Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. MAI 1999 wtwing Hvers konar pabbi? Á þriðjudaginn frumsýndi Hafnar- fjarðarleikhúsið Hermóður og Háð- vör leikþátt eftir Karl Ágúst Úlfsson sem nefnist Stóllinn hans afa. Höfundur- inn hlaut styrk úr svokölluðum Stef- ánssjóði Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Félags bókagerðarmanna og var þess farið á leit við hann að hann skrifaði verk sem hentaði til flutnings á vinnu- stöðum og fjallaði um karlmenn og heimilið. Karl Ágúst valdi að skrifa um efni sem hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu, það er fæðingarorlof feðra. Réttarfarslegar hlið- ar málsins eru látn- ar liggja milli hluta en í leikþættinum er á gamansaman hátt velt upp spurningum um feður sem fyrirmyndir og þátt þeirra í uppeldi barna sinna. í forgrunni er ungi faðirinn Sveinn sem veit ekki alveg hvernig hann á að höndla það að vera heima með nýfæddan son sinn. Þarf hann til dæmis að segja eitthvað sérstakt við hann um leið og skipt er um bleiu? Og verður sonurinn harðari af sér ef hann minnir hann á að hann sé strákur en ekki stelpa eins og afi hans gerði iðulega? Þessum og öðrum álíka spurningum er ekki auðsvarað því í Sveini togast á ólík viðhorf sem eru gerð sýnileg með því að persónugera það sem við gætum kallað karllega og kvenlega eiginleika hans. Þannig verður persónan þríþætt í bókstaf- legum skilningi og með hlutverkin fara Gunnar Hansson, Gunnar Helgason og Gunnar Helgason í hlutverki sínu í Stólnum hans afa Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir Björk Jakobsdóttir. Sá fyrstnefndi leikur Svein sjálfan, ýmist sem barn eða fullorð- inn karlmann, og kannski er það einmitt þess vegna sem persónan verður jafn lit- laus og raun ber vitni. Gunnar Helgason er karllega hliðin á Sveini en að auki túlkar hann afa gamla og föður Sveins. Allt eru þetta hreinræktuð kómísk hlutverk, enda átti Gunnar auðvelt með að kitla hlátur- taugar áhorfenda eins og svo oft áður. Helst mætti finna að ónákvæmni í texta- flutningi sem örlítið minni hraði hefði auðveldlega komið í veg fyrir. Björk var öllu hófstilltari í sinni túlkun en var ágætis mótvægi við afa og pabba og öllu skörulegri en Sveinn sjálfur þó að hún væri hin svokallaða mjúka hlið hans. Þar sem um vinnu- staðasýningu er að ræða er leikmynd Finns Arnar Arnar- sonar einföld, nokkr- ir flekar sem ramma inn gamaldags stofu á íslensku alþýðu- heimili, og svo auð- vitað stóllinn hans afa. Lýsingin er sömuleiðis einföld en á frumsýningu tók helst til langan tíma að fá upp fullan styrk á ljós. Þó að Stólnum hans afa sé ætlað að vera innlegg í félags- lega umræðu leggur höfundurinn mesta áherslu á skemmtanagildi verksins. Hann fellur ekki í þá algengu gryfju að prédika eða boða einhvern stóra sannleik en sýn- ingin vekur samt spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Leikstjórn Hilmars Jónssonar miðar að sama marki og af viðbrögðum frum- sýningargesta að dæma hefur pening- unum úr Stefánssjóði og frá öðrum styrktaraðilum svo sannarlega verið vel varið. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir: Stóllinn hans afa eftir Karl Ágúst Úlfs- son Leikstjórn: Hilmar Jónsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Gervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Hið exótíska austur Silki eftir ítalska rithöfundinn Al- essandro Barrico er ekki löng saga. Hún er aðeins 118 síður og þar að auki byggir hún á endurtekningum sömu setninga og efnis- greina. Sagan hefur enda yfir sér blæ dæmisögunnar og æv- intýrsins. Hér er sagt af fjórendurteknu ferðalagi silkikaup- mannsins Hervé Joncour til Japans um miðja síðustu öld. Til- gangurinn er að leita eggja silkiormsins til að bjarga silkifram- leiðslu heimabæjarins sem líkt og allur silki- iðnaður Evrópu er í hættu vegna sýkingar í orminum, sjálfri und- irstöðu framleiðslunn- ar. Barrico vinnur í þessari sögu meö hefð- bundna og máttuga orðræðuhefð um Aust- urlönd: skrif um Austrið sem upp- sprettu framandleika, furðu og dulúðar. Þessi ímynd Austurs- ins tekur hér, líkt og víða annars staðar (t.d. hjá Flaubert sem nefndur er í sögunni) á sig kynferðislega mynd, og þau holdlegu ævintýri sem aðalper- sónan upplifir í Japan verða smám saman að þráhyggju sem yfir- skyggir allt annað. En það er ekki allt sem sýnist í þessari litlu sögu og samband Joncours við Japan er ekki jafneinfalt og það virðist í fyrstu. Þráin eftir hinu annarlega Þetta er ekki hinum megin á bara saga um finlega veröld hnettinum sem verður vest- rænum manni uppspretta unaðar og hrolls. Hér er snúið upp á hina hefðbundu Austur- landasögu á nokkuð óvæntan hátt, þðtt það væri ljótt að ljóstra