Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Börn ættu ekki að hafa aðgang að byssum Hillary Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, notaði mæðradaginn til þess að hvetja bandaríska foreldra til að fjar- lægja skotvopn og koma þeim fyr- ir í læstum hirslum. „Á yfir 35 milljónum heimila eru skotvopn og á þriðjungi þeirra er varúðar ekki gætt og byssumar aðgengilegar bömum og unglingum," sagði Hillary meðal annars í ávarpi sínu. Bandaríska öldungadeildin mun í vikunni fara yfir lög um vopnaeign og þaö er von demókrata að reglur verði hertar, t.a.m. lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa byssur verði hækk- aður í 21 ár í stað 18 nú. Hundrað þúsund karlmenn horfnir Ráðherra hermála á Bretlandi, Doug Henderson, sagði í gær að eitt hundrað þúsund karlmanna á herskyldualdri væri saknað í Kosovo. Hann sagöi jafnffamt vit- neskju fyrir því að 4500 hefðu ver- ið liflátnir frá því átökin hófust. Frá því loftárásimar hófust hafa 600 þúsund Kosovo-Albanar flúið yfir landamærin en talið er að tæplega 700 þúsund manns séu á flótta innan héraðsins og bíði þess að komast yfir landamærin. Imelda fær mæðraverðlaun Imelda Marcos, ekkja Ferdin- ands Marcos, fyrram einræðis- herra á Filipseyjum, fékk sérstök mæðraverðlaun í tilefni mæðra- dagsins. Imelda var heiðruð fyrir aö hafa stutt börn sín á ffama- brautinni og að hafa hjálpaö fá- tækum börnum á meðan maður hennar sat á valdastóli. Alls voru 30 konur heiðraðar og fór verðlaunaafhendingin lram í Malacanang-forsetahöllinni en þangað haföi Imelda ekki komið í 13 ár eða síðan hún og eiginmað- ur hennar vora hrakin frá völd- um. Þrátt fyrir heiöurinn bíða Imeldu nokkur réttarhöld þar sem henni er m.a. gefið að sök að hafa hjálpað manni sínum að rústa efnahag landsins og draga sér milljarða dollara. Vestrænar flug- vélar granda sjö manns í írak íraskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að fjórir hefðu fallið og fimm slasast í árás vestrænna flugvéla á héraðiö Basra í gær. íraska fféttastofan sagði flugvél- amar hafa verið breskar og bandarískar. Talsmaöur íraks- hers sagði að tekist hefði að hæfa eina flugvélina. Þá greindi talsmaðurinn frá því að einnig hefði orðið mannfall á laugardag þegar þrír létust á flugárás í norðurhluta landsins. Engin staðfesting á árásunum barst frá Bandaríkjunum og Bretlandi vegna mentra árása. Árásinni á kínverska sendiráðið harðlega mótmælt í Kína: Solana baðst afsökunar Harðar mótmælaaðgerðir voru víða í Kína um helgina vegna loft- árásar hersveita NATO á sendiráð Kína í Belgrad. Verst var ástandiö í Peking þar sem þúsundir æstra námsmanna freistuðu þess að brjót- ast inn á lóð bandaríska sendiráðs- ins. Gerðar vora tilraunir til íkveikju og bandaríski fáninn var rifinn í tætlur. Námsmenn hrópuðu slagorð og beindist reiði þeirra einkum að Clinton forseta sem námsmennimir líktu viö Hitler. Þá réðst múgurinn að vestrænum fréttamönnum og hafa bæði bresk og bandarísk stjómvöld sent út við- vöran til landa sinna í Kína um að þeir haldi sig innandyra. Stjómvöld í Kína hafa látið mótmælin afskipta- laus, svo fremi sem fólk haldi sig innan ákveðinna marka. Talsmenn NATO sögðu í gær aö loftárásin á sendiráð Kínverja í Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagöist f gær harma þau mistök aö sprengjum var varpaö á sendiráð Kínverja í Belgrad. í gær Belgrad hefði verið mistök og baðst framkvæmdastjóri NATO, Javier Solana, í gær formlega afsökunar á mistökunum. Að sögn Solana var ætlunin að gera árás á Hótel Júgóslavíu sem er skammt frá sendiráðinu en þar munu höfuð- stöðvar stríðsglæpamannsins Arkans vera. Þrátt fyrir áfallið hélt NATO úti hörðum loftárásum um helgina og vora gerðar árásir á skotmörk í Serbíu og Kosovo. Sjónvarpssendar voru víða eyðilagðir og tilkynnt var um árásir á olíugeymslur. Solana sagði jafnframt að árásin á kínverska sendiráðið myndi ekki hafa áhrif á friðarviðræður en Igor Ivan, utanríkisráðherra Rússlands, frestaði för sinni til Bretlands en hann ætlaði að eiga viðræður við Robin Cook, utanríkisráðherra Breta. Alda mótmælaaögeröa gekk yfir Kfna um helgina vegna loftárásar herja NATO á