Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Page 10
10 enning MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 Oscar endurnærður Bjorn Bjornsson í New York? íslensk nöfn birtast á ólíklegustu stöðum. Umsjónarmaður menningarsíðu var að fletta nýju (18.apríl) hefti af New York Times Mag- azine - að hans mati besta tímarit sem gefið er út í heiminum, en það er önnur saga - og rakst þar á auglýsingatengda umfjöllun um eldhús og baðherbergi framtíðar. Þar er aö flnna ljósmynd af lúxusbaðherbergi þar sem grófar flísar eru aflsráðandi, nema hvað hönnuður herbergisins er sagður heita Bjom Bjomsson. Kannast einhver við mann- inn eða er hér um að ræða Nojara með „ís- lensku" nafni? Allar upplýsingar vel þegnar Prýðisbók eftir Nabokov Bókaútgáfan Ormstunga hefur hleypt af stokkunum bókaflokki sem nefnist Prýöis- bœkur, en þeim er ætlað að „veita fólki að- gang að gömlum og nýjum bókmenntaverk- um sem til hafa orðið úti í heimi og eiga er- indi til íslenskra lesenda", eins og segir í kynningu. Væntanlega er þá kominn flokkur bóka sem keppt getur við Syrtlur Máls og menningar um hylli vandfýsinna en lítt efnaðra lesenda. Fyrsta bókin í þessum flokki Prýðisbóka er ekki af verri endanum, nefnilega Vörnin eftir meistara Vla- dimir Nabokov í þýðingu III- uga Jökulssonar. Þar hæfh' kjafti skel, þar sem bókin segir frá vinsælum en van- sælum skákmeistara, en eins og alþjóð veit er Illugi forfallinn skákunnandi. Nabokov varð einnig fyrir valinu þar sem nú eru 100 ár liöin frá fæðingu hans. Sjálfur taldi Nabokov Vörnina búa yfir mestri „hlýju“ allra rússneskra bóka sinna. Hún kostar 2.400 krónur, en einnig er hægt að gerast áskrifandi að Prýðisbókum með því að bregða sér á heimasíðu útgáfunnar, sem er www.ormstunga.is. Umsjónarmaður má til með að bæta því við að honum þykir útlit þessarar fyrstu bókar í flokknum fremur kaldhamrað og frá- hrindandi. A.m.k. er það ekki ýkja líklegt til að ná athygli bókaunnenda. Tíðarandinn samkvæmt aldamótablöðunum Áður hefur verið vakin athygli á Horfnum heimi, ljómandi áheyri- legum þáttum Þórunnar Valdimarsdóttur sagn- fræðings (á mynd) um tíðarandann um alda- mótin 1900, en lokaþátt- urinn er einmitt á dag- skrá Rásar 1 í dag (mið- vikudag) kl. 15.03. Þætt- irnir eru byggðir á efni sem fengið er úr lands- málablöðunum, Þjóðvilj- anum, Fjallkonunni, ísafold, Þjóðólfi, Stefni, . ______ Austra og Bjarka. í þættinum í dag fjallar Þórunn um oftrú á læknavísindin sem ein- kenndi þennan tíma, einkum hvað snerti lækningu á áfengissýki, en auk þess töldu menn sig hafa ýmis ráð til aö sigrast á ell- inni. Einsemd og ástleysi Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Viö vörpum engum skuggum á titrandi gólfiö, viö erum aöeins til í hugum eigenda og staöirnir skipta stööugt um eigendur (43) Haröi kjarninn (njósnir um eigiö líf) heitir nýjasta ljóðabók Sindra Freyssonar. Tvískiptingu titilsins mætti túlka út frá til- raunum ljóðmælanda til að nálgast kjarnann í sjálfum sér, kjarna sem er hins vegar erfitt að komast að vegna þess að sár lífsreynsla og erfitt og þjakandi umhverfi hefur sett mark sitt á ljóðmæl- andann. Hann er kald- ur, bitur og týndur í firrtu umhverfi þar sem sambandsleysið er allsráðandi þrátt fyrir, eða kannski einmitt vegna allra farsím- anna, símsvaranna, tölvanna og tækjanna. Þau skilaboð eru auð- lesin að það séu öll þessi tæki og hraðinn sem þeim fylgir sem komi í veg fyrir að hendur og augu mæt- ist, að fólk snertist, nálgist og njótist í kyrrð augnabliksins. Sú niðurstaða fæst í ljóðinu enginn söngur eftir að kyrrðin sé ein- faldlega ekki lengur til staðar í háværu og of- beldiskenndu lífi nú- tímannsins. Og í lok ljóðsins segir: Þaö eimir ekkert eftir af söng í vitfirrtum hraöanum á götunum, diskótekunum og hótel- herbergjunum en ég reyni aö muna eftir þögninni (75) sindri Freysson. Ljóðmælandi reynir að muna þögnina, kannski í von um að finna þar týnda hlutann af sjálfum sér en í öðrum ljóðum kastar hann frá sér voninni og reynir að sameinast svartri kösinni í brjáluðum dansi gleymskunnar: Á dimmum stað í miöri borginni/erum viö ekki til; viö dönsum(4S) segir á einum stað í ljóðinu í kösinni. En lokalínur ljóðsins sýna að ljóð- mælandi getur ekki lokað úti beiskjuna sem fylgir þeirri tilfinningu aö vera ekki til: Sindri Freysson - Harði kjarninn (njósnir um eigið líf) Forlagið 1999 Beiskja og kaldhæðni Einsemdin og ástleysið er allsráðandi