Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 Fréttir scmdkorn Arnarhreiörið sem brennt var: Búið að kæra athæfið - örninn enn talinn í útrýmingarhættu - aðeins rúmlega 40 verpandi pör Viðgangur íslenska arnarstofnsins — fínlHi nara 1880 1913 1920 1939 1959 1969 1981 1991 1998 i í hólma þeim við norðanverðan Breiðafjörðinn, þar sem bóndi brenndi arnarhreiður síöla síðasta mánaðar, hefur verið amarhreiður mjög lengi. Heimildir um amar- hreiður á þessum stað ná allt aftur til miðrar siðustu aldar, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Nátt- úrufræðistofnun íslands. DV sagði frá hreiðurbrennslunni í forsíðu- frétt í gærmorgun og í gær barst sýslumanninum á Patreksfirði kæra vegna athæfisins. Kærandinn er Fuglavemdarfélag íslands. Öm- inn er alfriöaður og hefur verið það síðan á fyrstu áratugum aldarinnar, enda talinn í útrýmingarhættu. Bannað er aö stugga við honum um varptímann og nálgast amarhreið- ur. Ólafur Einarsson líífræðingur, sem sæti á í stjóm Fuglavemdarfé- lagsins, sagði í samtali við DV að emir við og á Breiðafirði hafi kom- ist sæmilega af, en við norðanverð- an Breiðafjörðinn hefði veriö aðra sögu að segja undanfarin ár. Þar virðist hann hafa átt erfiðara upp- dráttar af einhverjum ástæðum, þótt ætla mætti að öðm jöfnu að lífsskilyrði hans væm óvíöa betri en þar. Að brenna amarhreiður og yfir- höfuð að ónáða öminn, ekki síst um varptímann, hvað þá að fyrirkoma honum, varðar við lög. Þá varðar það einnig við lög að brenna sinu, eins og gert var í þessum tiltekna hólma. Hægt er að fá undanþágu hjá yfirvöldum við sinubmnabanni að uppfylltum ákveönum skilyrðum. Jafnframt verður bruninn að fara fram áður en varptími fugla gengur í garð. íslenski amarstofninn hefur staðið mjög höllum fæti alla þessa öld, eins og sjá má af meðfylgjandi grafi. Upp úr 1880 var lagt í mikla herför gegn erninum og m.a. stofn- að félag til höfuðs honum. Það bar þann árangur að honum var nær útrýmt. Þá var hann loks friðaður, en stofninn hefur langt í frá náð sér eftir helförina. Ein af ástæðum þess er sú að lengi vel, eða fram á áttunda áratuginn, var þeirri að- ferð beitt til að hafa hemil á við- komu refs og minks að eitra fyrir dýrin með strykníni. Örninn komst í hræin af dýrunum og það eitraða fóður sem egnt var fyrir refinn og minkinn og hefti þetta mjög við- gang arnarstofnsins. Ekki tókst í gær að ná tali af bóndanum sem kærður hefur ver- ið. Hann er æðarbóndi og býr við norðanverðan Breiðafjörð, í grennd við Króksfjarðarnes. Hann hefur samkvæmt heimildum blaðsins gef- ið þá skýringu að hafa með sinu- brunanum verið að hreinsa til í hólmanmn til að undirbúa æðar- varp og fleiri greinar hlunnindabú- skapar sem hann stundar. Æðar- bændur hafa undanfarin ár mark- aðssett æðardún erlendis sem nátt- úrulega og vistvæna afurð. Það þýðir að þessi hlunnindabúskapur fer fram í náttúrunni á hennar eig- in forsendum að mestu. Ef ernir eru í grenndinni þá verður einfald- lega svo að vera. Æðarbóndi sem rætt var við í gær kvaðst óttast að ef það spyrðist út meðal erlendra kaupenda æðardúns að beitt væri aðferðum af því tagi sem umrædd- ur bóndi hefur nú verið kærður fyrir, þá gæti það haft slæm áhrif á söluna. -SÁ Veiðþjófarnir í Vatnsdal: Mega eiga von á harðri refsingu DV, Akureyri: Óvenjumikið hefur verið um ólöglegar fuglaveiðar að undan- förnu og þar voru stórtækastir þre- menningarnir frá Akureyri, sem skutu tæplega 70 helsingja og heið- argæsir í Vatnsdal um síðustu helgi, og voru handteknir við kom- una til Akureyrar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða refsing sé við skotveiðum sem þess- um, þar sem fulgar sem eru friðaðir eru skotnir í tugatali. Ljóst er að skotvopn mannanna, í þessu tilfelli þrjár byssur, skotfæri, gervigæsir og fuglarnir sem þeir skutu verða gerð upptæk, en óvíst er hver refs- ing mannanna verður að öðru leyti. