Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 Síðustu 24 sætin stökktu til Benidorm 2. júní 1 eða 2 vikur írá 29.955.- Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm þann 2. júní, þessa vinsælasta áfangastaðar íslendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina 2. júní og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. A Benidorm er sumarið byrjað og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verðkr. 29.955.- M.v. hjón með 2 börn, 2 -11 ára, vikuferð 2. júní, skattar innifaldir. Verð kr. 39.990.- M.v. 2 í herbergi/íbúð, vikuferð 2.júní, skattar innifaldir. Verð kr. 39.955.- M.v. hjón með 2 börn í íbúð, 2 vikur 2.júní, skattar innifaldir. Verð kr. 49.990.- M.v. 2 í studio/íbúð, 2 vikur, 2. júní, skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð, sími 562 4600 UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- ______irfarandi eignum:__ Funahöfði 17, 301,4 fm atvinnuhúsnæði í V-enda ásamt 187,4 fm skrifstofu- og lag- erhúsnæði á 2. hæð ásamt lóðarréttindum, vélum, tækjum og öðrum iðnaðaráhöld- um sem starfseminni fylgja, Reykjavík, þingl. eig. Vélaverkstæðið R.Á.S. ehf., gerðarbeiðandi Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins hf., mánudaginn 10. maí 1999, kl. 10.00. Vesturgata 16B, Reykjavík, þingl. eig. Eugenia Inger Nielsen, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hraunbær 60, 2ja herb. íbúð á 3. hæð f.m., Reykjavík, þingl. eig. Örlygur Vig- fús Ámason, gerðarbeiðendur Ibúðalána- sjóður og Tollstjóraskrifstofa, mánudag- inn 10. maí 1999, kl. 10.00. Kambsvegur 34, 91,2 fm íbúð á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Samúel J. Valberg, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, mánudag- inn 10. maí 1999, kl. 10.00. Laugavegur 27A, litla húsið, efri og neðri hæð, Reykjavík, þingl. eig. Inger Gunilla Nilsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóð- ur og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 10. maí 1999, kl. 10.00. Maríubakki 12, 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. María Stein- grímsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 10.00.__________________________________ Melabraut 12, Seltjamamesi, þingl. eig. Sigurbjöm Vilbergsson og Anna Jóns- dóttir, gerðarbeiðandi Seltjamameskaup- staður, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 10.00.__________________________________ Nóatún 26, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð t.v., merkt 0301, Reykjavlk, þingl. eig. Álfhildur Eygló Andrésdóttir, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 13.30.____________________ Tunguvegur 70, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ófeigur Guðmundsson, gerð- arbeiðendur íbúðalánasjóður, Löggarður ehf. og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 10.00. Deildarás 19, Reykjavík, þingl. eig. Kristinn Gestsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóraskrif- stofa, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 16.00. Flétturimi 11, 50% hluti í 3ja herb. íbúð á 3. hæð, merkt 0302, m.m„ ásamt bílstæði, merkt 0013, í bíl- skýli, Reykjavík, þingl. eig. Matthí- as Helgi Sverrisson, gerðarbeiðend- ur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 15.00. Fljótasel 18, íbúð í kjallara, Reykja- vík, þingl. eig. Valdís Hansdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki ís- lands hf. og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 16.30. Grundarhús 16, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, fimmta íbúð frá vinstri, Reykjavík, þingl. eig. Stefán Gísli Stefánsson, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður, Samvinnuferðir-Land- sýn hf„ sýslumaðurinn á Selfossi og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 13.30. Laufengi 15, 3ja herb. ibúð á 1. hæð t.v. og geymsla, merkt 0103, m.m„ Reykjavík, þingl. eig. María Áma- dóttir, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 10. maí 1999, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Útlönd Herfræðingar í London og Washington: Stefna NATO í Kosovo mistök Stofnunin International Institute for Strategic Studies hefur harðlega gagnrýnt hernaðarstefnu Atlants- hafsbandalagsins, NATO, í Kosovo. Segir í skýrslu stofnunarinnar að það hafi verið kærulaust af banda- laginu að útiloka landhernað í upp- hafi árásanna. Einnig hafi verið rangt af NATO að takmarka þá hæð sem flugmenn bandalagsins mega fljúga í af ótta við mannfall. John Chipman, yfirmaður stofnun- arinnar, gagnrýnir leiðtoga NATO fyrir að leggja of mikla áherslu á einingu innan bandalagsins. Segir Chipman leiðtogana hafa vanmetið stuðning almennings við árangurs- rfkcm hernað. Herfræðingurinn Anthony Cor- desman við stofnunina Center for Strategic and Intemational Studies í Washington segir loftárásimar gegn Júgóslavíu hafa borið lítinn árangur miðað við árásimar gegn írak 1991. Eftir jafnlangan tíma