Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 ■.J. 23 PV_____________________________________Fréttir ^ Talsverð kalhætta á Norðurlandi: Utlitið er ekki gott - segir Bjarni Guðleifsson ráðunautur DV; Akureyri: „Það verður því miður að segja það eins og það er að útlitið er þegar á heildina er litið, ekki nógu gott,“ segir Bjami Guðleifsson, ráðunautur í Eyjafirði, um kalhættu í túnum þar um slóðir en Bjarni hefur unnið mjög mikið að rannsóknum á þeim málum og þekkir þau betur en margir aðrir. Bjami segir að tíðarfar hafi verið þannig í vetur aö það hafi oftsinnis komið blotar, snjór hafi bráðnað og svell myndast. Víða séu þessi svell ekki komin upp enn þá og það valdi áhyggjum. „Plöntur þola ekki að vera undir svelli i meira en 2-3 mánuði því þá geta þær ekki andað. Ef þær eru innluktar í þykku svelli í þann tíma eða lengur þá era þær dauðans matur og hreinlega kafna. Svo er annað sem fylgir þessu oft og það er svokölluð „kallykt" sem kemur úr túnunum þegar svellin hverfa. Ég hef aðeins fundið þessa lykt en ekki mikið þó, sennilega vegna þess að svell era yfirleitt ekki horfin,“ segir Bjami. Hann segir að ástandið sé senni- lega nokkuð misjafnt eftir svæðum, líklega einna verst á Árskógsströnd og i Svarfaðardal. Inni í Eyjafjarðar- sveit sé ástandið mun betra en hann sagðist hafa heyrt um slæmt ástand inni í Hörgárdal. Þá sagöist Bjarni hafa heyrt að slæmt ástand væri vestan til í S-Þingeyjarsýslu og einnig í Skagafirði að austanverðu, út í Fljót. -gk Eldur í húsi í Keflavík: Hárrétt viöbrögð björguðu íbúa Hafnargata 82 í Keflavík. Eldur kom upp í kjallara hússins. DV-mynd Arnheiður DV, Suðurnesjum: Eldur kom upp í kjallaraíbúð húss- ins númer 82 við Hafnargötu í Kefla- vík aðfaranótt 3. apríl. Húsið er 3ja hæða steinhús, byggt um miðja öld- ina og bjó einn mað- ur í íbúðinni. Bjarg- aðist hann naum- lega. Það var kona sem býr á 2. hæð hússins sem fyrst varð vör við bruna- lykt. Hringdi hún í slökkviliðið og vakti síðan fólk í öðram íbúðum hússins. „Hún brást hárrétt við,“ sagði Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðs- stjóri hjá Branavörnum Suður- nesja. „Það var rétt fyrir klukkan fimm að við voram kallaðir út. Viö fóram inn í sameign í kjallara og þaðan inn í íbúðina. Sáum strax að þar var mikill hiti og reykur og byrjuðum á því að slá á hitann. Það var ekki vitað hvort íbúinn væri heima en við hófum þegar leit.“ Maðurinn fannst fljótlega og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðumesja og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari aðhlynning- ar vegna reykeitranar. „Það má segja að það hafi orðið manninum til lífs að hann svaf við lokaðar herbergisdyr þannig að hit- inn komst ekki inn þó töluverður reykur kæmist með fram hurðinni," sagði Sigmundur. Við nánari eftir- grennslan er talið að eldurinn hafi komið upp í stól í sjónvarpsholi, út frá vindlingi, en mikill eldur logaði í holinu og er íbúðin töluvert skemmd af hita og reyk. -AG Til sjóðfélaga og viðskiptavina Afgreiðslutími Frá 3. maí -15. september 1999 er skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga. Yfirlit send til sjóðfélaga | Hinn 1. mars 1999 voru send yfirlit til allra greiðandi sjóðfélaga yfir skráð iðgjöld frá 1. janúar 1998 til 28. febrúar 1999. Sjóðfélagar eru hvattir til að bera þau saman við launaseðla. Beri þeim ekki saman er áriðandi að hafa strax samband við sjóðinn því dýrmæt réttindi geta glatast vegna vanskila á greiðslum. , leinaði lífeyrissjóðurinn Suðurlandsbtaut 30 108 Reykjavík Stmi: 510 5000 Fax: 510 5010 Grænt númer: 800 6865 Heimasíða: lifeyrir.is Netfang: mottaka@liféyrir.is VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Sumarstarf 1999 Samstarf Akranes- og Borgarneslögreglu DV, Akranesi: Bæjarráðsmenn Akraness hafa átt viðræður við Ólaf Þ. Hauksson, sýslumann á Akranesi, og Svan Geirdal yfirlögregluþjón um um- ferðarmál, lögsagnarumdæmi og fleira. Fram kom hjá sýslumanni að hafið væri samstarf á milli lögregl- unnar á Akranesi og Borgamesi um löggæslu í næsta nágrenni Akra- ness, það er í Innri-Akraneshreppi og Skilmannahreppi sem er í lög- sagnarumdæmi Borgarneslögregl- unnar. Þar með talin Hvalfjarðar- göng norðanmegin. Lögreglan á Akranesi er vel fær um að taka að sér stærri verkefni en hún hefur núna, þar með lög- gæslu við Hvalfjarðargöng. Sýslu- maður tók það skýrt fram að það væri á færi ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra að taka ákvarð- anir um breytingu á skipulagi lög- gæslumála á svæðinu. Þá var rætt um embætti sýslu- manns á Akranesi og nokkum vanda sem það á við að stríða. Sýslumaður varð þess fljótt áskynja þegar að hann tók við starfinu að fjárlagagrundvöllur embættisins væri ekki með þeim hætti sem að hæfði stærð þess, þ.e fjármunir þess hefðu verið fulllitlir í fjárlögunum. Þessa dagana er unnið aö því í ráðu- neytunum að laga þetta og er vonast til að á nýjum fjárlögum verði fjár- lagagrunnurinn leiðréttur þannig að viðunandi niðurstaða fáist. -DVÓ ORBSENDING til nemenda í 8., 9. og 10. bekkjum Grunnskóla Reykjavíkur Skráning í sumarstörf 1999 hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fer nú fram. Upplýsingum og skráningarblöðum hefur verið dreift í skólunum. Fylla skal skráningarblöðin nákvæmlega út og skila þeim til afgreiðslu Vinnuskólans. Skráningu lýkur föstudaginn 7. maí, en starfið hefst mánudaginn 7. júní. Skrifstofa og afgreiðsla Vinnuskólans er opin kl. 8:20 -16:15 virka daga. ISnorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@rvk.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.