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi sýslu- manns á Akureyri, segir að refsiramminn fyrir athæfi sem þetta geri einungis ráð fyrir fjársektum og fangelsisdómi, en ekki sé nánari skil- greining þar á. Hann segir hugsanleg- an dóm eflaust taka mið af umfangi brotsins, en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um hugsanlega refsingu. Sé litið á dóma fyrir ólöglega skot- veiði hjá Héraðsdómi Norðurlands má t.d. sjá dóm þar sem menn voru á rjúpnaveiðum á hefðbundnum rjúpnaveiðitíma, en án skotvopna- leyfis, og annan dóm þar sem menn voru að rjúpnaveiðum á heföbundn- um veiðitíma en höföu ekki leyfi landeigenda. í báðum þessum tilfell- um hlutu viðkomandi upptöku skot- vopna og afla og 25 þúsund króna sekt, og skyldi varðhald koma í stað sektarinnar yrði hún ekki greidd innan tiltekins tima. Nokkuð ljóst má telja að þremenn- ingarnir á Akureyri fái mun harðari dóm, enda brot þeirra mjög alvar- legt, að sitja fyrir og skjóta tugi fugla á þeim tíma sem þeir eru friðaðir, og hafa t.d. talsmenn skotveiðimanna hér á landi lýst þessum verknaði sem lúalegum, þar sem siðblinda og græðgi ráði ferðinni. -gk Þeir sem stóðu að drápi þessara fugla munu væntanlega hljóta mak- leg málagjöld. Björgum Framsókn Eina ráðið við þessari hættu er að Davíð leggi áherslu á það að þegar hann segist vilja árang- ur fyrir alla, vilji hann einnig ár- angur fyrir Framsókn i kosning- unum. Þeir eiga það líka inni, greyin, að þeim sé hjálpað, eftir að Framsókn er búin að hjálpa Davíð allt þetta kjörtímabil við að einkavæða og markaðsvæða og halda vemdarhendinni yfir kvótanum og hálendinu og ís- lenskri erfðagreiningu og reka Sverri úr bankanum og ýmisleg fleiri vinarbrögð hefur Fram- sókn sýnt, sem Sjálfstæðisflokk- urinn á að launa Framsókn. Dav- íð ætti að bregða sér á fund hjá framsóknarmönnum og herða þá upp eða þá að Davíð getur flutt ræður um gildi Framsóknar og nauðsyn þess að Halldór og Finn- ur fari ekki í fýlu, enda þótt allir vilji ekki kjósa þá. Davíð Oddssyni ætti ekki að vera skotaskuld að hlaupa undir bagga hjá Framsókn, enda vill meirihluti fram- sóknarmanna hafa Davíð áfram sem forsætisráð- herra og Davíð vill árangur fyrir alla. Að minnsta kosti fyrir alla sem styðja hann. Við verðum aö bjarga Framsókn fyrir allt sem hún hefur gert. Dagfari Nú fer að styttast í kosningar og línur famar að skýrast. Sjálf- stæðisflokkurinn siglir þöndum seglum og ekkert virðist geta komið í veg fyrir stórsigur Dav- íös, enda er hann búinn að lofa árangri fyrir alla. Segist sem sagt ekki lofa neinu í þessum kosning- um, nema því að ná árangri fyrir alla, sem er auðvitað ekki kosn- ingaloforð heldur blákaldur vem- leiki ef stöðugleikinn helst, ef flokkurinn fær byr og ef Davíð verður áfram forsætisráðherra. Forystu Davíðs mótmælir heldur enginn og nær 70 prósent kjós- enda vilja Davið áfram og þessar kosningar snúast þess vegna ekki lengur um það hvort Davíð verði forsætisráöherra eða ekki, held- ur um hitt, með hverjum hann starfar. Framsókn er orðin logandi hrædd um að missa niður um sig í þessum