Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 32
 V 1 K í N G A LOTT4T * ■ Wm, að,vmna. ______ÍD'rirfeí. jöííluj' FRETTASKOTIÐ SÍMINIII SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Dómari skamm- aði Franklín Steiner Dómari skammaði Franklín Stein- er í Héraðsdómi Reykjavikur í gær ^i#gar dómur var upp kveðinn í máli sem Steiner höfð- aði gegn íslenska ríkinu vegna meintrar ólög- mætrar hand- töku. „Ómælt tjón, er hann hef- ur valdið þjóð sinni með eitur- lyflasölu, er meira en svo að miskabætur til hans frá íslenska rík- inu séu réttmætar," segir orðrétt í dóminum. Steiner fór fram á rúma milljón en fékk greiddan útlagðan kostnað vegna læknisvöttorðs. „Þetta er ruddalegt og bersýnilega jgkki sama hver á í hlut,“ sagði Tú-anklín Steiner í morgun. „Það eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum en mér sýnist að það þurfi að semja nýja stjómarskrá fyrir mig. Best gæti ég trúað að ef einhver dræpi mig þá yrði morðinginn sýknaður vegna þess að fómarlambið hét Franklín Steiner. Þessi dómur er álitshnekkir fyrir dómarastéttina í landinu, sér- staklega með hliðsjón af því að sak- sóknari var búinn að bjóða mér 40 þúsund króna sátt og þar með að við- urkenna að handtaka mín var ólög- ,jjpæt,“ sagði Franklín Steiner. Það var Páll Þorsteinsson héraðs- dómari sem kvað upp dóminn. -EIR Guðni Kolbeins hættur: Ég gefst upp „Ég sagði upp, ég gefst upp,“ sagði Guðni Kolbeinsson, formaður stjórnar Kennarafélags Iðnskólans, sem sagði upp störfum við skól- ann um mánaða- mót. Um ástæðu uppsagnarinnar kvaðst Guðni vera ósköp dæmi- '^Sröur íslending- ur... ég vinn gríðarlega mikið og hef ekki tíma til að eyða mörg- um klukkutímum á viku i félags- störf, allra síst þegar mér sýnast þau ekki skila neinum árangri. Ég er mjög svartsýnn á einhverjar verulegar breytingar við Iðnskól- ann í Reykjavík. Það þurfa að nást sættir milli manna og verða hugar- farsbreyting hjá fólki. Það verður að taka saman á vandamálunum, ekki í einhverjum fylkingum, þótt mér sýnist vera mjög fámennt í annarri fylkingunni. Skólameistari hafnar því að við viljum bæta skólabrag- .4bn, hann lítur á þetta sem árásir á sig.“ Nánar á bls. 2. -JSS Guðni Kolbeins- son. Fyrirtækið Tal hóf sölu á GSM-símum á eina krónu í verslunum sínum í morgun í tilefni afmælisins. Hér má sjá biðröð sem myndaðist viö verslun Tals í Síðumúla. DV-mvnd GVA Reykjavíkurborg sparar í launaútgjöldum: Fjórir fatlaðir starfsmenn reknir - sættum okkur illa viö þetta, segir Efling Reykjavíkurborg hefúr sagt fjór- um verkamönnum sem starfað hafa árum saman hjá Garðyrkjustjóra og Gatnamálastjóra upp störfum. Mennirnir eru allir fatlaðir og hafa samtökin Þroskahjálp sem og stétt- arfélag þeirra, Efling, haft afskipti af málinu. Ástæður uppsagnanna eru sagðar vera hagræðing og spamaður, en ekki hefur verið fundið að störfum mannanna. „Við erum mjög óhressir með það að í byrjun sumars þegar háanna- tími er að hefjast, þá sé starfsmönn- um Reykjavíkurborgar sent upp- sagnarbréf. Þá eigum við bágt með að skilja þau rök sem gefin eru sem ástæður þessara uppsagna og sætt- um okkur illa við það að félags- menn okkar séu metnir sem liðir í einhverju reikningsdæmi inni á skrifborðum í borgarkerfmu. Þegar einhver halli verði á bókhaldslið hjá borginni þá fjúki einn verka- maður og því fleiri sem hallinn verði meiri," sagði Sigurður Bessa- son, fulltrúi stéttarfélagsins Efling- ar. Efling hefur ritað stjóm borgar- innar bréf vegna þessa máls og kraf- ist þess að uppsagnimar verði dregnar til baka. Einn fjórmenninganna hefur unn- ið hálfan daginn í gróðurhúsum borgarinnar m.a. við að þvo rækt- unarbakka. Hinir þrír hafa verið í fúllri vinnu: Tveir þeirra starfa í hverfisstöð borgarinnar við Mikla- tún en sá þriðji við gatnahreinsun Garðyrkjustjóri Reykjavikur óskaði ekki eftir að tjá sig um upp- sagnir fjögurra fatlaðra borgar- starfsmanna þegar DV hafði sam- bandi við hann í morgun, en vísaði og í garðvinnu í miðborginni. „Ég einfaldlega skil ekki ástæður upp- sagnanna og hvers vegna farið er af stað með þær. Þetta mál er borginni ekki til vegsauka," sagði Sigurður í samtali við DV í morgun. Hann sagði að mennimir hefðu allir starf- að það lengi hjá borginni að þeir ættu minnst þriggja mánaða upp- sagnarfrest auk sumarleyfis inni. Það þýddi að enginn þeirra færi af launaskrá hjá borginni fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. -SÁ á starfsmannastjóra borgarinnar. Ekki tókst að ná tali af starfs- mannastjóranum áður en blaðið fór í prentun. Hann var sagður upptek- inn þegar það var reynt. -SÁ Borgarkerfiö um uppsagnir: Engin viðbrögð Veðrið á morgun: Suðaustan- kaldi og rigning Á morgun er gert ráð fyrir suð- austankalda og rigningu eða súld með köflum sunnan og austan til. Skýjað verður að mestu norðan- og vestanlands og þurrt að kalla. Hiti verður á bilinu 7 til 13 stig. Veðrið í dag er á bls. 45. Jón Sveinsson: Nauðvörn „Það er mér nauðvöm að fara um á vorin um æðarvarphólma og brenna melgresi, jafnvel á þeim stöðum sem örn hefur í manna minnum orpið, þannig að þetta fremur klunna- lega, heigula rán- og hræfygli velji sér hreiðurstað fjarri varpland- inu. Engin lög, engar reglur em brotnar með því, engin listi yfir frátekin og lög- vemduð amarhreiðurstæði liggur fyrir, kæra getur því ekki byggst á öðru en illgimi og hysteríu... Örn er því miður alfriöaður, nokkuð sem menn að sjálfsögðu virða i blindri hlýðni við þau ólög en líða um leið stórtjón fyrir en fuglaverndarfélagið hefur ætíð hunsað. Emi hefur íjölgaö svo að það hallar á æðarstofninn, stór svæði sem áður vora varplönd æð- urs eru nú auð, dúntekja minnkar stöðugt... Menn hafa fundið sig í því að ójafnvægi hefur verið komið á vegna misskilinna, oftúlkaðra for- senda, emi í hag,“ segir Jón Sveins- son, Miðhúsum í Barðastrandar- sýslu, í bréfi sem birtist í heild sinni á Vísi.is. Sjá nánar á bls. 2. -hlh Jón Sveinsson. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.