hafði bandamönnum tekist að eyði- leggja 40 prósent stríðsvagna íraka. Aðeins hafi tekist að eyðileggja um 10 prósent stríðsvagna Júgóslava. Betri árangur hafi náðst í árásun- um á loftvamakerfi Júgóslava. Það er álit Cordesmans að loftárás- ir NATO hafi gert stöðu Kosovo-Al- bana erfiðari, bæði fyrir þá sem hafa flúið og fyrir þá sem era um kyrrt. í morgun mátti heyra sprengingar Starfsmaður Rauða krossins aöstoöar aldraöa flóttakona við landamæri Makedóníu. Símamynd Reuter við Pristina, höfuðborg Kosovo, og við borgina Uzice í Serbíu. Fjögur flugskeyti hæfðu borgina Nis í Serbíu í gærkvöld. Tanjug-frétta- stofan greindi einnig frá árásum á olíubirgðastöð og efnaverksmiðju í borginni Prahovo við landamæri Rúmeníu. Kaþólsk börn í bænum Adjudeni í Rúmeníu sópa gólf kirkju sinnar vegna fyrirhugaðrar heimsóknar páfa i næstu viku. Símamynd Reuter UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Borgarholtsbraut 69, 0104, þingl. eig. Auður Dagný A. Georgsdóttir og Haukur Claessen, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 10. maí 1999 kl. 16.30._______ Hlíðarvegur 60, þingl. eig. Rannur ehf„ gerðarbeiðendur Dælutækni ehf. og Samvinnusjóður Islands hf„ mánudaginn 10, maí 1999 kl. 13.30._______ Lækjasmári 13, 0202, þingl. eig. íspan ehf.,gerðarbeiðandi Bæjarsjóður Kópavogs, mánudaginn 10. maí 1999 kl. 15.45. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Skotar kjósa þjóðþing í dag Fjórar milljónir Skota ganga að kjörborðinu í dag og kjósa fulltrúa á þjóðþing en slíkt þing hefur ekki setið í Edinborg síðan árið 1707. Samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins The Scotsman eru lík- ur á því að Verkamannaflokkur- inn vinni sigur með um 42% at- kvæða. Skoski þjóðarflokkurinn nýtur minna fylgis eða um 30%. í dag verður einnig kosið í sveit- arstjórnir og nýtt héraðsþing Wa- les. Kjörtímabil Tony Blairs og Verkamannaflokksins er nú hálfn- að og verður litið á úrslit kosning- anna sem mælistiku á stöðu stjórnar og stjórnarandstöðu. Stuttai fréttir dv Krefjast sjálfstjórnar Stjómarerindrekar og íbúar hér- aðsins Aceh í Indónesíu telja að morð hersins á 34 mótmælendum fyrr í vikunni kyndi undir kröfun- um um sjálfstjóm. Hrifinn af plnupilsum Forseti Perú, Alberto Fujimore, lýsti í gær yfir hrifningu sinni á pínupilsum. Því styttri því betri er mat forsetans. Ríkis- saksóknaraembættið í Perú bannaði í gær kvenkyns staifs- mönnum embættis- ins að ganga í pínupilsum eða þröng- um síðbuxum. Körlum er bannað að ganga í gallabuxum, stuttermabolum og íþróttaskóm í vinnunni. Mótmæli á flugvelli Hundruð starfsmanna flugfélagsins Thai Airways International hótuðu í morgun að kyrrsetja vélar félagsins á Don Muangvellinum í Bangkok. Starfsmennirnir eru andvígur áætlununum um að einkavæða eina deild félagsins. Andvígir NATO Andstaða Finna gegn aðild að NATO hefur aukist talsvert í kjölfar árása bandalagsins á Júgóslavíu. Árásir á S-Líbanon ísraelskar flugvélar gerðu árásir á meintar stöðvar Hizbollahskæru- liða í S-Líbanon i gær. Ekki var vit- að hvort mannfall hefði orðið. 72 látnir úr hitasótt Alls hafa 72 látist úr hitasótt, sem þykir líkjast ebola-veiru, í norðaust- urhluta Kongó. Deilt um greiðslur Paula Jones hefur krafist þess að Bill Clinton greiði 300 þúsund doll- ara í sekt fyrir að óvirða réttinn í máli hennar gegn forset- anum. Lögmenn Clintons brugðust hins vegar ókvæða við og sögðu kröf- una út í hött. Fyrir tæpum mánuöi fann Wright dómari Clinton sekan um að hafa vísvitandi gefið rangan vitnisburð í réttarhöldunum. Clint- on var í kjölfarið dæmdur til að greiða lögmönnum Jones málskostn- að en fjárhæðin var óskilgreind. Rútuslys Óttast er að allt að 35 manns hafi týnt lífi þegar rúta lenti í ánni Ganges í V-Bengal á Indlandi í morgun. Rútan, sem var á leið frá Kalkútta til Siliguri, mun hafa sokkið samstundis. Ræða byssulögin Bandaríska öldungadeildin ætlar að ræða byssulöggjöf landsins í næstu viku. Demókratar hyggjast leggja til átta stjórnarskrárbreyting- ar til að herða enn á lögum um vopnaeign. Tillögumar munu m.a. fela í sér að lágmarksaldur byssu- eigenda verði hækkaöur í 21 ár, þriggja daga biðtími eftir vopnum veröi tekinn upp og að foreldrar beri ábyrgð á bömum sínum hvað varðar vopnanotkun. Drottningin selur Veggmynd eftir Margréti Dana- drottningu hefur rokselst í Dan- mörku að undanfórnu en ágóðinn, sem nemur 100 milijónum, rennur óskiptur til flóttamanna frá Kosovo. Allt misskilningur Stórtenórinn Luciano Pavarotti segir kröfur italska ríkisins fáránlegar um að hann greiði 2,5 milljónir dala í skatta vegna tekna sem hann hefur aflað utanlands. „Ég er ekki skattsvikari. Þetta er bara misskilningur," sagði tenór- inn og bætti við hann greiddi skatta þar sem hann syngi hverju sinni. Þar era skattayfirvöld á Ítalíu ekki sammála og segja Pavarotti eiga að borga skatta í heimalandi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.