Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 14
Garðáhöld sem notendur lofa í hástert. Sölustaðir um land allt. HÚS Si GARÐAR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 irsx*i Kynslóðaskipti í Gróðrarstöðinni Mörk: Nýtt fólk, nýjar áherslur Gróðrarstöðina Mörk þekkja flestir garðeig- endur, enda hefur stöð- in starfað í 30 ár. Mörk er stærsta einkarekna gróðrarstööin á landinu og hefur verið rekin af Mörthu C. Björnsson og Pétri N. Olasyni, sem flestir þekkja sem Per í Mörk, frá upphafi. Nú hafa orðið kynslóðaskipti í Mörk og Bryndís Pétursdóttir og eiginmaður hennar, Jan Klitgaard, hafa tekið við rekstri og framleiðslu stöðvarinnar. Bryndís er dóttir þeirra Mörthu og Per. Bryndís og Jan eru þó engir ný- græðingar í garðyrkju. Jan er garð- yrkjutæknifræðingur frá heima- landi sínu, Danmörku, og hefur starfað þar við skrúðgarðyrkju og gcU'ðplöntuframleiðslu síðastliðin 10 ár. Bryndís ólst upp í Gróðrarstöð- inni Mörk og útskrifaðist af garð- plöntubraut frá Garðyrkjuskóla rik- isins að Reykjum árið 1992. Bryndís hefur einnig reynslu af garðyrkju- störfúm í Danmörku. Vistvæn ræktun Þó Jan og Bryndís hafi tekið við rekstri stöðvarinnar segja þau að Gróðrarstöðin Mörk muni áfram njóta starfskrafta, reynslu og kunn- áttu Pers og Mörthu. „Með nýju fólki koma nýjar hug- myndir og nýjar áherslur en við munum halda áfram að leggja meg- ináherslu á að vera eingöngu með gæðaplöntur og veita viðskiptavin- um okkar góða þjónustu. Garðeig- endur úti á landsbyggðinni geta einnig notið hins mikla úrvals af plöntum sem við hjóðum upp á, með því að panta hjá okkur það sem hug- urinn gimist. Vistvæn ræktun er yfirlýst stefna okkar, en hún felst í að engin eitur- efni eru notuð við ræktun plantna. í Danmörku er mikil umræða og áhersla á vistvæna og lífræna rækt- un og hefur Jan kynnt sér vel það sem þar fer fram og fylgist vel með öllum nýjungum á því sviði. Það tekur samt nokkur ár að ná virkni og góðum árangri i vistvænni rækt- un. Tákmark okkar er að notkun á Bryndís og Per leggja áherslu á vistvæna og lífræna ræktun og stefna að því að notkun eiturefna verði úr sögunni eftir 5 ár. Gróðrarstöðin Mörk, sem er stærsta einkarekna gróðrarstöðin á landinu, hef- ur verið starfrækt í 30 ár. Á þessari mynd má m.a. sjá nýtt svæði sem verið er að byrja að rækta. eiturefnum verði úr sögimni eftir 5 ár í Gróðrarstöðinni Mörk.“ Fleiri tegundir Gróðrarstöðin Mörk hefur lagt mikið upp úr erfðaefni plantna og lagt mikla vinnu í að finna efnivið sem hentar hér á landi og að sögn þeirra Bryndísar og Jans verður þeirri vinnu haldið áfram. Mörk hefur einnig tekið þátt í kynbóta- ræktun á birki og eru nú allar birki- plöntur þar af kvæminu Embla, sem er afrakstur þeirrar ræktunar. í sumar verða einnig 6 nýir viðiklón- ar úr Alaskasöfnunum til sölu í Mörk og mun Per kynna þá klóna um hvítasunnuhelgina. Sala í Mörk hefst í annarri viku þessa mánaðar. -gdt Molta er öflugur og kraftmikill áburður NauÖsynlegt er að bera áburð á garða til að veita plöntum nauð- synleg næringarefni. Það ætti að gera á hverju ári og gott er að skipta áburðinum á tvær gjafir. Fyrri gjöfm fer þá fram snemma vors en sú seinni í lok júni eða byrj- un júlí. Fyrri gjöfm ætti að vera stærri en sú seinni en heildartalan ætti að vera 6-8 kíló yfir sumariö. Þegar horið er á skal gæta þess að dreifa áburðinum jafnt yfir. Ekki er gott að dreifa miklu í kringum stofna trjánna því ræturnar, sem ná langt út fyrir stofninn, taka upp næringuna. Hvað varðar veður þá er best að bera á þegar þurrt er og lygnt og von á rigningu. Ef horið er á í sól- skini eða rigningu er hætta á að gróðurinn brenni undan áhurðin- um. Eftir áburðargjöf er gott að hrista trjágróðurinn þannig að ör- uggt sé að áburðarkom sitji ekki í laufum hans, en það getur brennt gróðurinn illa, sérstaklega barrtré. Notkun lífrœns áburðar aukist Áður fyrr notuðu flestir garðeig- endur hrossaskít á garðana, en með auknu framboði tilbúins áburðcir minnkaði notkun hans og annars húsdýraáburðar. Notkun lífræns áburðar hefur aukist mjög undan- farin ár, ss. þörunga, kjöt- og fiski- mjöls og safnhaugamoldar. Notkim lífræns áburðar getur komið í stað tilbúins áburðar, en auðveldara er að nota tilbúinn áburð ef sérstök næringarefni vantar. Húsdýraá- burður er mjög jarðvegsbætandi og þar sem lítið líf er í jarðvegi er upp- lagt að bera á skít. Húsdýraáburð má bera á hvort heldur er að vori eða hausti. Þó er hætt við að köfn- unarefni tapist úr honum ef hann er borinn á að hausti. Þeir sem em að rækta upp nýja garða og eiga í vandræðum með þrif Allar plöntur þurfa á næringu að halda og því er nauðsynlegt að bera áburð á garða a.m.k. árlega. á gróðri geta tekið jarðvegssýni og sent til Rannsóknastofnunar land- búnaðarins til að fá leiðbeiningar um hvaða næringarefni vantar og eins til að fá upplýsingar um sýra- stig jarðvegs. Molta gefur garðinum líf Sorpa hóf framleiðslu á Moltu, jarðvegsbæti úr garðaúrgangi, árið 1994 og að sögn Kristins Ólafs- sonar hjá Sorpu hafa rannsóknir sýnt að um verulega öflugan og kraftmikinn áburð sé að ræða. „Þetta er mjög vinsæll áburður enda virkar hann mjög vel. Við prófuðum í fyrsta skipti í fyrra að blanda Moltu í mómold og fólk tók þeirri blöndu fagnandi. Hún er ódýrari og hentar mjög vel t.d. sem pottamold." í leiðbeiningabæklingi frá Sorpu segir m.a. að í Moltu varð- veitist þau næringarefni sem upp- haflega fundust í hráefnunum. Molta verki því eins og áburður en færi jarðveginum einnig um- breytt lífræn efni og æskilega ör- veruflóru. Þar segir einnig að Molta henti vel sem yfirborðslag, sé góð í útplöntun og fín næring fyrir grasflötina, auk þess sem hún auki árangur af matjurta- ræktim og sé góð næring fyrir tré og hlóm. Ef fólk vill skila garðaúrgangi til Sorpu þá er það vinsamlegast heðið mn að blanda ekki trjágrein- um saman við grasið og mosann því trjágreinarnar eru tættar nið- ur til að búa til Moltu en gras og mosi fá aðra meðhöndlun. -gdt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.