Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Deilur milli skólastjóra og kennara Iönskólans í hámarki: Með krepptan hnefa í öxl „niðurrifsmanns“ - skólameistari sagður hafa neitað kennara að taka til máls á fundi „Galdrabrennur" og átök í Iðnskólanum - hait sótt að Ingvari Ásmundssyni skólameistara ■■m íkkl e*ma laie Ur ítarti idrabrvamtm HVr «arta 1%) ■r*r «8 um Oðrðunsur I*fám hdófsept »ír. þvi Edður.' tóUauni. áh loknum i isw þar ••í'.í «Sá> O-'iimanpir •cc k*tni ð maif tkoU' humttn, Var ftkóbmetaun ieaWur meiitara K«iK hrott við »vo fcúió. Guðmund»**t-ir. .Kg } tt: ateim við upptotwCcssf tk'UdarwíOra bönn msuussins K-gar hann vildi ekki unanJciWar. Nv»r «>fta íig v ið af tauimum va-rt iok- Incrar vildl sUia ifl. 0» að tt: hafi wriS lekMtm 3 fumlí en Kgiil haM.1 bn*s n ckki wanfcíkanutn u» ðfram. Cckk tkóU- kvtnat Krr.»an ■»n> s.='-«: • v vasði Ingv.tr Auaunduon Ktmnanfundf var Crxtu h ga-r i-n var frcstað á ny {» ckki náðist rinmg utn íy\ 3,'yktamr grgn skolarrx - miður i-r t**s$í „Starfsandi i skólum skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Þegar hann er ekki í lagi þá bitnar það á skólastarf- inu öllu. Það leysir engan vanda að skólameistari segi að allt sé í góðu lagi og rugli saman mönnum og verk- um þeirra," sagði Guðni Kolbeins- son, formaður Kennarafélags Iðn- skólans, um ástandið innan skólans þar sem skólameistari stendur í stríði við hluta kennarahópsins. Guöni hefur nú sagt upp störfum í skólanum. Sjálfur hefur Ingvar Ás- mundsson skólameistari látið hafa eftir sér að um fjórðungur kennara- liðsins vinni gegn sér. „Óánægjan í kennarahópum er almennari en skólameistari vill vera láta,“ sagði Guðni Kolbeinsson. Kennarar gagnrýna skólameistara fyrir að fara ekki að settum reglum í faglegum efnum, svo og í kjaramál- um. Hann greiði ekki deildarstjórum í skólanum laun samkvæmt samn- ingum og framkvæmd prófa sé ekki í takt við viðteknar reglur. í rúst „Við skulum ekki gleyma því að óháðir aðilar fóru yfir þessi mál öll á vegum menntamálaráðuneytisins fyrir skemmstu og niðurstaðan var sú aö hér væri stjórnkerfið í rúst. Menn skulu ekki ætla að þetta sé Guöni Koibeinsson, formaöur Kennarafélags lönskólans. DV-mynd Teitur uppfinning kennara," sagði Guðni Kolbeinsson. „Þá er af og frá að skólameistari gæti hagsmuna kenn- ara eins og hlutverk hans er sam- kvæmt skipunarbréfi.“ Ingvar Ásmundsson skólameist- ari segir tilfinningu sína vera þá að kennarar saki hann um ofstjóm frekar en óstjóm. í fréttum DV á föstudaginn var greint frá átaká- fundi þar sem þeim lenti saman, skólameistara og Agli Guðmunds- syni, deildarstjóra hönnunardeildar skólans. Ber þeim ekki saman um hvað gerðist nákvæmlega en Egill hefur nú sent frá sér lýsingu á at- burðum sem vottuð er af sex sam- kennurum hans: Læra aö hlýöa „Ég stóð upp til að segja nokkur orð við samkennara mína, skóla- meistari varnaði mér að tala og sagði ítrekað að fundi væri frestað. Ég sagði málið ekki varða fundinn og ætlaði að halda áfram, skóla- meistari hafði uppi háreysti til að vama mér málsins, gekk að mér með krepptan hnefa og kallaði mig niðurrifsmann, ég þyrfti að læra að hlýða og því til áréttingar setti hann hnefann í vinstri öxl mína. Ég ítrek- aði að ég vildi tala við samkennar- ana en komst ekki að, kennararnir yrðu að fara úr stofunni sagði