Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 15 Feluleikur með sum- ar jöf sægreifanna Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. - Hræddir við viðbrögð góðra íslendinga sem líta á gjafakvótann sem mesta ranglæti íslandssögunnar, segir Össur m.a. í grein sinni. Davíö Oddsson og Halldór Ásgrímsson leggja bersýnilega ekki í að tilkynna fyrir kosningar sérstaka sumargjöf til stórút- gerðanna sem felst í ókeypis veiðiheimild- um í Barentshafi fyrir um 7200 tonn af þorski, auk meðafla. í ráðu- neytinu liggja þó drög að úthlutun sem í reynd færir stórútgerð- inni nýjan gjafakvóta sem líklega leggur sig á rétt innan við fjóra milljarða. Ríkisstjórnin þorir hins vegar ekki að birta hana fyrr en eftir kosningar. 3,6 milljarða sumargjöf Jón Baldvin Hannibalsson átti frumkvæðið að því að fyrri ríkis- stjóm hafnaði áformum Þorsteins Pálssonar um að banna íslenskum skipum veiðar á alþjóðlegu haf- svæði í Barentshafi. Veiðamar skil- uðu miklum arði í þjóðarbúið á tímum lægðar í sjávarútvegi og áttu þátt í hversu farsællega íslend- ingar unnu sig upp úr kreppunni. Þær leiddu hins vegar til harðra deilna við Norð- menn, sem lyktaði ekki fyrr en nýlega þegar íslendingar fengu heimildir til að veiða um 9 þús- und tonn af þorski í Barentshafí, auk 30% meðafla. Skv. samningnum þarf að greiða Rúss- um beina leigu fyrir um 1760 tonn af þorski þannig að is- lensk stjómvöld hafa til frjálsrar ráð- stöfunar heimildir fyrir 7230 tonnum. Gangverð á kílói varanlegs þorsk- kvóta er nú í kring- um 720 krónur. Dav- íð og Halldór geta því ráðstafað Smugukvóta sem mætti verðleggja á 5,2 milljarða væri hann innan efiiahagslögsögunnar. Smugukvótinn er þó minna virði. í fyrsta lagi falla heimildimar niður ef heildarkvóti í Barentshaíl fer niður fyrir 350 þús- und tonn. Tíðni þess er hægt að meta í ljósi reynslu og verðfellir kvót- ann sem því nem- ur. í öðra lagi er réttlátt að gera ráð fyrir sérstakri umbun til frum- herjanna, sem hófu veiðarnar fyrsta sumarið í Smug- unni enda veita lögin um út- hafsveiðar frá 1996 heimild tO að ráðstafa 5% kvóta sem fæst utan efnahagslögsögunnar tU þeirra sem hófu veiðarnar. HeUdarmagnið til almennrar ráðstöfunar minnkar að sama skapi. í þriðja lagi er erfiðara að sækja afla í Barentshaf en innan efnahagslögsögunnar og það dregur líka úr verðgUdi kvótans. Á móti þessu vegur þó andvirði meðaflans sem ekki er hér tekið inn í mat á verðmæti Smugukvótans. Þegar aUt er reiknað sýnist mér því ekki ósanngjamt að álykta að heild- arvirði Smugukvótans kunni að vera um 30% minna en samsvar- andi kvóta innan efnahagslögsög- tmnar. Ríkisstjómin er því að búa sig undir að úthluta stórútgerðinni sumargjöf í formi varanlegs Smugukvóta sem má verðleggja á aUt að 3,6 miUjarða króna. Orð Davíðs og Halldórs Alls hafa 90 skip af íslandi veiði- reynslu í Smugunni. Af þeim hafa 29 verið seld eða flögguð út og era því ekki lengur á skipaskrá. En jafnvel þó þau fengju ekkert myndu engin skip fá meira en kringum 300 tonna kvóta yrði byggt á sama kerfi og gjldir fyrir kvóta innan lögsög- unnar. Hjá stórum frystitogara jafn- gUdir þetta svona 2ja vikna úthaldi. Flest skipanna fengju hins vegar minna og sum miklu minna. Einungis örlítiU hluti getur því notað kvóta sinn tU veiða í Smug- unni, og langstærsti hluti aflaheim- Udanna mun því strax ganga kaup- um og sölum. í reynd væri því ekki verið að útdeila raunhæfum veiði- heimUdum heldur ávísunum upp á beinharða peninga. Fyrir þær 60-90 útgerðir sem eiga von um Smugu- kvóta jafngildir þetta að fá ávísun í pósti sem er að meðaltali upp á 40-60 miUjónir. í ráðuneytinu liggur nú ókeypis úthlutun Smugukvótans