Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Side 9
MIÐYIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 9 Utlönd 43 hafa fundist látnir í kjölfar skýstróksins í Oklahoma og Kansas: Heilu borgarhverfin jöfnuðust við jörðu íbúar í Kansas og Oklahoma hófu S gærkvöld að snúa til heimkynna sinna en öflugur skýstrókur skók rík- in tvö í fyrrakvöld með þeim afleið- ingum að minnsta kosti 43 týndu líf- inu. Víða kom fólkið að rústum einum en heilu borgarhverfm jöfnuðust við jörðu á þeim fjörutiu mínútum sem skýstrókurinn var hvað öflugastur. Oklahomaborg varð verst úti en þar létust 38 og að minnsta kosti 1500 heimili gjöreyðilögðust. Tæplega sjö Slökkviðliðsmenn leita í rústum húsa í Oklahomaborg en þar jöfnuðust að minnsta kosti 1500 heimili við jörðu í skýstróknum í fyrradag. Símamynd Reuter Geislavirkur úrgangur í Múrmansk: íbúarnir of upp- teknir til að hafa áhyggjur DV, Múrmansk: Ibúar Múrmansk og nágrennis í Norðvestur-Rússlandi mega ekki vera að þvi að hafa áhyggjur af bág- bornum aðstæðum við geymslu geislavirks úrgangs við bæjardym- ar hjá þeim. Til þess eru þeir of upp- teknir af hversdagslegum búsorgum eins og efnahagsþrengingum og fé- lagslegum vandamálum. Þetta kom fram á fjörlegum fundi nokkurra vestrænna fréttamanna með yfirmönnum Umhverfismála- nefndar Múrmansksýslu á skrif- stofu stofnunarinnar á þriðjudag. „íbúarnir ættu að hafa áhyggjur því hættan er fyrir hendi,“ sagði ív- an Vishmjakov, formaður umhverf- isnefndarinnar. Hann var þó fljótur að bæta við að almenningur ætti að halda ró sinni þar sem mengunin væri engin nú. Og Vesturlönd ættu ekki að vera áhyggjufull, heldur rétta fram hjálparhönd við að bæta ástandið, eins og Norðmenn og fleiri þjóðir hafa gert. „Það þjónar engum tilgangi að hafa áhyggjur. Verið bara með,“ sagði Vishmjakov. Einn þeirra staða sem umhverfls- sinnar á Vesturlöndum hafa hvað mestar áhyggjur af er geymsluskip- ið Lepse sem liggur við kæja í Múrmansk. Um borð í skipinu er á sjöunda hundrað gallaðra eyddra eldsneytishleðslna úr kjarn- orkuknúnum ísbrjótum Rússa. Tæki til að fjarlægja hleðslurnar og koma þeim til endurvinnslu er ekki til. Fréttamenn fengu að virða skipið fyrir sér i bækistöðvum kjamorku- flotans í Múrmansk á þriðjudag. Fulltrúar kjarnorkuflotans full- vissuðu fréttamenn um að engin hætta væri á leka úr skipinu. -gb hundruð manns höfðu leitað á sjúkra- hús í borginni í gærkvöld, sumir mik- ið slasaðir. Ástandið á sjúkrastofnun- um er víða orðið slæmt enda lítið lát á straumi slasaðra. íbúar Oklahomaborgar, sem voru smám saman að týnast heim í gær- kvöld, létu ekki hugfallast þrátt fyrir að sjónin sem við blasti væri víða hrikaleg. Gríðarleg fagnaðarlæti brut- ust til að mynda út í einu hverfmu þegar manni nokkrmn tókst að gang- setja Corvettuna sína, þrátt fyrir að hún væri mikið skemmd. Ríkisstjóri Oklahoma, Frank Keat- ing, líkti hamfórunum við sprengjutil- ræðið í borginni fyrir íjórum árum þegar 168 létu lífið í einu versta hryðjuverki í sögu Bandaríkjanna. Hann hvatti fólk til að standa saman að uppbyggingu borgarinnar. í Wichita, 250 kílómetra fjarlægð frá Oklahomaborg, létust fimm manns í skýstróknum, þar af nýfætt barn. í suðurhluta borgarinnar var skýstrók- urinn svo öflugur að hjólhýsabyggð þeyttist út í stöðuvatn skammt frá. Mörg hús gjöreyðilögðust í borginni. Veðurfræðingar töldu að skýstrók- amir hefðu verið allt að fimmtíu tals- ins. Þeir hefðu búið yfir svo miklum krafti að nánast ekkert stendur heilt eftir þar sem þeir fóru um. Þá fylgdi eldingaveður og haglél, þar sem högl- in voru á stærð við tennisbolta. Öflug- asti strókurinn mældist 1,6 kílómetri að breidd og sextán metrar að hæð. Þetta eru öflugustu strókar í manna minnum. Bill Clinton forseti lýsti í gær yfir neyðarástandi á þeim svæðum í Okla- homa og Kansas sem urðu verst úti. Þá kom fram í yfirlýsingu frá forset- anum að alríkisstjómin myndi veita íjárstyrk til að aðstoða við uppbygg- ingu á svæðunum. Hjálparsveitarmenn vinna hörðum höndum á hamfarasvæðunum. Enn er nokkurra saknað og gera hjálparsveit- ir ráð fyrir því að tala fórnarlamba kunni enn að hækka. Krefjast afsagn- ar frönsku stjórnarinnar Hægri menn í Frakklandi krefj- ast afsagnar rík- isstjórnar Lion- els Jospins for- sætisráðherra í kjölfar hneykslis- máls á Korsíku. Þar hafa lög- reglumenn við- urkennt að hafa kveikt i veitinga- stað sem þjóðernissinnar sóttu. Lögreglumennimir segjast hafa verið að framkvæma skipun yfir- manns síns. Jospin ákvað í gær að leysa upp sveitir lögreglunnar á Korsíku sem settar vom til höfuðs hryðju- verkamönnum. Litið var á ákvörð- un forsætisráðherrans sem tilraun til að kæfa hneykslismálið í fæð- ingu. Franski forsætisráðherrann hefur lagt áherslu á að stjórn hans hafi ekki átt neinn þátt í málinu. í sama streng tók Elisabeth Guigou dómsmálaráðherra. Hún sagði rík- issljórnina ekki vera að reyna að vernda neinn. Allar ákvarðanir hefðu verið teknar á Korsíku auk þess sem fyrirskipanir í öllu mál- inu hefðu verið gefnar þar. Samkvæmt franska blaðinu Le Monde fannst búnaður svipaður þeim sem lögreglan notar á veit- ingastaðnum sem kveikt var í. a hinni fullkomnu ÖKO Lavamat 74620 O ui < Þvottahæfni „A“ Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hijóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvaö þvottakerfin teka langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að19tímaframítímann j Öll hugsnaleg þvottakerfi BRÆÐURNIR DJORMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um allt land! Heimsending innifalin í verði. Ifókus allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til Nýr vefur sem fylgir Vísi-is á hverjum degi visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.