skóla- meistari og þeir sem vildu hlusta á undirróður minn gætu komið inn aftur. Hins vegar þyrfti hann að eiga við mig orð. Stefán Stefánsson reyndi að fá skólameistara til að yf- irgefa stofuna og greip í handlegg hans í því skyni. Ég beið rólegur á meðan á þessu stóð, en ítrekaði að ég vildi koma skilaboðum til kenn- ara. Eftir að skólameistari yfirgaf skólastofuna las ég tilkynningu um fund deildarstjóra með trúnaðar- mönnum. Algengt er og nánast venja aö nota tækifærið meðan svo margir kennarar era saman komnir að koma ýmsum fundarboðum varð- andi starfið til kennara,“ segir í yf- irlýsingu Egils Guðmundssonar. -EIR Kennarar í Iðnskólanum: Safna undirskriftum - stýrihópur heldur ótrauður áfram. Aðgerða ráðherra krafist í Iðnskólanum ganga nú undir- skriftalistar meðal kennara. I ályktun sem þeir undirrita segir að á kennarafundi 29. apríl 1999 hafi skólameistari haldið því fram að aðeins „fámenn klíka" haldi uppi stöðugum árásum á skóla- meistara og stjóm skólans. Þessu og öðrum álíka ummælum á öðr- um vettvangi segjast kennarar vilja mótmæla og lýsa yfir fullum stuðningi við stjóm KFIR í þeim deilum sem hún hefur átt við skólameistara. Loks segir að kenn- arar standi einhuga að baki stjóm kennarafélagsins í baráttu hennar fyrir þeim umbótum sem hún vill gera á skólastarfi. Þessa yfirlýsingu var fyrirhugað að senda til menntamálaráðherra, að því er DV komst næst í gær. Þá hafa einstakir kennarar sent Birni Bjarnasyni erindi þar sem þeir telja að ráðuneytið hafi ekki hafst nóg að í málefnum skólans né nógu fljótt. Stýrihópur sá sem menntamála- ráðherra skipaði í vetur til að koma lagi á starfsemi Iðnskólans mun halda ótrauður áfram störfum þrátt fyrir áframhaldandi árekstra milli skólameistara og kennara. „Ég vona að menn taki þannig á deilumálum sínum að þau séu af- greidd og tilefni þeirra upp gerð þannig að þau snerti ekki störf stýrihópsins og vinnuhópanna," sagði Jón Gauti Jónsson, formaður stýrihópsins, við DV , „Auðvitað er alltaf vont þegar menn deila en við erum fyrst og fremst að reyna að kortleggja skólastarfið með það fyr- ir augum að skólinn njóti virðingar í samfélaginu fyrir það sem hann er að skila af sér, að þar geti verið að störfum fólk sem er ánægt og hefur metnað í starfí og að nemend- ur fái uppfylltar væntingar sínar um menntun sem á að skila þeim ákveðnu atvinnuöryggi í lífinu aö skólagöngu lokinni." -JSS Meöan kennarar deila hart viö skólameistara lönskólans læra nemendur samviskusamlega undir próf. DV-mynd Hilmar Þór Kosningabaráttan á Austurlandi: Slökkt á Útvarp Andvarpi „Þetta andóf gegn útvarps- rekstri okkar sjálfstæðismanna virkar á mig sem síðasta andvarp þess sem er farinn að örvænta í kosningabaráttunni,“ sagði Hrafn- kell Jónsson, kosningastjóri sjálf- stæðismanna á Austurlandi, eftir að hann hafði slökkt á útsending- um hjá Útvarp Andvarpi í Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Sjálf- stæðismenn höfðu leigt allan tækjabúnað útvarpsstöðvarinnar af menntskælingum fram til 8. maí, en hávær mótmæli fram- sóknarmanna urðu til þess að Hrafnkell ákvað að slökkva á stöðinni. „Þetta átti að vera skemmtileg ný- breytni í kosn- ingabaráttunni, Hrafnkell A. en hefur snúist Jónsson. upp i verðugan minnisvarða um þau stjórnmálaöfl sem þola ekki frjálsa fjölmiðlun," sagði Hrafnkell. Sólveig