Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Side 17
16 + MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999 MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999 3V Sport Sport % NBA-DEILDIN Charlotte-Philadelphia . . . .117-110 Jones 28, Campbell 18, Phills 17 - Iver- son 39, Geiger 22, Hughes 13. Miami-Atlanta...............93-79 Mashbum 18, Brown 16, Hardaway 15 - Smith 21, Long 17, Blaylock 14. Houston-Mlnnesota .........100-83 Dickerson 31, Mobley 18 - Garmett 18, Brandon 17, Smith 11. Indiana-CIeveland..........100-78 Miller 24, Smits 14 - Butler 19, Sura 16. Milwaukee-Toronto...........99-86 Allen 19, Traylor 15 - Carter 26, Willis 13. Utah Jazz-LA Clippers......99-82 Malone 29, Russell 18 - Piatkowski 18, Hudson 15. Portland-San Antonio .......81-87 Sabonis 18, Jackson 15 - Robinson 29, Johnson 18. Seattle-DaUas.............110-100 Payton 24, Maclean 18 - Finley 34, Davis 21. -JKS Knattspyrnuferill Gunnars Más Mássonar er á enda: Lék brotinn - þessum kafla í lífi mínu er lokið, segir Gunnar Már Gunnar Már Másson hefur neyðst til að leggja knattspymu- skóna á hilluna, 27 ára gamall, í kjölfar fótbrots sem hann varð fyrir í lok mars á síðasta ári. Hann gekkst undir uppskurð í gær og ljóst er að hann leikur ekki knattspymu framar. Gunnar Már, sem er Valsmaður að upplagi, var nýbúinn að skipta yfir til Keflvíkinga eftir að hafa leikið með Leiftri um árabil. Hann lék tvo fyrstu A-landsleiki sína í árslok 1997 og útilitið virt- ist bjart en þá dundi reiðarslagið yfir. „Þetta var í leik gegn Selfossi í deildabikamum. Ég var með bolt- ann út við hliðarlínu þegar Sel- fyssingur kom og skriðtæklaði mig með báðum fótum. Hann hitti mig beint á aftari fótinn sem var í lausu lofti,“ sagði Gunnar Már við DV eftir uppskurðinn í gær. „Eg fór til tveggja sérfræöinga og fékk þann úrskurð að ég væri tognaður. Ég var sprautaður við bólgum og spilaði æfingaleik gegn Víkingi en var sárþjáður. Það var svo loks þegar fjórði sérfræðing- urinn, Brynjólfur Jónsson, skoð- aði mig að hann tilkynnti mér að ég væri fótbrotinn. Ég hafði þá spilað og æft þannig og gert illt verra. Ég hélt alltaf í vonina og ætlaði að spila með Keflavík í sumar, en það verður ekki af því. Ferlinum er endanlega lokið og nú finn ég mér ný viðfangsefhi. Mig hefúr verkjað í fótinn í heilt ár. Við uppskurðinn komu í Ijós samgróningar við beinbrotið og klemmdar taugar. Auðvitað er maður sár, en það gera allir mis- tök. Það er enginn fúllkominn. Keflvíkingar eiga hrós skilið fyrir góða framkomu allan tím- ann. Þjálfarar og stjómarmenn hafa verið í stöðugu sambandi við mig og það er sárt að geta ekki endurgoldið þeim það með góðum leikjum í Keflavíkurbúningnum. Þessum kafla í lífi mínu er lok- ið en ég er ánægður með það sem fótboltinn hefur gefið mér. Það mikilvægasta er að hann hélt mér frá slæmum félagsskap og óreglu á viðkvæmum aldri. Fyrir það er ég þakklátur," sagði Gunnar Már Másson að lokum við DV. -VS Vandræði í Grindavík Ljóst er að Grindvíkingcir verða í vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrstu umferðum úrvalsdeildarinnar í knattspymu því sex leikmenn em meiddir og hæpið að þeir verði tilbúnir í tæka tíð. Þeir Albert Sævarsson markvörður, Bjöm Skúlason, Ólafur Ingólfs- son, Gunnar Már Gunnarsson, Júlíus Danielsson og Ámi Stefán Bjöms- son em allir meiddir og horfumar