Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 |____ Sport NBA-DEILDIN Úrslit leikja í nótt: Boston-Charlotte .......129-133 Philadelphia-Detroit . . . 105-100 Toronto-Cleveland ........96-87 Atlanta-Washington .... 100-92 New Jersey-Millwaukee 115-107 New York-Miami...........101-88 Chicago-Orlando..........83-103 Denver-Houston ...........88-95 Phoenix-Minnesota.......100-96 Golden State-San Antonio . 81-88 LA Clippers-Seattle .... 105-107 LA Lakers-Portland......119-91 Sacramento-Vancouver . . . 99-95 Allen Iverson skoraöi 33 stig fyrir Philadelphia i nótt og var þar meö stigahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hann skoraði að jafnaði 26,75 stig í leik. Leikinn við Detroit þurfti að framlengja. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1966 sem leikmaður úr röðum Philadelphia verður stigahæstur. Síð- ast varð það enginn annar en Wilt Chamberlain. San Antonio og Utah Jazz urðu jöfn í sínum riðli en San Antonio telst efst vegna betri stöðu í innbyrðis viður- eignum á tímabilinu. San Antonio átti frábæran lokasprett og vann 19 af síðustu 22 leikjum sínum. Á sama tima skoraði Shaquille O’Neal aðeins 18 stig fyrir LA Lakers .1 stórsigri á Portland og þar með skaust Iverson upp fyrir hann. Glen Rice var stigahæstur Lakers-manna með 40 stig, þar af átta 3ja stiga körf- ur. Þetta var jafnframt persónulegt met kappans. Sacramento Kings er í miklum ham um þessar mundir og vann 10 af síð- ustu 11 leikjunum í riðlakeppninni. Vlade Divac skoraði 29 stig fyrir Sacramento gegn Vancouver. Lokastaða Atlantshafsriðill: Miami Heat 33 17 66,0% Orlando 33 17 66,0% PhUadelphia 28 22 56,0% New York 27 23 54,0% Boston 19 31 38,0% Washington 18 32 36,0% New Jersey 16 34 32,0% Miðriðill: Indiana 33 17 66,0% Atlanta 31 19 62,0% Detroit 29 21 58,0% Millwaukee 28 22 56,0% Charlotte 26 24 52,0% Toronto 23 27 46,0% Cleveland 22 28 44,0% Chicago 13 37 26,0% Miðvesturriðill: San Antonio 37 13 74,0% Utah Jazz 37 13 74,0% .Houston 31 19 62,0% Minnesota 25 25 50,0% Dallas 19 31 38,0% Denver 14 36 28,0% Vancouver 8 42 16,0% Kyrrahafsriðill: Portland 35 15 70,0% LA Lakers 31 19 62,0% Phoenix 27 23 54,0% Sacramento 27 23 54,0% Seattle 25 25 50,0% Golden State 21 29 42,0% LA Clippers 9 41 18,0% 16-lióa úrslitakeppnin hefst aöfara- nótt sunnudags og henni lýkur í síð- asta lagi 17. mai. Það lið sem fyrr vinn- ur þrjá leiki kemst áfram. Á austur- ströndinni leika Miami-New York, Atlanta-Detroit, Indiana-Philadelphia, 'Orlando-MiUwaukee. Á vesturströnd- inni eigast við Utah-Minnesota, LA Lakers-Houston, Portland-Phoenix, San Antonio-Sacramento. -JKS Denis Irwin missir af úrslitaleik Manchester United og Newcastle United í ensku bikarkeppninni í knattspymu. Irwin var rekinn i sturtu í gær í leik United og Liver- pool eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og olli brottreksturinn nokkrum deil- um. í það minnsta var dómurinn mjög strangur hjá David Elleray dómara sem oft hefur staðið sig betur og virðist verulega í nöp við United þessa dagana. Arnar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester gegn Derby í gærkvöld. -SK 9---------------------------------- DV Nicolas Anelka fagnar marki sínu gegn Tottenham í gær. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að Arsenal hampi enska meistaratitlinum. Reuter Arsenal styrkti stöðu sína verulega í toppbaráttu enska boltans: Arsenal styrkti stöðu sína verulega í baráttunni við Manchester United um enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu í gærkvöld þegar liðið vann öruggan og verðskuldaðan útisigur gegn Tottenham á White Hart Lane, 1-3. Á sama tíma náði Manchester United aðeins jafntefli á heimavelli Liverpool, 2-2. Staða Arsenal er nú mjög góð fyrir æsispennandi loka- sprettinn en ef bæði lið vinna þá leiki sem eftir eru mun markamunur eða skoruð mörk á leiktíðinni ráða úrslit- um um hvort liðið verður Englands- meistari. Dwight Yorke náði forystunni fyrir United á 22. mínútu með skallamarki eftir frábæra sendingu frá David Beckham. Denis Irwin kom United í 0-2 á 57. mínútu. Á 70. mínútu gaf dómarinn Liverpool vítaspymu sem Jamie Redknapp skoraði úr. Sex mín- útum síðar var Irwin vikið af velli fyr- ir að sparka boltanum í burtu. „Þetta var mjög strangur dómur. Irwin vissi ekki að boltinn hafði farið út af,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, eft- ir leikinn. Eftir