Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Davíö Oddsson eftir viðræður við Halldór Ásgrímsson í gær: Ekki búnir að binda okkur í báða skó Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson hittust á rúmlega klukku- tima löngum fundi í góðviðrinu í gærdag i Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Þeir ræddu stöðuna eins og hún blasir við flokksforingj- unum að loknum alþingiskosning- um. Ljóst er að Davíð og hans fólk er ótvíræðir sigurvegarar kosninganna með 40,7% fylgi og 26 þingmenn, en Framsóknarflokkurinn tapaði um- talsverðu fylgi og þrem þingmönn- um, hefur nú 12 menn á þingi. Þrátt fyrir fylgishrap er talið afar líklegt að stjómarmunstur næstu fjögurra ára verði hið sama og helminga- skipti ráðuneyta sem fyrr. „Við tókum enga ákvörðun á þessum fundi, fórum aðeins yfir stöðuna, mátum hana og ræddum kosningabaráttuna og niðurstöðum- ar. Á morgun klukkan fjögur mun- um við hitta þingflokkana og gera grein fyrir umræðum okkar og hlusta á fólk varandi framhaldið. Við emm ekki búnir að binda okk- ur í báða skó,“ sagði Davíð Odds- son. Davíð hafnar því að framhald ríkisstjórnarsamstarfs hafi borið á góma milli hans og Halldórs Ás- grímssonar strax fyrir kosningar. Davíð sagði áð ekki hefði enn ver- ið rætt um breytingar á ríkisstjóm- inni. Þau mál munu verða rædd innan þingflokkanna, þegar og ef gengið verður til samstarfs. Tveir ráðherrar hverfa úr ríkisstjóm, Þorsteinn Pálsson og Guðmundur Bjamason. „Þetta var miklu betra en ég átti von á fyrir kosningamar,“ sagði Davíð í spjalli við DV í gær þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningaúrslitunum. „Þetta er besta útkoma sem nokkur flokkur hefur fengið í aldarfjórðung. Það hlýtur að gleðja okkur, sérstaklega eftir 8 ára stjórnarsamstarf og for- ystu. Þetta er bærilegur árangur að minnsta kosti. Ríkisstjómin heldur velli þótt samstarfsflokkurinn fái ekki það fylgi sem hafði verið vænst, en þetta er hins vegar svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn fékk 1991,“ sagði Davíð. Brotlending Davíð var spurður um aðalkeppi- naut Sjálfstæðisflokksins, Samfylk- inguna. „Það er ljóst að sú tilraun brot- lenti, þeir fá um þaö bil 12 prósent- um minna heldur en þessir flokkar höfðu sameiginlega síðast. Mér finnst dálítið merkilegt að það er lögð svo mikil áhersla á tap Fram- sóknarflokksins, sem hefur setið í ríkisstjórn, þegar stjómarandstöðu- flokkur með allt nýjabrumið, Sam- fylkingin, tapar 12 prósentum. Það er þekkt að það er mikill nýja- brumsáhugi í kosningum á íslandi, til dæmis fyrir Borgaraflokknum og Þjóðvaka. Þetta segir mér þá sögu að þessir flokkar muni standa verr að vígi eftir fjögur ár, þá er þetta nýjabrum löngu farið af. Mér finnst þetta hafa misheppnast gjörsamlega og sé ótrúverðugt," sagði Davíð Oddsson í gær. -JBP Launaumslög toppana þyngjast .v-'- »v»- v»* * 0: * & v»* v»* Föst laun og yfirvinna jan. 1999 Föst laun og yfirvinna maí. 1999 v»* & * 1 ^ ,V»* V»* V»* v»* ,v»* ■2% >V»* Forseti Forsætis Ráöherrar Forseti Hæsta- Ríkis- Ríkissátta- Ríkisendur- Biskup Dómstj. Dómstj. Héraðs- Umboös- Alþingis íslands ráöherra Hæsta- réttar- saksóknari