með flesta þeirra ekki góðar fyrir fyrstu umferðina. Þá er óljóst hvort Paul McShane getur leikið með liðinu í sumar vegna slæmra meiðsla. Þá ætluðu Grindvíkingar að fá tvo leikmenn frá Júgóslaviu en vegna stríðsins þar er allt fast og ólíklegt að þeir komi. -VS Mikael Nikulásson úr Fylki og Sigurður Sighvatsson úr Víkingi eigast við í leik liðanna í deildabikarnum í gærkvöld. Fylkir vann öruggan sigur og mætir KR eða Leiftri í undanúrslitum. DV-mynd Hilmar Þór FRAMS0KNARFL0KKURINN Vertu með á miðjunni r*L ENGLAND Ian Wright hjá West Ham fær að öllum llkind- um átta leikja bann þegar aganefnd knattspymu- sambandsins tekur mál i hans fyrir. | Wright sýndi ósæmilega hegðun þegar honum var sýnt rauða spjaldið gegn Leeds um síðustu helgi. Hann fór m.a. inn í búningsherbergi dómarans og olli þar usla. Ef átta leikja bann verður niðurstaða leik- ur Wright ekki meö West Ham fyrr en í október. Þjálfarar þriggja íslendingaliða voru útnefndir knattspymustjórar aprílmánaðar í ensku knattspyrn- unni í gær. ÍB-deildinni var þaö Graham Taylor hjá Watford, i C- deildinni Ray Graydon hjá Walsall og í D-deildinni Ron Noa- des hjá Brentford. Guöni Bergsson er aftur kominn á sjúkralistann hjá Bolton en hann varð fyr- ir meiðslum í leiknum gegn Wolves um helgina. Ólík- legt þykir í dag að Guðni verði tilbúinn í leikinn gegn Portsmouth á sunnu- daginn en þá fer fram lokaumferð- in i B-deildinni. Staða Bolton vænkaðist í gær- kvöld þegar Wolves náði aðeins 0-0 jafntefli i Grimsby. Bolton keppir við Watford og Wolves um tvö sæti í úrslitakeppninni um sæti i A- deildinni og úrslitin í gærkvöld þýða að Bolton kemst þangað með sigri, sama hvemig fer hjá hinum tveimur. Walsall og Fulham, sem þegar era komin upp I B-deild, skildu jöfn í C-deildinni, 2-2, í gærkvöld. Bjarnólfur Lárusson lék allan leikinn með Walsall og Sigurður Ragnar Eyjólfsson síðasta korter- ið. Lárus Orri Sigurðsson var ekki i liði Stoke sem tapaði, 1-0, fyrir Oldham. Hermann Hreiðarsson skoraði fyrir Brentford með þrumuskalla í 4-1 sigri á Swansea í gærkvöld. Brentford, sem hefur þegar tryggt sér sæti í C- deildinni, náði með þessu foryst- unni í D-deildinni og mætir Cambridge í hreinum úrslitaleik um meistaratitilinn í lokaumferð- inni um helgina. -JKS/GH/VS Fejukin kemur og ræðir við Framara - þjálfaði meistaralið CSKA Moskva í 10 ár Þjálfaramálin hjá hand- knattleiksliði Fram munu væntanlega skýrast á næstu dögum. Framarar hafa verið í viðræðum við rússneskan þjálfara og kemur hann til landsins um næstu helgi. Þjálfarinn sem hér um ræðir heitir Fejukin og er 42 ára gamall. Hann hefur náð hreint frábærum árangri með eitt sigursælasta lið heims í gegnum árin, CSKA Moskva, og þjálfaði liðiö þar til í fyrra eða í 10 ár. Fejukin mun dvelja hjá Fram í 7-10 daga og stjóma æfingum hjá liðinu. Að þeim tíma liðnum munu Framarar taka ákvörð- un um hvort þeir semja við Rússann. Ólympíumeistari með liði Sovétmanna Fejukin var ungur er hann sneri sér að þjálfún. Hann á að baki Ólympíumeistaratitil með landsliði Sovétríkjanna og lék um tima með Andrei Astajev, sem lék með Fram í vetur. Framarar voru fyrr á þessu ári að spá í Fejukin en lögðu þau mál til hliðar um tíma. Á dögunum höföu þeir síðan samband við Rússann og hann var reiðubúinn að koma til Fram til reynslu. Samkvæmt heimildum DV er mikill áhugi innan hand- knattleiksdeildar