að Irwin var rekinn út af sótti Liverpool mjög og mínútu fyrir leikslok jafnaði Paul Ince með marki af stuttu færi. „Frammistaða dómarans kostaði okkur tvö dýrmæt stig. Svona frammi- staða dómara er ekki til að hjálpa okk- ur í baráttunni um titilinn," sagði Ferguson enn fremur. Arsenal fór á kostum Arsenal fór á kostum gegn Totten- ham í fyrri hálfleik og hefði getað skorað fimm mörk. Þau urðu hins vegar tvö og höfundurinn að þeim báðum var Dennis Bergkamp. Emanu- el Petit og Nicolas Anelka skoruðu mörkin. Darren Anderton náði að minnka muninn fyrir leikhlé með marki úr aukaspyrnu sem David Seaman átti að verja. Mistök Seamans komu næstum að sök fyrir Arsenal því Tottenham var sterkari aðilinn i síðari hálfleik og litlu munaði að liðið jafnaði metin. Fimm mínútum fyrir leikslok innsigl- aði hinn snjalli Kanu sigur Arsenal og afar dýrmæt þrjú stig voru í höfn. „Ég er mjög hreykinn af mínum mönnum. Allt liðið lék vel og þetta var mjög dýrmætur sigur. Þrátt fyrir þessi úrslit tel ég enn að titillinn sé í höndum United. Þeir eiga leik inni og þeir hafa skorað mun fleiri mörk en við,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir sigurinn gegn Totten- ham. Chelsea á enn möguleika Gustavo Poyet tryggði Chelsea sigur gegn Leeds, 1-0, og að öllum líkindum 3ja sætið í deildinni og sæti í meistaradeild Evrópu. Chel- sea á enn möguleika á enska titlin- um. Derby vann góðan útisigur á Leicester, 1-2. Dean Sturridge kom Derby yfir en Frank Sinclair jafnaði fyrir Leicester. Mikkel Beck skoraði síðan sigurmark Derby. Staða efstu liða: Arsenal 36 21 12 3 58-16 75 Manch. Utd 35 20 12 3 77-36 72 Chelsea 36 19 14 3 53-27 71 Leeds 36 17 12 7 59-32 63 -SK Þjálfarinn kom af fjöllum - hugur forráðamanna KSÍ einskorðaður við karlalandsliðið, segir þjálfari Breiðabliks Eins og fram kemur á bls. 19 var landsliðsæfíngum kvenna í knatt- spymu sem fram áttu að fara um næstu helgi frestað. Eftir því sem DV kemst næst er ástæðan sú að KSÍ þótti of dýrt að fá sex stúlkur frá Vest- mannaeyjum á æfingarnar. Slæmt að missa út helgi Þórður Lámsson landsliðsþjálfari sagði að þjálfurum félaganna hefði verið sagt frá fyrirhuguðum æfingum og sagði að meðal þeirra hefði ríkt einhugur um að hafa æfingar um þessa helgi. „Ég vU ekki tjá mig of mikið um þetta mál, en það er vissulega slæmt að missa þessa helgi út. Ég ætlaði að hafa næstu landsliðshelgi 26. og 27. júní en ég er ekki viss um að það verði unnt, því sú helgi samræmist ekki heldur samstarfsreglum KSÍ og félaganna;“ sagði Þórður. Uggandi gagnvart framhaldinu MikUl hiti er I þjálfurum kvenna- liðanna í deildinni og þeir sem DV heyrði í vegna þessa máls voru afar ósáttir við vinnubrögð KSÍ. „Þetta er i fyrsta sinn í mörg ár sem landsliðið fær ekki æfmgaleiki og ef æfingar faUa niður líka þá fer mað- ur að verða uggandi gagnvart þeim þremur leikjum sem liðið leikur á ár- inu,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KSog fyrrum landsliðsþjálf- ari. „Það var fundur með öUum þjálfur- um í 1. deUd í aprU þar sem landsliðs- þjálfarinn lagði fram æfingaáætlun sem aUir voru sammála um. Ég hafði samband við skrifstofu KSÍá mánu- dag og þá var mér sagt að verið væri að vinna að þvi að senda félögunum tilkynningu um æfingamar. Þegar tU- kynningin hafði ekki borist i morgun hringdi ég aftur tU KSÍ og var sagt að búið væri að blása æfmgarnar af. Þegar ég hringdi í Þórð Lárusson, landsliðsþjálfara og spurði hann hveiju þetta sætti kom hann af fjöU- um. Enda stóð hann í þeirri trú, eins og aUir þjálfarar úrvalsdeUdar, að æf- ingamar yrðu um þessa helgi,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Skýla sér bak við samstarfs- samninginn „Forsvarsmenn KSÍ skýla sér á bak við samstarfsreglur KSÍ og félaganna en þjálfaramir höfðu gefið leyfi fyrir því að leikmennimir yrðu lausir um þessa helgi, enda var KSÍ búið að festa sér veUi fyrir þessar æfingar. Það er því ljóst að eitthvað annað ligg- ur að baki heldur en reglumar. Gæti það verið að það væri kostn- aður sem KSÍ þarf að bera vegna leik- manna utan af landi sem var búið að boða á þessar æfingar? GreinUegt er að hugur forráða- manna KSÍ er einskorðaður við karla- liðið sem vissulega hefúr náð góðum árangri en stúlkurnar eiga ekki að líða fyrir það að vera öðruvísi vaxnar niður heldur en strákarnir," sagði Jörundur Áki Sveinsson. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.