Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 j'jJubu1 Quake III fyrst á Macintosh Leikjavinir um allan heim fögnuöu ákaft þann 23. þessa mánaðar þegar þeir fréttu að þeir gætu komist yfir eintak af tilraunaútgáfu (betu) af Quake III. Þegar til átti að taka urðu margir fyrir sárum vonbrigð- um, því útgáfan er aðeins fyrir MacOs tölvur að svo stöddu. Skýr- ingin á þessu sam- kvæmt talsmanni id Software, leikjafyrirtækis ins sem hannar Quake-leikina, er sú að beðið er eft- ir að Microsoft klári að prófa og viðurkenna nýjustu skjá- kortahraðlana (openGL) fyrir Windows. Makkavinir um all- an heim hafa þó örugglega ver- ið ánægðir með að fá loksins að sitja í framsætinu. Áætlað er að gefa næst út útgáfu fyrir Linux og svo loksins Windows- útgáfu. Leikjavinir biða átekta. Sony sigrar í einni lotu Málaferli Sony á hendur Connectix vegna PlayStation- hermis Connectix-manna tók nýja stefnu á dögunum. Dóm- arinn í málinu úrskurðaði að tímabundið lögbann skyldi sett á sölu og dreifmgu PlayStation hermisins Virtual game-st- ation. Úrskurðurinn var byggður á þeim rökum Sony að Connectix hefði stælt og stolið frumforritinu (BIOS) úr PlayStation tölvunni sem Sony á höfundarréttinn á. Connectix þarf þó ekki að innkalla þá herma sem þegar hafa verið seldir og hyggjast þeir þjóna áfram þeim notendum sem hafa herminn undir höndum. Connectix eru heldur ekki búnir að gefast upp því þeir hyggjast áfrýja málinu. Þá er bara að bíða eftir því hvor gefur rothöggið Netið í sjón- varpinu Bandarískur fjölmiðlafræð- ingur.Tom Wolzien að nafni, hefur þróað nýja tækni í að tengja saman Netið og sjónvarpið. Tæknin sem um ræöir gerir það kleift að tengja saman sjónvarpið og heimilistölvuna og fá upplýsingar á Netinu um dagskrárliðinn sem verið er að sýna þá stundina. Þeir sem eiga stafræn sjónvörp eða horfa á útsendinguna á heimil- istölvunni sinni geta fengið upplýsingamar sem hluta af skjámyndinni. Til dæmis gæti áhorfandi að knattspymuleik í sjónvarpinu fengið allar upp- lýsingar um einstaka leik- menn eða gengi viðkomandi liða í undanfómum leikjum þeirra beint á sjónvarpsskjá- inn. Áhugamenn um gagn- virkni sjónvarps og/eða tölu- legar upplýsingar geta því far- ið að hlakka til. Evrópa brúar bilið: Forskot Bandaríkjamanna í tölvu- og netnotkun minnkar mynd Hvrópubúa hefur oft verið dálítið sveitó, sérstaklega ef miðað er við hina nýjungagjörnu Bandaríkjamenn. Þetta hefur verið nokkuð greinilegt hvað varðar tölvunotkun, en á síðustu misserum virðast Evrópubúar vera komn- ir á hraðferð inn í nútímann hvað þetta varðar. Samkvæmt evr- ópskum rann- sóknum á nettengingum, rafrænum við- skiptum og tölvunotkun á heimilum og vinnustöðum, hafa Evrópubúar lengi verið frekar aft- arlega á merinni miðað við Bandaríkjamenn. Bæði fyrirtæki og einstaklingar í Bandarikjunum hafa yfirleitt verið fljótari að til- einka sér nýjustu tækni í sam- bandi við tölvur, Netið og allt sem því fylgir. Evrópubúar hafa þó lengi notið góðs af kappsemi Bandaríkjamanna og sloppið við vel flesta þá agnúa sem oft vilja fylgja nýrri tækni. Nú lítur hins vegar allt út fyrir að þessi þróun sé að breytast, að Evrópa sé að vakna. Fyrir einu ári í ræðu og riti um þessi mál hefur frasinn „fyrir einu ári“ heyrst æ oft- ar. Fyrir aðeins einu ári í Frakk- landi voru ISDN-tengingar t.d. ekki til. Nú getur hinn almenni notandi þar hins vegar fengið samband við Netið gegnum ljósleiðara. Fyrir nokkrum misserum þekktust hug- tökin heimabanki, netbanki eða einkabanki ekki, en í dag bjóða Evrópubúar hafa þó lengi notið góðs af kappsemi Bandaríkja- manna og sloppið við vel flesta þá agnúa sem oft vilja fylgja nýrri tækni. margir bankar í Evrópu jafnvel ókeypis áskrift að Netinu ef þeirra netbankaþjónusta er notuð. Fyrir ekki alls löngu var samkeppni á þessu sviði ekki til. Ríkisrekin símafyrirtæki höfðu öll tögl og hagldir á netþjónustu í mörgum