þema í ljóðabók Sindra. Einsemdin sem fylg- ir fjarlægð og firringu og ein- semdin sem fylgir glataðri ást. Og það er beiskjutónn og jafnvel kaldhæðni í ljóðum þar sem kveðið er til þeirrar ástar sem ljóðmælandi hélt í einfeldni sinni að væri kannski eilíf. Konan sem ort er um vill bara þiggja en ekkert gefa, hún er komin til að kæfa, eyðileggja og drepa! Það er mikill sársauki og sterkur aðskilnað- artónn í ástarljóð- um Sindra og í ljóð- inu hver hleypti kon- unni inn? situr ljóð- mælandi einmitt einn eftir með blekkingunni sem fylgir því að elska of mikið. Ástfang- inn trúir hann á hiö vandséöa jafn- vœgi/milli hátíöar og daglegs/brauös en uppsker aðeins sársauka og rótleysi. Þetta er kröftugt og áleitið ljóð og það sama gildir um flest önnur ljóð bókarinnar sem vinna á við hvem lestur. Hér er myrkri lífssýn komið tæpitungulaust til skila í ágætum ljóðum. Þó getur svartsýnin orðið heldur þrúgandi og fortíðarþráin sem birtist t.d. í ljóðinu tré úr íslenskum skógi er í klisju- kenndari kantinum. Manstu þegar viö ortum/bara um tré segir í upphafi þess ljóðs og í framhaldi af þessum orðum er dregin upp mynd af ein- foldu lífi mannsins sem blómstraði í sakleysi sinu á meðan tilvera hans leitaöi ekki/út fyrir garöinn (71). Þannig dregur höfundur á dálítið einfeldn- ingslegan hátt upp andstæðurnar for- tíð/nútíð, þó aldrei svo að kæfi ágætan skáldskap. enski trommuleikarinn Martin Drew. Af átta lögum eru öll nema eitt eftir Peterson sjálfan, en hið áttunda er Satin Doll eftir Ellington. Sum laganna em gamalkunn, t. d. HYMN TO Oscar Peterson er einn þeirra jassmúsíkanta sem er vel þekkt- ur langt út fyrir raðir iimvigðra djassgeggjara. Því veldur stíll hans, sem byggir sumpart á klassísku tónlistaruppeldi ásamt því að hvíla tryggum fótum í djasshefðinni. Næmi hans fyrir timanum er margrómað og á því byggist það virtúósítet sem hann er kunnur fyrir. Hann hef- ur spilað inn á ógrynni platna, en er þekktastur fyrir eigin pía- nótríó, sem reyndar var oft Geislaplötur Ársæll Másson styrkt með fjórða manni. Margir af bestu djassleikumm heimsins hafa leikið í tríóum hans og nægir þar að nefna bassistana Ray Brown, Sam Jones og Niels Henning Örsted Pedersen, en sá síðastnefndi var kallaður til þeg- ar nýjasti kvartett Petersons var stofnaður. Á síðastliðnu sumri hélt kvartettinn tónleika í Múnchen og vom þeir hljóðritaðir og gefnir út undir nafninu A SUMMER NIGHT IN MUNICH. Aðrir meðlimir kvartettsins era sænski gítarsnillingurinn Ulf Wakenius og FREEDOM, en fjögur þeirra hafa ekki verið á dagskrá hjá Peterson áður. Leifturhratt Oscar Peterson er 74 ára og er nú húinn að ná sér að mestu eftir að hafa fengið slag árið 1993, sem lék hann töluvert illa. Það kann að vera að snerpan sé eitthvað farin að minnka frá því að best lét, en þessi plata ber öll þau ein- kenni sem haldið hafa nafni hans á lofti öll þessi ár. Það er ansi rólegt yfir henni þar til kemur að síðasta laginu, SUS- HI, sem er leifturhratt og skemmtilegt. Wakenius fellur vel inn í kvartettinn þótt hann sé gerólíkur þeim gítaristum sem mest hafa unnið með Pet- erson og setur hann aðeins nú- tímalegra yfirbragð á plötuna en Herb Ellis eða Joe Pass hefðu gert. Þeir sem hafa haft gaman af tónlist Petersons í gegnum tíðina ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu. Oscar Peterson A Summer Night in Munich Telarc CD-83450 Umboð á Islandi: 12 tónar Lifi punkturinn! Um daginn var argentínski rithöfundm'- inn Alberto Manguel beðinn um að til- nefna markverðustu uppgötvun síðustu 1000 ára í prentlist. Hann tilnefhdi punktinn. Alveg satt. Og rökstuddi þá tilnefningu býsna vel. „Án punktsins væri Werther ungi enn vælandi," sagði hann, „Hobbitinn væri á endalausu róli, og fjarvera punktsins gerði James Joyce kleift aö fara með Finnegans Wake í heilan hring.“ Að þvi er Manguel seg- ir voru alls kyns raglingslegar aðferðir not- aðar til að reka endahnút á texta allt fram til 1566, þegar ítalskur prentari, Aldus Manuti- us yngri (sonarsonur feneysks prentara sem fann upp kiljuna ...) innleiddi punktinn og skilgreindi notkun hans í sérstakri handbók. „Hann taldi sig vera aö búa til leiðarvísi fyr- ir prentara; hvernig gat hann órað fyrir því að hann væri með uppgötvun sinni að gera okkur, lesendum framtíðar, kleift að skynja hrynjandi og merkingu bæði í bókmenntum og tónlist," segir Manguel að lokum. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.