Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 26
4 42 MIDVIKUDAGUR 5. MAI1999 Afmæli Ragnheiður Þorgeirsdóttir Ragnheiður Þorgeirsdóttir, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, er ní- ræð í dag. Starfsferill Ragnheiður fæddist í Stykkis- hólmi. Hún ólst upp á Helgafelli og gekk í forskóla í sveitinni. Hún vann við öll almenn sveitastörf og var einn vetur vinnukona í Reykja- vik. Ragnheiður hóf búskap á Helga- felli 1936. Hún starfaði í Kvenfélag- inu Björk í Helgafellssveit, Kvenfé- lagasambandi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og í orlofsnefnd húsmæðra. Þá stundaði hún einnig venjuleg sveita- og húsmóðurstörf, en mikill gestagangur var á Helgafelli, ásamt því að ala upp mörg börn. Fjölskylda Ragnheiður kvæntist 14.6. 1933 Hinriki Jó- hannssyni bónda, f. 16.2. 1905. Foreldrar hans eru Jóhann Magnússon og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, bændafólk í Drápuhlíð, Helgafellssveit. Börn Ragnheiðar og Hinriks eru Auður f. 28.4. 1934, húsmóðir, hún var gift Axel Andréssyni, d. 15.10. 1994, og eiga þau 7 börn: björg, f. 28.10.1936, síma- vörður, gift Friðriki Her- mannssyni, og eiga þau 4 börn; Birgir, f. 25.5. 1940, bílstjóri, giftur Fjólu Gísladóttur, og eiga þau 4 börn; Hjörtur, f. 1.2. 1944, bóndi á Helgafelli, hann var giftur Kristrúnu Guðmunds- dóttur, d. 29.7. 1993, og eiga þau 7 börn; Gunnar, f. 11.11. 1946, bílstjóri, giftur Benidiktu Guð- jónsdóttur; Sjöfn, f. 5.1. 1948, starfsstúlka á Sjúkrahúsi Stykkis- ; Ingi- hólms, gift Jónatan Sigtryggsyni, og Ragnheiður Þorgeirsdóttir. Nýr umboðsmaður Búðardalur Víðir K. Kristjánsson Gunnarsbraut 5 sími 434-1222 Framsókn fíkniefnum FRAMSOKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblaö DV þarf þó aö berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag dfttmil///)/^ Smáauglýsingar 550 5000 eiga þau 3 börn; Haraldur, f. 12.6. 1952, verkamaður, hann var giftur Bryndísi Sigurðardóttur, d. 17.1. 1986, og siðar Höllu Júlíusdóttur. Haraldur á 2 börn. Þá ólu Ragnheið- ur og Hinrik upp fósturson, Brynjar Olgeirsson, f. 13.11.1954, verkstjóra, en hann er giftur Guðnýju Lúðvíks- dóttur og eiga þau 3 börn. Ragnheiður á fimm systkini: Sig- urð, f. 31.5. 1912; Bergþóru, f. 28.4. 1914; Björn, f. 27.7. 1917; Snorra, f. 26.4. 1925, og Njál, f. 11.11. 1927. Foreldrar Ragnheiðar voru Þor- geir Jónasson, f. 1.4. 1881, d. 18.4. 1961, bóndi Helgafelli, og Ingibjörg Björnsdóttir, f. 28.8. 1885, d. 22.7. 1972, húsmóðir Helgafelli. Fréttir Veikur sjómaður sóttur á haf út DV, Suðurnesjum: Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði sótti 3. maí veikan sjó- mann um borð í olíuflutningaskipið Stapafell sem statt var um níu sjó- mílur út af Reykjanesi. Það var björgunarskipið Hannes Hafstein, sem björgunarsveitin hefur til af- nota, sem sótti manninn. Baldur Baldursson, sjúkraflutn- ingamaður frá Brunavörnum Suð- urnesja, fór með og er það í fyrsta sinn sem sjúkraflutningamaður fer með út í skip að sækja sjúkling því hingað