tU stórút- gerðanna tUbúin á skrUborði fráfar- andi ráðherra. Það væri hægt að birta hana á morgun. En Davíð og HaUdór eru hræddir við viðbrögð góðra íslendinga sem líta á gjafa- kvótann sem mesta ranglæti fslands- sögunnar. Þess vegna er búið að taka pólitíska ákvörðun um að geyma fram yfir kjördag að tilkynna sumargjöfina til sægreifanna. Össur Skarphéðinsson Kjallarinn Össur Skarphéðinsson alþingismaður „í reynd væri því ekki verið að út- deila raunhæfum veiðiheimildum heldur ávísunum upp á beinharða peninga. Fyrirþær 60-90 útgerðir sem eiga von um Smugukvóta jafngildir þetta að fá ávísun í pósti sem er að meðaltali upp á 40-60 milljónir.u Vinstrihreyfingin - grænt framboð: Tryggir kröftugra lýðræði Einkum þrennt aðgreinir Vinstrihreyfmguna - grænt fram- boð frá öðrum stjórnmálahreyfmg- um sem bjóða fram fyrir komandi alþingiskosningar. Velferðin í fyrsta lagi áhersla okkar á að almannaþjónustan sé rekin með hagsmuni almennings að leiðar- ljósi en ekki sem atvinnuvegur í hagnaðarskyni. Þess misskilnings hefur strmdum gætt að við setjum samasemmerki á milli einkavæð- ingar og gamalgróinnar starfsemi á borð við SÍBS, DAS eða annarrar þjónustu sem sprottin er upp úr baráttu sjúklinga eða verkalýðs- samtaka. Slík starfsemi er komin til af þeirri ástæðu einni að knýja á um lausn á aðsteðjandi vanda. Það sem er upp á teningnum nú um stundir er af allt öðrum toga. Með svokallaðri einkafram- kvæmd í velferðarþjónustunni er hugmyndin sú að stofnanir verði reknar eins og hver önnur fyrir- tæki í hagnaðarskyni. Þetta hefur verið reynt erlendis og gefið mjög slæma raun, leitt til hærri tilkostn- aðar fyrir skattborgara og notend- ur enda gefur augaleið að þegar arður er tekinn út úr starfseminni jafnt og þétt er minna til ráðstöfun- ar innan veggja þeirra. í Stjórnarráðinu hafa Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn riðið á vaðið með þessa hugsun með því að bjóða út elliheimili og skóla til einkaframkvæmdar. Aðrir flokkar en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafa ekki hafnað þessu fyrirkomulagi enda þótt fyr- irsjáanlegt sé að þetta sé ávísun á mismunun þegar fram líða stundir með auknum not- endagjöldum. Fyr- ir tilvonandi not- endagjöldum hef- ur ríkisstjórnin gert grein i upp- lýsingariti sínu um einkafram- kvæmd en eitt- hvað minna hefur farið fyrir slíkum upplýsingum í kosningaauglýsingum upp á síðkastið. Náttúruverndin í öðru lagi kemur sérstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fram í áherslu á náttúru- vernd. Við leggjumst gegn virkjun- um í þágu stóriðju en viljum þess í stað fara aðrar leiðir til atvinnusköpunar. Fundir og ráðstefnur sem hreyfxngin hefur efnt til á undanfom- um vikum xim val- kosti í atvinnumálum hafa leitt í ljós að margar áhugaverðar hugmyndir bíða þess eins að komast í fram- kvæmd og hefur þetta aukið mönnum bjart- sýni á þá möguleika sem við eigum ef rétt er á spöðum haldið. Að sönnu vísa allir stjómmálaflokkarnir til þess að þeir vilji sinna náttúruvernd. Vandinn er hins vegar sá að þeir vilja hafa það besta af öll- um heimum, virkja á hálendinu og varðveita náttúruna, undirrita Kyoto en jafnframt reisa verk- smiðjur sem myndu sprengja þann sáttmála í einu vetfangi. Stxmdum þarf að velja og hafna og í kosning- um á að bjóða kjósendum upp á mismunandi kosti í þeim efnum. Utanríkismálin í þriðja lagi greinist Vinstri- hreyfingin - grænt framboð frá öðrum flokkum í utanríkismálum. Við viljum þróa samningana við Evrópusambandið í átt til tvíhliða samkomxxlags um viðskipti, vís- indi, rannsóknir, menningu og menntir en höfnum innlimun í bandalagið. Þá leggjum við áherslu á að efla starf okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, ÖSE og öðr- um þeim vettvangi þar sem þjóðir koma saman á jafnræðis- grxmdvelli en höfnxmi aðild að hernaðar- bandalögum. Það er sláandi að Vinstri- hreyfingin - grænt framboð skxxli axxk húmanista vera eina stj órnmálahreyfingin sem hefxir fordæmt loftárásir Nató á Júgóslavíu og krafist þess að leitað verði annarra leiða til að finna lausn á hinum alvarlegu deilumál- um á Balkanskaga. Niðurstaðan Öllum má síðan vera ljóst að þegar upp hafa komið deilumál um grundvallaratriði á borð við gagna- grannsmálið og auðlindamál hafa eindregnustu talsménn almanna- hagsmuna komið úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Um stefnumál okkar reynum við nú að safna liði. Þá ætti það að vera öllum umhugsxm- arefni sem vilja að slík sjónarmið séu til staðar í íslenskri stjórn- málaumræðu hvort ekki sé rökrétt að veita Vinstrihreyfingunni - grænu framboði brautargengi í komandi kosningum. Slíkt stuðlar að kröftugra lýðræði. Ögmxmdur Jónasson „Um stefnumál okkar reynum við nú að safna liði. Þá ætti það að vera öllum umhugsunarefni sem vilja að slík sjónarmið séu til staðar í íslenskri stjórnmálaum- ræðu hvort ekki sé rökrétt að veita Vinstrihreyfingunni - grænu framboði brautargengi í komandi kosningum.“ Kjallarinn Ögmundur Jónasson efsti maður á U-lista í Reykjavík Með og á móti Braut íslenska ríkiö gegn ákvæöum EES-samnings- ins meö setningu gagna- grunnslaganna? Heftir framfarir? Já, ég tel að svo sé. Við erum að óska eftir úrskurði frá Eftirlits- stofnun EFTA um samkeppn- issjónarmiðin en jafnframt viljum við að stofnunin kynni sér mál- ið í heild og Pótur Hauksson, varaformaður Mannverndar. taki afstöðu til þess. Við báðum um flýtimeðferð og nú bíðum við úrskurðar. Samkeppnistofnxm hefúr gefið út það álit sitt að gagna- grunnslögin brjóti í bága við samkeppnissjónarmið og menn hafa velt því fyrir sér hvort sér- leyfi á þessu sviði muni hefta eðlilegar framfarir í erfðavísind- um í framtíðinni. Reyndar er ég einnig á þeirri skoðun að gagna- grunnslögin stangist á við til- skipun Evrópusambandsins um persónuvemd. Aðahnálið er þó aö þetta er brot á almennum siðareghxm og visindavenjum. Þá er vont að réttur þeirra sem ekki geta hafnað þátttöku í grxmninum er ekki varinn í gagnagrunnslögxmxxm. Á meðan þessi atriði eru enn óljós hvetj- um við almenning til að hafna þátttöku i gagnagrunninum með því að fylla út eyðublað land- læknis og senda til hans. Brýtur ekki gegn EES „Þann 20. ágúst í fyrra lét ég ásamt fé- laga mínum, Karli Axels- syni hæstarétt- arlögmanni, í té lögfræðiálit þar sem fjallað var um það m.a. hvort frumvarpið um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, eins og það var þá, bryti gegn ákvæðum í EES-samningn- um. í þeirri álitsgerð var færðxir fram ítarlegur rökstuðningur fyrir því að fhimvarpiö stæöist samninginn. Meðal annars var þar sérstaklega fjallað um sam- keppnisreglur samningsins og raunar önnur þau ákvæði hans sem til greina gat komið að frum- varpið bryti í bága viö. Nokkru síðar skilaöi Lagastofnun Há- skólans lögfræðiáliti um frum- varpið þar sem komist var að sömu niðurstöðu um þessi efni. Þær breytingar, sem gerðar voru á frumvarpinu eftir að þessi álit voru skrifuð, breyta engu um niðurstöður álitanna. Með vísan til þessa tel ég ljóst að lögin standist allar skuldbindingar ís- lands samkvæmt EES-samningn- Jón Steinar Gunn- laugsson hœsta* réttarlögmaöur. -EIR/-SÁ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfxmda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efhi á stafrænu formi og i gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.