Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 36
rLiðvikudaginn 16 05.05. 99 ur Fjöldi < Vmningar| vinnin$a Vinningiupphœð 8.334.060 2-5 at 6.*: - 0 3-5 at 6 181.960 4-4 at 6 187 2.420 430 rnmmmmwMmL. HeildarvinningAupphœð 38.894.790 Á ÍAlandi 2.226.670 gGFRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. S 550 5555 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1999 Bárður kaupir Gallerí Borg „Ég ætla að hætta afskiptum af mál- verkasölu. Ég er búinn að fá nóg. Eft- ir því sem tíminn líður sé ég að það er ^Jtki þess virði að standa í þessu," sagði Pétur Þór Gunnarsson í Gall- erí Borg, sem vinn- ur nú að því að selja fyrirtækið. Kaupandinn er fundinn og heitir Bárður Halldórs- son, þekktur sem formaður Samtaka um þjóðareign. „Það hefúr oft og lengi staðið til að ég kaupi Gallerí Borg og nú stefnir allt í að það gangi eftir,“ sagði Bárður Halldórsson, sem ætlar að reka umfangsmikla mál- verkasölu og standa fyrir uppboðum í .fralierí Borg. Iðnaðarmenn vinna enn að viðgerð- um á húsnæði gallerísins við Síðu- múla sem varð eldi að bráð fyrir skemmstu. „Ég hef átt mjög góð samskipti við starfsmenn VÍS. Ég kveð sáttur,“ sagði Pétur Þór. -EIR Jlafdís Huld gerir upp GusGus í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, gerir Hafdís Huld upp GusGus-ævin- týrið sitt. En hún byrjaði í hljómsveit- inni aðeins fimmtán ára gömul og nú fjórum árum seinna er búið að reka hana. í blaðinu er síðan rætt við nokkra þjóna drykkjufólksins í mið- borg Reykjavíkur og þeir spurðir hvernig það sé að sópa eftir lýðinn, selja þeim blóm og pylsur með öllu. Þá er dregin upp nærmynd af Baltasar Kormáki og fundið út hvaða mann skapstóri Spánverjinn hefur að geyma. Einnig er rætt við Öldu Björk sem hefur slegið rækilega í gegn úti í hinum stóra heimi en segir farir sín- ar ekki sléttar hvað íslenska fjölmiðla varðar. Bárður Hall- dórsson. Þessi tók staf sinn og skundaði á kjörstað í gær til að kjósa. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla fer fram í Hafnarbúð- um ■ Reykjavík og er opið frá 10-22 alla daga. Á kjördag er hins vegar opið frá 10-18. Á landsbyggðinni kjósa menn utankjörstaðar hjá sýslumanni sínum. DV-mynd E.Ói Lind komin til Ríkissak- sóknara Rannsókn Ríkislögreglunnar á málefnum eignaleigunnar Lindar hf. barst embætti Ríkissaksókn- ara í gær. Málið, sem snerist tun tap fyrirtækisins og þar með Landsbankans á 725 milljónum króna, sam- kvæmt siðustu tölum, var viða- mikið að sögn Jóns H. Snorra- sonar, saksóknara hjá Ríkislögregl- unni. Ríkissak- sóknari hefur fylgst með rann- sókn málsins og haft vissa umsjón með henni. Rannsóknin hefur tek- ið hartnær ár. Hjá Ríkissaksókn- ara fengust þær upplýsingar í morgun að ómögulegt væri að segja um hvenær embættið fellir úrskurð um sekt eða sýknu i mál- inu, né heldur hvort mál verður höfðað gegn einhverjum þeirra sem að málinu komu. -JBP Þórður Ingvi Guðmunds- son. Uppsögn Qögurra fatlaðra manna hjá Reykjavíkurborg: Gróðurrækt en ekki mannrækt - segir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar Málið á sér margar hliðar og er alveg funaviðkvæmt. Mér er dálítið illa við að ræða það í fjölmiðlum, en hvers vegna núna, ja hvers vegna ekki löngu fyrr?“ sagði Pétur Kr. Pétursson, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, í gær þegar DV spurði hann um ástæður þess að fjórum fjölfótluðum mönnum, sem starfað hafa um árabil hjá garð- yrkjustjóra Reykjaýíkurborgar, hefði verið sagt upp störfum. Greint var frá uppsögnunum í forsíðufrétt blaðsins í gær. „Það er ekki auðvelt að fjalla um þetta mál opinberlega. Það á sér margar hliðar og margvíslegar en ég tel að vinnustaðir borgarinnar eða vinnustaðir yfirleitt séu mjög vanbúnir til þessa hlutverks og mér er mjög illa við að vera að ræða um eitthvað sem starfsmönnum okkar er eitthvað áfátt með,“ sagði starfs- mannastjórinn. Hann sagði málið funaviökvæmt en til að skýra hvers vegna gripið hefur verið til þess ráðs að segja fjórmenningunum upp, sem væri afleitt að þurfa að gera, þá sagði Pétur: „Þessi deild sér um gróðurrækt en ekki mannrækt. Við höfum góða fagmenn í gróðurræktinni en enga fagmenn á þessu sviði. Til þess að unnt sé að gera það svo sæmandi sé og hægt sé að búa að þessum mönn- um eins og þarf að gera þá þurfa að vera mjög sérhæfð verkefni fyrir þá sem þeir ráða við og þeir þurfa að vera undir leiðsögn fagmanna á þessu sviði. Því er ekki til að dreifa, því miður. Þetta er meginástæða þess að það er gripið til þessa ráðs.“ Er orðlaus! Guðmundur Ragnarsson, for- maður Samtakanna Þroskahjálp- ar, sagði í samtali við DV í gær um þetta mál að hann væri orð- laus og framganga Reykjavíkur- borgar eins og aftur úr fornöld. „Reykjavíkurborg hefúr á undan- förnum árum og áratugum sýnt þeim sem minna mega sín veruleg- an skilning í atvinnumálum. Borg- in hefur tekið í vinnu marga þá sem minna mega sín og það hefur gengið ágætlega. Hið sama hafa sveitarfélög um allt land gert og að ég held í sátt við alla, enda í hug- um fólks eðlilegur hluti af mann- lífinu að gera slíkt. Hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur hefur verið unnið mjög gott starf sem við hjá Þroskahjálp erum ánægð með. Þar hafa fotluð börn og þau sem minna mega sin verið tekin í vinnu og það hefur verið til fyrirmyndar. Þetta sem nú hefur gerst gengur því þvert á það sem Reykjavíkur- borg hefur aðhafst hingað til og maður hlýtur að spyrja hvort tek- in hafi verið upp ný og gjörbreytt starfsmannastefna hjá borginni" sagði Guðmundur Ragnarsson, formaður Þroskahjálpar, í samtali við DV í gær. -SÁ Veðrið á morgun: Víða bjart fyrir norðan Á morgun er gert ráð fyrir austan- og suðaustangolu eða kalda. Súld eða dálítið rigning verður öðru hverju sunnan- og austanlands en víða bjart veður norðan til. Fremur hlýtt verður áfram. Veðrið í dag er á bls. 37. oppurinn á ísnum Premier SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ FINNI UPPSKRIFT PAR SEM PO RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.