Evrópulöndum. í dag hefur verið slakað á klónni svo um munar og einkaleyfm flest verið afnumin eins og t.d. hér á landi. Þröngur hópur Enn eitt merkið um að Evrópubúar hafi fullan hug á að brúa bilið milli sín og Bandaríkjamanna er sala á einka- tölvum, en sala á tölvum til heimilis- nota jókst um 21% milli áranna 1997 og 1998. Þó svo að allt bendi til þess að Evrópubúar séu að taka við sér í tölvu- og netmálum, þá sýna kannanir i dag að enn sé það frekar þröngur hópur sem sé tölvuvæddur og nettengdur og að stærsti hópurinn standi saman af vel menntuðum ungum karlmönnum með laun í hærri kantinum. Þó að Evrópubúar hafi því enn ekki náð jafn langt í tölvu- og net- notkun og Bandaríkjamenn og þó að einkatölvan sé ekki orðin eins algeng á heimilum þeirra eins og isskápur, eldavél eða sjónvarp, þá lítur þó allt út fyrir að þetta sé allt á leiðinni. Netverk setur gagnaflutningshugbúnað á markað: Styttir tengitíma við gervihnetti verulega Fyrirtækið Net- verk hefur hafið fjöldafram- leiðslu á Marstar Mobile Client hugbún- aðinum og hafið dreifingu á honum. Hann gerir not- endum kleift að senda og taka á móti gögnum um gervihnatta- og farsímakerfl með meiri hraða og minni tilkostnaði en áður hefur þekkst í heiminum. Þessi útfærsla á hugbúnaðinum er hugsuð fyrir eina einkatölvu, þar sem notandinn tengist gervihnatta- kerfmu með upphringingu. „Fram til þessa hafa hreyfanlegar starfsstöðvar fyrirtækja, eins og til dæmis skip, ekki verið tengdar á virkan hátt við höfuðstöðvar í landi. Ástæða þessa hefur verið mikUl kostnaður og tæknilegar tak- markanir gervihnatta- og farsíma- kerfa,“ segir David Allen, fram- kvæmdastjóri Netverks. „Með Marstar höfum við leyst þessi vandamál og gert fyrirtækjum kleift að tengja slíkar útstöðvar á hag- kvæman hátt með því aö nota ýms- ar aðferðir sem auka flutningsget- una og stytta tengitíma. Við trúum því að þessi aðferð muni gjörbylta því hvemig fyrirtæki á borð við skipafélög og olíuvinnslufyrirtæki muni tengja ólíka þætti starfsemi sinnar saman,“ segir David. Tengitíminn styttur Helstu kostir Marstar Mobile Cli- ent eru að það styttir tengitímann við INMARSAT-gervihnattakerfið verulega, en tengingar við kerfi af Sigurður Hrafnsson hjá Netverki sýndi hvernig Mobile Client virkaði í síð- ustu viku áður en Stýrimannaskólinn fékk eintak af búnaðinum að gjöf. DV-mynd Teitur þessu tagi eru mjög dýrar. Þetta ger- ir búnaðurinn með þvi að þjappa gögnum áður en tengingunni er komið á og afþjappa gögnum eftir að tengingu hefur verið slitið. Einnig styttist tíminn við að kerfið getur bæði sent gögn og tekið á móti gögn- um í einu og það fullnýtir jafnframt bandbreiddina. Jafnframt er kerfið þeim eiginleika búið að ef samband Við trúum því að þessi aðferð muni gjörbylta því hvernig fyrirtæki á borð við skipafélög og olíuvinnslufyrirtæki muni tengja ólika þætti starfsemi sinnar saman. rofnar í flutningum þarf ekki að byrja upp á nýtt þegar samband næst aftur, heldur heldur gagna- flutningurinn áfram þar sem frá var horfið. í tilefni af útgáfu hugbúnaðarins færði fyrirtækið Stýrimannaskóla íslands eintak af hugbúnaðinum að gjöf. Á kynningarfundi sem Netverk hélt í Stýrimannaskóla íslands í síð- ustu viku afhenti Hrafnkell Gísla- son, framkvæmdastjóri hugbúnað- ar- og tæknideildar Netverks, Vil- mundi V. Sigurðssyni, skólastjóra Stýrimannaskólans, hugbúnaðinn. Auk þess mun Netverk bjóða starfs- manni skólans á námskeið í upp- setningu og notkun Mobile Client. „Þetta er kærkomin gjöf til skól- ans og búnaður sem kennarar og nemendur Stýrimannaskólans eiga eftir að kynna sér vel,“ sagði Vil- mundur V. Sigurðsson skólastjóri. „Tölvusamskipti eru að verða æ rík- ari þáttur í starfi skipstjórnar- manna og þess vegna er nauðsyn- legt að skólinn geti sýnt nemendum sínum það nýjasta sem er að gerast á þessu sviði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.