Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Side 8
8 MIÐVTKUDAGUR 5. MAÍ 1999 I VW Passat 1,8 Comfortline (Verð: 1.750.000.) árg. 1997, ekinn 40 þús. km. Litur: rauður, 5 gíra, vökvastýri, ABS bremsukerfi, rafm. í rúðum, fjarstýrðar samlæsingar, plussinnrétting, 2 x air bag o.fl.. Afch. fleiri góð tílboó á heimasíðu okkar. draumabillinn.is /isa og Euro raögresóslur SUMAR ■rjLii ; ;J í ;111 i á notuðum bílum með alvöru afslætti Opið virka daga kl. 9-18 og laugar&aga k!. 12.-17 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2 -112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 • Símbréf 587 7605 • Tölvupóstur gusi@ih.is Útlönd Milosevic Júgóslavíuforseti: Samþykkir eftirlitssveitir Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti getur fallist á léttvopnaðar eftirlitssveitir Sameinuðu þjóöanna í Kosovo. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu í morgun. Segir blaðið heimildarmenn sína vera i nánum tengslum við stjóm- ina í Belgrad. Samkvæmt frétt blaðsins vill Milosevic að Rússar verði fjölmenn- ir í eftirlitssveitunum. Milosevic samþykkir einnig eftirlitssveitir frá þeim NATO-löndum sem ekki taka þátt í loftárásunum. Ef marka má frásögn heimildar- manna Financial Times er um mikla stefhubreytingu að ræða hjá Júgóslavíuforseta. Hingað til hefur hann ekki ljáð máls á dvöl erlendra sveita í Júgóslavíu. NATO-sveitir hafa alls ekki komið til greina. Ekki þykir víst að NATO sætti sig við tillögur Milosevics. Fráleitt er talið að NATO samþykki að Milosevic ákveði samsetningu eftir- litssveitanna. Financial Times skrifar einnig að Milosevic óttist uppreisn innan Júgóslavíuhers, sem samkvæmt ónafngreindum heimildarmönnum, vill ekki láta undan kröfum NATO þrátt fyrir loftárásirnar. Athygli vakti í gær að Milosevic fullyrti að Frelsisher Albana hefði verið upprættur. Forsetinn gaf út svipaða yfirlýsingu í fyrra áður en hann samþykkti vopnahlé. Árásir NATO halda áfram. í morgun var gerð árás á skotmörk nálægt Uzice sem er 80 km fyrir sunnan Belgrad. Tveir bandarískir flugmenn létu lífið í nótt er Apache- þyrla þeirra hrapaði á æfingaflugi í Álbaníu. Að sögn bandaríska vam- armálaráðuneytisins bendir ekkert til að þyrlan haíi verið skotin niður. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom í morgun til Brussel til viðræðna við Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO. Síðar I dag mun Bandaríkja- forseti heimsækja bandarískar her- sveitir t Þýskalandi. Flóttamenn frá Kosovo hvílast í búöum við landamæri Júgóslavíu og Makedóníu. Símamynd Reuter Stuttar fréttir i>v Olofsson dæmdur Sænski eiturlyijasmyglarinn Clark Olofsson var í gær fundinn sekur fyrir að hafa smyglað 50 kílóum af amfetamíni og a.m.k. 80 kílóum af hassi til Danmerkur. Refsing Olofssons hefur enn ekki verið ákveðin en líkur benda til þess að hann fái að minnsta kosti tíu ára fangelsi. Fær vopnaðan vörö Elísabet drottning hefur skipað svo fyrir að Sophy Rhys-Jones, til- vonandi eigin- kona Játvarðs prins, verði eft- irleiðis í fylgd vopnaðs örygg- isvarðar. Ástæða ákvörð- unar drottning- ar er talin vera morðið á fréttakonunni Jill Dando í síðustu viku. Svíar vilja ekki framsai Yfirsaksóknari Svíþjóðar sagð- ist í gær ekki myndu stofna til rannsóknar á því hvort framselja bæri Pinochet til Svíþjóðar, þrátt fyrir að chileskir útlagar, búsettir í landinu, hefðu krafist þess. Reagan í fangelsi Cámeron Reagan, 20 ára sonar- sonur Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innbrot í bila. Greenpeace til Noregs Grænfriðungar stefna nú hrað- byri í norðurhöf til þess að leita uppi hvalveiðimenn. Norska sjáv- arútvegsráðuneytið segir 36 hval- veiðiskip að veiðum en mikil leynd hvílir yfir staðsetningu skipanna. Ríki verði stofnaö Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, kom fram í sjónvarpi í gærkvöld þar sem hann ásak- aði ísraela um að hindra friðar- ferlið í Miðaust- urlöndum. ígær var dagurinn sem Palestínu- menn ætluðu að stofna sjálfstætt ríki, samkvæmt Óslóarsamningn- um. Arafat bað menn minnast þess að héðan af yrði ekki aftur snúið og stofnað yrði Palestínuríki þrátt fyrir að PLO hefði ákveðið að fresta því fram yfir kosningar í ísrael, sem verða 17. maí. Byssurnar eyöilagöar Hun Sen, forseti Kambódíu, tók í gær þátt í eyðileggingu 4 þúsund ólöglegra skotvopna sem yfirvöld hafa gert upptæk aö undanförnu. Kona rænir presti Perúsk kona rændi kaþólskum presti um helgina í þeim tilgangi að hindra að hann flytti í annað hérað. Eftir 48 stunda gislingu tókust sættir og presturinn ákvað að fara hvergi á næstunni. Kraftur, þekking o g frumkvæði fyrir Rey knesinga Siv FriSleifsdóttir Hjdlmar Arnason Páll Magnússon Kosningaskrifstofa Bæjarhrauni 26 Hafnarfirði, s.565-4790 565-5740 565-5742 Tölvupóstur: reykjanes@xb.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.