var haldið þar síðastliðinn laugardag var einnig verið að kynna opnun sæð- ingarstöðvar í Dal fyrir hryssur. Stöðin vinnur í samstarfi við sæð- ingarstöðina í Gunnarsholti sem hef- ur verið að taka sæði úr mörgum af þekktustu stóðhestum landsins í vor. Hægt verður að fá sæði úr Hrynj- anda frá Hrepphólum, Gusti frá Hóli, Tývari frá Kjartansstöðum, Huga frá Hafsteinsstöðum, Otri frá Sauðár- króki og Ljósvaka frá Akureyri og hugsanlega fleiri hestum. Tekið er á móti hryssum og þær af- hentar eftir sæðingar alla daga vik- unnar frá 10. maí til 18. júní. Sæðingarstöðvarnar verða fleiri, svo sem í Dýraspítalanum á Stuðlum við Selfoss og svo í Gunnarsholti. Tekið er við pöntunum í síma 487 5319 í Gunnarsholti frá klukkan 13.00 til 17.00. -EJ Halldór Ásgrímsson á Vesturlandi 3. og4. maí AMSOKNARFLOKKURINN www. framsokn. is Ný f ramsókn til nýrrar aldar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.