til hafa þeir sótt sjúklinga niður á bryggju þegar komið er með þá að landi. „Ferðin gekk vel. Við hlúðum að sjúklingnum og vorum í beinu símasambandi við lækni á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja sem við gátum ráðfært okkur við ef með þurfti. Það sem er jákvætt við að fara um borð er að við erum með betri tæki og þekkingu i ummönn- un sjúkra heldur en björgunarsveit- armennirnir. Þeir kunna þó vel sitt fag en þarna nýtist þekking beggja aðila betur," sagði Baldur. Komið var með sjúklinginn að landi í Sandgerði klukkan rúmlega 20 um kvóldið og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. -AG Færeyska dýpkunarskipiö Vitln i Fiskihöfninni á Akureyri. DV-mynd gk Dýpkun Fiskihafnarinnar á Akureyri: Færeyingar á eftir áætlun DV, Akureyri: Færeyska dýpkunarfyrirtækið Sandgrevskur, sem sér um dýpkun Fiskihafnarinnar á Akureyri, er talsvert á eftir áætlun með það verk, en því átti að vera lokið um þetta leyti. Ýmislegt hefur orðið til að tefja fyrir Færeyingunum, s.s. bilanir um borð í skipinu Vitin sem notað er til verksins og að hluti jarðvegs- ins sem dælt er upp hefur reynst vera finkornaðri en álitið var fyrir- fram. Alls verður dælt upp 75-80 þúsund rúmmetrum í þessum áfanga og er reiknað með að Færey- ingarnir ljúki verki sínu um mitt sumar. Næsti áfangi við Fiskihöfn- ina verður að ljúka við að rífa bygg- ingar á svæðinu og hefja þar dýpk- un. Tll hamingju með afmælið 5. maí 75 ára______________ Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Öldugerði 18, HvolsvellL Erlendur J. Jónsson, Álfheimum 54, Reykjavík. Guðný Bergsyeinsdóttir, Ólafsvegi 34, Ólafsfirði. Halldór Ebenezersson, Sundstræti 31, ísafirði. Ejartan Ólafsson, Hlaðhamri 2, Bæjarhreppi Ólafur Ólafsson, Öldugerði 18, Hvolsvelli. Sesselja Þorsteinsdóttir, Vlðilundi 20, Akureyri. Þórir Duvíðsson, Akurgerði 18, Reykjavík. 70ára Borgþór S. Olsen, Hraunbæ 51, Reykjavík. Gunnar G. Einarsson, Skeiðarvogi 19, Reykjavík. Gunnar verður að heiman í dag. Lúðvík R.K. Guðmundsson, Keilufelli 23, Reykjavík. Óskar Guðmundsson, Æsufelli 4, Reykjavík. Sigurgeir Ingimarsson, Borgartanga 3, Mosfellsbæ. 60ára Guðrún Jónasdóttir, Suðurbraut 16, Hafnarflrði. Halldór Hafsteinsson, Úthaga 11, Selfossi. Sigrún Garðarsdóttir, Lækjamóti, Ljósavatnshreppi. 50 ára milli Helgi Eyjólfsson, Einibergi 9, Hafnarfirði. Helgi tekur á móti gestum í Frimúrarahúsinu, Ljósutröð 2, laugard. 8.5. kl. 17 og 20. Halldóra Sigurðardóttir, Mávanesi 23, Garðabæ. Systkinin Júlíana G. Kristjánsdóttir, Stapasíðu 4, Akureyrí, og Bjarni Kristjánsson, Veghúsum 31, Reykjavík. Sigurður Arnórsson, Lágmúla 7, Reykjavík. Þorsteinn S. Ásmundsson, Logafold 96, Reykjavík 40 ára Gróa Erla Rögnvaldsdóttir, Tröð, Borgarbyggð. Heimir Sæberg Loftsson, Engihjalla 25, Kópavogi. Helga B. Hallgrímsdóttir, Fögrubrekku 31, Kópavogi. María M. Sigurðardóttir, Álfatúni 35, Kópavogi. Tómas Rúnar Andrésson, Versturgötu 71b, Akranesi. I í I I gtUMFERÐAR * ±

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.