því upp hér í hverju af- hjúpunin felst. En í lokin er staðfest það sem lesandann grunaði: hér er komin dæmi- saga. Saga sem fjallar um tengsl hversdagsleika og framandleika, um þrána eftir hinu annarlega og æsandi og Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson ekki síst um tengsl tungumáls og veruleika. Þáttur tungu- málsins í mótun vitundar okkar og tilfinninga, sem og þáttur þýöinga í miðlun ólíkra menningarheima eru meðal umfjöllunar- efna sögunnar. Hún er dæmisaga sem vinnur með spurningar um upp- runaleika og eftirlíkingu, þýðingu og frumtexta. En þegar öll kurl koma til grafar er Silki líka ástar- saga, og minnir í einfald- leik sínum ekki lítið á aðra ástarsögu sem einnig hefur tungumálið að meginstefi, sjálfa söguna af Cyrano de Bergerac. Þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur hef ég ekki borið saman við frumtexta, en þetta er vel skrifuð bók í íslenskri gerð sinni. Alessandro Barrico - Silki Þýðandi Kolbrún Sveinsdóttir Mál og menning 1999 Nýjasta skáldsaga Rushdies Nýjasta skáldsaga Salmans Rushdies, The Ground Beneath Her Feet, hefur að vonum feng- ið feiknarlega umfjöllun víðast hvar, enda er þetta fyrsta „alvöru" skáldsaga hins „umsetna" höfundar i mörg ár, og að margra mati sú besta frá því Midnight's Children kom út. Samt skipt- ast gagnrýnendur í tvö horn hvað þessa sögu snertir; breskir hafa ákveðnar efasemdir varð- andi hana, telja höfund vera helst til hugfanginn af ýmiss konar yfirborðskenndum snið- ugheitum, en þeir bandarísku eru hrifnari. Eins og venjulega fer Rushdie ekki troðnar síóðir í frásögn sinni. Eftir lýsingum að dæma steypir hann saman vestrænu goðsögn- inni um Orfeif og Evridísi, indversku goðsögn- inni um Kama og Rati, ástarguðinn og konu hans, og heimfærir þessa blöndu á nútímann og heim vestrænnar dægurlagatónlistar. Um leið er nútími höfundarins á skjön við hinn „kórrétta" nútíma að ýmsu leyti. Unglingspilt- ur á Indlandi syngur lög eftir Elvis og Bítlana áður en þau verða til, John F. Kennedy slepp- ur óskaddaður frá Dallas, þekktur bandarískur rithöfundur semur skaldsögu sem nefnist Catch-18 og blaðafréttir spretta beint upp úr kvikmyndum Bunuels eða Truffauts. Með eilít- illi tilfærslu á nútímanum áréttar Rushdie óljós skilin milli veruleika og hugaróra. Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikverki Nú rekur hver bókmennta- og leikritasam- keppnin aðra, og næg verkefni fyrir „skúffu- höfunda" sem aðra höfunda fram að aldamót- unum 2000. í tilefni af 50 ára afmæli sínu um vorið 2000 efnir Þjóðleikhúsið til samkeppni um leikverk sem henti til sýninga á einhverju leiksviða þess. Skilyrði er að leikverkið hafi ekki birst eða verið flutt áður. Stefnt er að þvi að taka verkið sem hlýtur fyrstu verðlaun til sýningar í leikhús- inu á afmælisárinu. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, 500.000, 300.000 og 200.000 krónur. Verði verkið sem hlýtur lstu verðlaun flutt á vegum Þjóðleik- hússins nýtur höfundur aö auki óskertra höf- undarlauna. Handrit skulu send undir dulnefni, ásamt með lokuðu umslagi merktu sama dulnefni, með nafni, heimilisfangi og síma höfundar inn- an í, á skrifstofu Þjóðleikhússins fyrir 1. júní 1999. Sem er dálítið bratt fyrir þá sem ekki eiga leikverk á lager. Allt um það, tilkynnt verður um úrslit í keppninni fyrir lok júní, en 1 dómnefnd eru Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur og Tinna Gunnlaugsdóttir leikari. Hjalti les Þorstein I kvöld kl. 22 ættu þeir sem kunna að meta bæði eyrna- góðgæti og vandaðan skáld- skap að bregða sér inn á Næsta Bar viö Ingólfsstræti la, gegnt íslensku óperunni. Þar ætlar sá makalausi ljóða- upplesari, Hjalti Rögnvalds- son leikari (á mynd), aö lesa upp úr glænýrri íjóðabók Þor- steins frá Hamri, Meðan þú vaktir, eins og hún leggur sig. Upplesturinn tekur u.þ.b. klukkustund og er aðgangur ókeypis. Fræðimenn í Jónshúsi Tilkynnt hefur verið hverjir koma til með að fá afnot af fræðimannsíbúð i Húsi Jóns Sig- urðssonar í Kaupmannahöfn frá 1. september 1999 til 31. ágúst 2000, nefnilega þau Clarence E. Glad, sem hyggst rannsaka gögn um klassíska menntun á íslandi 1846-1996, Inga Huld Hákonardóttir (á mynd), til að kanna trú kvenna á íslandi á 19. öld, og Kristján Karlsson, sem hyggst vinna að rannsókn á verkum Sörens Kirkegaards, Leð Kristjánsson, til að rannsaka útflutning silfurbergskrist- alla, Baldur Hafstað, til að rannsaka fornaldar- sögur og hetjuh'óð, Bjarni Bragi Jónsson til að kanna sögu dansk-íslenskrar peningamyndun- ar og lánastarfsemi og Jón Hjaltason til að kanna gögn um danska kaupmenn sem versl- uðu á Akureyri. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.