Dagmar Bergsveinsdótt- ir, kosningastjóri Framsóknar- flokksins, hafði gert kröfu um að útvarpsreksturinn yrði boðinn út, ef ætti að leigja hann á annað borð, og undir það sjónarmið tók Helgi ÓmEir Bragason, skólameist- ari menntaskólans, í DV í gær. „Það er vissulega óheppilegt að menntskælingum sé blandað i kosningabaráttuna, en ég vissi nú ekki að þeir væru friðaðir fyrir stjórnmálaflokkum; ekki einu sinni Framsóknarflokknum. Ef komið hefði til útboðs þá hefði ein- hver orðið hlutskarpastur og hvað hefði þá verið gert?“ spurði Hrafh- kell Jónsson og bætti þvi við að menntskælingar myndu ekki skað- ast fjárhagslega þó slökkt hefði verið á Andvarpinu fram aö kosn- ingum. -EIR Farsími á krónu í tilefni af eins árs afmæli Tals í dag, 5. maí, býður fyrirtækið upp á GSM-síma á eina krónu í verslunum sínum. Segja nei Eftir að Rafiðnaðarsambandinu barst fundarboð í miðstjóm ASÍ í fyrradag ítrek- aði Guðmundur Gunnarsson for- maður að sam- bandið tæki ekki þátt í störf- um innan ASÍ meöan ákvörð- un laga- og skipulagsnefndar ASÍ um aðild að sérsamböndum er óbreytt. D- og U-listar bæta sig Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42,3% fylgi og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð 8,3% samkvæmt nýrri könnun Gallups fyrir Sjón- varpið. Samfylkingin tapar og fengi 27,1% og Framsókn 18,3% Veðmál bannað Islenskum getraunum hefur ver- ið bannað að starfrækja veðbanka um úrslit alþingiskosninganna. ís- lenskar getraunir höfðu auglýst að hægt. yrði að veðja um úrslit á Lengjunni en nú hefur dómsmála- ráðuneytið tilkynnt islenskum get- raunum að starfsleyfi þeirra sé ein- göngu bundið við íþróttakappleiki. Ekki óvænt Ingibjörg Pálmadóttir undrast ekki að Mannvernd hafi kært gagna- grannslögin til Eftirlitsstofnun- ar EFTA fyrir aö brjóta i bága við samkeppnisreglur EES. Hótel flokkuð Samgönguráðuneytið hefur í samvinnu við Samtök ferðaþjónust- unnar ráðist í að gera flokkunar- kerfi fyrir gististaði á íslandi. Að- laga á stjörnukerfi danska hótel- og gistisambandsins að íslenskum að- stæðum. Dagur sagði frá. Menning kynnt Umfangsmikil kynning á ís- lenskri menningu hefst í menning- arhúsinu Katuaq í Nuuk á Græn- landi í dag og stendur fram á fóstu- dag. Kynningin er gjöf Norræna hússins í Reykjavík og hefur staðið til frá opnun hússins í mars 1997. Flugleiðum skipt Rekstri Flugleiða hefur frá gær- deginum verið skipt upp í sex af- komueiningar og verður hver þeirra með sjálfstætt uppgjör og rekstur innan móðurfélagsins. Formennska ísland tekur við formennsku í ráöherranefnd Evrópuráðsins á fóstudaginn á sérstökum hátíðar- fundi í Búdapest vegna 50 ára af- mælis ráðsins. Svanavatnið San Francisco-hallettinn undir stjórn Helga Tómassonar sýnir heimsfræga uppfærslu Helga á Svanavatninu á Listahátíð í Reykjavík í maí árið 2000. Morg- unblaðið greindi frá. Ósanngirni Steingrímur J. Sigfússon telur umræðu um kvótaeign Hail- dórs Ásgrímsson- ar ósanngjarna og á afar lágu plani. Halldór á hlut í útgerðarfé- laginu Skinney á Hornafirði. Steiner fékk ekkert Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í gær íslenska ríkið af kröfu Franklíns Steiners um skaðabætur vegna ólögmætrar handtöku þar sem sjálfur hefði hann skaðað sam- félagið og eigin æra með hátterni sínu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.