Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 Viðskipti_______________________________________________________________________________________x>v Þetta helst: . .„Viðskipti á Verðbréfaþingi 451 m.kr. ... Úrvalsvísitala Aðallista lækkar lítillega ...Ávöxtunarkrafa húsbréf í 4,40 ... Hlutabréf Í5 hækka um 5,3% ... Skipulagsbreytingar hjá Flugleiðum, félaginu skipt upp í sex afkomueiningar ... Dollarinn styrkist gagnvart jeni ... Viðhorfskönnun DV um íslensk fyrirtæki Eimskip nýtur mests trausts - Flugleiðir fylgja fast á eftir Eimskip nýtur mests trausts is- lenskra fyrirtækja samkvæmt nýrri könnun DV á viðhorfi fólks til ís- lenskra fyrirtækja. Spurt var: Til hvaða íslensks fyrirtækis berð þú mest traust? Úrtakiö var 600 manns og var svarhlutfall 65%. Viðhorf fólks var greint eftir kyni og talsverður munur var á við- horfi kynjana. Konur voru mun óákveðn- ari og var svarhlut- fall þeirra aðeins 59% á móti 71% hjá körlum. Alls fengu 96 fyrirtæki atkvæði í könnuninni. Að- eins 16 fyrirtæki fengu fímm eða fleiri atkvæði og 50 fyrir- tæki aðeins eitt at- kvæði. Það kemur kannski fáum á óvart að Eimskip trónar á toppi list- ans. Eimskip hefur um áratugaskeið ver- ið eitt stærsta og öfl- ugasta fyrirtækið á íslenskum markaði og hluthafar í fyrir- tækinu eru mjög margir. Jákvætt við- horf í garð Eimskips er engin nýlunda. Fólk tengir Eim- skipafélag íslands við stöðugleika, bæði i þjónustu og af- komu. Hagnaður og vöxtur félagsins hefur verið stöðugur undanfarin ár og það kann fólk að meta. Fast á hæla Eimskips koma Flugleiðir. Flugleiðir eru sennilega það fyrirtæki sem flest- ir hafa átt viðskipti við og hlýhug í garð félagsins má kannski rekja til þess. Einnig er félagið mikið í fréttum og því eðlilegt að það nafn komi fyrst upp í huga fólks. Afkoma félagsins er sígilt fréttaefni og félagið hefur verið iðið við að endumýja flugflota sinn og því mikið í fréttum. Það eru sennilega fá fyrirtæki sem hafa haft jafnafger- andi árhif á venjulega neytendur á síðari árum og Bónus. Það kemur því ekki á óvart að Bónus skuli komast of- arlega á listann en það er jafnframt ljóst hverjir gera innkaupin á heimil- um. Helmingi fleiri konur en karlar nefndu Bónus og þær kunna greinilega að meta lágt vöruverð. Traust á tæknifyrir- tækjum Það er óhætt að segja að íslensk erfðagreining komi sterk inn á listann. Fá fyrirtæki hafa verið eins mikið í fréttum síð- astliðið ár og hefur um- ræðan gjaman verið nei- kvæð. Það hljóta því að vera jákvæð skilaboð að fólk skuh hafa trú á ís- lenskum rannsóknum og tækniiðnaði. OZ hf. fékk einnig ágæta útkomu. Um 50 fyrirtæki fengu aðeins eitt atkvæði. Það er sterk vísbending um að margir hafí mikla trú á sínu fyr- irtæki. Kaupfélögin eru sívinsæl og einnig er Ijóst er að margir nefna við- skiptabankann sinn og Alli ríki á Eskifirði fékk eitt atvæði. Munur á körlum og konum Talsverður munur er á viðhorfi karla og kvenna. í fyrsta lagi taka mun fleiri karlar afstöðu og þeir nefna öðravísi fyrirtæki. Eimskip hafði mikla yfirburði hjá körlum en Flugleiðir og Bónus skipuðu efstu sætin hjá konum. Karlar nefna frekar stórfyrirtæki og banka en konur eru hrifnari af tæknifyrirtækjum og mat- vömverslunum. Annað sem er áberandi, er að flest fyrirtækin sem ná sætum á listanum era almenningshlutafélög og er það vísbending um aukinn áhuga fólks á atvinnulífi og jafnvel hlutabréfúm. Þegar á heildina er litið má segja að fyrirtæki í öllum atvinnugreinum fái atkvæði í könnuninni og öllum lands- hluhun og era það jákvæð tíðindi fyr- ir íslenskt atvinnulíf. -BMG Áður aðeins í tískublöðum 'Pa/,„;/<■ Valmiki ..U, f Leður St. 36—41 sfe,\e9om\viw Litur;Svart Uerð 7.700 , Muxart Valmiki LeðurSt.36-4^ Litur: Hvitt Verð 6.800 Valmiki fLeðurSt. 