semjari skoöandi íslands í Rvk utan Rvk dómar maður menn ^ réttar dómarar barna t Kjaradómur hækkaði laun þingmanna og ráðherra um 30%: Þingmenn hækka um 66 þúsund á mánuði Skoðanakannanir: Nálægt úrslitum Skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir kosningar voru nálægt endanlegum úrslit- um. Frjálslyndi flokkurinn kom öOum á óvart, var vanmetinn, og fylgi Sjálfstæðis- flokks var ofmetið. Meðalfrávik könnunar DV 6. maí var 1,2 prósentustig,. -hlh AB-bílamenn ekki ákærðir í DV á laugardag var greint frá ákæru ríkissaksóknara á hendur fyrrum deild- arstjóra endurskoðunardeildar Tollstjór- ans í Reykjavík og fyrrum forsvarsmanni Bónusbíla. Þeim eru gefin að sök tug- milljóna króna skjalafals og tollalagabrot en hinum síðarnefnda einnig brot á lög- um um virðisaukaskatt. 1 fréttinni voru AB-bílar nefndir til sögunnar í sakamálinu vegna ákveðinna verkefna sem „Bónusmaðurinn" innti af hendi fyrir fyrirtækið eins og fram kem- ur í ákæru. Öskað hefur verið eftir því að það veröi tekiö fram að enginn forsvars- manna AB-bíla er ákærður í málinu eða er gefin að sök brotleg háttsemi. Við þessu er hér með orðið - það eru einung- is hinn fyrrum tolldeildarstjóri og for- svarsmaöur Bónusbíla sem eru ákærðir í framangreindu sakamáli. Þar eru ekki aðrir sakbomingar. Nýkjömir alþingismenn vökn- uðu við mikil gleðitíðindi á sunnu- dagsmorgun. Auk þess að vera ný- kjömir til þingstarfa næstu fjögur árin kom í ljós að Kjaradómur hafði á kjördag dæmt þeim stór- kostlega launahækkun upp á nærri 30%. Mánarlaun forseta ís- lands, ráðherra ríkisstjórnarinnar, biskups og fleiri embættismanna stórhækka í kjölfarið á Kjaradómi frá 1. maí. Ráðherrar munu nú hugsanlega verða hærri í launum en ráðuneytisstjórar, deildarstjór- ar og fleiri undirmenn þeirra en svo hefur ekki endilega verið til þessa, að sögn formanns Kjara- dóms. „Laun alþingismanna hafa ekki breyst svo langt sem ég get séð, nema sem hlutfall af launum ann- arra. Það hefur aldrei verið tekin sjálfstæð ákvörðun um launakjör hæstaréttarlögmaður, formaður Kjaradóms, í samtali við DV í gær. Hann sagði að tvö ár hefði tekið fyrir dóminn að ganga frá launa- hækkunum æðstu manna ríkisins. Dómurinn hefði stundum komið saman oft í mánuði við þessa vinnu sem hefði verið ákaflega flókið ákvarðanaferli. „Við virðum ekki bara launin heldur líka kostnaðargreiðslumar, lífeyrishlunnindin sem tekin hafa verið út tryggingafræðilega. Að þessu öllu virtu segjum við að hæfi- leg laun til alþingismanna, miðað við það vinnuumhverfi sem þeir vinna í og það vinnuálag sem þeir hafa, séu 295 þúsund krónrn* á mán- uði,“ sagði Garðar Garðarsson í gær. Formaður Kjaradóms sagði að umhugsunarvert varðandi laun toppmanna þjóðfélagsins væri að umsjón með 150 milljörðum króna, væri með laun sem væru ámóta og fjármálastjóri í meðalfyrirtæki. Ráðherrar *fá núna 531 þúsund krónur í mánaðarlaun, þingfarar- kaup innifalið. Garðar segir að fjölmargir sem ríkið greiðir laun hafi haft mun hærri launatekjur en þeir hópar sem nú hækka, laun sem eru greidd samkvæmt kjara- samningum. „Við erum með þessum dómi að reyna að gera skil á milli