Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 2
s*wr 18 BgaaBam 'Jj1 Rómversk kona á mark- aði í London Fomleifafræðing- ar í London komust heldur betur í feitt á dög- unum þegar 1600 ára gömul steinkista fannst á Spitalfield-markaðinum í hjarta City, kaupsýsluhverfis bresku höfuðborgarinnar. í kistunni reyndust vera jarðneskar leifar ungrar konu sem að öllum lík- indum var eiginkona eða dóttir rómverska landstjórans. Höfuð beinagrindarinnar hvíldi á kodda úr laufum, senni- lega af lárviði eða olíuviði. í kist- unni voru einnig skartgripir, klæðisbútar og hlutir af ýmsu tagi. „Henni hefur verið komið fyr- ir af mikilli natni. Þetta er V mjög hjartnæmt," sagði Simon Thurley, forstöðumaður London Museum, í viðtali við BBC. Rómversk steinkista fannst síðast í London árið 1877 og því telst fundur kistunnar nú á dög- um til merkra tíðinda. Róbótar í blóðtöku Alltaf batnar j-,. það. Nú hafa 'JicájLiJJ vísindamenn við Imperial College í London þróað róbóta til að draga blóð úr sjúklingum. Hönnuðimir segja róbótanum ganga betur að finna æðar en læknanemum og meinatækn- um. Það þýðir bara eitt: minni sársauka og færri marbletti. Róbótinn beitir skynjurum til að finna æðamar undir hör- undinu og nákvæmnin er svo mikil að ekki skeikar meira en millimetra. Þegar æðarnar era fundnar velur stjómandi róbót- ans þá bestu, gefur tækinu fyr- irmæli um að stinga á henni og draga blóð. Að sögn ætti tækið að henta vel til blóðtöku úr bömum og feitu fólki þar sem oft er erfítt að finna æðar þeirra. Risaeldgos fyrir 200 milljónum ára Mesta hraun- rennsli frá upp- hafi vega, að minnsta kosti að flatarmáli, kom úr ógnarstóru eldgosi á stórmeginlandinu Pangaea fyr- ir 201 milljón ára. Hraunið þakti á sínum tíma meira en sjö milljónir ferkílómetra, að sögn jarðvísindamanna í Kaliforníu. Tímasetning eldgossins kem- ur heim og saman við útrým- ingu fjölda dýra og plantna viö lok júratímabilsins og vekur uppgötvunin á ný upp spurn- ingar um áhrif eldgosa á stór- fellda útrýmingu dýrategunda. í grein i tímaritinu Science segja vísindamennimir að basaltgrjót sem fundist hefur í Brasilíu hafl komið úr sama gosi og basalt i Norður-Amer- íku, Evrópu og Afriku. Keimur Best að byrja aldrei að reykja: ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 Reykingamenn verða oftar elliglöpum að bráð Reykingar eru bölvað eitur. Ekki þaif lengur að velkjast í neinum vafa um það, ef eitthvað er að marka rannsókn sem hollenskir vísinda menn gerðu. Þar kom í ljós að reyk ingamenn eru tvisvar sinnum lík legri en reyklausir til að verða elli glöpum að bráð. Fyrrverandi reyk- ingamenn era einnig 1 aukinni hættu. Séu karlar sem reykja teknir ein- ir og sér eru sjö sinnum meiri líkur á að þeir fái elliglöp en kynbræður þeirra sem aldrei hafa reykt. „Þessi síðasta tala er svo svakaleg að við teljum að aðrar rannsóknir verði að staðfesta hana áður en við tökum hana sem endanlega," segir Monique Breteler, einn vísinda- mannanna, í viðtali við danska blaðið Jyllands-Posten. Hollenska rannsóknin var gerð á vegum Erasmus-háskólans í Rotter- dam. Hún náði til 6.870 Hollendinga sem orðnir voru 55 ára og eldri. Þátttakendumir voru rannsakaöir tvisvar sinnum með tilliti til elli- glapa og liðu tvö ár á milli rann- sóknanna. Á þeim tíma greindust 145 tilfelli af elliglöpum, þar af 104 tilfelli af alzheimer. Annar vísindamaður úr hópnum frá Rotterdam, Alewijn Ott, segir í viðtali við tímaritið New Scientist að Reykingamenn eiga frekar en aðrir á hættu að verða rugluð gamalmenni. Jafnvel þeir sem eru þó hættir eru í meiri hættu en þeir sem aldrei hafa reykt. ástæðan fyrir því að aðrar rannsókn- ir hafi ekki leitt í ljós beint samband reykinga og elliglapa kunni að vera sú að rannsakendur hafi ekki haft veikt fólk með, til dæmis fólk með hjartasjúkdóma eða þá sem hafi feng- ið heilablóðfall. Jafnvel þótt þessir tveir sjúkdómar kunni að vera bein afleiðing reykinganna. Ýmsar fyrri rannsóknir ganga þvert á niðurstöður hollensku rann- sóknarinnar í þá veru að reykingar hafa jafnvel verið taldar fyrirbyggja alzheimer. Munurinn á fyrri rann- sóknum og þeirri hollensku mun þó vera sá, meðal annars, að Hollending- amir rannsökuðu málið á manneskj- um en ekki bara í tilraunaglösum. Séu karlar sem reykja teknir einir og sér eru sjö sinnum meirí líkur á að þeir fái elliglöp en kynbræður þeirra sem aldrei hafa reykt. Gamli söngurinn