Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999 Sport ^LfJ W i \ i" rm 9W/*1 % ^ i Islands og bikar- meistarar Keflavíkur í drengjaflokki 1999. Þetta var tíundi titilinn af 12 mögulegum hjá þessum árgangi á síðustu átta árum eða frá árinu 1992. Efri röð frá vinstri: Davíð Þór Jónsson, Gísli Einarsson, Jón Norðdal Hafsteinsson, Sævar Sævarsson, Magnús Gunn- arsson, fyrirliði, og Davíð Grissom þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Daníel Þórðarson, Hákon Magn- ússon, Sæmundur Jón Oddsson, Marteinn Sigurðsson og Sig- urður Sigurbjörns- son. DV-mynd E. Ól. Drengjaflokkur Keflavíkur sigursæll: Tíundi - titillinn hjá þessum árgangi Jj Magnús Gunnars- son, fyrir- liði Keflvík- inga og lyk- I ilmaður í úr- slitaleikjunum gegn KR, lyftir hér íslandsbik- arnum hátt á loft. Magnús gerði 45 stig, tók 10 fráköst, gaf 6 stoðsendingar, hitti úr 7 af 16 3 stlga skotum sínum og 12 af 14 vítum sínum. í ár stóö einvígið í drengjailokki í körfubolta milli Keflavíkur og KR og fór svo að Keflvíkingar höfðu betur 1 báðum úrslitaleikjum, 69-67 í islands- mótinu og 89-72 í bikarkeppninni. Þessi 1981-árgangur hjá Keflavík hefur verið afar sigursæll frá því að þessir strákar byrjuðu saman i minni- bolta 10 ára 1992 og alls tekið 10 titla frá þeim tíma. Keflavíkurstrákarnir hafa unnið 7 af 8 mögulegum Islands- meistaratitlum og 3 af 4 bikarmeist- aratitlun og öll árin átta unnið ein- hvern titil. Úrslitaleikur bikarsins fór fram á sumardaginn fyrsta. Keflvíkingar mættu þar ákveðnari til leiks og KR- ingar áttu aldrei möguleika. Keflavík vann leikinn, 89-72. Fyrirliði Kefla- víkur, Magnús Gunnarsson, átti mjög góðan leik, skoraði 25 stig en Sæ- mundur Oddsson, sem seinna þann dag lyfti íslandsmeistarabikarnum með meistaraflokknum, skoraði 17 stig, tók 15 fráköst, gaf 7 stoðsending- ar, stal 5 boltum og varði 3 skot. Hjá KR bar mest á Magna Hafsteinssyni sem skoraði 19 stig og tók 18 fráköst. Keflvík- ingar gerðu 11 3ja stiga körfur í leiknum, þar af Magnús Gunn- arsson 5 og Davíð Þór Jónsson 4. í úrslitaleiknum um íslands- bikarinn var aftur á móti spenna allan tímann en það var Sæmundur Oddsson sem tryggði Keflavík titilinn er hann stal boltanum i lokin og skoraði síð- an úr tveimur vítum í framhaldi af því. Magnús gerði 20 stig og Sæmundur 17 en Jakob Sigurðar- son gerði 22 stig fyrir KR og Magni 16. KR-ingar léku leikinn mjög vel en voru óheppnir. Árgangur 1981 hjá Keflavík vann þvi tvöfalt annað árið í röð. en þessi árgangur hefur verið samfleytt íslandsmeistari frá 1992 nema árið 1997 er KR hreppti titil- inn í 10. flokki. -ÓÓJ o i Tinna Jökulsdóttir, fyrirliði bikarmeistara Fylkis í 4. flokki kvenna, brosandi og ánægð • með bikarinn í leikslok. i ! IR-ingar eru Islandsmeistarar í 6. flokki karla í ár. Þeir unnu FH, 7-5, í úrslitaleik. Fylkir varð bikarmeistari í 4. flokki kvenna með þvíað leggja Fram að velli, 11-9 , í úrslitaleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.