Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Síða 29
I>V MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 45 María Páls- dóttir og Stef- án Karl Stef- ánsson í hlut- verkum sínum. Krákuhöllin Þriðja sýning á Krákuhöllinni, sem er lokaverkefni Nemendaleik- hússins, verður annað kvöld í Lindarbæ. Krákuhöllin er nýtt is- lenskt leikrit eftir Einar Örn Gunnarsson og er þetta fyrsta leikritið sem hann semur, en Ein- ar Örn hefur áður sent frá sér skáldsögur. Átta persónur koma við sögu í leikritinu. Það sem sameinar þessar persónur er hús- ið sem þær búa í, Krákuhöllin. Bréfberinn Frans gegnir lykilhlut- verki. Hann er einlægur og hrein- skiptinn og ávallt fús til að hjálpa og hughreysta íbúa hússins. Hann lagfærir t.d. handrit rithöfundcU'- ins Arons svo úr verður athyglis- verð bók og er mælikvarði mynd- listarkonunnar Önnu á eigin verk. En Jónatan aðstoðarlæknir sækist líka eftir vináttu Önnu og í því skyni gerir hann Frans tor- tryggilegan í augum hennar og annarra íbúa hússins. Leikhús Leiklistarnemarnir sem fara með hlutverkin átta eru Egill Heið- ar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Har- aldsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Mar- ía Pálsdóttir, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason. Kappræður Junior Chambers, Hafnarflrði, efnir til rökræðueinvígis annað kvöld kl. 20.30 í Hraunholti að Dals- hrauni 15. Frambjóðendumir Guð- mundur Árni Stefánsson, Samfylk- ingunni, og Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, munu eigast við í kappræðum. Myndir í úrklippubók- um amerískra kvenna I dag kl. 17 flytur Susan Tucker bókasafnsfræðingur fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í kvennafræð- um við Háskóla íslands. Susan Tucker hefur tvo undanfama mán- uði stundað rannsóknir við Borgar- skjalasafn. Fyrirlesturinn nefnist: Varðveisla minninga. Orð og mynd- ir í úrklippubókum amerískra kvenna. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Byltingarkenndur örgjörvi Verkfræðideild Háskóla íslands og Opin kerfi hf. boða til háskólafyrir- lesturs þar sem Jim Davis, fram- kvæmdastjóri þróunardeildar Hew- lett-Packard, fjallar um þróun Merced, nýs byltingarkennds ör- gjörva sem HP og Intel eru að þróa í sameiningu og mun koma á markað árið 2000. Fyrirlesturinn er á morg- un og hefst kl. 13 í stofu 101 í Odda. Samkomur ITC deildin FÍFA ITC-deildin Fifa heldur fund í kvöld kl. 20.15 í sal Kvenfélags Kópa- vogs að Hamraborg 10, 2. hæð, Kópa- vogi. Fundurinn er öllum opinn. Almenn skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyr- ir námskeiði í Edmennri skyndihjálp sem hefst á morgun kl. 19. Kennslu- dagar eru, auk morgundagsins, 10. og 11. maí. Námskeiðið, sem telst vera 16 kennslustundir, er haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Þátttaka er öll- um heimil, 15 ára og eldri. Skemmtanir Fogetinn: Bubbi í tuttugu ár Um þessar mundir er Bubbi Morthens að halda upp á 20 ára starfsafmæli sitt sem atvinnutón- listarmaður. Bubbi hefur verið í fremstu víglínu í tónlistarheimin- um allan sinn feril og komið víða við. í tilefni af stórafmælinu ætlar Bubbi að fara yfir ferilinn í formi tónleikaraðar á Fógetanum í Aðal- stræti. Tónleikarnir verða sextán talsins og voru þeir fyrstu haldnir síðastliðinn mánudag og var troðið út úr húsi, þar sem Bubbi rifjaði upp ísbjarnarblús og fléttaði saman við með glænýju efni. Seinni yfir- ferð ísbjarnarblússins verður í kvöld og hefjast tónleikamir kl. 10 stundvíslega. Næstu tvo mánuði getur fólk rifjað upp minningar með Bubba og fengið að heyra nýtt efni á mánudags: og miðvikudagskvöldum á Fógetanum. Bubbi Morthens. Heldur áfram að rifja upp feril sinn. Vortónleikar Samkórs Vestmannaeyja Samkór Vestmannaeyja heldur sína árlegu vortónleika í kvöld kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu í Vest- mannaeyjum. Á hressilegri og fjöl- breyttri efnisskrá eru meðal annars Eyjalög, bítlalagið Follow the Sun, Braggablús, Austurstræti og Capri Katarína. Hljómlistarmenn koma fram í nokkrum laga kórsins. í kórnum eru um 40 söngfélagar og stjómandi er Bára Grímsdóttir. Rigning eða súld Um 600 km suðvestur af Reykja- nesi er 985 mb lægð sem þokast norðvestur og grynnist en við Lófót er 1033 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður suðaustankaldi eða stinningskaldi, rigning eða þoku- súld með köflum sunnan og austan til, en skýjað að mestu norðan- og norðvestanlands og þurrt að kalla. Hiti á bilinu 7 til 13 stig, hlýjast norðan heiða. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og súld eða rigning með köflum. Hiti 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.04 Sólarupprás á morgun: 04.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.25 Árdegisflóð á morgun: 09.48 Veðrið kl. Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg i í morgun: alskýjaó 9 skýjaö 9 alskýjaö 7 8 þoka 8 rigning 8 alskýjaö 7 rigning og súld 9 súld 8 léttskýjaö 6 skýjaó 1 léttskýjaó 3 heiöskírt 8 súld 7 léttskýjað 1 alskýjaó 17 léttskýjaó 13 léttskýjaö 15 skýjaö 11 skýjaö 25 léttskýjaö 9 þoka á síö.kls. 11 rign. á síö.kls. 13 hálfskýjaö 7 súld -1 skýjaö 11 skýjaö 11 þokumóóa 13 alskýjaó 22 léttskýjaó 5 alskýjaö 15 hálfskýjaö 23 hálfskýjaö 12 skýjað 16 rigning 10 léttskýjaö 22 23 Víða aurbleyta Færð er yfirleitt ágæt á aðalvegum. Vegna aur- bleytu er öxulþungi takmarkaður víða á vegum og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Yfirleitt er takmörkunin miðuð við sjö eða tíu tonn. Færð á vegum Vegavinnuflokkar eru að störfum á nokkmm veg- um, meðal annars á Snæfellsnesi og Vestfjarða- kjálkanum. Unnið hefur verið að opnun leiða á Norðaustur- og Austurlandi. ^►Skafrenningur m Steinkast E3 Hálka C^) Ófært 0 Vegavinna-aögát m Þungfært @ Öxulþungatakmarkanir (g) Fært fjallabílum Ásdís Dögg eignast bróður Sunnudaginn 14. febrú- ar síðastliðinn á Valent- ínusardegi fæddist dreng- ur á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fengið Barn dagsins hefur nafnið Amór Snær. Hann var 4425 g og 50 cm. Hann á stóra systur sem heitir Ásdís Dögg. For- eldrar systkinanna heita Guðmundur Stefán Jóns- son og Guðný Jóna Þor- steinsdóttir. Flaska með ástarbréfi finnst á strönd. Skilaboð í flösku Sam-bíóin sýna hina róman- tísku Message in Bottle. í henni segir frá Theresu Osborne (Robin Wright Penn) sem dag einn þegar hún er í heimsókn hjá fóður sin- um og gengur eftir ströndinni sér hafrekna flösku sem inniheldur ástríðuþmngið bréf sem aðeins hefur undirskriftina G. Hin ljóð- rænu og hjartnæmu orð ná til Theresu sem ákveður að grafast fyrir um það hver hafi sent flösku- skeytið. Með nútímatækni og tölv- um kemst hún að því að bréfritar- inn er seglbátasmiðurinn Garret Blake (Kevin Costner) ///////// Kvikmyndir sem býr í Norður-Kar- ólínu. Garret hefur frá því eiginkona hans lést lifað ein- angmðu lífi og eini maðurinn sem hann hefur samband við er faðir hans Dodge (Paul Newman) sem reynir hvað hann getur til að hressa son sinn við og segir að hann eigi aðeins um tvennt að velja, fortíð eða framtíð. Nýjar myndir í kvikmynda- húsrnn: Bíóhöllin: Permanent Midnight Saga-Bíó: 8MM Bíóborgin: Message in a Bottle Háskólabíó: Fávitarnir Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: Simon Birch Laugarásbíó: The Corruptor Regnboginn: The Faculty Stjörnubíó: Waking Ned Krossgátan 1 2 3 | 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 21 18 19 20 22 23 Lárétt: 1 undanhald, 8 barn, 9 tóma, 10 ætt, 12 stofu, 13 stöng, 14 fat, 16 slungnar, 18 reiðan, 20 mynni, 22 litu, 23 auðuga. Lóðrétt: 1 spil, 2 ullarhnoðrar, 3 ólma, 4 hey, 5 klúturinn, 6 svelgur, 7 mælir, 11 pinni, 14 nabba, 15 öng- ul, 17 ílát, 19 féll, 21 átt. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 víl, 4 asna, 8 óminni, 9 ryðgaði, 10 andar, 12 án, 13 dúrinn, 16 munina, 18 inn, 19 týra. Lóðrétt: 1 vó, 2 ímyndun, 3 lið, 4 anga, 5 snari, 6 nið, 7 alin, 9 rammi,* 11 dúnn, 12 ánar, 14 rit, 15 nía, 17 ný. Gengið Almennt gengi LÍ 05. 05. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,350 73,730 72,800 Pund 119,650 120,260 117,920 Kan. dollar 50,380 50,690 48,090 Dönsk kr. 10,5140 10,5720 10,5400 Norsk kr 9,4720 9,5240 9,3480 Sænsk kr. 8,7000 8,7480 8,7470 Fi. mark 13,1423 13,2213 13,1678 Fra. franki 11,9125 11,9841 11,9355 Belg. franki 1,9371 1,9487 1,9408 Sviss. franki 48,6900 48,9600 49,0400 . Holl. gyllini 35,4588 35,6718 35,5274 Þýskt mark 39,9528 40,1928 40,0302 (t. líra 0,040360 0,04060 0,040440 Aust. sch. 5,6787 5,7128 5,6897 Port. escudo 0,3898 0,3921 0,3905 Spá. peseti 0,4696 0,4725 0,4706 Jap. yen 0,607100 0,61080 0,607200 irskt pund 99,218 99,814 99,410 SDR 99,250000 99,84000 98,840000 ECU 78,1400 78,6100 78,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 €

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.