Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Virkjun mannsins Ekkert þjóðfélag fær þrifist ef því mistekst að virkja það afl sem býr í hugum borgaranna. Sá drifkraftur hugmynda- auðgi, útsjónarsemi, krafts og þors sem mannshugurinn býr yfir, er forsenda framfara og velmegunar þjóðfélaga. Mannauðurinn er mesti aflvaki efnahagslegra framfara. Gífurlegar breytingar hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum, þar sem hvert vígi opinberra afskipta hefur fallið. Á sama tíma hefur ný kynslóð ungra vel menntaðra karla og kvenna haslað sér völl á flestum svið- um þjóðlífsins. Hvergi hafa breytingarnar orðið meiri en á fjármála- markaði, þar sem ungt fólk hefur innleitt ný viðhorf og vinnubrögð. Þar, eins og svo víða, hefur tekist að virkja mannshugann - mannauðinn. Forsenda þessarar þróunar er undanhald ríkisins af fjármálamarkaði og sífellt minni afskipti opinberra aðila. Einkavæðing ríkisbankanna er hafin, þó hún gangi hægar en vonir stóðu til og enginn viti hver framtíðin verður í þeim efnum, enda ræðst hún að nokkru af því hverjir taka við stjórnartaumum að kosn- ingum loknum. Enn er því langt í land að við íslendingar stöndum jafnfætis öðrum þjóðum þegar kemur að þroska fjármálamarkaða. Sú hætta er fyrir hendi að vanþróaður fjármálamarkaður muni öðru fremur draga ur samkeppn- ishæfni íslands á komandi árum. Einhver mikilvægasta breytingin sem orðið hefur á ís- lensku þjóðfélagi á síðustu árum er sjálft hugarfar lands- manna. í stað bölsýni ríkir bjartsýni, í stað uppdráttarsýki hafa einstaklingar og félög öðlast kjark til efnahagslegra framkvæmda. Trúin á framtíðina hefur tekið yfir svart- sýnishjal verðbólguáranna. Þó hefur þessi hugarfarsbreyting ekki náð að festa ræt- ur úti um allt land og það öðru fremur er meginskýring á því hve landsbyggðin stendur höllum fæti gagnvart höfuð- borgarsvæðinu. Verkefhi komandi ára verður því ekki síst að tryggja að bylting hugarfarsins nái út fyrir höfuðborgina og helstu þéttbýlissvæði. Byggðastefna komandi ára og áratuga get- ur ekki tekið mið af því að ausa úr opinberum sjóðum. Slík stefna gerir landsbyggðarmenn, hægt en örugglega, að einhvers konar ölmusumönnum. Byggðastefna framtíðar- innar felst í því að blása mönnum í brjóst bjartsýni og kjark til að takast á við margvísleg verkefni - nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru og eiga að vera fyrir hendi. Öruggasta leiðin er að lofa landsbyggðinni að njóta þeirr- ar uppskeru sem hún hefur sáð til. Virkjun mannshugans er stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar. Eitt ár i samkeppni Stórt skref í frelsisátt var stigið fyrir ári, þegar farsíma- félagið Tal hf. tók til starfa með formlegum hætti. Þar með var einokun Landssímans, áður Pósts og síma, rofin - að minnsta kosti að hluta. Það er fagnaðarefni í hvert skipti sem lögvernduð einokunarvígi falla. Þó enn sé langt í land með að full samkeppni sé í fjar- skiptaþjónustu hér á landi hefur Tal hf. sýnt það og sann- að hve mikilvægt það er að einkaaðilum, innlendum sem erlendum, sé gert kleift að keppa á frjálsum markaði. Sím- notendur, hvort heldur þeir eru viðskiptavinir Tals hf. eða ekki, hafa notið þeirrar samkeppni. Steininn er búið að hola. Næsta skref er að einkavæða Landssímann hf. Eina spurningin sem vert er að svara áður er hvort eðlilegt og skynsamlegt sé að brjóta fyrirtækið upp í tvær einingar, þar sem önnur starfar á samkeppnismark- aði en hin annist dreifikerfið, sem verður öllum opið. Óli Björn Kárason Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. - „Er hún að segja Margréti Frímannsdóttur, talsmanni fylkingarinnar, stríð á hendur?" spyr greinarhöfundur. Borgarstjóri heí- ur valdabaráttu Kjallarínn Björn Bjarnason menntamálaráðherra Sérkennilegt er að fylgjast með framgöngu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arstjóra í Reykja- vík, síðustu daga, þegar við blasir, að fylking vinstri- sinna er að glata trausti. Við allar venjulegar að- stæður hefði mátt ætla, að borgar- stjóri R-listans í Reykjavik, sem er fyrirmynd fylk- ingarinnar, myndi leggja sig fram um að efla samstöðu meðal fylkingar- fólks og hvetja það til samstilltra átaka. Borgarstjórinn hefur hvorki blás- ið til samstöðu né haft hægt um sig. Þvert á móti hefur hún sótt fram með yfirlýsingar um utanríkismál á vörunum. Gengur það eitt þvert á þann ásetning fylkingarinnar að ræða ekki utan- ríkismál í kosningabaráttunni, af ótta við, að