sendiráö landsins f Belgrad. Námsmenn, sem voru fjölmennastir mótmælenda, beindu reiði sinni einkum gegn Clinton forseta og Bandarfkjunum. ísraelar fyrirskipa lokun höfuðstöðva PLO: Palestínumenn vara við hugsanlegum átökum Friðarsamkomulag Palestínu- manna og ísraela gæti verið í hættu en i gær rann út frestur sem ísra- elsk stjómvöld höfðu gefið Frelsis- her Palestínu, PLO, til þess að loka höfuðstöðvmn sínum í Orienthús- inu í austurhluta Jerúsalem. Það var Avigdor Khalani, ráð- herra öryggismála í ísrael, sem gaf út fyrirskipun um lokun skrifstof- anna í síðasta mánuði. Khalani sagði það mat stjómarinnar að PLO ætti ekki að reka pólitíska starfsemi í Austur-Jerúsalem. ísrelar hafa lengið haldið því fram að starfsemi Palestínumanna í Orienthúsinu ógni einingu borgarinnar. Þessu andæfa talsmenn PLO og segja ekk- ert ólöglegt við starfsemi sína. 1 gær var ekki að sjá aö nein Talsmaöur PLO, Husseini, freistaöi þess aö ná samkomulagi um framtíö Orienthússins í gær. hreyfing væri á starfsemi PLO og ekki bólaði heldur á lögregluliði ísraela. Þegar fresturinn rann út sátu Khalani öryggismálaráðherra og Husseini, talsmaður PLO, á lokuð- um fundi þar sem þess var freistað að ná samkomulagi. Aö fundi loknum sneri Husseini aftur til Orienthússins þar sem hann tjáði fréttamönnum að fundur- inn hefði engan árangur borið. Hann varaði við hugsanlegum átök- um yrði skrifstofunum lokað með valdi. Khalani var hins vegar bjartsýnn á að lausn fyndist en á sama tíma sagði Netanyahu forsætisráðherra að skrifstofunum yrði lokað með góðu eða illu. Tíu þúsund reknir Um tíu þúsund menntaskóla- nemum var vísað frá lokaprófum í Bangladess. Nemamir höfðu reynt að svindla og neituðu að hlíta prófreglum. Sumir réðust jafnvel á kennara sína og beittu þá ofbeldi. Gerði grín að sjálfri sér Fyrrum lærlingurinn í Hvíta húsinu, Monica Lewinsky, sló á létta strengi í sjónvarpsþætt- imun Saturday Night Live á laugardags- kvöldiö. Mon- ica gerði m.a. stólpagrín að sjálfri sér, Clinton forseta og fyrrum vin- konu sinni, Lindu Tripp. Meðal annars setti Monica á svið leik- þátt þar sem hún lék „sambýlis- konu“ forsetans árið 2001. Þá gaf hún áhorfendum góð ráð varð- andi ástina. Manntjón á Indlandi Þrettán létu lífið þegar til átaka kom á milli öryggissveita og sjálfstæðissinna í Kasmír og Jammu á Indlandi í gær. Sjö hundruð svipuhögg Tvær filippeyskar konur hafa verið dæmdar til að þola 700 svipuhögg og tveggja ára fanga- vist fyrir að aðstoða konur í Sádi- Arabíu við fóstureyðingar. Flóttamönnum bjargað Alls 91 ftóttamanni frá Kosovo var bjargaö undan ströndum S- ítaliu í gær en leki hafði komið í bát flóttafólksins og mátti engu muna að hann væri sokkinn þeg- ar björgunarmenn bar að. Tæki á móti Milosevic Nelson Mandela, forseti S-Afr- íku, tjáði fjölmiðlum um helgina að hann myndi ekki snúa bak- inu við Milo- sevic, Júgó- slavíuforseta, færi sá síðar- nefndi fram á pólitískt hæli í landinu. „Við höfhum engum þrátt fyrir að við fordæmum görðir forsetans,“ sagði Mand- ela. Blaðið Sunday Times í S- Afríku greindi frá því um helg- ina að Milosevic væri granaður um að hafa komið umtalsverðum fjármunum til landins af ótta við að hann yrði hrakinn frá Belgrad. Banvænt heimabrugg Rúmlega hundrað létust og jafnmargir eru mikið veikir eftir að hafa drukkið heimabragg í Bangladess. Sex hafa veriö hand- teknir vegna málsins. Höndí hönd Ekki færri en tvær milljónir kommúnista héldust í hendur og mynduðu 800 kílómetra keðju í Kerala-héraði á Indlandi í gær. Fólkið vildi með þessu mótmæla at- vinnuleysi og vanþróun í landinu. Vill afskrifa skuldir Abdullah Jórdaníukóngin- heldur í dag til Þýskalands þar sem hann freistar þess aö fá vest- ræn ríki til þess að afskrifa hluta af skuld- um landins. Er- lendar skuldir Jórdaníu era taldar nema um 7 miUjörð- um dala. AbduUah mun einnig heimsækja Bretland, Kanada og Bandaríkin í tveggja vikna ferð sinni. Þrír létust í skýstrók Kröftugur skýstrókur gekk yfir Kúbu í gær með þeim afleiðing- um að þrir létust. Rúmlega þrjá- tíu manns vora flutt á sjúkrahús og yfir 100 hús gjöreyðilögðust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.