að samn- ingar takist við Fejukin og hafa þá Framarar augastað á Heimi Ríkarðssyni sem að- stoðarmanni hans. Heimir hefur skilað góðu starfi við unglingaþjálfun hjá Fram og er hlynntur því að verða að- stoðarmaður Rússans ef samningar ganga eftir. Heimildir DV herma að það fari eftir vilja næsta þjálfara Fram hvort Andrei Astajev verður áfram leik- maður með Fram á næstu leiktíð. Framarar voru mátulega ánægðir með Astajev á síðustu leiktíð en hann átti mjög misjafna leiki með liðinu. -SK Bland * i p oka Þrír af lykilmönnum Vals eru meiddir og verða ekki tilbúnir —......----— .... i**~ þegar liðið mætir Breiðabliki í fyrstu umferð úrvalsdeild- arinnar i knatt- spyrnu þann 20. maí. Lárus Sigurðsson, markvörður og fyrir- liði, er ekki búinn að jafna sig eftir upp- skurð á hné og endurkoma hans gæti jafnvel dregist íram eftir sumri. Hjörvar Hafliðason, sem Valur fékk frá HK, mun verja mark Valsmanna, að minnsta kosti í fyrstu umferðunum. Miðjumaðurinn Ólafur Stígsson er með trosnuð liðbönd og er frá æfingum og keppni, og varnarjaxlinn Bjarki Stef- ánsson hefur ekkert æft að undanfómu vegna þrálátra meiðsla i nára. % Bayern Munchen er einum sigri frá þýska meistaratitlinum í knattspyrnu eftir 0-2 sigur á Stuttgart í gærkvöld. Mehmet Scholl og Carsten Jancker skoruðu mörkin. Kaiserslautern vann Bremen, 4-0, Frankfurt og Hamburger gerðu jafntefli, 2-2, og Mönchengladbach og Rostock, 1-1. Bordeaux komst á topp frönsku A-deild- arinnar knattspymu með 2-4 sigri á Lens i gærkvöld á meðan Marseille tapaði, 2-1, fyrir Paris SG. Bordeaux er meö 65 stig og Marseille 64 þegar tveimur umferðum er ólokið. -VS Fýlkir og IBV áfram Fylkir byrjar árið 1999 afar vel og er á góðri leið með að fara í úrslit á öllum 4 mótum ársins til þessa. í gær unnu Árbæingar Víkinga 3-0 í 8 liða úrslitum deildabikarsins á Fylkisvelli en þeir eru komnir í úrslit Reykjavíkurmótsins og búnir að vinna bæði íslands- og Reykjavikurmótin innanhúss. Vamarmaður Víkinga, Amar Hallsson, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Mikael Nikulásson kom síðan Fylki 2-0 yfir í fyrri hálfleik. Víkingar fengu viti í hálfleiknum en Kjartan Sturluson varði frá Sumarliða Árnasyni. í lok leiksins gulltryggði Hrafnkell Helgason sigur heimamanna. ÍBV marði sigur á ÍR, 5-4, í roki og rigningu á grasvellinum við Helgafell í Eyjum. Staðan var 3-3 í hálfleik og ÍR komst í 3-4 í seinni hálfleik. Varamað- urinn Sindri Grétarsson skoraði sigurmark ÍBV fimm mínútum fyrir leikslok. Jóhann G. Möller, Siglfirðingurinn ungi, skoraði þrennu fyrir ÍBV í fyrsta leik sínum meö liðinu á heimavelli og Steingrímur Jóhannesson skoraði eitt mark. Jón Auðunn Sigurbergsson skoraði tvö marka ÍR-inga og þeir Njörður Steinarsson og Sævar Þór Gíslason gerðu eitt hvor. KR og Leiftur leika á KR-velli í kvöld og sigurlið- ið mætir Fylki. ÍA og Þróttur R. leika á Akranesi og sigurliðið mætir Eyjamönnum. -ÓÓJ/VS viotal vio Oldu Bjork „Það er búið að rakka mig niður í fjölmiðlum" W% % A ffKl. J1 Bland I poka Flest bendir til þess aö Jak- ob Már Jónharösson, fyrir- liði Keflvík- inga 1997, geti byrjað að. spUa með þeim i úrvals- deildinni í knatt- spymu seinni part- inn í júní. Jakob gekk til liðs við Helsingborg i Sví- þjóð á síðasta ári en missti af nær öUu tímabUinu vegna meiðsla og er kominn aftur heim. Einn af fastamönnum Kefla- víkur f fyrra, Snorri