slíkar umræður myndu skipta frambjóðendum hennar í ólíka hópa. Þegar hver könnunin eftir aðra sýnir, að fylkingunni hef- ur místekist að afla sér trausts hjá kjósendum, tekur Ingibjörg Sólrún til við að ræða um aðild ís- lands að Evrópusamband- inu! Hvað vakir fyrir henni? Er hún að skerpa skilin milli fylkingarinn- ar og græna framboðsins? Er hún að segja Margréti Frímannsdóttur, tals- manni fylkingarinnar, strið á hendur? Enginn áhugi á aðild Borgarstjórinn getur ekki gert sér vonir um, að hún auki fylgi fylking- arinnar með þessari yfir- „títa verður á yfirlýsingu Ingi- bjargar Sólrúnar um ESB sem inn- legg í valdabaráttu innan fylking- arinnar. Borgarstjóri hefur þegar afskrifad þær Margréti og Jó- hönnu, fylkingin hafí ekki aðeins tapað kosningabaráttunni heldur einnig komandi kosningum." lýsingu. Engir áhugamenn um að- ild að Evrópusambandinu (ESB) greiða fylkingunni atkvæði, þar sem frambjóðendur hennar segja málið ekki koma til álita á næsta kjörtímabili. Margrét Frímannsdóttir segir í DV, að það sé ekki á dagskrá að sækja um aðild að ESB á næsta kjörtímabili, um það sé full sam- staða. Jóhanna Sigurðardóttir seg- ir í DV, að íslendingar eigi ekki að reyna inngöngu í ESB á komandi kjörtímabili. Valdabaráttan hafin Líta yerður á yfirlýsingu Ingi- bjargar Sólrúnar um ESB sem inn- legg í valdabaráttu innan fylking- arinnar. Borgarstjóri hefur þegar afskrifað þær Margréti og Jó- hönnu, fylkingin hafi ekki aðeins tapað kosningabaráttunni heldur einnig komandi kosningum. Leiðtogaskorturinn háir fylk- ingunni mikið. Sighvatur Björg- vinsson ákvað, að Margrét yrði talsmaður, þegar við blasti, að fólkið vildi Jóhönnu sem leiðtoga. Sighvatur telur sig eiga hönk upp í bakið á Margréti og ætlar að leiða fylkinguna, ef svo ólíklega færi, að hún kæmi til álita við srjórnarmyndun. Ingibjörg Sólrún vildi ekki fara í pólitiska forystu fyrir fylkinguna fyrr í vetur, af því að hún taldi hana ekki sigurstranglega. Nú þegar hún telur spádóm sinn vera að rætast, hefði mátt ætla, að hún héldi sér að minnsta kosti til hlés fram yfir kosningar. Hið gagn- stæða gerist. Borgarstjóri kastar stríðshanska á rústum fylkingar- innar á 'viðkvæmasta stígi kosn- ingabaráttunnar. Björn Bjarnason Skoðanir annarra Andstaðan víð gagnagrunninn „Það ber að þakka Stöð 2 fyrir að bjóða upp á klukkutíma langt einvígi um umdeilt samfélagsmál, í þessu tilfelli miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Vonandi verður framhald á löngmn tveggja manna hólmgönguþáttum ... Eftir stendur að þegar jafn ágætum manni og fluggreindum, eins og Sig- mundur Guðbjarnason augljóslega er, mistekst al- gjörlega að koma fram með haldbær rök gegn ís- lenskri erfðagreiningu og miðlægum gagnagrunni, þá fara „leikmenn" endanlega að efast um að slík rök séu yfirleitt fyrir hendi og álykti sem svo að ein- hverjar aðrar ástæður liggi að baki andstöðunni við ÍE, gagnagrunninn og síðast en ekki síst, Kára Stef- ánsson." Jóhannes Sigurjónsson í Degi 4. maí. Fordómar og fáfræðí „Þeir sem býsnast yfir ungmennunum sem flykkj- ast á stórmyndirnar sem virðast hvorki segja sögu né miðla heilli hugsun horfa fram hjá því að unga fólkið er betur inni í heimi margmiðlunarinnar (fjöl- miðlanna, myndbandanna, tölvuleikjanna o.s.frv.) sem þessar myndir eru hluti af og þess vegna lík- legri til að þekkja þann texta, þá frásögn eða þann táknheim sem tiltekin kvikmynd vísar í. Ungmenn- in eru með öðrum orðum yfirleitt betur læs á þessar kvikmyndir en fólkið sem er að gagnrýna þær og því bæði líklegri til þess að vera virkir þátttakendur í sköpun þess merkingarheims sem þær móta og til að vera dómbærari og gagnrýnni á þær. Andúð menn- ingarvitanna á Hollywoodframleiðslunni er því fyrst og fremst fordómar sem, eins og endranær byggjast á fáfræði." Þröstur Helgason í Mbl. 4. maí. Breytt ímynd íslands „Það má marka áberandi breytingar í umfjöllun um ísland í erlendum fjölmiðlum ... Breyttur tónn í skrifum erlendra dagblaða um Island (á þennan veg) er tvímælalaust vísbending um, að landið er að öðl- ast þann sess í hugum erlendra þjóða, að við njótum jafnræðis við aðra, þótt þjóðin sé fámenn ... Hin breytta umfjöllun um ísland og islendinga endur- speglar án efa breytta ímynd þjóðarinnar á alþjóða- vettvangi. Sú nýja ímynd mun koma okkur að gagni bæði í viðskiptalífinu og á sviði menningar og stjórnmálalegra samskipta." Úr forystugreinum Mbl. 4. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.