um ávexti og grænmeti á fullan rétt á sér: Draga úr líkunum á krabbameini Meiri ávexti. Meira grænmeti. Þennan söng hafa læknar og nær- ingarfræðingar sungið í eyru okkar um langt árabil og bandarísk- ir vísindamenn ítrekuðu þessa skoð- un sína um daginn. Mataræði sem felur í sér gnótt C- vítamíns úr ávöxtum og grænmeti getur dregið úr hættunni á nokkrum tegundum krabbameins, að því er vísindamenn frá bandarísku heil- brigðisstofnuninni (NIH) í Bethesda í Maryland segja í grein í tímariti bandarísku læknasamtakanna. Þeir vilja meira að segja að stjómvöld mæli með helmingi eða jafnvel þrisvar sinnum stærri dagskammti af C-vítamíni en nú er. „Sannanir eru fyrir því að fimm skammtar af ávöxtum og grænmeti á dag draga úr líkunum á krabbameini í maga, þörmum og öndunarvegi," segir höfundur greinarinnar, Mark Levine. „Er það vegna C-vítamíns eða C- Sannanir eru fyrir því að fimm skammtar af ávöxt- um og grænmeti á dag draga úr líkunum á krabbameini í maga, þörmum og öndunarvegi. vítamíns og annarra efna eða efna í ávöxtum og grænmeti óháð C- vítamíninu? Það vitum við bara ekki,“ segir Levine. Eitt af því sem lá að baki hvatn- ingarorðum vísindamannanna um að auka ráðlagðan dagskammt C- vítamíns úr 60 millígrömmum á dag í 100 til 200 var einmitt minni hætta á að fá krabbamein. Heilbrigðisyfir- völd skoðuðu málið síðast árið 1989 og að sögn Levines hefur heilmargt gerst síðan þá sem réttlætir aukinn dagskammt. í skýrslunni kemur fram að ekki gerir sama gagn að taka C-vítamínið í pilluformi og fá það úr ávöxtum og grænmeti. Að minnsta kosti ekki gegn krabbameini i maga og ristli. Líkaminn myndar sjálfur ekki C- vítamín en það er engu að síður eitt þrettán efna sem honum eru lífs- nauðsynleg ef hann á að geta starfað eðlilega. Grænmeti getirn misst allt frá 50 til 80 prósenta C-vítamíns stns við suðu. Því ráðleggja vísindamennirn- ir fólki að hafa sem minnst vatn í pottinum, eða elda grænmetið hrein- lega í örbylgjuofni, til að vítamíntap- ið verði sem minnst. Og eitt að lokum: Vísindamenn- irnir hröktu þá almennu skoðun að stórir skammtar af C-vítamíni, eitt þúsund millígrömm eða meira, geti læknað bannsetta kvefpestina eða komið í veg fyrir hana. Þeir einu sem eitthvert gagn kynnu að hafa af svona ofurskömmtum væru þeir sem hefðu sennilegast þjáðst af C- vítamínskorti fyrir. Appelsfnur eru góð uppspretta C- vítamfns og þvf skyldu menn borða eíns mikið af þeim og þeír geta í sig látlð. Frummaðurinn og Neanderdalsmaðurinn stofnuðu til náinna kynna: Beinagrindin kom upp um ástina Beinagrindin kom upp um ástarsamband- ið. Forverar okkar nútíma- manna og Neanderdals- menn stofnuðu til náinna kynna fyrir tugþúsundum ára og áttu af- kvæmi saman. Því er hugsanlegt að við eigum ættir okkar að rekja til beggja þessara hópa. Rúmlega tuttugu og fjögur þús- und ára beinagrind af litlu bami, sennilega 4 ára gömlum dreng, sem fannst í Portúgal þykir til sanns um að hópar þessir tveir lifðu ekki al- veg aðskildir, eins og haldið hefur verið. Beinagrindin hefur einkenni bæði frammannsins og Neander- dalsmannsins. Mannfræðingar hafa almennt að- hyllst þá skoðun að forfeður nú- tímamannsins hafl þróast í Afríku, síðan dreifst um heiminn fyrir um hundrað þúsund árum og loks ýtt komið frá Afriku og að þeir hafi Neanderdalsmönnunum út af sjónarsviðinu án þess að eiga nokkurt samneyti við þá. Neanderdalsmenn dóu út fyr- ir um þrjátíu þúsund áram. Umtalsverð vísindagögn benda til að Cro-Magnon- mennimir, sem urðu að nútímamanninum, hafi lifað samhliða Neander- dalsmönnum og átt samskipti við þá. „Þessi fundur hrek- ur þá kenningu um uppruna nútímamannsins að fyrstu nútímamennirnir hafi allir Því er hugsanlegt að við eigum ættir okkar að rekja til beggja þessara hópa. þurrkað út og komið í staðinn fyrir Neanderdalsmenn," segir Erik Trinkaus, mannfræðingur við Washington-háskóla í St. Louis í Missouri. Kolefnaaldursgreining beina- grindarinnar, sem fannst í desember siðastliðnum, sýndi fram á að barnið lifði fyrir 24.500 áram, eða fjögur þús- und árum eftir að fyrstu nútímamennimir fóru yfir PýreneafjöOin inn á Íberíuskaga þar sem Neanderdalsmenn bjuggu fyrir. Trinkaus segir alveg hægt að úti- loka að bamið sá einangraður ávöxtur ástarsam- bands miUi tveggja einstaklinga, ann- ars vegar Neander- , dalsmanns og nú- tímamannsforvera hins vegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.