Már Jónsson, missir af fyrstu leikjum timabilsins. Hann gekkst fyrir skömmu undir uppskurð vegna kviðslits. Ástralska knattspymu- sambandið hefur mikinn áhuga á því að fá Englend- inginn Roy Hodgson i starf landsliðs- þjálfara. ______________ Hodgson er þessa dag- ana tímabundið við þjálfun hjá Inter en verður einung- is þar tU loka tímabilsins. Hodgson var sem kunnugt er rekinn frá Blackburn á miðjum vetri. Guðleif Harðardóttir úr ÍR setti nýtt íslandsmet i sleggjukasti á kastmóti ÍR í Laugardal í fyrrakvöld. Guðleif, sem er 20 ára göm- ul, bætti eigið met þegar hún kastaði sleggjunni 44,69 metra en gamla metið sem hún setti síðastliðið haust var 41,46 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR setti bæði drengja- og unglingamet í kringlukasti á þessu sama móti. Óðinn þeytti kringlunni 54,72 metra. Hann bætti eigið drengjamet í flokki 18 ára og met Vésteins Hafteins- sonar landsliðsþjálfara í flokki 20 ára og yngri en það var'54,60 m. Öðinn er aðeins 17 ára gamaU og hef- ur þegar skipað sér í röð bestu kastara heims i flokki 19 ára. Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður úr Aftureld- ingu, getur ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæð- um og hefur Þorbjöm valið Sebastian Alexandersson úr Fram í hans stað. íslend- ingar mæta Norðmönnum á laugardaginn og sama dag leika Danir og Svíar. Sigur- vegaramir leika svo tU úr- slita á surmudaginn en tap- liðin leika um þriðja sætið. Rússinn Jevgeny Kafelni- kov er kominn á topp heims- listans í tennis. Borís Jelt- sin, forseti Rússlands, var ánægður þegar hann frétti þetta og sendi Kafelnikov heUlaóskaskeyti. „í fyrsta skipti í 122 ára sögu tennis- íþróttarinnar er það Rússi sem er sá besti. Þetta er sig- ur fyrir íþróttina. Ég var sjálfur í tennis og ég geri mér alveg grein fyrir því hversu erfitt er að ná svona árangri," segir í skeytinu. -VS/JKS/GH Ferguson samdi viö United: Hálfa milljón í vasann á dag Alex Ferguson gerði í gær nýjan þriggja ára samning við Manchester United og gildir samningur hans til júlí 2002. Ferguson hefur stýrt United-liðinu í 13 ár. Undir hans stjóm hefur félag- ið fjórum sinnum orðið enskur meist- ari, þrívegis bikarmeistari, einu sinni Evrópumeistari bikarhafa og einu sinni deildarbikarmeistari. Á þessu tímabili getur Ferguson bætt þremur bikurum í safnið en United er í úrslit- um í Evrópukeppninni og ensku bik- arkeppninni og í baráttunni um Eng- landsmeistaratitilinn. Rætt hefur ver- ið um það í fjölmiölum að laun Fergu- sons verði 500 þúsund krónur á dag eða 15 milljónir króna á mánuði. Sam- tals mun hann þéna 540 milljónir króna á samningstímabilinu. „Eg er mjög ánægður með að þessi mál eru frágengin. Vilji minn til að sigra er enn til staðar og ég mun leggja mitt af mörkum til að næstu þrjú ár verði jafn góð í sögu United og þau þrettán sem að baki eru,“ sagði Alex Ferguson, eftir að hafa skrifað undir samninginn. Hann verður sex- tugur þegar samningurinn rennur út í júní árið 2002. Martin Edwards, stjórnarformaður United, sagðist í gær í skýjunum með að hafa tryggt það að United nyti starfskrafta Fergusons næstu þrjú árin. „Nú er þetta frágengið og næsta mál að styrkja liðið. Ef Ferguson vill fé til kaupa á leikmönnum þá fær hann það fyrir næsta keppnistímabil," sagði Edwards. -SK/-JKS f'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.