kosningum og bæði for- maðurinn og varaformaðurinn eru farnir að óttast um að þeir verði skildir eftir úti í kuldanum ef Framsókn tapar. Helst eru menn famir að gæla við það að grænir og rauðir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar verði næsti samstarfsflokkur Davíðs í ríkisstjóm, enda likar Davíð afskaplega vel við Steingrím, af því að hann segist vita hvar hann hafi Steingrím. Best likar þó Davíð við Steingrim af því að Stein- grímur tekur atkvæði frá öllum nema Sjálfstæð- isflokknum, en auðvitaö ætlar Davíð ekki að starfa með Steingrími í ríkisstjórn nema Fram- sókn tapi svo illa að þeir fáist ekki í stjórn. Sá mikilvægasti í darraðardansinum í kringum at- kvæði landsmanna vill stundum gleymast að fáir kæmust yfirhöfuð á þing ef ekki væri einhver til að henda reiður á öllu talnaflóðinu, útreikn- ingum á fylgi, upp- bótarþingsætum og fleira. Þar kemur að Þorkatli Helga- syniorkumála- stjóra. Hann mun vera sá maður á landinu sem skilur þessi fræði best og víst sá eini sem hefur þetta allt á hreinu. Þykir víst að stefndi í öngþveiti ef hans nyti ekki við. Þorkell er því einn mikilvægasti maður þjóðarinnar um þessar mund- ir - ef frá eru skildir snillingamir á bak við kosningaspár Vísis.is... Nágrannakærleikur Kærunefnd sú sem fjallar um deiluefhi fólks í fjölbýlishúsum hef- ur haft ærinn starfa að undanfömu og meðtekið hverja kæruna af annarri frá tveimur mönnum, ritglöðum í meira lagi. Mennirn- ir eiga sína íbúðina hvor í sama húsinu á Hringbraut 24 í Reykjavík og em ósammála um flest sem viðkemur við- haldi, útliti hússins og endurbótum. Þeir hafa undanfarna mánuði kært hvor annan í gríð og erg og stinga ekki niður penna fyrir minna en 30-40 blaðsíður og sjá nefndinni þannig fyrir nægu lesefni. Annar maðurinn er Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor. Hann vill gera á húsinu endurbætur og lagfæringar, m.a. koma upp heit- um potti í garðinum. Hinn íbúðar- eigandinn, Birgir Sigurðsson rit- höfundur, hefur engan áhuga á að eiga heitan pott með Hannesi. Þá býr hann heldur ekki í íbúðinni sinni heldur leigir hana út... Kvenveldi? Nú hefur verið myndaður nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Borgarbyggðarlistans í Borgar- byggð. Þegar gamli meirihlutinn féll hrundi karlaveldið og konur tóku að sér embætti forseta bæj- arstjórnar og for- mennsku í bæjar- ráði. Báðar heita þær Guðrún. Guð- rún Fjeldsted, formaður bæjar- ráðs, og Guðrún Jóns- dóttir, forseti bæjarstjórnar. Feður þeirra voru frændur og miklir vinir, Jón Magnússon og Kristján Fjeld- sted. Ömmur beggja kvennanna hétu Guðrún og bjuggu í Borgar- nesi, sín hvorum megin við Hótel Borgames, í gamla daga. Nú er spurt hvort kona verði ekki ráðin bæjarstjóri í Borgarbyggð ... Við fyrstu hentugleika Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sótti stjórnmálafund sjálfstæðismanna á Sauðárkróki um helgina og var frambjóðendum í kjör- dæminu þar til full- tingis. Davíð var hvattur lögeggjan um að breyta til fyrra horfs lögum um þungaskatt af vöru- bílum sem lítið eru notaðir. Lagabreyt- ing á síðasta ári olli mikilli hækkun skattsins á um farartækjum, ekki síst gömlum vörubilum bænda sem notaðir eru í heyskap að sumrinu en lítið meir en það. Hjálmar Jónsson alþingismað- ur tók af Davíð ómakið og svaraði þannig fyrir hönd hans: „Ef viú fáum aftur vald, ekki munum reika, en fellum niöur fastagjald, viö fyrstu hentugleika." Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.