hópanna, rílcisstarfsmanna sem falla undir Kjaradóminn og svo pólitískt kjör- inna fulltrúa. Um ríkisstarfsmenn- ina eiga að gilda sömu reglur og um aðra ríkisstarfsmenn. Leiðrétt- ingin á laununum til þeirra er metin og mæld eftir því hvað aðr- ir ríkisstarfsmenn hafa þegar feng- ið, sem þarf að bæta þeim upp þar sem þeir hafa ekki samningsrétt," sagði Garðar, -JBP þeirra," sagði Garðar-Garðarsson til dæmis fjármálaráðherra, með Rökstudd launahækkun Davíð Oddsson segir að dómur Kjaradóms um launahækkun ráð- herra, alþingis- manna og ým- issa embættis- manna sé vel rökstuddur. Hann segir jafn- framt að hann hafi ekkert vit- að um þessa launahækkun'fy 2 greindi frá. Styrkir til rannsókna Vísindamenn Krabbameinsfé- lags íslands hafa fengið 40 millj- óna króna bandarískan styrk til að rannsaka brjóstakrabbamein. Það er sjaldgæft að þessir styrkir séu veittir utan Bandaríkjanna en þetta er samt í annað skipti sem Krabbameinsfélagið fær slíka styrkveitingu. Mbl. sagði frá. Kennaradeila á Akureyri Tónlistarkennarar á Akureyri hafa hafnað nýjasta tilboði kjara- nefndar Akureyrarbæjar. í álykt- un fundar kennaranna um málið er tilboðið kallað smánarlegt. Búast má við hrinu uppsagna í kjölfar þessa máls. Dagur greindi frá. Úreltar upplýsingar Guðjón Bragason, ritari flótta- mannaráðs, segir að upplýsingar um Kosovo-Albana í flóttamanna- búðum séu fljótar að úreldast. Þess vegna hafl þeir 50 flóttamenn sem upprunalega áttu að koma til íslands verið farnir þegar á reyndi. RÚV sagði frá. Lögsóttir fyrir stríðsglæpi Hópur manna undir forystu kanadískra lögfræðiprófessora hefur lagt fram kæru hjá Al- þjóða stríðs- glæpadómstóln- um í Haag gegn leiðtogum aðild- arríkja Atlants- hafsbandalags- ins þar sem þeir eru sakaðir um stríðsglæpi. Með- al þeirra sem nefndir eru í kærunni eru Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fyrir hönd ís- lands. RÚV greindi frá. Þing kallað saman Samkvæmt lagabreytingu, sem gerð var árið 1991, þarf að kalla saman þing innan 10 vikna frá kjördegi. Mögulegt er að kalla saman þing hvenær sem er á þessu tímabili. Á fyrsta þingi verður kjördæmabreytingin tekin fyrir en hún öðlast fyrst gildi þeg- ar tvö þing hafa samþykkt hana. Mbl. greindi frá. Atkvæði Egils gilt Fjölmiðlamaðurinn Egill Helga- son neitaöi að kjósa í Reykjavik á meðan sjálfstæðismenn skráöu hjá sér hverjir það væru sem kæmu á kjörstað. Því kaus hann utankjörstaðar í Kópavogi á laug- ardag. Áhöld voru um hvort það væri leyfilegt en á daginn kom að atkvæði hans var tekið gilt. Stöð 2 greindi frá. Sjá nánar á bls. 15. Ekið á hreindýr Ekið var á tvö hreindýr á Mýr- um í Austur-Skaftafellssýslu í gær. Bíllinn er töluvert skemmd- ur en engin slys urðu á fólki. Annað hreindýrið drapst sam- stundis en aflífa þurfti hitt. RÚV sagði frá. Minnsta kjörsóknin Kjörsóknin í alþingiskosning- unum var sú minnsta sem um get- m* á lýðveldis- tímanum. Kjör- sókn hefur far- ið minnkandi á íslandi i undan- fómum kosn- ingum og segir Ólafur Þ. Harð- arson stjórn- málafræðingur að það sé svipuð þróun og hjá öðrum lýðræðisríkj- um. RÚV sagði frá þessu. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.