Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 Fréttir íslensk kona flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús í Sönderborg eftir fólskuárás: Fjórir Danir réðust á tvær íslenskar konur - spuröu m.a. um hvaða tungumál við værum að tala, segir önnur þeirra Fjórir danskir piltar, 16-17 ára, réðust með grófu ofbeldi á tvær 24ra ára íslenskar konur á göngugötu í miðbæ Sönderborg á Suður-Jótlandi um helgina með þeim afleiðingum að önnur þeirra var flutt í flýti með- vitundarlaus á sjúkrahús. Lögregl- an hefur grunsemdir um hverjir áttu í hlut og leitar árásarmann- anna. Dagblaðið Jydskevestkysten segir að aldrei áður hcifi eins mikið ofbeldi átt sér stað á skömmum tíma í bænum. „Við vorum að koma af diskóteki í miðbænum þegar nokkrir Danir kölluðu á eftir okkur - spurðu hvaða tungumál við værum að tala og hvert við værum að fara. Við svöruðum þeim ekki. Síðan gerðist allt mjög hratt. Þeir köstuðu bjór- flösku og réðust aftan að okkur. Allt í einu féll vinkona mín og skall með höfuðið í götuna og lá þar meðvit- undarlaus," sagði Agnes Hólm Gunnarsdóttir, 24ra ára tæknifræði- nemi í Sönderborg í samtali við DV. „Ég var líka barin aftan frá og Agnes Hólm Gunnarsdóttir, nem- andi í tæknifræði í Sönderborg. Hún er lerkuð eftir helgina þar sem ráðist var á hana og vinkonu hennar. féll. Þegar ég sá hvernig komið var fyrir vinkonu minni snarbilaðist ég. Hún kastaði upp liggjandi og var Kristján Jóhannsson himinlifandi: Vill syngja með Erni í dúnduróperu - syngur líklega á Kristnihátíð DV, Akureyri: „Ég er skekinn eftir þær móttök- ur og viðtökur sem ég hef fengið hér á landi að þessu sinni og er afskap- lega hamingjusamur," segir stór- söngvarinn Kristján Jóhannsson, en hann hefur sungið á femum tónleik- um hér á landi að undanförnu, tvennum á Akureyri og einum á Eg- ilsstöðum með Karlakór Akureyrar Geysi og einum tónleikum Samfylk- ingarinnar i Kópavogi þar sem Rannveig Guðmundsdóttir, tengda- móðir hans, er í efsta sætinu. „Góð aðsókn á Akureyri kom mér ekkert á óvart, en enn ánægjulegra var að fá um 900 manns á tónleikana á Egilsstöðum. Tónleikamir í Saln- um í Kópavogi voru skemmtilegir, það hús er betra en önnur tónleika- hús hér á landi, en að vísu var svo margt fólk í húsinu, staðið í öllum göngum og við alla veggi þannig að hljómburðurinn naut sín ekki til fulls,“ segir Kristján. Hann segir a.m.k. tvö verkefni liggja fyrir hér á landi á næsta ári. „Ég syng á lokatónleikum Listahá- tíðar í Laugardalshöll þar sem verða um 5 þúsund manns, hef beðið um að fá að syngja messu efth Verdi og það verður að öllum líkindum hið besta mál. Þá er í burðarliðnum að ég syngi á Kristnitökuhátíð á Þing- völlum, en þar vil ég helst syngja eitthvað nýtt íslenskt. Ég hef einnig talað við Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóra um að setja upp verkið „The Golden Girl of the West“ sem er dúndurópera á léttu nótunum. Þar langar mig að syngja með íslenskum listamönnum og leikurum og væri tilvalið að bjóða t.d. mönnum eins og Bubba Morthens, Björgvin Halldórssyni, flutt meðvitundarlaus á spítala. Ég fékk algjört sjokk," sagði Agnes. Hún sagði að árásarmennirnir hefðu verið tljótir að hlaupa í burtu. Vinkona hennar er komin út af sjúkrahúsi eftir að hafa fengið heila- hristing og áverka á höfði. Hún var væntanleg heim til íslands í dag. Agnes er lerkuð í baki, hné og með sár á höfði. Þær hafa báðar verið að jafna sig líkamlega sem andlega á síðustu dögum. „Það má kannski segja að þetta sé einhvers konar kynþáttahatur," sagði móðir Agnesar í samtali við DV. „Dóttir mín og vinkona hennar voru ekkert að gera af sér nema að vera íslendingar og tala íslensku. Lögreglan tók mjög hart á þessu og mun einskis láta ófreistað að hafa hendur í hári þessara pilta,“ sagði móðirin. Kvöldið áður en ráðist var á ís- lensku konurnar voru tvö ung- menni rænd á sömu göngugötu. Einnig áttu sér stað í bænum fjöldaslagsmál og hnífabardagi á Kvinder sláet ned i city íonderborg har aldrig :0rlen bededagsferie jplevet s á mange bru* taleog blodlgeover- fald. AFTAGECHRJSTEXSEtt S0NDERBORC: Bídedagsfe- rien 1999 blcv den blodigste i '•»nderbora»mands minde. •isseslagsmál med knív- tolleslag roeflem en iiifliliiiiitlíliMÉi Det viste sig. «t den be-1 vidsttee pemon var en 24- I irig islandsk kvinde, som var i bievet sláet og sparket af fie- re ukendte penoner. Hun var i felgeiVab med en jævnald- rende veninde, sora biev ud- sat íor sarame behirtdling, , men hun holdt »ig p4 benene. Fire unge Polidet har gennem ’ forkliringer stykket *an at fire unge i 16-17 árs i ren var fulö milli Palestínumanna og Iraka. Lög- reglan hefur grunsemdir um að þeh sem réðust á íslensku konurnar beri einnig ábyrgö á því að hafa kastað flösku í höfuðið á ungum manni við skemmtistað og ráðist á pilt við baðstað í bænum. -Ótt Halla og Ladda og Emi Ámasyni að vera með, en þarna er bæði mikill og góður söngur og mikill leikur. Ég hef tekið þátt í þessari uppfærslu í Sviss sem var afar skemmtileg, og ef þetta gengur upp gæti þetta orðið árið 2001,“ segir Kristján. -gk Banaslysið í Hafnarfirði: Ibuarnir eru ævareiðir Stúlkan sem lést í umferöar- slysi á þriðjudaginn á gatnamót- um Öldugötu, Reykjanesbrautar og Kaldárselsvegar hét Ása Páls- dóttir og var til heimilis að Eini- hlíð 12. Stúlkan var á leið yfir gangbraut þegar hún varð fyrir bifreið á leið suður Reykjanes- braut. Akstursskilyrði voru mjög slæm á þessum tíma, rigning og vindhviður. Stúlkan var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur og úr- skurðuð látin skömmu seinna. Hún var nemandi í 10. bekk Öldutúnsskóla. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Pétursdóttir og Páll S. Kristjánsson. Mikil sorg rikti i Öldutúnsskóla í gær og vottuðu skólasystkini hinnar látnu henni virðingu sina með því að leggja blóm og friðar- kerti að slysstaðnum. Gatnamót Öldugötu og Reykja- nesbrautar hafa löngum veriö stórhættuleg gangandi vegfarend- um og tala þar best tölurnar en þrjú banaslys hafa orðið á þessum sama stað síðan 1977. Emnig er fjöldi annarra óhappa verulegur en á árunum 1991-1995 urðu 13 óhöpp við gatnamótin. Mikil reiði ríkir hjá íbúum í Hafnarfirði en það þykir ljóst að þetta er einkar óheppilegur staður fyrir gang- braut. Bílar koma á fleygiferð suð- ur Reykjanesbrautina og öku- Ása Pálsdóttir. menn átta sig ekki á því að þeir eru komn- ir inn í þétt- býli. íbúar heimta breyt- ingar en unnið er að nýju skipulagi Reykjanes- brautar. -hvs Stuttar fréttir dv Lenda á Egilsstöðum. Um 50 manna hópur flótta- manna frá Kosovo kemur með fiugvél íslands- flugs frá Skopje á laugardags- kvöld. Vélin lendir á Egils- staðaflugvelli þar sem Árni Gunnarsson, formaður ílótta- mannaráðs, o.fl taka á móti þeim. Flóttamennimir verða á Eiðum fyrstu tvær vikurnar en flytjast síöan til Dalvíkur og Reyðarfjarð- ar. Kjarval á 500-kall Svíi nokkur hefur keypt meint ekta Kjarvalsmálverk á 500 krón- ur á flóamarkaði í Gautaborg. Morgunblaðið segir að verkiö verði selt hér á landi á næstunni. Breytingar Breytingar em fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni við Öldugötu í Hafnarfirði þar sem ung stúlka fórst í umferðarslysi á þriðjudag. Fjöldi slysa hefur orðið á fólki á slysstaðnum, þar af þrjú dauða- slys síðan 1977. Morgunblaðið sagði frá. * Símabilun Bilun varð í Múlastöð Lands- símans síðdegis í gær og truflanir því á símasambandi í austurborg- inni. Endurmenntun 18 milljónum hefur verið út- hlutað úr endurmenntunarsjóði grunnskóla til 34 aðila sem vinna aö 60 verkefnum á sviði endur- menntunar grunnskólakennara. Hæsti styrkurinn, 4 milljónir króna, fer til Símenntunarstofn- unar Kennaraháskólans til nám- skeiðahalds. Notar 5,5 milljónir Sverrir Hermannsson og flokk- ur hans, Frjáls- lyndi flokkur- inn, ætla að nota 5,5 milljón- ir króna til kosningabarátt- unnar. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri flokksins, tilkynnti þetta á Stöð 2 i gær. Þolinmæðin þrotin Kennarar í Reykjavík ítreka kröfur sínar frá 18. nóvember sl. um launabætur. Þeir segja að viö- brögð borgarstjóra beri vott um virðingarleysi og skilningsleysi á störfum kennara. Kennarar segja þolinmæði sína að þrotna. Þriöji hver með farsíma Um það bil þriðji hver íslend- ingur er með farsíma en samtals eru um 120 þúsund notendur í far- símakerfum í landinu. Morgun- blaðið segir frá. Frítt í kaffi Ungir framsóknarmenn ætla aö bjóöa frítt í kaffi í tveimur kaffi- húsum borgarinnar og frían ís í Álfheimum, frítt andabrauð við Tjörnina og frítt í sund á loka- spretti kosningabaráttunnar. Utankjörstaöaratkvæði Á fimmta þúsund manns hefur greitt atkvæði í utankjörstaöarat- kvæöagreiöslu í Reykjavík sam- kvæmt frétt Morgunblaðsins. Fjöldi þeirra sem mæta til utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu hefur farið vaxandi undanfarna daga. Aldraðir vilja ióð Guðmundur Hallvarðsson hef- ur fyrir hönd fulltrúaráðs sjó- mannadagsins óskað eftir því við borgaryflr- völd að fá lóð SVR við Kirkju- sand til að byggja þar hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.