36-41 Litur: Svart/Breiðir I IVerð 7.700 VéniM Sergio Rossi /teður St. 36-41^ L'tur: Svart Verð 9.700 Kringlunni sími 553 2888 (við hliðina ó Landssímanum) Traustvekjandi íslensk fyrirtæki Fyrirtæki Aiis Ðmskip 59 FWeife 45 Bónus 24 islensk erfðagreining 24 fslandsbanki 20 Landsbankmn 19 Biáiaðariiankirai 10 FBA 10 Marel 10 Landssáninn 7 Hagkaup 6 02 6 Rikisútvarpið 6 Samheiji 6 AHanta 5 SlF 5 Baugur 3 Fjarðarkaup 3 HáskóG fslands 3 Hraðfrystihús EskiQarðar 3 Isal 3 (slenskir aðaherirtakar 3 Kaupfeiag Borgfirðinga 3 Landsnkjun 3 Hýherp 3 Opinkerfi 3 SPRON 3 SS 3 3 viðskipta- iwolar 5% verðbólgu spáö Kaupþing hf. hefur hirt nýja verð- bólguspá. Þeir spá því að verðbólga I apríl mælist á biúnu 0,35-0,4% en það samsvarar 4,3-5% verðbólgu á ári. Helstu forsendur þeirra era að húsnæði komi til með að hækka áfram og jafnframt reikna þeir með því að matvara hækki um 1%. Landsbankinn ósammála í nýrri ársfjórðungsskýrslu Landsbankans kemur fram að minnkandi líkur séu á aukinni verðbólgu. Þeir benda á að sterk staða krónunnar, lækkandi hrá- vöraverð á síðasta ári og betri að- lögun vinnumarkaðins að aðstæð- um stuðli-að áframhaldandi lágri verðhólgu. Hlutabréf hækka í Aslu Hlutabréfavísitölur hækkuðu víða í Asíu í gær eftir að að Dow Jo- nes vísitalan setti enn eitt metið. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um 1,7%, í Indónesíu nam hækkun- in 5% og í Tælandi hækkuðu bréf um 8,6%. Hins vegar era viðbrögð Japan óljós því kauphallir þar vora lokaðar í gær vegna frídags þar. kauphöllinni í Tokyo vegna al- menns frídagar í Japan. Mikil aukning bifreiðaskráninga Á síðasta ári jukust nýskráningar á bílum um 27,1%. Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs hefur ný- skráningum fiölgað um, 45,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi þróun er samfara mikilli kaupmáttaraukn- ingu en mikil endumýjunarþörf hef- ur verið á bílamarkaði. Betri lána- möguleikar skýra hluta af þessari þróun. Bílaflotinn á íslandi hefur elst jafnt og þétt og því er þessi end- umýjun kærkomin. Útlánsvextir hafa hækkað Útlánsvextir banka hafa hækkað nokkuð frá því í febrúar á þessu ári. Vextir óverðtryggðra skuldabréfa- lána hafa hækkað úr 12,3% í febrúar í 12,9% apríl. Vextir vísitölubund- inna útlána hafa hækkað úr 8,2% í 8,5% á sama tíma. Þessa hækkum má aö mestu rekja til vextahækkun- ar Seðlabankans og lausafjárkvaðar- innar á lánastofnanir. framkvæmd talaðu þá við Glitni, því Glitni getur þú treyst Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Með Kjörleiðum Glitnis gemr þú fjárfest í þeim tækjum sem henta þinni starfsemi. DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsenair 560 88 10. Heimasíða: http://www.glitnir.is Ráðgjafar GLitnis eru sérfróðir um hvemig kostir mismunandi fjármögnunarleiða nýtast þér best. Hafðu samband eða komdu við hjá okkur á Kirkjusandi og kynntu þér málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.